Morgunblaðið - 14.04.1985, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 14.04.1985, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. APRÍL 1985 maður sem hefur þurft að færa fórnir fyrir list sína Mikið hefur verið skrafað og skrifað um David Lean og mynd hans A Passage to India undanfarnar vikur, ekki síst vegna útnefninganna ellefu til Óskarsverðlauna. Hér er ekki ætlunin að fjalla um þessa nýju stórmynd hans, heldur verður farið í stórum stökkum þvers og kruss í gegnum hinn langa og um margt stórbrotna lífsferil hans. Áttræður unglingur David Lean skipar óvenjulegan sess í kvikmyndasögunni. Burtséð frá öllum listaverkunum sem hann hefur skapað (og verður fjallað um síðar í greininni) myndi lengd starfsferils hans tryggja honum pláss í mannkyns- sögubókum. Lean var 19 ára þegar hann fékk fyrsta starf sitt í kvikmyndaveri árið 1927, eða þeg- ar Laxness var að hamast yfir kvikmyndinni bandarisku; og hann er enn að 58 árum síðar, ferskari og kraftmeiri en margir „unglingar" í kvikmyndabransan- um. David Lean er óvenjulega ráð- vandur kvikmyndagerðarmaður. Hann hafði t.a.m. ekki gert kvik- mynd í þrettán ár þegar hann byrjaði á „Ferðinni til Indlands", einfaldlega vegna þess að hann hafði ekki efni í höndunum sem dugði í heila kvikmynd. Minni spá- menn þekkja ekki slíkan hugsun- arhátt. Að þessu leyti á risi hinnar vestrænu kvikmyndar, Lean, og risi hinnar austrænu kvikmyndar, Kurosawa, æði margt sameigin- legt. Báðir njóta ótakmarkaðrar virðingar kollega sinna. Spielberg segist ekki vita um neinn leik- stjóra sem ekki falli á kné þegar minnst er á Kwai-brúna eða Lawrence of Arabia, tvær þekkt- ustu mynda Leans. Spielberg seg- ist bera mikla virðingu fyrir Lean, enda búi Lean yfir ríkari orða- forða í kvikmyndinni en nokkur annar. David Lean er tæplega áttræð- ur, fæddist inn í kvekarafjöl- skyldu árið 1908. Lean fékk 1 snemma áhuga fyrir bíómyndum, en þar sem trú foreldra hans taldi kvikmyndina ekki aðeins óþarfa heldur syndsamlega, þá var oft erfitt fyrir snáðann aö komast í bíó. Faðir hans stakk af, og þegar Lean var 13 ára fór hann í heima- vistarskóla. Fjarri fangelsismúr- um æskuheimilisins gafst honum færi á að sinna áhugamálum sín- um. Hugur hans beindÍ3t að ljós- myndun og eyddi hann mörgum tímum sólarhringsins í kvik- myndahúsum. „Kvikmyndin heill- aði mig gersamlega," sagði Lean síðar. Fyrsta myndin sem hann sá hét „Baskerville-hundurinn", gerð 1921. Þögul, en fögur svart/hvít myndin náði slíkum tökum á drengnum að hann afréð að freista gæfunnar í ungum heimi kvikmyndanna. Saumakonan Enda þótt kvikmyndin hafi töfr- að drenginn Lean meir en nokkuð annað, þá gekk það ekki alveg and- skotalaust að komast í leikstjóra- 1. Gamlir vinir og félagar: David Lean og Alec Guinness, sem hafa unniö saman að sex kvikmyndum. 2. Fyrsta og eina grínmyndin sem Lean hefur gert, Hobson’s Choice (1954) með Charles Laughton. 3. Sena úr Zhivago lækni (1965). 4. Kwai-brúin (1957): ógleymanleg mynd um tilgangsleysi stríðs. 5. Sarah Miles lék Dóttur Rayans (1970). 6. Judy Davis og Victor Banerjee leika Adelu og Aziz í nýrri mynd Leans, Ferðinni til Indlands. 7. Peter O’Toole í hlutverki Lawrence of Arabia (1962) 8. Pip og Miss Havisham í Great Expectation (1946) sem Lean byggði á sígildrí skáldsögu eftir Charles Dickens. stólinn. Aðeins nítján ára fékk Lean vinnu hjá Gaumont kvik- myndaverinu í Lundúnum. Starfi hans var að sækja te fyrir leikara- hópinn. Smám saman skoppaði hann upp metorðastigann, var orðinn „þriðji aðstoðar-leikstjóri" innan nokkurra mánaða. David Lean var ungur að árum en hann þroskaðist fljótt. í viku hverri iærði hann eitthvað nýtt í galdrastofunni sem kvikmyndin er. Lean hefur sagt frá því þegar hann fyrst almennilega skildi þetta nýja tungumál, sem engum takmörkum virtist. bundið. Þegar hann var á sendla-stiginu vingað- ist hann við sýningarstjórann, sem vann við að sýna það efnt sem hafði verið tekið þann og þann daginn. læan fékk þennan mann til að leyfa sér að horfa á allt efn- ið. Lean hafði séð sum atriðin tek- in upp, og hann vissi að þau voru tekin með margra stunda millibili, en það sem heillaði' nn mest var hvernig atriðin voru „saumuð saman". Það fannst honum ganga göldrum næst. Lean gerðist klippari og brátt fór af honum orð sem afbragðs at- vinnuklippari. Fyrst klippti hann fréttamyndir, en hann varð eftir- sóttur meðal virtra leikstjóra áður en heimsstyrjöldin skall á. Hann var ekki síður þekktur fyrir óvenjulegar aðferðir. Hann notaði nefnilega gamall klippiborð, sem hafði verið notað fyrir þöglar myndir, til að klippa talmyndir; fyrir Lean var myndin í íyrirrúmi, en hljóðið aukaatriði. Á stríðsárunum klippti hann eingöngu stríðsmyndir sem voru i tísku. Honum var boðið að leik- stýra, en Lean beið eftir rétta tækifærinu. Það kom loks þegar leikritaskáidið Noel Coward, sem lítið þekkti til tæknihliöa kvik- myndanna, byrjaði að gera mynd- ir. Coward fékk Lean sér til að- stoðar og í sameiningu gerðu þeir nokkrar myndir. Sú þekktasta heitir In Which We Serve (1942). Coward gaf Lean nokkur föður- leg heilræði. Eitt: aldrei nota sömu hugmyndina tvisvar. Tvö: gerðu ætíð það sem hugurinn girnist, en ef fólkinu líkar ekki það sem þig langar að gera, þá skaltu hætta strax. — Fyrsta atriðið hefur Lean alltaf í heiðri haft, en hann er of mikill lista- maður til að fara eftir hinni tæru markaðskenningu í númer tvö. Lístræn öskur 1945 er merkisár: það markar endalok blóðsúthellingarinnar miklu, en það markar einnig upp- haf leikstjórnarferils David Leans. Árin 1944 og 1945 gerði hann þrjár myndir, This Happy Breed og Blithe Spirit, en það var þriðja myndin, Brief Encounter, sem er fyrsta merka varðan á langri leið Leans í gegnum lífið. Myndin var byggð á sögu Cowards, en Lean ljáði sögunni persónuleg einkenni sem dýpkuðu hana. Næstu tvær myndir byggði Lean á heimsþekktum skáldsögum eftir Charles Dickens, Great Expect- ations (1946) og Oliver Twist (1948). Alec Guinness lék Fagin i þeirri síðarnefndu, og var það upphafið

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.