Morgunblaðið - 14.04.1985, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 14.04.1985, Blaðsíða 60
OPINN 9.00-00.30 siaðfestiAnsiraust SUNNUDAGUR 14. APRÍL 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. Iðnaðarsendi- menn til Asíu og Ameríku — iðnaðarráðherra ætlar að verja 15 milljónum til markaðsöflunar og kynningar á íslenskum iðnaði SVERRIR Hermannsson iðnaðarrádherra hefur hafið undirbún- ing að því að stofna sérstök sendiráð iðnaðarráðuneytisins í Aust- urlöndum fjær og Bandaríkjunum. Hyggst iðnaðarráðherra verja 15 milljónum króna til þessa, þegar á næsta ári. Er þessi ákvörðun iðnaðarráöherra í beinu framhaldi af því að hann tilkynnti á ársfundi Félags íslenskra iðnrekenda að hann hefði ákveðið að stofna sérstaka deild í iðnaðarráðuneytinu sem hefði það hlutverk að skipuleggja sókn okkar íslendinga á fjarlæga markaði. „Þessi ákvörðun mín byggist á því, að ég hef ekki síður áhuga á að senda menn á vettvang, sér- staka sendiherra, að smala nýj- um iðnaðarfærum í þessum lönd- um,“ sagði Sverrir í samtali við Morgunblaðið. „Þar á ég við að þeir athugi um áhuga þarlendra manna á að reisa hér fyrirtæki, minniháttar iðnaöarfyrirtæki, sem myndu hæfa okkur vel.“ stjórnarerindrekar utanríkis- þjónustunnar. Iðnaðarráðherra hefur i hyggju að láta sérstaka nefnd utan ráðu- neytisins stjórna þessari deild og starfsmönnum hennar. Hyggst hann í því skyni setja á laggirnar fimm manna nefnd færustu sér- fræðinga úr hópi iðnrekenda, bankamanna, stjórnmálamanna og tæknimanna. SEGLBRETTAÍÞRÓTT MorKunblaðið/ÓI.K.M. Seglbrettaíþróttin er að ryðja sér til rúms á íslandi. í gær var þessi maður ásamt fleirum að leika listir sínar við Eiðsgranda í kalsaveðri og norðangjósti. Hann lét þó veðrið ekkert á sig fá, enda vel varinn þótt hann blotnaði ■ hitastigi, sem var við frostmark. Iðnaðarráðherra sagðist vilja búa betur í haginn fyrir erlend fyrirtæki, svo þau gætu fjárfest hérna, en hann bætti við að er- lend fyrirtæki yrðu þó í einu og öllu látin sitja við sama borð og þau íslensku — þau erlendu ættu ekkert forskot að fá. Sverrir sagðist þurfa allt þetta ár i skipulagningu og undirbún- ing, en þegar á næsta ári væri hægt að senda iðnaðarsendimenn til Bandaríkjanna og Austur- landa fjær. Sagðist hann myndu verja um 15 milljónum króna til þessa starfs á næsta ári. Myndi kostnaðurinn skiptast milli deild- arinnar í iðnaðarráðuneytinu hér og þessara tveggja iðnaðarsendi- herra. Sagðist Sverrir myndu hafa samráð við viðskiptaráðu- neytið og utanríkisráðuneytið. Hann taldi að það myndi auð- velda störf sendimannanna, ef þeir hefðu svipuð réttindi og Sautján ára piltur stung- inn í kviðinn við Hlenun Er úr lífshættu. — Arásarmaðurinn, 19 ára piltur, handtekinn SAUTJÁN ára gamall piltur var stunginn í kviðarholið fyrir utan veit- ingastaðinn Trafffk við Laugaveg laust eftir miðnætti í fyrrinótt. Piltur- inn hlaut innvortis blæðingar, missti mikið blóð og var hann fluttur lífs- hættulega særður í slysadeild Borg- arspítalans. Flytja þurfti blóð frá Blóðbankanum við Barónsstíg. Að að- gerð lokinni var pilturinn fluttur í gjörgæziudeild Borgarspítalans og er líðan hans eftir atvikum. Hann mun Árásarvopnið Morgunblaðið/ÓI.K.M. vera úr lífshættu. Árásarmaðurinn — 19 ára gamall piltur, var handtekinn skömmu eftir ódæðið. Hinn særði var ásamt þremur fé- lögum sínum fyrir utan veitinga- staðinn Traffík laust eftir mið- nætti þegar ölvaður piltur vék sér að þeim og hafði uppi tilburði til slagsmála. Piltarnir sinntu honum ekki og héldu áfram göngu sinni. Hinn ölvaði brá hnífi á loft og stakk einn þeirra fyrirvaralaust í kviðarholið. Vissu piltarnir ekki fyrr en félagi þeirra hneig helsærð- ur niður. „Þurfti sannarlega að hafa fyrir sigri mínum“ Rætt við Karl Þorsteins, íslandsmeistara í skák „ÉG ER ákaflega ánægður með sigur minn á Skákþingi íslands; titillinn er eftirsóknarvcrður. Þó titilhafa hafi vantað, þá þurfti ég sannarlega fyrir sigri mínum að hafa. Kynslóðaskipti hafa orðið — það sést bezt af því, að fjórir efstu menn eru tvítugir og yngri. Við Lárus Jóhannesson erum tvítugir og Davíð Ólafsson og Þröstur Þórhallsson aðeins 16 ára. Ég held ég megi fullyrða að aldrei áður hafa jafn ungir menn skipað efstu sæti á Skákþingi Islands," sagði Karl Þorsteins, íslandsmeistari í skák, í samtali við Mbl. Sigur Karls á mótinu var glæsilegur. Hann hefur þegar borið sigur úr býtum, þó einni umferð sé ólokið. Hefur hlotið níu vinninga úr 12 skákum. „Ég hef teflt mikið að undanförnu og er kominn í góða æfingu. Finnst ég vera öruggari og meiri ró yfir taflmennsku minni og stöðug- leiki. Ég hef einbeitt mér að skákinni undanfarna mánuði, tefldi á afmælismóti Skáksam- bandsins, á Húsavík og nú á Skákþinginu. Skákþingið var mjög skemmtilegt og margar tvísýnar skákir litu dagsins Ijós. Skákir mínar við Þröst Þórhallsson, Andra Áss Grétarsson og Dan Hansson voru mjög tvísýnar og spennandi. Annars átti ég von á Dan Hanssyni, Róberti Harðar- syni og Hauki Angantýssyni sterkari en raun bar vitni, átti allt eins von á því þeir myndu blanda sér í baráttuna um titil- inn. Nú stefni ég ótrauður á að ná þriðja áfanga að alþjóðlegum meistaratitli og mun taka þátt i alþjóðlegu skákmótunum í Borg- arnesi og Vestmannaeyjum. Eg náði fyrsta áfanga á Reykjavík- urskákmótinu í fyrra og öðrum á heimsmeistaramóti unglinga í Finnlandi og vonandi tekst mér að ná titlinum í sumar," sagði Karl Þorsteins. Karl Þorsteins Piltarnir komust í síma við Aust- urbæjarbíó og kvöddu sjúkrabif- reið og lögreglu á vettvang. Skömmu síðar var árásarmaðurinn handtekinn skammt frá þeim stað þar sem hann framdi ódæðið. Hann var mjög ölvaður. Rannsókn máls- ins er á frumstigi. Yfirheyrslur yf- ir árásarmanninum hófust í gær, en krafa um gæzluvarðhald hafði ekki verið sett fram þegar Mbl. fór í prentun. Árásin við Traffík var önnur vopnaða árásin á innan við sólar- hring. Aðfaranótt föstudagsins réðust tveir piltar vopnaðir hnífum á mann fyrir utan veitingastaðinn Pub-inn á Hverfisgötu. Árásarvopnið er svokallaður smelluhnífur eða fjaðrahnífur. Ýtt er á takka og skýst þá oddmjótt hnífsblaðið fram. „Þessir hnífar eru stórhættulegir og engin ástæða til að bera slík vopn. Við verðum varir við hnifa öðru hvoru og er sérstök ástæða til að hvetja for- eldra til að kanna, hvort unglingar hafi slík vopn undir höndum," sagði Helgi Daníelsson, yfirlög- regluþjónn hjá Rannsóknarlög- reglu ríkisins, í samtali við Mbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.