Morgunblaðið - 14.04.1985, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. APRÍL 1985
39
Nú getur þú eignast Nordmende sjónvarp
eða myndbandstæki með aðeins
8.000 króna útborgun.
Eftiistöðvar greiðast á átta mánuðum
Nordmende hefur ávallt veriö leiöandi
fyrirtæki á sínu sviði. Fyrirtækiö hefur
margoft kynnt tækninýjungar, sem
keppinautarnir hafa síðan nýtt sér.
Vísindamenn Nordmende í Bremen hafa
unniö enn einn sigur!
NORDMENDE
Nú gerir Radíóbúöin þér kleift aö eignast
Nordmende sjónvarp eöa mynbandstæki
meö aðeins 8.000 króna útborgun og
eftirstöðvum á átta mánuöum. Þú getur
valiö úr fjölbreyttu úrvali tækja. Öll eru
þau glæsilega hönnuö og tæknilega
fullkomin. Tryggöu þér nýtt Nordmende á
góöum kjörum.
Skipholti 19. Reytqavik.
S: 29800
Gyðingleg
fræði
PRÓFESSOR Jacob Neusner, pró-
fessor í gyðinglegum fræðum við
Braun University á Rhode Island í
Bandaríkjunum, flytur fyrirlestur
við guðfræðideild Háskóla Islands á
morgun, mánudaginn 15. aprfl, kl.
10. Fjaílar fyrirlesturinn um sam-
skipti Gyðinga og kristinna manna á
fyrstu öld e. Kr.
Próf. Neusner er Gyðingur og
meðal virtari fræðimanna í gyð-
inglegum fræðum segir i frétt frá
háskólanum. Er ísland fyrsti við-
komustaður hans á fyrirlestraferð
um Norðurlönd. Fyrirlesturinn
verður haldinn í stofu 5, annarri
hæð í aðalbyggingu Háskólans, og
er öllum opinn.
í Norræna
húsinu
Á MORGUN, sunnudag, kl. 20.30
mun Christopher Keyte bassbariton
og Karen Woodhouse sópran, bæði
frá Bretlandi, halda tónleika í Nor-
ræna húsinu.
Christopther Keyte hefur sung-
ið á stórum tónlistarhátíðum i
Evrópu og farið í nokkrar tón-
leikaferðir til Ástraliu og Nýja
Sjálands. Hann hefur á söngskrá
sinni tónlist frá öllum tímabilum,
allt frá barrokk til nútímaverka
og hefur gefið út meira en 50
hljómplötur.
Karen Woodhouse er ung sópr-
ansöngkona, sem hefur vakið
mikla athygli fyrir söng sinn und-
anfarið. Hún hefur haldið fjölda
einsöngstónleika, gert upptökur
fyrir BBC og hefur nýlokið þátt-
töku í sjónvarpsupptöku, sem
byggð er á lífi Handels. Undanfar-
in 3 ár hefur hún kennt söng og
píanóleik við Kingsmead School i
London.
Karen leikur á píanóið með
Christopher Keyte á tónleikunum
en auk þess syngur hún með hon-
um dúetta og einnig syngur hún
einsöng við undirleik.
Á efnisskrá eru einsöngslög og
dúettar eftir Henry Purcell, Ralph
Vaughan Williams, Roger Quilter,
Arthur Benjamin og William
Walton
(Frétta(ilkynning)
vinningarnir úr 2500 krónum í 3000
krónur en þeim fækkar jafnframt úr
5700 í rúma 5000.
Helstu breytingar eru því hækk-
anir og fjölganir millivinninga eða
720 utanlandsferðir á 40.000, eða
60 í hverjum mánuði, og 1320 hús-
búnaðarvinningar á 10.000, eða
110 í hverjum mánuði.
Mánaðarverð miða breytist í
130. Hagnaður af rekstri happ-
drættisins verður þannig að 60%
falla til framkvæmda Sjómanna-
dagsráðs við Hrafnistu í Hafnar-
firði og 40% fara í Byggingarsjóð
aldraðs fólks í umsjá Trygginga-
stofnunar ríkisins.
Við Hrafnistu í Hafnarfirði er
nú verið að ljúka við endurhæf-
ingardeild og meðferðarsundlaug
og lagfæringu lóðar.
Næstu framkvæmdir verða við
næsta smáhýsahverfi, en. þau eru
fyrirhuguð fjögur.
NÝTT happdrættisár er að hefjast
hjá happdrætti DAS. Vinningar
hækka nú að verðmæti um 30% og
verða þá að heildarverðmæti
75.144.000. Hæstu vinningarnir
hækka ekki heldur lækka lægstu
Tónleikar
Karen WoodboosF Ckrurtopber Kejrte
Vinningar hjá
DAS hækka