Morgunblaðið - 14.04.1985, Page 26

Morgunblaðið - 14.04.1985, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. APRÍL 1985 Pétur Á. Jónsson, óperusðngvari, ásamt Guömundi Jónssyni, söngvara, Bjarna Bjarnasyni, lækni, og Magnúsi Jónssyni, sörtgvara. Myndin er tekin í tilefni hátíðartónleika, sem haldnir voru á 65 ára afmæli Péturs. Pétur ásamt tenórsöngvaranum Melchior og konu hans. Um þessar mundir eru liöin hundrað ár frá fæðingu Pét- urs A. Jónssonar, óperu- söngvara. Um hann kemst Páll Isólfsson svo að orði í viðræðum við Matthías Jo- hannessen í bókinni „Hundaþúfan og hafið“. „Pétur var stórsöngvari þegar hann var upp á sitt bezta í óperu- leikhúsunum í Þýzkalandi. Þar naut hann þess að vera undir góðri stjórn og miklum aga. Röddin var að vísu mjög góð og mikil, en hitt mátti sín meir, fest- an og þjálfunin." Og seinna segir hann í sama kafla: „Pétur Jónsson lét alltaf eins lítið á sér kræla og hann gat. Hann var lítillátur að eðlisfari og reyndi ekki að mikla starf sitt, hvorki fyrir sér né öðrum. Þegar hann kom heim frá Þýzkalandi var hann farinn að tapa röddinni. Hann var ljúfur í viðmóti og ein- hver bezti kollega sem ég hef þekkt, en þeir sem heyrðu hann syngja í Wagners-hlutverkunum og öðrum óperum á sviðum í Þýzkalandi gleyma aldrei þeirri tign, sem bar uppi söng þessa mesta söngvara Islands til þessa dags." góður félagi og hrókur alls fagn- aðar, góðviljaður og hjálpfús og mjög umtalsprúður maður, ekki sízt þegar kollegar hans áttu í hlut. Hann var að því leyti lítill listamaður, mundu sumir segja. En góðir listamenn eru þó stund- um umtalsgóðir í garð kollega sinna. Hitt er líklega algengara. Mér dettur í hug atvik frá þeim dögum þegar ég starfaði við út- varpið. Ég var samferða Sigurði Sigurðssyni frá Arnarholti upp í lyftunni. Þegar hann steig úr henni mætti hann Guðmundi á Sandi og gneistaði af honum. Um leið og Sigurður sá Guðmund, sagði hann „Jesús minn", en Guð- mundur sagði „Andskotinn" — og gengu síðan hvor sína leið. Þeir sem sáu Pétur og heyrðu í óperunum í Þýzkalandi gleyma aldrei hvernig hann túlkaði Wagner og ítölsku óperurnar. Það er bæði synd og skömm, að ekki skuli vera til hljómplötur með söng hans eins og hann var beztur frá þeim tíma.“ Til að minnast aldarafmælis Péturs stóð íslenska óperan fyrir hátíðartónleikum fyrir nokkru. Á tónleikunum komu meðal annars fram tveir af fyrrverandi nem- endum Péturs, þeir Guðmundur Pétur sem Parsifal í „Parsifal“. og blindur. Aldrei lét hann á því bera að hann saknaði fyrri vel- gengni í Þýskalandi. Hann var traustur og góður maður." „Pétur hreif áheyrendur með söng sínum“ Magnús Jónsson hóf sitt söng- nám hjá Pétri 1946 og var hjá honum í þrjú ár. Nokkrum árum áður hafði Pétur flutzt heim frá Þýzkalandi og byrjað að kenna heima hjá sér á Ásvallagötu. „Pétur var yndislegur maður og mikið glæsimenni. Það sópaði að honum hvar, sem hann var,“ sagði Magnús, þegar hann var beðinn um að segja frá kynnum sínum af honum. „Hann og Stef- án íslandi eru tvímælaiaust beztu kennarar, sem ég hef haft. Ég vissi til þess að Pétur fylgdist með nemendum sínum eftir að þeir voru hættir hjá honum. Hann fylgdist til dæmis með hvernig okkur Guðmundi Jóns- syni gekk eftir að við hófum nám erlendis og hann var ánægður með okkur. Samgladdist okkur þegar vel gekk. Ég get ekki látið hjá líða að undrast hvað ungir söngvarar í dag virðast þekkja lítið til Péturs, fyrsta stóra óperusöngvara þjóðarinnar. Það sýnir bezt hvað það er orðið tíma- bært að skrifa íslenzka hljóm- listarsögu. Pétur söng inn á plöt- ur, en þær upptökur gefa ekki „Hann flutti með sér andblæ evrópskrar söngmenningar“ í seinni samtalsbók Matthíasar og Páls, „I dag skein sól“, minnist Páll aftur á kynni sín við Pétur og segir: „Hann er eitthvert bezta dæmi sem ég þekki um góðan raddmann sem þó er ekki sér- stökum tónlistarhæfileikum gæddur fram yfir aðra, en nær tindinum með óbilandi þrauts- eigju og tilsögn góðra kennara. Við þýzku óperuna er mönnum haldið við efnið, sítrónan kreist til hins ítrasta. Þegar Pétur kom heim á vorin og hélt tónleika flutti hann með sér andblæ evr- ópskrar söngmenningar. Honum var tekið sem konungi. En þegar hann var seztur hér að tók röddin að bregðast honum. Við eigum að dæma söng hans eins og hann var, þegar hann stóð á hátindi frægðar sinnar, ekki eftir plötun- um sem hann söng of seint inná. Pétur var valmenni hið mesta, Mesti söngvari Islands til þessa dagsu sagði Páll ísólfsson um Pétur Jónsson óperusöngvar n, óperusöngvari, og Magn- sagði Guðmundur, er blm. tók hann leið fyrir yfirgang nazista á rétta mynd af söng hans Jónsson, óperusöngvari, og Magn- ús Jónsson, óperusöngvari. „Hann var stórkostleg- ur hetjutenór“ „Ég var hjá honum í tvo vetur/ en hann kenndi nokkrum nem- endum heima hjá sér eftir vinnu á meðan honum entist heilsa," sagði Guðmundur, er blm. tók hann tali. „Pétur var mikil heið ursmaður en skapgerð hans og persónuleiki lýsir sér bezt í því hvernig hann tók örlögum sínum. Á Þýzkalandsárunum var hann mikill efnamaður og dáður óperu- söngvari. Hann var stórkostlegur hetjutenór og túlkaði óperur Vagners af mikilli snilld. En hann leið fyrir yfirgang nazista á þessum árum, því að Pétur vildi ekki gerast þýzkur borgari. Að lokum seldi hann eignir sínar, sem hann fékk reyndar aldrei eyri fyrir, og fluttist til íslands. Á meðan honum entist heilsa vann hann á skrifstofu Raf- magnsveitu ríkisisns, en á efri ár- um varð hann bæði sykursjúkur rétta mynd af söng hans. Ég minnist þess að á 65 ára afmæli Péturs sungum við Guðmundur ásamt Bjarna Bjarnasyni, lækni, með Pétri á tónleikum, sem haldnir voru í tilefni afmælisins. Það var stórkostlegt. Það var svo gaman að sjá hann á sviðinu, hann hreif fólk með sér, það sóp- aði að honum. Hann var mikið •l ■

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.