Morgunblaðið - 14.04.1985, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 14.04.1985, Qupperneq 27
MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 14. APRÍL 1985 27 ljúfmenni, ekki til í honum hroki þrátt fyrir velgengni og frægð. Pétur var maður sem maður gleymir ekki.“ „Lítillátur þrátt fyrir mikinn frama“ Jón Þórarinsson, tónskáld, er einn þeirra manna, sem kynntust Pétri og hafði hann þetta um hann að segja: „Persónuleg kynni mín af Pétri hófust ekki fyrr en eftir 1950. Þá var hann orðinn roskinn maður og kominn heim eftir mikinn frægðarferil í Þýzkalandi. Yfir Pétri var mikil reisn, hann var enginn hvers- dagsmaður. Á söngferli sínum í Þýzkalandi naut hann mikilla vinsælda, sem hetjutenór, en upp úr 1930 fóru aðstæður að vera honum erfiðar þar. Hér heima var lítið fyrir hann að gera, mann með hans hæfileika. Hann hélt nokkra tónleika, söng í óperettum og við mörg hátíðleg tækifæri og var aðalsöngvarinn með lúðra- sveitinni á Lýðveldishátíðinni 1944. Það var helzt að lúðrasveit gæti haft við honum, slik var röddin. Erfiðleika hans eftir heimkomuna má fyrst og fremst rekja til þess að hér á landi á þessum tíma var enginn starfs- vettvangur fyrir svona mikinn söngvara. Pétur var einstakt ijúfmenni og allra manna lítillát- astur þrátt fyrir þann mikla frama, sem hann hafði hlotið og elskulegur í allri umgengni." Páll Ísólfsson, tónskáld. Jón Þórarinsson, tónskálð. Þingflokkur kvennalistans: Fordæmir harð- lega ákvörðun bankaráðanna Á þingflokksfundi Kvennalistans 10. apríl var samþykkt svohljóóandi ályktun: „Þingflokkur Kvennalistans for- dæmir harðlega þá ákvörðun bankaráða ríkisbankanna að greiða bankastjórum sínum 450 þús. kr. á ári til kaupa á einkabíl- um. Þessi ákvörðun er því miður að- eins eitt dæmi um það siðleysi, sem ríkir hér á landi, þegar kaup og kjör eru ákveðin. A meðan stjórnvöld láta sér sæma að skerða stórlega laun í landinu og daufheyrast við kröfum um mannsæmandi laun fyrir unna vinnu samþykkja fulltrúar fjög- urra stjórnmálaflokka í bankaráð- um ríkisbankanna þvílíkan styrk til hálaunamanna og verðtryggð- an að auki í bága við gildandi lög. Þessi ákvörðun sýnir í hnotskurn aðstöðumun fólks hér á landi og hvernig samtrygging gömlu stjórnmálaflokkanna viðheldur honum. Kvennalistinn er mótfallinn hvers konar fríðindum og launa- aukum, sem eru til þess eins falln- ir að auka tekjubilið í þjóðfélag- inu. Þar sem ekki verður séð, að bankastjórar þurfi meira á bílum að halda vegna starfa sinna en annað vinnandi fólk telur þing- flokkur Kvennalistans réttast að afnema slíka bílastyrki til þeirra með öllu.“ VZterkurog k-/ hagkvæmur auglýsingamióill! plor|jmihIahit> Handhafar öryrkjaleyfa athugið: Þegar þið kaupið POLONEZ fáið þið stóran og sterkan bí) við ykkar hæfi en á smábílaverði: 155.800,- kr. kominn á götuna. ★ Þjónustan hjá okkur er rómuð. ★ Við bjóðum ykkur góðan reynsluakstur og aðstoð við lausn einstakra vanda- mála. ★ Komið og kaupið stóran og sterkan bíl sem er þægilegur í akstri, hagnýtur, end- ingargóður og fallegur. Polonez-umboöiö Ármúla 23, s. 685870 - 81733. Baðinnréttingar ffyrír þá sem hafa góðan smekk. VALD. POULSENI Suðurlandsbraut 10. Sími 686499. Innréttingadeild 2. hæð. Seltirningar - Mosfellingar ! Hjón um þritugt með tvö börn og vel tamin hreinræktaöan hund óska aö taka á leigu 3ja-4ra herb. ibúö, eöa ein- býlishús. Reglusemi og góöri umgengni heitiö. Upplýsingar i síma 667144 eöa 36460 eftir kl. 18.00. WRANGLER JEPPADEKK , L

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.