Morgunblaðið - 14.04.1985, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 14.04.1985, Qupperneq 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. APRÍL 1985 Minning feðga: Úlfar Kristjónsson slcipstjóri og Jóhann Óttar Úlfarsson Fæddur 3. maí 1941 Dáinn 27. marz 1985 Við vorum harmi lostin þegar sú hörmulega fregn barst okkur að báturinn hans Úlla í Ólafsvfk hefði farist með 5 manna áhöfn. Slíkar fregnir snerta alla djúpt í okkar fámenna landi. Gn þegar beztu vinir hverfa svo sviplega finnst okkur öllum að ennþá nær sé höggvið. Engin orð megna samt að tjá harm þeirra er allt hafa misst, sem þeim var kærast í líf- inu. Við hjónin viljum í fáum og fá- tæklegum orðum minnast vinar okkar, Úlfars Kristjónssonar og sonar hans, Jóhanns Óttars. Við Úlfar vorum báðir unglings- drengir, þegar leiðir okkar lágu fyrst saman í Ólafsvík árið 1954, og í 9 ár vorum við þar miklir og góðir félagar og vinir. Ungur kynntist hann eftirlifandi konu sinni Öldu Jóhannsdóttur og voru þau alla tið sérlega samhent. Kon- an mín kemur til ólafsvíkur 1962, hófst þá trygg og mikil vinátta með okkur fjórum. Áttum við þar skemmtilegt ár saman, en við flytjum til Reykjavíkur 1963. Vin- áttuböndin héldust þó óslitin alla tíð milli okkar fjölskyldna, þó að vík yrði á milli vina. 1 okkar huga var Úlfar búinn miklum mannkostum og fjölþætt- um hæfileikum. Glaðværð hans og góðvild var slík, að öllum hlaut að líða vel í návist hans. Já, þannig var hann Úlli og þannig er hún Alda, enda löðuðust dætur okkar ungar að þeim hjónum öðrum fremur og segir það sína sögu. Þá er vart hægt að hugsa sér athafnasamari mann en Úlfar. Dugnaður í daglegum störfum fékk ekki fullnægt athafnaþrá hans, því hann átti einnig ótal mörg önnur áhugamál eins og Jarðarfarar- skreytingar Kistuskreytingar, krans- ar, krossar. Græna höndin Gróörarstöð viö Hagkaup, sími 82895. Blómastofa fíiðfinns Suöurtandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið ðli kvöld til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. Fæddur 16. maí 1965 Dáinn 27. marz 1985 golfíþróttina og sportveiði ýmis- konar, og var auk þess þeim hæfi- leikum gæddur, að öll verk fóru honum vel úr hendi. Við erum þakklát fyrir að hafa átt því láni að fagna að hafa í svo mörg ár notið vináttu hans, sem átti svo mikið að gefa. Sú vinátta og sú gleði, sem hann veitti okkur, mun alla tíma verða okkur dýr- mæt minning. Við minnumst einn- ig með þakklátum huga allra okkar hugljúfu kynna af drengn- um þeirra hjóna, honum Jóhanni óttari. Okkar samúð, elsku Alda, er svo djúp að hún verður ekki tjáð í orð- um Megi sá Guð er ræður lífi og dauða, leggja þér og öðrum að- standendum líkn með þraut. Blessuð sé minning þeirra, sem við elskuðum öll. Rikka og Binni Það hefur ríkt djúp sorg yfir íbúum Ólafsvíkur síðan fregnin kom svo snöggt og óvænt, Bervík SH 43 hvarf skyndilega á heimsiglingunni úr fiskiróðri með fimm vöskum sjó- mönnum á besta aldri innanborðs. Byggðarlag eins og ólafsvík, þar sem öll afkoma íbúanna hefur ávallt byggst á sjósókn og aflabrögðum, hefur orðið að sjá á bak fjölda sjó- manna á liðnum áratugum f hafið. Slík blóðtaka var oft árlegur við- burður þegar farkosturinn var litill opinn árabátur, en þegar velbúin traust skip eru komin til sögunnar, er eins og allir séu óviðbúnir slíkum atburðum, og áhrifin verða jafnvel enn sárari. Sjómenn f Ólafsvík hafa ávallt verið í fremstu röð, miklir afla- menn, sem með starfi sínu hafa lagt grunninn að uppbyggingu byggðar- lagsins öðrum fremur, sem m.a. hef- ur orðið til þess að fátæka sjávar- plássið Ólafsvík er nú orðið að myndarlegum bæ, þar sem velmeg- un ríkir. Að missa heila skipshöfn, eins og hér hefur gerst, er mikið áfall fyrir byggðarlagið, sem aldrei verður bætt. Það ríkir því djúp sorg í Ólafsvík. í dag verða jarðsettir í Ólafsvík tveir úr skipshöfninni. Skipstjórinn Úlfar Kristjánsson og sonur hans Jóhann óttar. Úlfar fæddist 30. maí 1941 að Ytri-Bug í Fróðárhreppi, var því að- eins 43 ára gamall. Foreldrar hans eru Jóhanna Kristjánsdóttir og Kristján Jónsson. Barnahópurinn var stór, fátækt mikil á þeim árum, lífsbaráttan hörð, en upp komust börnin og urðu fyrirmynd annarra að koma sér áfram enda kraftmikið fólk. Þegar Kristján lést 1947, flutt- ist Jóhanna með barnahópinn stóra til Ólafsvíkur skömmu síðar. Þar hófst nýr kafli í sögu þessarar fjöl- skyldu, sem vert væri að skráð yrði. Jóhanna Kristjánsdóttir var ham- hleypa til vinnu enda mjög eftirsótt til allra starfa og vel látin, vann hún fullan vinnudag fram á áttræðisald- ur. Lifir hún enn hálfníræð. Saga hennar er hetjusaga. Eins og áður sagði voru börnin frá Ytri-Bug kraftmikið fólk sem hefur komist vel áfram og tekið virkan þátt í uppbyggingu á utanverðu Snæfellsnesi. Sjósókn varö hlut- skipti bræðranna. Sigurður er skip- stjóri og aðaleigandi aflaskipsins Skarðsvíkur, Guðmundur lengst af skipstjóri og aðaleigandi báts og síðar togara er bar nafnið Lárus Sveinsson, Björn og Einar eigendur bátanna Garðars I og Garðars II. Einar er skipstjóri á Garðari II og Úlfar var skipstjóri og aðaleigandi Bervikur. Sigurvin, yngsti bróðir- inn, var með bræðrum sínum til sjós en lærði síðar til framreiðslustarfa og er nú starfandi þjónn f Reykja- vík. Þessi upptalning segir sína sögu um bræðurna frá Ytri-Borg. Sama er að segja um systurnar, lífssaga þessa fólks er spegilmynd þess afls, sem er forsenda uppbyggingar í landinu. Úlfar Kristjánsson var lífsglaður, traustur og vinsæll meðal samtíð- armanna. Hann var með afbrigðum aflasæll, ekki síður en bræöur hans, var lífsganga hans til fyrirmyndar. Eiginkona hans er Sæunn Alda Jó- hannesdóttir, en faðir hennar var Jóhannes Jónsson frá Nesi, kenndur við önundarnes. Mikill dugnaðar- og aflamaður. Var Úlfar með tengdaföður sínum við sjósókn með- an Jóhannes lifði, fór vel á með þeim. Úlfar og Sæunn Alda voru sérlega samhent, komu sér upp fal- legu heimili í Ólafsvík, voru nýbúin að endurnýja þaö með nýju glæsi- legu húsi í Sandholti 44. Jóhann Óttar var vel gerður ung- ur maður, sem vildi feta í fótspor föður síns og sækja sjóinn. Nú eru þeir feðgar allir. Lífshlaup þeirra var stutt en afgerandi, þeir skilja eftir sig minningu sem ekki fyrnist yfir. Þeir settu sterkan svip á mann- lífið í Ólafsvík. Ég mun ávallt minn- ast Úlfars Kristjánssonar með sér- stökum hlýhug. Hann hafði ávallt góð áhrif, glaðlyndur og hreinskipt- Við hjónin sendum Sæunni öldu og öllum ástvinum þeirra feðga ein- lægar samúðarkveðjur og biðjum Guð að styrkja þau í sorg þeirra. Blessuð sé minning þeirra feðga. Alexander Stefánsson + Elginmaöur minn og faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi, JÓN SIGURDSSON, frá Snœbjarnaratööum, (Fnjóskadal, Dalbraut 27, Raykjavlk, sem lést i Landspitalanum laugardaginn 6. april sl. veröur jarö- sunginn frá Dómkirkjunni f Reykjavik fimmtudaginn 18. april kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Landspitalann og Krabbameinsfélag fslands. Magnúsfna Kristjénsdóttir, Hólmfriöur G. Jónsdóttir, Ingvi 8. Ingvarsson, Brynleifur Jónsson, Sigurbjörg Guömundsdóttir, Siguróur K. Jónsson, Selma Jóhannesdóttír, Helgi Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. Maöurinn minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, SIGURGEIR SIGFÚSSON, fyrrverandi leigubflstjóri, Langholtsvegi 58, veröur jarösunginn frá Áskirkju miövikudaginn 17. apríl kl. 13.30. Þeir sem vildu minnast hans vinsamlega láti Styrktarfélag vangefinna njóta þess. Hllf Gestsdóttir, Gestur Sigurgeirsson, Svala Ingimundardóttir, Gunnar Sigurgeirsson, Sigrún Jónsdóttir, Vilhjámur Sigurgeirsson, Sigrún Guömundsdóttir, Raymond Lay Croix, og barnabörn. RENAULT11 ■ ■■■■■■■I ■IFNk •■w §»» p* | §§ I llnl _ _ ___________RIÐINDI' Fyrir þá sem hafa leyfisbréf á eftirgjöf aðflutningsgjalda er veröiö á RENAULT 9 — Frá kr. 269.000,- RENAULT 11 jST Frá kr. 281.000,- KRISTINN GUÐNAS0N HF. SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 686633

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.