Morgunblaðið - 14.04.1985, Side 38

Morgunblaðið - 14.04.1985, Side 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. APRÍL 1985 „Það sýndi sig að ekki er hægt að finna mann gangandi á jökli eins og Bandaríkjamennirnir ætluðu að gera. Það þurfti lór- antæki eins og eru í snjóbílnum Tanna.“ Þannig fórust orð Kristjáni Hálfdánarsyni eftir að hann slapp úr 32ja tíma prísund í jökulsprungu í Vatnajökli. Við þessa hrakninga Kristjáns rann upp fyrir löndum hans hvílíkt gersemi radíomiðun með lóran getur verið í svona stóru og strjálbýlu landi. Hversu full- komið staðsetningartæki þarna er á ferð, ekki aðeins fyrir skip og flugvélar heldur líka fyrir mann á auðnum íslands eða snjósleða uppi á jöklum. Þessi stórisannleikur rann raunar upp fyrir Gáruhöfundi einmitt á þeim sama Vatnajökli fyrir 2 árum. Sá þá hvílíkum stakkaskiptum ferðatækni í Vatnajökulsleiðöngrum hafði tekið þann aldarfjórðung sðan hann komst fyrst á kaldan klaka. Lét um það falla orð: „Nú er ekki lengur ekið eftir hæð- armæli og áttavita einum ef dimmt er eða jafnvel stjörnun- um þegar þær sjást eins og borið gat við áður. Komin lórantæki í snjóbíla, sem bæði Austfjarða- Tanni og Landsvirkjunarbíllinn Jaki voru nú búnir. Lórantæki þessi miða 3 stöðvar, á Snæ- fellsnesi, Jan Mayen og í Fær- eyjum og sitja bílstjórar og setja út á tölvu í tækjunum. Ekki gekk það nú samt snurðulaust, því ein af stöðvunum hefur sennilega verið of dauf og duttu miðanir út eða komu inn aftur öðru hverju." Reynslan sýndi að það er undir hælinn lagt hvort lóranstöðvar í fjarlægum löndum duga okkur og að við þurfum að hafa nægi- lega margar og rétt staðsettar á landinu til að hægt sé örugglega að fá radíomið af þremur. Um þetta ákveðna ferðalag segir svo: „Enginn ekur í blindu síðasta spölinn að skálanum á Grímsfjalli, enda þarf þá að þræða hrygg með hamrabrún Grímsvatna á aðra hönd og sprungubelti á hina. Ófá skipti hefur verið beðið þar fyrir neðan eftir skyggni, allt upp í nokkra daga. Fyrir lórantækin var biðin stutt í þetta sinn. En ástæðan fyrir því að slys hafa ekki orðið í þessum örðugu jöklaferðum hingað til er vitanlega sú hve varlega hefur ávallt verið farið og af skynsemi. En kunnugir jöklafarar þekkja orðið býsna vel hvar hættur kunna að leyn- ast. Nú eru ferðir ójöklavanra orðnar mun auðveldari á vélsleð- um.“ Með vaxandi flandri á jökla og öræfi á öllum árstímum og í hraðferðir á snjósleðum — vaxa vitanlega líkur á að slys beri að höndum. Veitir ekki af öllum til- tækum hjálparbúnaði, eins og t.d. loranútbúnaði til að stað- setja sig í blindhlíð og þoku. Raunar alveg makalaus heppni að jökullinn skuli engan hafa gleypt enn. í þessari tilteknu Vatnajökulsferð brast t.d. á tveimur stöðum undan snjóbíln- um Tanna á leið niður skriðjök- ulinn í Grímsvötnin þar sem vit- að er að þrjár sprungur leynast einhvers staðar undir. Kom ekki að sök þótt sæi ofan í sprungurn- ar því ekið var þvert á sprungu- stefnuna og Tanni stendur enn betur að vígi en nokkurt annað farartæki þar sem tönnin lengir hann og gerir honum betur fært að ná báðum sprungubörmum. Jafnvel heill snjóbíll gæti farið niður ef opnast sprunga undir honum. Er undirrituð reynslr unni ríkari eftir að hafa eitt sitt setið í snióbíl sem hékk í niður- víkkandi sprungu, þar sem beltið náði öðrum barminum en hin brúnin nam við gluggana. Ekki er þetta rifjað upp til að hræða, heldur til að fólk geri sér grein fyrir því að ekki er óhætt að láta sleðann geysa yfir snævi þakinn jökul án þess að hafa nákvæma staðsetningu og vita hvar hættur leynast undir snjó. Þá er ný tækni á borð við lóraninn dýr- mæt. Nýja möguleika notar maður að sjálfsögðu til að breyta um- hverfi sínu og til að bregðast við nýjum vanda. Haft er eftir sænskum spekingi að hefði símakerfið ekki tekið í notkun nýja tækni, þá mundi helming- bánna Sumir hafa gleymst — og gleymast enn — þegar verið er að hanna byggingar. Pað eru þeir fötluðu. Samt eru þeir allt að því tíundi hluti þjóðarinnar. Öil þekkjum við afleiðingar slysa, sjúkdóma og elli. Og ættum því að vera tilbúin að leggja eitthvað af mörkum til þess að allir geti komist leiðar sinnar. Margar opinberar byggingar, sem metnar hafa verið með tilliti til þarfa fatlaðra, hafa fengið 15-20 stig af 100 mögulegum. En það verður að láta í sér heyra við þá sem ráða hjá ríki og bæ. Láta í sér heyra við þá sem ráða verslunum, samkomuhúsum, þjónustu- miðstöðvum og fjölbýlishúsum. Það er hægt að leggja sitt af mörkum. Ibúi í fjölbýlishúsi getur t.d. gert sitt til að láta merkja bílastæði fyrir fatlaða nálægt inngangi. Útilokum ekki suma og jafnvel okkur sjálf síðar meir! Vttji þinn skiptir líka máli SAMSTARFSNEFND UM FERLIMAL FATLAÐRA urinn af íbúum Svíþjóðar nú sitja við skiptiborð og ýta staut- um inn og úr götum til þess eins að leysa símanotkunina innan- lands. En síðan maðurinn fann upp eldinn hefur öll þróun haft sína fylgikvilla. Varla viljum við þó snúa aftur til frumskógalífs. Finnum heldur nýjar lausnir á vandanum í hvert sinn. T.d. með því að bregðast við auðveidari samgöngum og tíðara flandri upp á fjallatoppa og jökulskalla eða lengra út frá fastalandinu á sjó og í lofti með betri skyggni- tækjum, sem ná lengra og betur en fyrri tækni. Þar er lóraninn það nýjasta og fjarskyggnasta. íslendingar búa að vísu við þá fötlun í sambandi við nýtingu á lórantækninni að flestir heyrðu fyrst um hana í tenglum við varnarmál og óherfróð þjóð flokkar hana þá umsvifalaust undir vopnabúnað og alvonda. Gallinn bara sá að varnir draga til sín nú sem fyrr stóran hluta atorku vísindamanna, uppfinn- inga, uppgötvana og tækniafreka þeirra. Haldið uppi á þessu sviði öflugum rannsóknum í sérstofn- unum herjanna, auk þess sem þeir bjóða út rannsóknir í enn stærra mæli til háskóla. Herir eru t.d. frumkvöðlar vísinda- legra framfara í veðurfræði og efnafræði. Ef fúlsað er við allri tækni sem á rætur á þeim vonda stað eða sem herir geta nýtt sér líka, þá verðum við harla Mol- búaleg í henni nútímaveröld. Jepparnir og torfærubílarnir sem breyttu samgöngum á ís- landi komu með hernum á stríðs- árunum. Fiskleitartækin, sem gerðu íslendingum fært að skyggnast niður í hafið, fylgjast með því sem þar syndir og auka árlega fiskafla og um leið velferð í landinu, komu til af þörf hern- aðaraðilanna fyrir að finna kafbáta í sjónum. Slík tæki sjá bæði kafbáta og fiska. Við not- um þau á fiska. Sama með lóran- tæki á íslandi, sem staðsetja allt yfir og á íslandi og okkar víða landgrunni, fiskiskip og ferða- fólk á hvers kyns farartækjum jafnt sem herflugvélar og her- skip sem kynnu að siæmast þangað. Eigum við þess vegna að hafna radíómiðandi lóranstöðv- um á réttum stöðum fremur en öðrum fjarskiptatækjum og síma, sem ku hlera ýmislegt ljótt ásamt því gagnlega? Hefur þessi þjóð nú raunar ekki líka kunnað betur við það um aldir að vita hvað er að slæmast vont í kring um hana? Verður ekki bara að reyna að nýta til góðs það sem nýtanlegt er hér og „fyrirgefa" hitt eins og Matthías Jochumsson heitinn. I einu gildinu sem þjóðskáldinu var haldið áttræðum var þetta til hans kveðið: Aldrei þú söngst oss neitt svartagallsraul um Satan og höfuðsyndir stórar. Séra Matthías mislas eða mis- mælti sig er hann þakkaði og sagði „höfuðsyndir fjórar". Nú er það víst ekki rétt tala á synd- unum þeim og einhver gall við: „Þær eru sjö.“ Skáldið svaraði um hæl: „Þær eru fjórar, við fyrirgefum hinar." Eða kannski er bara vissara að láta frávill- inga vera á fjöllum og jökla- kappa í sprungum og segja með snúð: Máttug tækni mannsins herra: mikil framför til hins verra (PH/ABS)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.