Morgunblaðið - 14.04.1985, Page 35

Morgunblaðið - 14.04.1985, Page 35
r í MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. APRÍL 1985 35 þess í stað mynd eftir bók Nóbels- verðlaunahafans Boris Pasternak, Zhivago læknir (1965). Titilhlut- verkið lék Omar Sharif, sem hafði orðið frægur fyrir leik sinn í Lawrence of Arabia, en meðal annarra leikenda skal nefna Ger- aldine Chaplin, Julie Christie, Tom Courteney og Alec Guinness. Zhivago læknir er alvinsælasta myndin sem Lean hefur gert, er raunar með vinsælustu myndum allra tíma. Þegar hér er komið sögu hafði Lean gerð þrjár miklar kvikmynd- ir, myndir sem hrifu jafnt gagn- rýnendur sem almenning. Að vísu voru gagnrýnendur tvískiptir, eins og síðar verður komið að, en svo virtist sem Lean væru allir vegir færir. Hann hafði tekið þrjár stór- ar og flóknar sögur og gert úr þeim stórbrotin listaverk á tungu- máli sem allar þjóðir skilja. En næsta mynd Leans breytti öllu þessu. Árið 1970 lauk hann við Ryan’s Daughter, sem var gífurlega dýr í framleiðslu, en áhorfendur létu sig vanta og gagnrýnendur áttu ekki orð til að lýsa reiði sinni. Lean gerði myndina eftir hand- riti sem félagi hans Robert Bolt Hlutlægi sögumadurinn David Lean hefur gert fáar kvikmyndir um ævina, a.m.k. mið- að við hve langur ferill hans er orðinn. Hann er ákaflega vandlát- ur á efni, og loks þegar hann hefur ákveðið að ráðast í gerð myndar hefur hann tryggt að hann sé við stjórn og hafi lokaorðið. Til þess að svo megi vera hefur hann unnið að mörgum myndum með sömu mönnunum; til að mynda hefur Sam Spiegel fjármagnað þrjár mynda hans. Þá hefur samstarf Davids við Alec Guinness og Rob- ert Bolt vakið athygli. Guinness hefur leikið í a.m.k. 5 mynda hans og Bolt hefur skrifað handritin að myndum eins og Kwai-brúnni, Arabíu-Lárens, Zhivago lækni og Dóttur Ryans. Lean er einhver mesti ferða- langur sem vitað er um. Hann hef- ur ferðast til flestra landa heims- ins, og ferðalanganna gætir í myndum hans. Það sem gengur eins og rauður þráður í gegnum myndir hans er hve mikil áhrif umhverfið hefur á persónurnar. Það sem einkennir verk Leans er að árangursríku samstarfi sem enn varir. Fjörtíu árum síðar eru þessar tvær kvikmyndir enn tald- ar þær merkustu sem gerðar hafa verið eftir sígildum breskum bókmenntaverkum. Segja má að næstu tíu árin hafi verið frekar róleg og átakalaus fyrir Iæan. Hann gerði nokkrar myndir, en aðeins ein þeirra, Hobson’s Choice (1954), þykir eft- irtektarverð. Efni þessara mynda var æði fjölbreytt og var Lean að þróa sig áfram í frásagnartækni. Það var ekki fyrr en 1957 að Lean rak upp listrænt öskur; það var hin stórbrotna The Bridge on the River Kwai, byggð á bók eftir fransmanninn Pierre Boulle. Alec Guinnes lék ofurstann Nicholson, sem lét menn sína reisa brú svo þeir töpuðu ekki sönsum í fanga- búðunum japönsku. Eitt helsta tema myndarinnar er tilgangs- leysi stríðs. Kwai-brúin hlaut nokkur bestu óskarsverðlaun 1957: besta mynd, besti leikstjóri og besti leikari. Fimm ár liðu þar til David Lean tók heiminn með nýju áhlaupi. Það var með stórmyndinni Lawr- ence of Arabia, sem margir telja bestu mynd Leans. Myndin, byggð á sjálfsævisögu T.E. Lawrence, Seven Pillars of Wisdom, fjallar um ævintýri Lárens í Afríku. Pet- er O’Toole lék titilhlutverkið og varð heimsfrægur. Arabíu-Lárens fékk 7 Óskarsverðlaun 1962, þ.á.m. besta mynd og besti leikstjóri. Lean stjórnaði nokkrum atrið- um í The Greatest Story Ever Told (sögur úr Ritningunni), en annar leikstóri tók við, og Lean gerði samdi. 1 sem stystu máli greinir myndin frá tilbreytingarsnauðu lífi í litlu þorpi við Irlandsstrend- ur; aðalpersónan er ung, blóðheit stúlka sem hrífst af gömlum kenn- ara sínum. Bakgrunnur sögunnar er herseta Breta á trlandi og bar- átta IRA. Persónurnar eru fáar: afskiptasamur prestur, þorpsfíflið mállausa (John Mills lék og hlaut Óskarsverðlaun fyrir), bækluð stríðshetja bresk, kynkaldur eig- inmaður og drykkfelldur kráareig- andi. (Þess má geta hér innan sviga að flestar þessar kvikmyndir Iæans er hægt að fá á myndbandi hérlendis, hvort sem er VHS eða Beta, og er ánægjulegt til þess að vita að listaverk skuli finnast inn- an um hasarmyndirnar sem tröll- ríða myndbandamarkaðinum.) að hann treystir sögunni, sem hann er að segja, betur en sögu- manninum sjálfum; þar af leið- andi eru þær hlutlægari en mynd- ir þeirra kvikmyndaskálda sem hafa persónuleg einkenni. Þessi hlutlægni hefur orðið til að gagn- rýnendur víða um heim hafa af- greitt David Lean sem kaldlyndan handverksmann, mann sem kann öll tök á hinni tæknilegu hlið kvikmyndarinnar, en geti ekki ljáð myndum þeirri hlýju og hinum mannlega eiginleika sem talinn er þurfa til að hrífa áhorfendur. Þessi gagnrýni hefur eðlilega farið í taugarnar á listamannin- um. Það var sérstaklega etir 1970, eftir að hann gerði Dóttur Ryans, að þess fór að gæta að neikvæð gagnrýni hefði einhver áhrif á Lean. Hann segist ekki muna til þess að hafa fengið góða dóma. Hann segist hafa misst kjarkinn eftir að gagnrýnendurnir tröðk- uðu á Dóttur Ryans. Ástæðan fyrir því að Lean gerði enga mynd næstu þrettán árin var ekki aðeins að hann vantaði sögu- efni og fjármagn; stolt hans hafði verið sært. Erfíð ár eftir 1970 Áttundi áratugurinn leið hjá Lean í leit að fjármagni til að kvikmynda Uppreisnina á Bounty, söguna um Bligh skipstjóra og uppreisnarsegginn Christian. Saga sú hefur verið kvikmynduð þrisvar: fyrst 1935 með Clark Gable; síðan 1962 með Marlon Brando; og aftur 1984 með Mel Gibson. Lean fékk hugmyndina að þessu fyrirtæki mörgum árum áð- ur, en uppúr 1970 skrifaði hann handrit að tveimur kvikmyndum í fullri lengd um þessa sögu í sam- vinnu við vin sinn og félaga Robert Bolt. Lean segir að það séu bestu kvikmyndahandritin sem hann hafi séð um dagana. Dino de Laurentiis ætlaði að fjármagna myndina; byrjað var að hanna sviðsbúnað. En þá var sem öll ör- lög lífsins legðust gegn Lean: Bolt fékk hjartaáfall og gat ekki starf- að um langan tíma, Lean og vinur hans og samstarfsfélagi, John Box, deildu hve stór myndin ætti að vera; og til að kóróna allt sam- an sagðist Dino ekki getað fjár- magnað myndina. Margra ára áform Leans féllu eins og spila- borg. Nú óttuðust menn að þetta áfall yrði Lean um megn, enda maður- inn á áttræðisaldri. Vinir og kunn- ingjar óttuðust um hann, því svo virtist sem maðurinn hefði misst lífsneistann. En það var þá sem kvikmynda- framleiðandinn John Bradbourne hafði samband við Lean og spurði hvort hann hefði hug á að gera mynd eftir bók E.M. Forsters, A Passage to India. Við þetta boð tók Lean aftur gleði sína. Hann hafði alltaf haft bókina í huganum, en aldrei getað gert mynd eftir henni, vegna þess að höfundurinn hafði bannað slíkt. Forster bannaði kvikmyndagerð því hann taldi nær öruggt að sögu sinni yrði mis- þyrmt á einhvern hátt, hann treysti ekki mönnum til að þræða á filmu hinn gullna meðalveg milli austurs og vesturs eins og hann gerir í bókinni. En eftir að Forster hafði leyft að gera leikrit eftir bók sinni og séð það árið 1961, snerist honúm hugur. David Lean sá þetta leikrit einnig og fannst mikið til koma. En ekkert gerðist á næstu árum og Forster lést árið 1971; þá hafði hann falið Kings College í Englandi öll réttindi að bókinni. Árið 1980 hafði Lean samþykkt að kvikmynda Ferðina til Indlands ef leyfi fengist. Það fékkst nokkrum mánuðum síðar. Hér verður ekki fjallað um Ferðina til Indlands, en hún hefur verið sýnd í Regnboganum undan- farnar vikur. Myndin var útnefnd til ellefu Óskarsverðlauna, en hlaut aðeins ein meiriháttar verð- laun: hin aldna Peggy Ashcroft fyrir leik í aukahlutverki. f Ferð- inni til Indlands leika þau Ash- croft og Guinness saman í kvik- mynd i fyrsta skipti. * Oskýr mörk einka- lífs og starfs David Lean lifir fyrir kvik- myndalistina. Hann hefur lifað langa ævi og gengið gegnum súrt og sætt. Snemma ákvað hann að helga kröftum sínum kvikmynd- inni og hann hefur staðið við það. Hann hefur þurft að færa margar fórnir, og ber þar hæst einkalífið, sem vart verður greint frá starfi hans. „Ég veit ekki hvað ég hefði gert ef kvikmyndin væri ekki til,“ segir Lean. „Eg er hræddur að þá hefði mér verið ofaukið í þessum heimi.“ Þegar Lean vann að mynd, hvort sem það var að skrifa hand- rit með Bolt, eða leitaði að fjár- magni, eða var að taka myndina, þá gleymdist allt annað. Lean hefur kvænst fimm sinn- um. Fyrsta konan hans, leikkonan Ann Todd, segir að starfið sé Lean meira virði en eiginkonan, börnin oig heimilislífið. Þau eignuðust son, og skildu árið 1957. Fimmtu konunni, Söndru Hotz, kvæntist lean rúmlega sjötugur, en þau höfðu þekkst í mörg ár. Svo virðist sem hún sé eina konan sem geti „búið“ með Lean. Þau kynntust á Indlandi á sjöunda áratugnum. Katherine Hepburn, sem hefur þekkt Lean í mörg ár, segir að hún sé konan sem Lean hafi alltaf leit- að að; áhugamál þeirra séu þau sömu, kvikmyndir og ferðalög heimshorna á milli. Sjáifur vill Lean ekkert um þetta segja, hann lætur verkin tala. „,a

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.