Morgunblaðið - 23.05.1985, Side 4

Morgunblaðið - 23.05.1985, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MAl 1985 Fjármagn til rannsókna við Mývatn er nu tryggt Niöurstööur rannsóknanna veröa látnar ráöa hvort KMl- iðjan veröur starfrækt áfram — Atvinnurannsóknir hafnar SVERRIR Hermannsson iðnad- arráðherra hefur lýst því yfir að farið verði algerlega eftir niöur- stöðum vísindalegra rannsókna sem senn hefjast á lífríki Mý- vatns þegar stjórnvöld taka ákvörðun um áframhaldandi rekstur Kísiliðjunnar. Ráðherra hefur tekist að tryggja fjármagn til þess að þessar rannsóknir geti senn hafist Skipað hefur verið í nefnd sem hafa skal yfir- umsjón með rannsóknunum. Náttúruverndarráð hefur ekki tilnefnt mann í nefndina enn sem komið er. Iðnaðarráðuneyti hefur fallist á að hafnar verði nú þegar atvinnurannsóknir í sam- vinnu við hreppsnefnd Skútu- staðahrepps og Iðntækni- stofnunar með tilliti til þess að hugsanlega þurfi að stöðva rekstur Kísiliðjunnar vegna mengunar frá henni. Einnig hef- ur iðnaðarráðherra ákveðið að kísilnám verði innan þeirra lína í Ytri-flóa sem Náttúruverndar- ráð hefur óskað eftir. Þetta kom fram á fundi sem iðnaðarráðherra, Sverrir Her- mannsson, hélt með blaða- mönnum í gær. í ræðu sinni gat ráðherra þess að hann hefði „beitt sér hart“ til að útvega fé til að rannsóknir á lífríki Mývatns geti hafist. Ríkissjóður mun leggja fram greiðslur í þessu skyni á móti Kísiliðjunni og er gert ráð fyrir að þetta fjármagn verði allt að tvær og hálf milljón króna á ári hverju. Ráðherra sagði að „öld- urnar hefðu risið hátt“ í umræð- um um Mývatn að undanfömu. Síðan afhenti hann blaðamönnum yfirlýsingu sína sem orðrétt hljóð- ar svo: „Af gefnu tilefni lýsi ég því yfir, að niðurstöður væntanlegra rannsókna á lífríki Mývatns verða metnar undir forystu dr. Péturs M. Jónassonar, af honum og þeim vísindamönnum sem hann kýs að kalla til þeirra hluta. Eftir því vís- indalega áliti verður farið alfarið þegar stjórnvöld taka ákvörðun um áframhaldandi rekstur Kísil- iðjunnar.“ I nefndina, sem hafa skal um- sjón með rannsóknum við Mývatn, hafa verið tilnefndir, auk for- manns, dr. Péturs M. Jónassonar vatnalíffræðings, þeir Hákon Að- alsteinsson líffræðingur tilnefnd- ur af sveitarstjórn og Sigurður Rúnar Guðmundsson tilnefndur af Kísiliðjunni. Náttúruverndarráði hefur verið boðið að tilnefna mann í nefndina en ekki svarað þvi boði. í máli iðnaðarráðherra kom fram að hann teldi að Náttúru- Síðustu sýningar á Skammdegi Nýtt líf á myndbönd SÝNINGUM á kvikmyndinni „Skammdegi“ eftir Þriin Bertels- son fer að fekka í Nýja Bíói í Reykjavík. Myndin verður sýnd úti á landsbyggðinni í sumar. Kvikmyndafyrirtækið Nýtt líf, sem framleiddi myndina, mun innan skamms setja á markaðinn myndbönd með kvikmyndinni „Nýtt líf“, fyrstu mynd fyrirtækis- ins. Myndin fjallar sem kunnugt er um verbúðarlíf félaganna Þórs og Danna í Vestmannaeyjum. Sú breyting hefur orðið á fyrir- tækinu Nýtt líf að Þráinn Bert- elsson er orðinn einkaeigandi þess. Jón Hermannsson hefur selt sinn hlut. verndarráð hafi ekki tilnefnt mann í nefndina vegna þess að þá teldi ráðið sig hafa skrifað undir eitthvað fyrir iðnaðarráðuneytið. Iðnaðarráðherra tók skýrt fram að tilnefning manns í nefndina fæli ekki í sér neina skuldbindingu fyrir Náttúruverndarráð. Sverrir Hermannsson gat þess einnig að hann teldi eðlilegt að Náttúru- verndarráð vildi fá á hreint hvert væri valdsvið þess og lögsaga á Mývatnssvæðinu og það mein- bugalaust af sinni hálfu að dóm- stólar yrðu látnir skera úr um það atriði. Það mætti hinsvegar ekki láta þau málaferli hindra að rann- sóknir gætu hafist. Ráðherra lagði einnig áherslu á að hann hafi ekki talið sig geta farið að tilmælum Náttúruvernd- arráðs um að gefa námaleyfi til fimm ára þar sem það hefði skað- að rekstur Kísiliðjunnar stórlega. Af þeim sökum hafi hann gefið leyfi til fimmtán ára starfsemi. Þessa ákvörðun sagði ráðherra að Náttúruverndarráð hefði ítrekað reynt að fá sig til að falla frá. Hann hefði ekki sinnt þeim til- mælum en kæmi hins vegar i ljós við rannsóknir á lífrikinu að því væri hætta búin vegna Kísiliðj- unnar yrði rekstri verksmiðjunn- ar hætt samstundis. Það yrði ekki tekin nein „pólitísk geðþótta- ákvörðun" í þessu máli. Ráðherra var spurður hvers vegna Rannsóknastofnun Nátt- úruverndarráðs við Mývatn hafi ekki verið falin umsjón með rann- sóknunum. Hann svaraöi því til að hann hafi talið eðlilegt vegna þeirra fjármuna sem ráðuneytið legði til, að ráðuneytið skipaði nefnd sem síðan starfi undir stjórn þess. Síðan tók dr. Pétur M. Jónasson til máls og sagði að hann og Há- kon Aðalsteinsson hefðu unnið við Mývatn á tímum Laxárdeilunnar og gefið út bók um vistfræði svæð- isins árið 1979 ásamt fleirum. Hann kvað þá félaga vænta góðs af samvinnu við Háskólann hvað rannsóknirnar snerti og nefndi I því sambandi að Árni Einarsson líffræðingur væri nú að vinna að doktorsritgerð sinni um húsönd. Hann gat þess að gera þyrfti nýjar mælingar á „kúluskít" og sagði góð tæki nú tiltæk til þess. Einnig kvaöst hann vonast til að gott samstarf gæti tekist við Rann- sóknastöð Náttúruverndarráðs og það sé raunar forsenda þess að rannsóknir við Mývatn geti hafist í sumar sem þó yrði æ tvísýnna því lengri tími sem liði. Dr. Pétur vildi ekkert segja um hve lengi þessar rannsóknir gætu staðið yfir en kvaðst vonast til að þeim yrði lokið innan fimm ára og byrjað yrði á botninum í Ytri-flóa. í samtali við Árna Einarsson líffræðing kom fram það álit hans að ráðherra færi ekki alveg rétt með línuna þar sem láta skal stað- ar numið við kísilnámið að sinni. Hann kvað ráðherrann fara tals- vert vestur fyrir Iínuna sem Nátt- úruverndarráð lagði til að gilti, þar sem kísilgúrinn er þykkastur. Kristján Benediktsson Framsóknarmenn í borgarstjóm: Kristján Benedikts- son gefur ekki kost á sér á ný KRISTJÁN Benediktsson, efsti maður á lista Framsóknarflokks- ins í borgarstjórn Reykjavfkur, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér á ný til borgarstjórnar, en næstu sveitarstjórnarkosningar fara fram vorið 1986. Kristján hef- ur setið í borgarstjórn í 24 ár. Hann hefur átt sæti í borgarráði í 20 ár. Kristján, sem er fram- kvæmdastjóri þingflokks Fram- sóknarflokksins, tilkynnti þessa ákvörðun sina á síðasta aðal- fundi fulltrúaráðs Framsóknar- flokksins, sem haldinn var fyrir u.þ.b. mánuði. í viðtali við blað- amann Mbl. sagði Kristján, að meginástæða þessa væri sú, að hann væri búinn að sitja all- lengi í borgarstjóm og sér fynd- ist rétt að hleypa öðrum að. I öðru sæti listans er nú Gerður Steinþórsdóttir og í þriðja sæti Sigrún Magnúsdóttir. Sverrír Hermannsson skýrir blaðamönnum frá þeim rannsóknum, sem áformað er að gera á Iffríki Mývatns. „Breið samstaða“ um nýjan forstjóra Sambandsins: Hafði ekki hug á að taka við forstjórastarfinu - segir Valur Arnþórsson, kaupfélags- stjóri hjá KEA og stjórnarformaður SÍS „ÉG VAR búinn að gera upp við mig fyrir nokkru. að ég hefði ekki áhuga á að að mér starf forstjóra Sambandsins. Eg vildi hins vegar bíða með að láU þessa afstöðu mína í Ijós þar til tryggt væri að samstaða værí í stjórninni um eftirmann Erlends Einarssonar," sagði Valur Arnþórsson, stjórnarformaður Sambands íslenskra samvinnufélaga, f samUli við blaðamann Mbl. í gær um niðurstöðu stjórnarfundar SÍS í fyrrakvöld. Þar var ákveðið að ganga til samninga við Guðjón B. Ólafsson, forstjóra Iceland Seafood Corporation, sölufyrirtæki Sambandsins í Bandaríkjun- um, um að hann Uki við sUrfi forstjóra í ársbyrjun 1987. Á stjórnarfundinum var gerð „Ég er í afar skemmtilegu leynileg skoðanakönnun meðal starfi sem kaupfélagsstjóri á Ak- stjórnarmanna um næsta for- stjóra. Niðurstaðan varð sú, að sögn Vals Arnþórssonar, að sex stjórnarmenn kusu helst að Val- ur tæki við forstjórastarfinu, þrir vildu Guðjón B. ólafsson. Sam- kvæmt upplýsingum Mbl. munu það hafa verið þeir Finnur Kristjánsson frá Húsavík, Þórar- inn Sigurjónsson alþingismaður Framsóknarflokksins og Ingólfur ólafsson kaupfélagsstjóri í KRON. Þegar þessi úrslit lágu fyrir lýsti Valur því yfir að hann hefði ekki hug á starfinu og lagði til að gengið yrði til samninga við Guðjón. ureyri og einnig sem stjórnarfor- maður Sambandsins,” sagði Val- ur í gær. „Ég hef hug á að gegna þvi starfi áfram á meðan ég hef fylgi til þess og tíma til að sinna báðum störfunum. Ég held að það sé skemmtilegra en að vera for- stjóri Sambandsim, með fullri virðingu fyrir þvf starfi." Stjórnarformaður SÍS sagði um skoðanakönnunina á fundin- um (ekki fór fram eiginleg at- kvæðagreiösla) að niðurstöður hennar hefðu ekki neina meiri- háttar þýðingu. „Það hafði áður verið gerð óformleg könnun í stjórninni, þar sem verið var að leita eftir þessari breiðu sam- stöðu, og niðurstöður hennar voru helst þær að menn skiptust fimm á móti tveimur og tveir sátu hjá. En þetta var allt í mjög góðu andrúmslofti og stjórnar- menn mjög einhuga um hvernig standa átti að þessu máli,“ sagði hann. „I allri minni meðferð á þessu máli hef ég leitast við að ná sem breiðastri samstöðu og sem mestri samheldni i hreyfingunni um þetta mikilsverða starf.“ Þrír stjórnarmenn, þeir Valur, Finnur Kristjánsson varaformað- ur og Ólafur Sverrisson ritari, voru kosnir til að ganga til samn- inga við Guðjón B. ólafsson. Mun hann koma heim til Islands á næstunni og kvaðst Valur gera sér vonir um að starfssamningur við hann yrði frágenginn fyrir að- alfund Sambandsins, sem hald- inn verður 13. og 14. júní næst- komandi. „Það er ekki rétt,“ sagði hann, „að stjórnin hafi ákveðið að starfssamningurinn verði bund- inn við fimm ár. Ég hef nefnt, að ég gæti hugsað mér að slíkur samningur væri bundinn til fimm eða sjö ára, enda fer slíkt fyrir- komulag í vöxt, bæði hér heima og erlendis. Hvernig þessu verður háttað er svo alveg undir nefnd- inni og Guðjóni sjálfum komið. Það er heldur ekki rétt, sem fram hefur komið, að ráðningu for- stjóra verði að bera undir aðal- fund. Starfssamninginn á að leggja fram á aðalfundi til athug- unar, eins og segir í samþykktum Sambandsins. Það er réttur og skylda stjórnarinnar að ráða for- stjóra og það munum við að sjálfsögðu gera,“ sagði Valur Arnþórsson. Guðjón B. ólafsson, sem vænt- anlega sest í forstjórastól SlS 1. janúar 1987, mun að öllum líkind- um hefja störf á aðalskrifstof- unni í Reykjavík um mitt næsta ár og starfa þá fyrst í stað með Erlendi Einarssyni, fráfarandi forstjóra. Guðjón sagðist f gær telja ótímabært að vera með yfir- lýsingar f fjölmiðlum um niður- stöðu stjórnarfundarins, málið yrði ekki frágengið fyrr en hann hefði rætt við nefndina, sem stjórnin kaus, og það yrði vænt- anlega gert öðru hvoru megin við helgina 8.-9. júní næstkomandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.