Morgunblaðið - 14.04.1985, Blaðsíða 52
52
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. APRÍL 1985
Margrét Halldórs-
dóttir — Kveðja
Fædd 27. janúar 1902
Dáin 31. mars 1985
Nú kveðjum við Möggu frænku,
Margréti Halldórsdóttur. Hún
varð síðust til að kveðja fjögurra
ömmusystra okkar frá ísafirði.
Við minnumst þeirra með gleði í
hjarta, því kátari og skemmtilegri
systur er vart hægt að hugsa sér.
Þessar síkátu, lágvöxnu konur að
vestan veittu okkur systkinunum
margar ánægjustundir í Drápu-
hlíðinni. Systur Möggu, sem við
kynntumst, voru þær Áróra leik-
kona og Anna sem bjó á ísafirði.
Möggu þökkum við ferðina í
Þorskafjörðinn og alla umhyggju
hennar fyrir okkur, krökkunum,
alla tíð.
Guð blessi hana og varðveiti.
Útför frænku okkar fer fram á
morgun, mánudaginn 15. apríl, frá
Fossvogskirkjunni kl. 15.
Dóra, Pétur og Ágústa
Skært geta leiftrin logað.
Liðin og myrkvuð ár
birtast í blárri móðu
sem bros í gegnum tár.
Bak við heilaga harma
er himinninn alltaf blár. (D.St.)
Margrét fæddist á ísafirði. Hún
var dóttir hjónanna Ástríðar Eb-
enesersdóttur og Halldórs ólafs-
sonar murarameistara og um
langt skeið lögregluþjóns á ísa-
firði. Faðir Astríðar, Ebeneser
Matthíasson, var smiður, búsettur
í Stykkishólmi og síðar í Flatey,
en hélt til ísafjarðar í atvinnuleit
um 1860 og vann þar við húsa-
smíðar, m.a. við byggingu
ísafjarðarkirkju, en smíði hennar
lauk 1863. — Síðar rakti Ástríður
spor föður síns til ísafjarðar og
kynntist þá Halldóri og gengu þau
í hjónaband 13. janúar 1898.
Foreldrar Halldórs voru Elín
Halldórsdóttir frá Gili í Bolunga-
vík (af Arnardalsætt) og Ólafur
Ólafsson frá Skjaldfönn. Þau gift-
ust 6. október 1866 og bjuggu f
Hnífsdal til vorsins 1873, er þau
fluttust að Sela-Kirkjubóli í Ön-
undarfirði, en síðan til ísafjarðar
árið 1884 og bjuggu þar síðan til
dauðadags.
Halldór var um hríð í fóstri hjá
móðurbróður sínum, Bjarna Hall-
dórssyni, og konu hans önnu Petr-
ínu Halldórsdóttur frá Engidal
inn af Skutulsfirði. Voru þau f
Engidal fyrstu árin, en bjuggu
lengst af í Hnífsdal. Halldóri þótti
mjög vænt um fósturforeldra sína,
en eftir flutning foreldranna til
ísafjarðar mun hann hafa dvalið
„heima".
Hann fékkst við margvfsleg
störf á ísafirði. 1904—’05 byggði
hann, ásamt 2 öðrum, fyrsta stein-
steypta húsið á ísafirði. Var gat-
an, er húsið stóð við, lengi á eftir
nefnd Steypuhúsgata, en er nú nr.
5 við Sólgötu. Hann var u.þ.b. 17
ár lögregluþjónn á ísafirði og gat
sér frægðarorð. Sfðan varð hann
um nokkur ár verkstjóri við fisk-
vinnslu hjá Hæsta hf., rak um
skeið verslun, en síðustu árin
snéri hann sér aftur að múrara-
störfum. Þekktastur varð hann
samt fyrir félagsstörf sín, einkum
leiklistarstörfin, er hann stundaði
af miklum áhuga um 50 ára skeið
og hlaut miklar vinsældir og hrós
að launum, — en launin munu
hafa verið létt í vasa! — Hann
starfaði mikið að verkalýðsmálum
og var heiðursfélagi í verkalýðsfé-
laginu Baldri. Þau hjónin störfuöu
vel og lengi í Góðtemplararegl-
unni og Ástríður starfaði af mikl-
um áhuga að sérmálum kvenna f
kvenfélaginu ósk.
Þau hjónin eignuðust 7 börn og
var Margrét 3. í röðinni. Hún ólst
upp í foreldrahúsum og átti að
sjálfsögðu heima í steinhúsinu frá
byggingu þess og þar til hún flutt-
ist frá Isafirði.
Bróðir Ástríðar, Andrés, var
giftur danskri konu, Caroline, og
bjuggu þau í Árhus. Þau voru
barnlaus og á unglingsárum
Margrétar buðu þau henni að
koma í heimsókn og dvelja þar
ytra um hríð. Þessu fylgdi mikil
spenna, það var á við stóra vinn-
inginn og var auðvitað þegið með
þökkum. Hún dvaldi hjá þeim
hjónum nokkra mánuði í góðu yf-
irlæti.
EPL þakpönnustálið sameinar styrkleika stálsins og hefðbundið
útlit pönnusteinsins sem var mikið notaður á þök hér áður fyrr.
Stálið er sterkt, glansandi og þolir mikið veðurálag.
Fæst í rauðum og svörtum litum.
Allur frágangur er til fyrirmyndar, naglarnir sjást ekki
og allir fylgihlutir fást.
í verði erum við vel samkeppnisfærir.
Fáðu þér varanlegt pönnuþak af hefðbundinni gerð.
INNKAUP HE
ÆGISGÖTU 7, REYKJAVÍK - SÍMI 22000
EPL
ÞAKPÖNNUSTAL
í HÆSTA
GÆÐAFLOKKI
r
En svo kom heimþráin. Það er
auðvitað alltaf best að vera heima.
Heima hjá pabba og mömmu i
faðmi fjalla blárra og njóta logns-
ins og sumardýrðarinnar heima
við sjóinn og í skóginum. Það
mátti minnast þess, sem Matthías
kvað um bróður sinn Magnús, sem
lengi bjó á ísafirði:
Manstu fjörð í miðjum fjallasal,
manstu okkar fyrsta barnahjal,
manstu vorin, manstu fagran skóg,
morgunsöng og kvöldsins helgu ró?
Svo var siglt heim og „tekið til
óspilltra málanna". Hún réð sig til
Póststofunnar á ísafirði og vann
þar í áratugi við afgreiðslu og
skrifstofustörf. Og árin liðu. En
dag nokkurn fékk Ástríður frétt
um það að bróðir hennar væri
mikið veikur, lægi fyrir dauðan-
um, ekkert hægt að gera. — Þá
fékk Margrét ákafa löngun til að
fara utan, heimsækja „töntu“,
fylgja frænda síðasta spölinn og
reyna að hjálpa. Og enn kemur
Matthías mér í hug
Trú hinu besta. Gjörðu gott við alla.
Sú gleði er best, að hjálpa þeim sem kalla
og reisa þá, sem þjást og flatir falla.
En Margrét var í föstu starfi.
Henni þótti leitt að biðja um frí og
svo vissi hún ekki hve lengi hún
þyrfti að dvelja ytra. Hún tók því
það ráð að segja upp starfinu. En
svo var hin hliðin — peningarnir.
Launin voru það lág að ekkert var
hægt að leggja fyrir. En hún hafði
greitt í lífeyrissjóð starfsm. ríkis-
ins og gat fengið þá peninga
endurgreidda og missa þá áunnin
réttindi. Hún tók þann kostinn,
fór utan og hjálpaði. En aftur
seiddi sumardýrðin heima, aftur
var siglt heim — og árin Iiðu.
Það voru breyttir tímar. Ástríð-
ur lést 1951 og börnin voru farin
að heiman, sum gift, önnur dáin.
Halldór var orðinn aldraður,
þungur til vinnu, þótt seigur væri.
Það kom í hlut Margrétar að ann-
ast hann í ellinni. Það gerði hún
fúslega og af miklum skörungs-
skap. Hún sá um matreiðsluna,
heimilishaldið, viðhald íbúðarinn-
ar, rnálaði stofurnar og hlúði að
pabba. Svo féll hann frá 23. júní
1957 og þá varð breyting á högum
Margrétar. Húsið var selt dóttur-
syni Halldórs, Geir Guðbrands-
syni, og komst í góðar hendur, en
Margrét hélt til Reykjavíkur i
atvinnuleit. Hún fékk starf hjá
Málningarverksm. Hörpu og vann
þar nokkur ár af samviskusemi og
kostgæfni meðan heilsan leyfði.
Síðan lá leiðin í elliheimilið
Grund, fyrst í Hveragerði, en svo
nokkur síðustu árin í Reykjavík.
Síðustu vikurnar voru henni erfið-
ar, fæturnir fúnir. Henni voru
boðin hjálpartæki, hjólastóll eða
stafur, sem hún þáði, en vildi helst
hjálpa sér sjálf meðan hægt var
og svo?
Síðustu dagana var sýnilegt
hvert stefndi. Hún var farin að
heimsækja hinar látnu systur sín-
ar og frænkur, talaði við þær og
lét vel yfir. Hún sofnaði svo síð-
asta blundinn undir miðnætti síð-
asta dag marsmánaðar.
Far vel heim,
heim í drottins dýrðargeim.
Náð og miskunn muntu finna
meðal dýrstu vina þinna.
Friðarkveðju færðu þeim.
Far vel heim. (M J.)
Ólafur I. Magnússon
+
Sonur okkar og bróöir,
HILMAR GRÉTAR HILMARSSON,
Keilufelli 13,
veröur jarösunginn frá Fella- og Hólakirkju þriöjudaginn 16. april
kl. 15.00.
Blóm og kransar vinsamlegast af þakkaöir en þeir sem vildu minnast
hans láti liknarstofnanir njóta þess.
Margrét Kriatjánsdóttir,
Hilmar Friösteinsson
og systkini.
t
Útför,
GEIRS ZOÉGA,
Öldugötu 14,
fer fram frá Dómkirkjunni I Fteykjavik þriöjudaginn, 16. april kl.
13.30.
Halldóra Ólafsdóttir Zoéga,
Geir Zoéga, Sigrlóur Einarsdóttir ZoAga,
Helga ZoAga, Ingimar K. Sveinbjörnsson
og barnabörn.
LEGSTEINAR
MOSAIK H.F.
Hamarshöfða 4 — Sími 81960