Morgunblaðið - 14.04.1985, Síða 53

Morgunblaðið - 14.04.1985, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. APRÍL 1985 53 Annie B. dóttir — Kædd 30. marz 1939 Dáin 5. aprfl 1985 Mánudaginn 15. apríl verður til moldar borin Annie B. Friðriks- dóttir, sjúkraliði. Ég kynntist Annie árið 1975 en þá fórum við báðar í stjórn Sjúkraliðafélags ís- lands. Það sem gerði einkum þá stjórn samstillta var kannski það að engin í hópnum hafði starfað áður í stjórninni, og flestir höfðu litla reynslu af félagsmálum, Annie var oftast ritari félagsins á þessum árum og sá um að rita bæði á stjórnarfundum og félags- fundum, og fórst það vel af hendi. Hún hætti í stjórn félagsins árið 1982. , Það var oft létt yfir okkur, enda yngri og kannski bjartsýnni og jafnframt reynslulausari um hve erfitt er að koma málum í fram- kvæmd. Annie hafði þá sérstöku kímnigáfu að geta komið öllum í gott skap þvi hún var mikill mannþekkjari og sá lfka hvernig öðrum leið. Annie var tilfinninganæm og listræn kona, hafði mikið form- skyn og unni því að hafa fallega hluti i kringum sig. Hún hafði mjög gaman af að ferðast, og minnist ég þess eitt sinn þegar stjórn félagsins fór vestur á firði að Annie var hrókur alls fagnaðar og vissi mikið um landið og sögu þess. Við Annie höfðum oft persónu- legt samband á þessum árum og vil ég þakka henni hlýhug og vel- vild í minn garð og fjölskyldu minnar. Annie var gift Jóni Ingólfssyni, málarameistara og áttu þau þrjú börn, Sólveigu, Sigrúnu og Frið- rik, en þau slitu samvistum. Börn hennar eru nú uppkomin og hún búin að eignast barnabörn. Sein- ast þegar ég hitti hana í vetur ræddi hún um litlu barnabörnin og sagði mér frá framförum þeirra, en því miður hittumst við alltof sjaldan þessi sfðustu ár. Annie átti við veikindi að strfða seinustu ár ævi sinnar og lagði mikið á sig til að ná bata, sýndi mikla einbeitni og dugnað. En f haust veiktist hún af þeim sjúk- dómi sem dró hana til dauða og virðist erfitt að berjast við þann vágest. Eg var beðin að skila þakklæti og kveðju frá Sjúkraliðafélagi ís- lands fyrir öll þau störf sem hún innti þar af hendi. Þá vil ég senda aðstandendum hennar innilegustu samúðarkveðjur. Sigríður Kristinsdóttir Á morgun, mánudag, verður kvödd góð kona, sem allt of fljótt var tekin frá þessu jarðneska lífi, aðeins 46 ára. Þó svo ég hafi vitað frá því snemma í haust um hennar miklu veikindi, kom kallið á óvart. Því hún, núna, svo fljótt? Annie vinkona mín, þessi dug- mikla, hraustlega kona, sem var, einmitt núna svo ánægð með börn- in sín, litlu ömmudrengina og til- veruna alla. Því hún? Við því fæst víst ekkert svar. Við erum búnar að þekkjast í tæplega þrjátíu ár og vinátta okkar styrktist með hverju ári, þótt tengdir slitnuðu. Annie var glaðlynd, hreinskilin og traust. Hún var góður vinur, ekki síst þegar á reyndi. Fáir voru mér hjálplegri í einu og öllu, þegar maðurinn minn var sem mest veikur. Vart leið sá dagur að hún kæmi ekki til mín eða hringdi. Ætíð var hún boðin og búin til aðstoðar á allan hátt. Slíkum vin- um gleymir maður ekki og þá er sárt að missa. Annie fæddist á Eyrarbakka 30. mars 1939. Dóttir hjónanna Sól- veigar Þórgilsdóttur sem nú er látin og Friðriks Jóhannssonar, sem kveður dóttur sína nú, en með þeim voru alla tíð miklir kærleik- ar. Annie bar sérlega hlýjan hug til systkina sinna allra og fjöl- Friðriks- Minning skyldna þeirra, samband hennar við þau var mjög gott. Ung flutti hún til Reykjavíkur með fjölskyldu sinni og fór fljót- lega að vinna fyrir sér. Fyrst við framreiðslu og veitingastörf. Lið- lega þrítug tók hún sig til, þá gift OR þriggja barna móðir og fór í sjúkraliðanám. Sem sjúkraliði vann hún svo meðan heilsan leyfði, eða þar til í september sl. Fyrst hálfs dags vinnu með fimm manna heimili, síðan allan daginn, eftir að börnin fóru að heiman. Lengst af vann hún á Landspítal- anum. Hún var virkur meðlimur í félagi sjúkraliða og í stjórn þess um tíma. Kveðjustundin er komin. Sól- veig, Sigrún, Friðrik, við Ingólfur vottum ykkur og fjölskyldum ykk- ar, einnig þér elsku Friðrik og börnum þínum, dýpstu samúð. Hvíli Ánnie í friði. vuu t Faöir minn, tengdafaöir og afi, INGÓLFUR EINARSSON, frá Vogi, Fellaströnd, lést 4. aprii sl. Jaröarförin hefur fariö fram f kyrrþey aö ósk hins látna. Siguröur Svainn, Kristfn og börn. t Látin er MARGRÉT HALLDÓRSDÓTTIR frá ísafiröi. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 15. april kl. 15.00. Fyrir hönd aöstandenda, Fjóla Sigmundsdóttir. Mazda626ft SIGURVEGARINfö Nú annað árið í röð kusu lesendur hins virta þýska bílatímarits ,,AUTO MOTOR UND SPORT“ MAZDA 626 bíl ársins 1985 í flokki 1800 cc innfluttra bíla. MAZDA 626 sigraði með miklum yfirburðum í sínum flokki, því að allir vita að Þjóð- verjar gera afar strangar kröfur til innfluttra bíla um gæði, öryggi og góða aksturs- eiginleika. Það er bví engin furða að MAZDA er langmest seldi iapanski bíllinn í Þyskalandi. Þessi verðlaun eru aðeins ein í röð fjölmargra viðurkenninga, sem MAZDA 626 hefur hlotið, því að hann hefur meðal annars verið kjörinn ,,BÍLL ÁRSINS“ í Bandaríkjunum, Japan, Ástralíu, Nýja Sjálandi og Suður-Afríku. Þú getur nú eignast þennan margfalda verðlaunabíl á sérstöku verði, eða frá kr. 426.300 — til öryrkja ca. kr. 326.300 Opið laugardaga frá kl. 10—4 MEST FYRIR PENINGANA BILABORG HF Smiöshöfða 23 sími 812 99

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.