Morgunblaðið - 14.04.1985, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 14.04.1985, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. APRÍL 1985 Leiðin til bættra lífskjara: Lengd með kyrr- stöðu í atvinnulífinu — Nýsköpun atvinnulífsins meginmálið Lífskjör landsmanna ráðast fyrst og fremst og endanlega af þeim verðmætum, sem til verða í þjóðarbúskapnum, ásamt við- skiptakjörum við umheiminn, þ.e. söiuverði útflutningsfram- leiðslu og kaupmætti útflutningstekna (kaupverði innfluttra nauðsynja). Lífskjör verða hinsvegar ekki til í þráskák starfs- stétta um skiptingu þjóðartekna, þó hún sé eðlileg innan hóf- semdarmarka. Þvert á móti hefur skiptahluturinn oftlega skerzt umfram þörf þegar hjól atvinnulífsins stöðvast vegna átaka f þjóðarfjölskyldunni. Þjóðarskútan steytir á skerjum Við höfum sem þjóð setið með hendur í skauti, varðandi nýsköp- un íslenzks atvinnulífs, meðan þjóðartekjur skruppu saman í höndum okkar. Aflasamdráttur, vegna veiðitakmarkana, og verð- stöðvun og í sumum tilfellum verðlækkun á erlendum mörkuð- um fiskafurða, vegna harðnandi sölusamkeppni frá ríkisstyrktum sjávarútvegi Kanada og Noregs, hafa rýrt skiptahlutinn í þjóðfé- laginu. En fleira kemur til. Ekki sízt óhagstæður viðskiptajöfnuður við útlönd mörg næstliðin ár, þ.e. eyðsla langt umfram tekjur, og ógnvekjandi skuldasöfnun erlend- is. Greiðslubyrði erlendra skulda kostar í ár og næstu ár fjórðung áætlaðara útflutningstekna, sem rýrir skiptahlutinn. Langt er síðan að fiskifræði- legar staðreyndir færðu heim sanninn um að helztu nytjafiskar okkar væru við eða komnir yfir eðlileg nýtingarmörk. Við höfum „blóðmjólkað" fiskistofnana, sem lífskjör í landinu vóru að drýgst- um hluta reist á, með háþróaðri veiðitækni, og sjávarútveginn með lélegri rekstrarstöðu. Langt er einnig síðan að séð var fyrir, að í óefni stefndi með bú- vöruframleiðslu umfram innlenda markaðseftirspurn. Innlend óða- verðbólga (1971 og síðan) langt umfram verðþróun búvöru erlend- is, harðlæsti flestum vitrænum sölumöguleikum búvöru utan landsteina, nema með himinháum útflutningsbótum. Engu að síður höfum við flotið sofandi að feigðarósi aðgerðar- leysis í nýsköpun íslenzks atvinnulífs. Við höfum ekki, svo orð sé á gerandi, skotið nýjum stoðum undir atvinnu og efnahag okkar. Nefna má að vísu nokkur gæfuspor í fiskeldi. Stóriðju- framkvæmdir teljast ekki lengur nýjar af nálinni. Vanrækslusyndir á vettvangi nýsköpunar í atvinn- ulífi okkar sl. sex—átta ár eða svo hafa seinkað verulegum lífskjara- bata í þessu landi um a.m.k. einn áratug. Fjárfestingarmistök og erlend skuldasöfnun hafa, ásamt samdrætti í þjóðarframleiðslu, fært okkur nokkur ár aftur á bak, lífskjaralega. Það bætir ekki úr skák að slást um mfnnkandi hlut, heldur snúa vörn í sókn. „Eigi skal gráta Björn bónda, heldur safna liði.“ Skiptahluturinn Áætlaðar þjóðartekjur árins 1985 eru tæplega 87 milljarðar króna, ef þjóðarbúskapurinn gengur snurðulaust fyrir sig. Þessar tekjur þurfa að standa undir: • 1) Kostnaði við öflun þeirra, þ.e. rekstri eða heildarkostnaði fram- leiðsluatvinnuvega og annarrar tekjuskapandi starfsemi, og helzt einhverri framvindu (fjárfest- ingu) í atvinnustarfsemi. Hvaðan komu verðmætin? Drýgstur hluti útflutningstekna og lífskjara þjóðarinnar liðna áratugi var sóttur til sjávarútvegs, veiða og vinnslu. fslenzk velmegun, sem víða blasir við, er unnin úr fiski. Með háþróaðri tækni höfum við hinsvegar ekki farið að nýtingarmörkum nytjafiska, beldur yfir mörkin sumstaðar. í stað þess að skjóta nýjum stoðum undir atvinnu og afkomu okkar höfum við efnt til viðskiptahalla, ár eftir ár, og ógnvekjandi erlendra skulda. Nýsköpun atvinnulífsins situr á hakanum. Engu er líkara en að við höldum að lífskjör verði til í slagorðum og slagsmálum um rýrnandi skiptahluL INGVAR HELGASON HF Sýningarsalurinn/Rauðagerði, simi 33560. NISSAN PATROL Jötunsterkur alvöru jeppi. Eigum til þrjár geröir af Nissan Patrol: Nissan Patrol High roof, 7 manna. Nissan Patrol Turbo, High roof, 7 manna. Nissan Patrol Hardtop, 5 manna. Allir Patrol eru með öflugri díselvél, sex strokka, 24ra volta rafkerfi, sem tryggir örugga gangsetningu við hvaða aðstæður sem er, 5 gíra og aflstýri sem er í senn létt og öruggt. Sterkari jeppi fæst ekki. Tökum flesta notaða bfla upp í nýja. Munið bflasýningar okkar allar helgar kl. 14—17. Enn ókyrrt í Suður-Afríku Jóhannexarborg, Suóar-Afríkn, 12. npriL AP. AÐ SÖGN lögreglunnar í Jóhannes- arborg létu tveir blökkumenn Ifflð í dag þegar til óeirða kom víða í Höfðahéraði. Féllu þeir báðir fyrir byssukúlum lögreglumanna. óeirðirnar í dag komu f kjölfar mótmæla gegn aðskilnaðarstefnu stjórnarinnar og voru þær mestar í Port Elizabeth. Þar skaut svart- ur lögreglumaður á fólk, sem gerði aðsúg að honum, og varð hann ein- um manni að bana. Annar féll þegar lögreglumenn skutu á hóp manna, sem grýttu að þeim grjóti og flöskum. Enn er verið að rannsaka at- burðina 21. mars sl. þegar 19 blökkumenn voru skotnir til bana og bar í dag 15 ára gömul stúlka vitni fyrir rannsóknarnefndinni. Kvaðst hún ekki hafa heyrt nein viðvörunarskot áður en lögreglu- mennirnir létu kúlnahriðina dynja á fólkinu og ekki kvaðst hún held- ur hafa séð neinum steini kastað að lögreglunni. Nýtt tölublað af Bankablaðinu ÚT ER komið desemberhefti Banka- blaðsins og er það fimmtugasti ár- gangur blaðsins. Útgefandi er Sam- band íslenskra bankamanna og er blaðið sent öllum félagsmönnum þess. Ritstjóri er Helgi Hólm. Meðal efnis í blaðinu er viðtal við Jónas H. Haralz, bankastjóra Landsbanka Islands. Fjallað er um beinlínuvinnslu f Iðnaðar- bankanum, Bankamálaskólann, trúnaðarmannafræðslu SÍB 1984 og trúnaðarmannanámskeið f Finnlandi í september sl. Þá er rætt við Kristján Oddsson, bankastjóra, um skipu- lagsbreytingar í bönkunum. Einn- ig er rætt við bankamenn á Akur- eyri o.m.fl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.