Morgunblaðið - 14.04.1985, Qupperneq 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. APRÍL 1985
Útgefandi nMahíl* hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift-
argjald 330 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 25 kr. eintakiö.
Stefnumótun
í atvinnumálum
Asmundur Stefánsson, forseti
ASÍ, segir í skýrslu til mið-
stjórnar sambandsins um at-
vinnumál, að stórstígar efna-
hagsframfarir hafi orðið á ís-
landi fyrstu sjö áratugi aldarinn-
ar. „Síðustu 10 árin höfum við
hinsvegar," segir forseti ASÍ,
„ekki þokazt fram á við og því
dregizt verulega aftur úr flestum
nálægum löndum. Þó efnahags-
kreppan hafi dregið úr hagvexti
hefur nágrannalöndunum flest-
um miðað nokkuð á leið.“
Það er þess vert að hugleiða
þessi orð í ljósi þess að Alþýðu-
bandalagið átti sæti í ríkisstjórn-
um hér á landi 1971—1974 og
1978—1983 eða samtals í 8 ár, fór
m.a. með ríkisfjármál, húsnæð-
ismál, félagsmál, menntamál og
orkumál. Á þessum árum
blómstruðu verðbólgan og geng-
islækkanir meir en nokkru sinni
en kaupgildi hins íslenzka gjald-
miðils og launa seig að sama
skapi. Þá greip ríkisvaldið ósjald-
an inn i gerða kjarasamninga á
þessu árabiii, alltaf til skerð-
ingar.
Forseti ASÍ vekur athygli á
tveimur kjarnaatriðum í skýrslu
sinni, sem flestir ættu að geta
verið sammála um:
• Árið 1981 var heildarfjöldi
ársverka talinn rúm 109 þúsund.
Fram til aldamóta, þ.e. á tímabil-
inu 1981—2000, gæti fjölgun á
vinnumarkaði numið 35 þúsund
einstaklingum.
• Framsýn atvinnustefna og
samkomulag í þjóðfélaginu um
brýnustu verkefni er forsenda
bæði fyrir bættum kjörum og at-
vinnuöryggi.
Þegar forseti ASÍ leitar svara
við spurningunni hversvegna við
höfum dregizt aftur úr öðrum
þjóðum kjaralega, segir hann:
„Naumast er vafi á því að óljós
markmið í atvinnumálum hafa
ráðið miklu. Það má raunar taka
svo djúpt í árinni að segja að hér
hafi engin stefna verið í þeim
efnum.“ Þessi ummæli eru ekki
út í hött, þótt stór séu. Fjárfest-
ingarmistök, sem ekki skila arði í
þjóðarbúið, heldur eru baggi á
því, og offjárfesting í einstökum
atvinnugreinum, sem þýða meiri
rekstrarkostnað á hvert veitt
tonn eða unna einingu, auka ekki
skiptahlutinn í þjóðfélaginu,
fremur en hin erlenda skulda-
söfnun.
Við höfum ekki lagt nægilega
áherzlu á nýsköpun atvinnuhátta
okkar, tækniþróun, markaðsmál
og sölumennsku. „Fjárfestingar-
kerfið, menntakerfið og beinar
stjórnvaldsaðgerðir verða að
þjóna stefnunni," segir forseti
ASÍ, „í stað þess að eitt vinni
gegn öðru.“ „Miklu skiptir", segir
hann ennfremur, „að hér verði
viðhorfsbreyting og sú hugsun
ráðandi að allir möguleikar séu
metnir út frá hagkvæmnisjón-
armiði í víðum skilningi og
áherzla lögð á atvinnurekstur,
sem getur greitt hátt kaup og er
líklegur til að lyfta tæknistigi
þjóðfélagsins.” Skýrslan tekur og
jákvætt undir hugmyndir um
orkuiðnað og samstarf við er-
lenda fjármagns-, tækni- og
markaðsaðila í þeim efnum.
Þegar Morgunblaðið bar fram-
angreind ummæli forseta ASÍ
undir forystumenn stjórnar og
stjórnarandstöðu taka þeir yfir-
leitt vel í viðhorf hans. Jón Bald-
vin Hannibalsson, formaður Al-
þýðuflokksins, segir skýrsluna
geta orðið fyrsta vísi að stefnu-
mótun verkalýðshreyfingar í at-
vinnumálum. „Ég tel ljóst að
hefðbundin kjarabarátta hefur
ekki borið árangur," segir hann
ennfremur, „og sízt fyrir þá sem
verst eru settir í þessu þjóðfé-
lagi.“ Svavar Gestsson, formaður
Alþýðubandalagsins, er daufast-
ur í dálkinn aðspurðra um skýrsl-
una; sýnist hallari undir þær
eldri hefðir í kjarabaráttu, sem
skilað hafa okkur fremur aftur á
bak en áfram.
Skýrsla forseta ASÍ er í raun
jákvæð gagnvart hugmyndum,
sem ábyrgir stjórnmálamenn
innan og utan ríkisstjórnar hafa
sett fram, um þjóðarsátt, er hafi
nýsköpun atvinnulífs og bætt
lífskjör í landinu að leiðarljósi.
Vel fer á því ef viðræður aðila
vinnumarkaðarins leiða til sam-
eiginlegrar afstöðu í atvinnumál-
um. Bætt lífskjör, sem er sameig-
inlegt keppikefli, felast fyrst og
fremst í þeim verðmætum, sem
til verða í þjóðarbúskapnum, og
þeim viðskiptakjörum við um-
heiminn, er okkur tekst að ná.
Lífskjör verða hinsvegar hvorki
til i slagorðum né verkföllum.
Rauða fjöðrin
— Grettistak
Landssöfnun Lions-hreyfingar
til kaupa á línuhraðli í
Krabbameinsdeild Landspítalans
er lofsvert Grettistak. Þetta
Grettistak getur heimt margan
manninn, sem verður fyrir
krabbameini, aftur til heilbrigði
og hamingju, en um 700 ný
krabbamein greinast hér á ári.
Þetta Grettistak er þó lauflétt að
bera, „ekkert mál“, ef við tökum
samhuga og samhent á viðfangs-
efninu.
Megi hin rauða fjöður Lions-
manna — í barmi sem flestra
landsmanna — vitna um þann
samtakamátt, sem í okkur býr.
Og um vilja og hyggindi til að
nýta hann til góðs fyrir einn og
alla.
Myndbönd
Hafa má margvísleg
not af myndböndum.
Þau geta flutt
mönnum margt annað
en sorp og sora,
stundum jafnvel
mikilvægan fróðleik
og mikla list. Þannig er hægt að fá ýms-
ar útgáfur af Shakespeare á mynd-
bandaleigum, listaverk eins og Yentl og
ljóðrænt stórvirki eins og Tess, svo að
dæmi séu tekin. Þegar talað er um
myndbönd eru menn of oft með hugann
við klámmyndir og óstöðvandi kæki eins
og bandarísku framhaldsþættina. Hitt
er sjaldnar minnzt á sem geymir mikla
list merkilegra leikara og er ekki síður
ástæða til að kynna sér en góða bók sem
á erindi við umhverfi sitt.
Mikið hefur verið rætt um einkarétt
Ríkisútvarpsins á útvarps- og sjón-
varpsrekstri og ótta Alþingis við frelsi í
þeim efnum; hik og holtaþokuvæl sem
minnir einna helzt á „sannfæringar-
kraft" kerfiskarla skipulagshyggjunnar
í Sovétsamveldinu. Stundum glenna
menn sig út af því sem sumir virðast
óttast mest af öllu, frjálshyggju svokall-
aðri, en hún er í raun og veru engin
sérstök kenning og er sízt af öllu nein
trúarbrögð eins og marxisminn, heldur
margvíslegar skoðanir á því hvernig
maðurinn sé frjálsastur í umhverfi sínu
enda eiga svonefndir frjálshyggjumenn
það eitt sameiginlegt að þeir bera ein-
staklinginn fyrir brjósti, aðstöðu hans í
þjóðfélaginu og vilja að hann sé frjáls
en ekki þræll neins kerfis — og allra
sízt fulltrúa ríkisforsjárinnar.
Frelsi í miðlun myndbanda er eitt af
því sem frjálshyggjumenn telja sjálf-
sagðan hlut. Einstaklingurinn á að eiga
kost á því að velja úr fjölbreyttu safni
myndbanda ekki síður en t.a.m. þeirra
bóka sem á markaðnum eru. Frjáls-
hyggjumenn eru líklega einnig allir
sammála um það að einstaklingurinn
hefur leyfi til að velja sér myndbönd
með vondu efni en þó vilja þeir helzt að
allir komizt til þess þroska í þjóðfélag-
inu að þeir kunni fótum sínum forráð í
þeim efnum sem öðrum. Verst telur góð-
ur frjálshyggjumaður þegar smekklitlir,
fordómafullir og stundum forpokaðir
einstefnumenn ríkisforsjárinnar hrifsa
til sín völd og áhrif í skjóli einokunar
eins og við búum við í útvarps- og sjón-
varpsrekstri.
Hröð aukning myndbandaleiga er
auðvitað ekkert annað en andsvar við
þessari einokun í sjónvarpsrekstri enda
er margt efni betra á myndbandaleigum
en það sem birtist á hinum opinbera
skjá. í sjónvarpinu eru þó gerðar til-
raunir með frambærilegt innlent efni,
svo að öllu réttlæti sé fullnægt, en samt
þjáist þessi opinbera stofnun af sam-
keppnisleysi og allar beztu kvikmyndir
íslenzkar hafa verið gerðar af einka-
rekstrarmönnum en ekki því opinbera.
Það eitt ætti að vera nægileg lexía fyrir
Alþingi íslendinga þegar það fjallar um
sjónvarpsrekstur en hefur þó ekki dug-
að til. En kvikmyndaframleiðendur eiga
undir högg að sækja vegna þess hversu
lítið íslenzkt þjóðfélag er.
Sakharov-mynd
Hjá Nýju vídeóleigunni (vont nafn;
hvenær ætlum við að losa okkur við
þetta óþarfa orð vídeó — myndband er
gott íslenskt orð) er nú hægt að fá
merka kvikmynd sem framleidd var í
fyrra, Sakharov, og sýnir hún betur en
flest annað hvernig fer þar sem hin
kalda hönd skipulagshyggjunnar drepur
allt í dróma og kerfið getur jafnvel ekki
notið góðs af mikilvægri hugsun snill-
ings á borð við Andrei Sakharov og
kröfum hans um frelsi einstaklingsins,
reisn hans og ræktun andlegs atgervis.
Hið eina sem Sovétkerfið hafði áhuga á
í lífi og störfum Sakharovs voru hæfi-
leikar hans til að framleiða vetnis-
sprengju, enda fékk hann ungur bæði
Lenins- og Stalínsorðuna fyrir framlag
sitt í þeim efnum.
En svo opnuðust augu hans. Hann fór
að sjá fjötraða samborgara sína allt í
kringum sig og þoldi ekki það sem hann
sá. Fyrst settist efinn að honum, síðan
fann hann hjá sér löngun til að taka
þátt í baráttu fyrir andófsmenn, skrif-
aði undir skjal til stuðnings Yuri Daníel
sem hafði verið dæmdur í Gúlagið fyrir
skrif sín. Þá sagði fyrri kona Sakharovs
skömmu áður en hún dó: Þú gengur of
langt — og hún hafði miklar áhyggjur
af manni sínum, ekki að ástæðulausu.
En hann gat ekki annað en gengið of
langt. Hann var hættur að þola kerfið,
forréttindi sín, ekki sízt þau. Og nú fór
hann að fylgjast með baráttu andófs-
manna, leggja þeim lið, setja sig inn í
málstað þeirra. Skömmu eftir að fyrri
kona hans lézt voru laun þessa frægasta
raunvísindamanns Sovétríkjanna fyrr
og síðar skert um helming. En hann lét
sér fátt um finnast og tók því meiri þátt
í mannréttindabaráttunni sem honum
var hótað meira.
Ríkið - öllu ofar
Og hvernig var Sakharov hótað? Að
sjálfsögðu með því vopni sem ávallt er
otað að einstaklingum: kröfu kerfisins,
ríkið verður ..., í þágu ríkisins ...,
hagsmunir ríkisins ... ríkið fyrir ríkið.
(!) Ríkið fyrst og síðast; ekki einungis
hagsmunir ríkisins í útvarps- og sjón-
varpsrekstri eins og hér á landi — ef
hagsmuni skyldi kalla vegna þess þeir
ganga í berhögg við hagsmuni einstakl-
ingsins, heldur einnig hagsmunir ríkisins
á öllum sviðum. „Glæpur" Sakharovs
var sá að hann gekk ekki lengur erinda
ríkisins heldur einstaklingsins og hafn-
aði loks því kerfi sem hafði skreytt hann
með Stalínsorðunni, Lenínsorðunni og
öðru einskis nýtu erfðagóssi frá tímum
einveldiskonunga.
Barátta Sakharovs-
hjónanna
í mannréttindasamtökunum kynntist
Sakharov síðari konu sinni, lækninum
Elinu Bonner, sem hafði særzt á auga í
stríðinu og að því kæmi að hún missti
sjónina, ef ekki yrði að gert. Hún fór til
skólasystur sinnar, augnlæknis í
Moskvu, þá nýgift Andrei Sakharov, en
hún sagði henni að hún missti vinnuna
ef hún veitti henni læknishjálp. Þá var
hafin hatrömm barátta fyrir því að El-
ina Bonner kæmist til uppskurðar á ít-
alíu og vegna ótta Sovétstjórnarinnar
við almenningsálitið á Vesturlöndum lét
hún loks undan þessari kröfu. Þá
hafði Andrei Sakharov verið sviptur öll-
um mannréttindum í þessu fyrrum fyr-
irmyndar- og forréttindaríki sínu.
Hann stóð einn með baráttufélögum
sínum, en þó aldrei stærri. Frjáls, per-
sónugerð samvizka Rússlands, umvaf-
inn ást og kærleika nánasta umhverfis
og er einkar athyglisvert að fá að
skyggnast inn í heimilislíf þeirra hjóna
því að það er vel gert í myndinni enda
engir aukvisar sem þar koma við sögu,
þar sem eru Jason Robards sem leikur
Sakharov og Glenda Jackson sem leikur
Elinu konu hans. Það er ekki sízt
áhrifamikið að sjá sendifulltrúa norsku
stjórnarinnar koma í heimsókn til Sak-
harovs meðan kona hans er á Italíu og
tilkynna honum að hann hafi hlotið
friðarverðlaun Nobels. Það er áhrifa-
mikið andartak í myndinni og sýnir vel
hvers virði slík viðurkenning er þeim
sem berst við alræði og er fyrirlitinn í
því umhverfi sem hið opinbera setur á
svið í kringum frægan andófsmann.
Áhrifamikil mynd
Þessi kvikmynd fjallar um ævi And-
rei Sakharov og virðist gera henni góð
skil. Hún er áhrifamikil og varpar ljósi
á líf hans og störf. Hún er því mikilvægt
framlag í þeirri baráttu sem þau hjón
heyja nú, heilsulitil og að því að sagt er
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. APRÍL 1985
31
REYKJAVÍKURBRÉF
laugardagur 13. apríl
Andrei Sakharov og kona hans, Yelena Bonner. Talið er víst, að þessi
mynd af þeim hjónum hafi verið tekin í borginni Gorky, en þangað voru
þau send í útlegð innanlands.
Tanya Yankelevich, stjúpdóttir Sakharovs, ásamt manni sínum, Efrem, og bróður, Alexey semenov.
Myndin var tekin í janúar árið 1980 þegar þeim höfðu borizt fréttir um, að KGB-menn hefðu
handtekið Sakharov. Voru þau þá stödd í Bandaríkjunum.
að niðurlotum komin, úr fangelsinu í
Gorky, þar sem þau nú eru í útlegð.
Þessi borg minnir á örlög mikils rithöf-
undar sem taldi byltinguna til bóta á
sínum tíma, var jafnvel e.k. persónu-
gervingur hennar, en var myrtur af út-
sendurum þessa sama kerfis eins og nú
er komið í ljós.
Kerfi sem þolir ekki frægustu rithöf-
unda sína er ekki upp á marga fiska. Og
kerfi sem þolir ekki Andrei Sakharov,
snillinginn sem uppgötvaði náttúrulög-
mál og nefna má í sömu andrá og Ein-
stein og aðra slíka forvígismenn nú-
tímaraunvísinda, er minna virði en skít-
urinn á skósólum Gorbaséks.
Menntaskólinn í Reykjavík er gömul
stofnun sem haldið hefur reisn sinni og
er nú kröfuharðari en jafnframt víð-
sýnni fjölmiðill þekkingar en nokkru
sinni. Við þessa virðulegu stofnun
starfa margir merkir kennarar. Einn
þeirra er Olafur Oddsson cand. mag.,
einn af íslenzkukennurum skólans.
Hann skrifar athyglisverða grein í
tímarit móðurmálskennara, Skímu, sem
nú er helgað umræðum um íslenzka
tungu, eins og Morgunblaðið hefur
greint frá. Við ljúkum þessu Reykjavík-
urbréfi með tilvitnun í niðurlag greinar
Ólafs. Hann segir:
„En þó að viðhorfin séu um sumt
sundurleit hygg ég að málverndarstefna
og hófsamleg hreintungustefna séu enn
meginsjónarmið í þessum efnum. Marg-
ir telja að forðast beri allt ofstæki í því
að berjast gegn öllum erlendum orðum
án nokkurs undansláttar. En þeir telja
þó að hreintungustefna eigi enn sem
fyrr erindi við íslendinga.
Jakob Benediktsson mælti eitt sinn
svo um þessi efni:
Til eru þeir menn, bæði útlendir og
innlendir, sem gera gys að hreintungu-
stefnu íslendinga, telja hana jafnvel
hlægilega rómantík og úrelta íhalds-
semi á þessum tímum alþjóðamennsku
og stórveldadýrkunar. En því er til að
svara að hún hefur þrátt fyrir allt varð-
veitt samband okkar við fortíðina og
fornar bækur okkar, tryggt okkur órofin
tengsl við þá fjársjóði íslenzkrar tungu
sem á bókum eru skráðir og enn lifa á
vörum alþýðu, og síðast en ekki sízt
forðað tungu okkar frá því að drukkna í
flóði erlendra áhrifa. Islenzk menning
er órjúfanlega tengd íslenzkri tungu, ís-
lenzkum bókmenntum, íslenzkum orða-
forða. Rofni þau tengsl, glatist sam-
bandið við fortíðina, mundi þess
skammt að bíða að saga islenzkrar
menningar væri öll.
Þættir um íslenzkt mál 108. — 109. bls.)
Á síðustu árum hefur borið allmikið á
„mannúðarsjónarmiðum" í mállegum
efnum. Vara menn þá við höstugum að-
finnslum og hæðnislegum athugasemd-
um. Þetta geti reynst skaðlegt, orkað
jafnvel í öfuga átt og stundum leitt til
málótta. Ég er um sumt sammála þeim,
sem þannig tala. Málið er lifandi fyrir-
bæri sem lýtur um margt eigin lögmál-
um. Það ber vitni um sérkenni hvers
manns og hvers tíma. Lítt rökstuddar
árásir á fólk eru oftast til ills. Menn
miða þá gjarna við eigið mál og telja
það hárrétt, en það sem er þeim fram-
andi er þá ólögmætt. — Séð hef ég menn
ráðast á aðra af því að framburður orðs-
ins íslands var þeim ekki að skapi. Með
því að fletta upp í Orðabók Blöndals má
þó sjá að framburður er hér með tvenn-
um hætti og mun það fara eftir lands-
hlutum. Heyrt hef ég þau rök að þetta
sé samsett orð og því sé framburðurinn
ís-land einn réttur. Ekki þarf annað en
benda á samsett orð eins og „vit-laus“
(þar sem sterkur aðblástur er á undan
tannhljóðinu vegna hliðarhljóðsins) til
að sýna að slík rök eru haldlaus.
Ég hygg að farsælla sé og líklegra til
árangurs að fara fremur varlega í mál-
legum leiðbeiningum. Hér þarf að laða
menn að málvöndun með góðu fordæmi
og skynsamlegum rökum fremur en
árásum, sem leitt geta til kergju.
En þótt ég mæli með varúð í fyrr-
greindum efnum hygg ég að íslendingar
verði að taka upp harðari málstefnu í
viðureign við þá sem hér útbreiða óþörf
engilsaxnesk áhrif í tíma og ótíma. Og
Hófsamleg hrein-
tungustefna
þá kastar nú tólfunum þegar sumir ís-
lendingar nota ensku í samskiptum við
landa sína. Þeir nefna fyrirtæki sín
enskum nöfnum og auglýsingar ætlaðar
íslendingum eru á ensku. Þetta er al-
þjóðleg plága en þjóðirnar eru hér mis-
jafnlega vel á verði.
Nýlega mátti lesa í dönsku dagblaði
auglýsingu sem var nánast á þessa leið:
„Lad vor art-director team udforme
Deres image promotion f.eks. ved direct
mail efter internationale concepts."
Þetta var gagnrýnt í blaði verkfræð-
inga, Ingenioren, og ég hygg að Danir,
vinir vorir og frændur, muni brátt rísa
upp gegn þessari plágu.
Og við getum litið okkur nær. Flestir
harma lítt að „bólingið" var kveðið í
kútinn en fleira slíkt er á ferli. Virðuleg
bílabúð auglýsti nýlega í víðlesnu blaði:
BODDÍ BULDING? [svo!] og mun átt
við það þegar gamlir bílar eru gerðir
upp eða endurbættir. Margt annað í
auglýsingum og blöðum er með svipuð-
um hætti. Ég hygg að þessi niðurlæging
tungunnar sé afleiðing yfirþyrmandi
engilsaxneskra áhrifa á mörgum svið-
um. En við íslendingar, sem viljum eiga
góð skipti við allar þjóðir, ekki síst
norræna frændur vora, svo og engil-
saxa, verðum að taka hér upp mun
ákveðnari og áhrifameiri menningar- og
málstefnu. Taka þarf hina ásæknu eng-
ilsaxnesku plágu miklu fastari tökum.
Annars kann illa að fara.“
„Mikid hefur
verid rætt um
einkarétt
Ríkisútvarps-
ins á útvarps-
og sjónvarps-
rekstri og ótta
Alþingis við
frelsi í þeim
efnum; hik og
holtaþokuvæl
sem minnir
einna helzt á
„sannfæringar-
kraft“ kerfis-
karla skipu-
lagshyggj-
unnar í Sovét-
samveldinu.“