Morgunblaðið - 23.05.1985, Page 28

Morgunblaðið - 23.05.1985, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 1985 ESAB Rafsuóutæki vír og fylgihlutir Nánastallt til rafsuöu. Forysta ESAB ertrygging fyrirgæöum og góöri þjónustu. Allartækni- upplýsingar eru fyrirliggjandi ísöludeild. = HÉÐINN = VÉLAVERSLUN, SELJAVEGI 2, SÍMI24260 ESAB Einhell vandaöar vörur ___ík Cterkurog k/ hagkvæmur auglýsingamióill! Ríkisstjóri Flórída: Telur Reagan sýna Kúbu- stjórn linkind Tallahamee, Flórida, 22. maí. AP. BOB Graham, ríkisstjóri í Flórída, hefur gagnrýnt Ronald Reagan, Bandaríkjaforseta, fyrir aö sýna stjórnvöldum á Kúbu linkind meö því að senda ekki til síns heiraa kúb- anska glæpamenn og geðsjúklinga, sem komu til Bandaríkjanna I „bátaflóttanum mikla“ árið 1980. „Við getum ekki liðið það, að Fí- del Castró ákveði hver utanrík- isstefna okkar er og ráði því hver fær að koma til landsins," sagði Graham á blaðamannafundi í Tallahassee í gær. Á mánudag rifti Kúbustjórn samningi við Bandaríkjastjórn, sem gerður var í desember í fyrra, en samkvæmt honum fengju allt að 30.000 Kúbanir að flytjast til Bandaríkjanna á hverju ári, þ.á m. hópur pólitískra fanga, og þeir flóttamenn frá Kúbu, sem nú dvelja í fangelsum og á geðveikra- hælum í Bandaríkjunum, mundu snúa aftur. Ástæða þess, að Kúbustjórn rifti samningnum var að sama dag hóf Útvarp Marti, sem Banda- ríkjastjórn rekur, útsendingar frá Flórída, en stöðinni er ætlað að flytja íbúum á Kúbu fréttir, tón- list og annað dagskrárefni. Bill Graham, ríkisstjóri, bendir hins vegar á, að Kúbustjórn hafi verið fullkunnugt um það er hún gerði samninginn við Bandaríkjastjórn, að þingið í Washington styddi fyrirætlanir um að koma útvarps- stöðinni á fót. Lawton Chiles, öldungardeildar- þingmaður demókrata, sagði í gær, að viðbrögð Kúbustjórnar við útsendingum Utvarps Marti væru furðuleg. Benti hann á, að Kúbu- menn reka sjálfir stöðvar sem beint er til Afríku, Mið- og Suð- ur-Ameríku og Karabíska hafsins. „Og það eru ekki nema nokkrir mánuðir síðan þeir hættu að endurvarpa Útvarpi Moskvu til Bandaríkjanna," sagði hann. Bill Graham, ríkisstjóri, lagði til á blaðamannafundinum í gær, að ef Kúbustjórn þverskallaðist við að taka á móti þeim Kúbu- mönnum, sem Bandaríkjamenn telja óæskilega, ætti að flytja þá til bandarísku herstöðvarinnar í Guantanamo á austurhluta Kúbu og koma þeim þannig á framfæri við kúbönsk stjórnvöld. Hryðjuverka- menn tamila hreiðra um sig í þjóðgörðum Kolombó, 21. m«í. AP. GÆSLUMENN f Ruhunu-þjóðgarð- inum í suðurhluta Sri Lanka urðu varir ferða skæruliða úr hópi tamila og hvöttu alla sem dvelja í orlofshús- um í þjóðgarðinum til þess að flýta sér burt af ótta við að hryðjuverk kunni að vera yfirvofandi. Nokkrir dagar eru síðan að skæruliðar réðust með skothríð á óbreytta borgara í borginni An- uradhapura og drápu 125 manns. Að blóðbaðinu loknu flýðu hryðju- verkamennirnir inn í nærliggjandi þjóðgarð og þar reyndist ómögu- legt að hafa uppi á þeim, enda frumskógurinn þéttur og erfiður yfirferðar. Hryðjuverkamennirnir hurfu þó ekki sjónum fyrr en þeir höfðu drepið 25 starfsmenn þjóð- garðsins. Báðum þjóðgörðunum hefur verið lokað fyrir mannaferðum uns öryggissveitir hafa gengið úr skugga um að óhætt sé að opna þá aftur. Fimm öryggisverðir létu líf- ið i dag í öðrum þjóðgarðinum, er einn þeirra steig ofan á jarð- sprengju. Fjárhagslegt tjón af árekstrinum varð gífurlegt, eins og þessi mynd gefur hugmynd um. Noregur: Röng sporskiptíng olli lestarslysinu Osló, 22. maí. Frá Jan Erik Laure, rrédaritara Mbl. LÖGREGLUMENN og starfs- skiptinguna, menn norsku ríkisjárnbrautanna eru nú að athuga hvernig stóð á lestarslysinu sl. mánudag þegar tvær lestir rákust á skammt frá Osló. Slösuðust þá 40 manns, ekki þó mjög alvarlega, og þykir það ganga kraftaverki næst, að enginn skyldi týna lífi. Það voru mistök með spor- n slysinu olli. Fyrir einhverja handvömm eða af annarri ástæðu var lest með 300 farþegum hleypt inn á ranga braut og var hún ekki komin nema 600 metra frá brautarstöð- inni þegar hún mætti annarri tómri. Farþegalestin var á hægri ferð en samt sem áður gekk hún tíu metra inn í lestina, sem á móti kom. Þeir tveir, sem voru þar við stjórnvölinn, sáu hvað verða vildi og gátu forðað sé aftur í lestina í tæka tíð. Lestarstjórinn axlarbrotnaði þó við árekstur- inn. Fjórir farþeganna í hinni lestinni klemmdust inni í einum klefanum og tók það björgun- armenn nokkurn tíma að losa þá þaðan. UNESCO: Starfsfólk mótmæl- ir framkomu M’Bows Paris, 22. maí. AP. FÉLAG starfsmanna hjá IJNESCO, Menningar- og vísindastofnun Sameinuðu þjóðanna, hefur sent fram- kvæmdastjórn stofnunarinn- ar skrifleg mótmæli í fram- haldi af þeirri tilkynningu Amadou Mahtars M’Bow, framkvæmdastjóra, að fækka verði um 300 í starfs- liðinu vegna fjárhagsörðug- leika. í bréfi starfsmannafélagsins er lýst yfir óánægju með að M’Bow skuli ekki hafa greint starfs- mönnum stofnunarinnar frá fyrir- ætlun sinni áður en hann gerði hana opinbera. Framkvæmdastjórn UNESCO situr nú á sex vikna fundi í höfuð- stöðvunum í París, sem hófst 9. maí, og ræðir framtíð stofnunar- innar. Margir telja að UNESCO riði til falls eftir að Bandaríkja- menn hættu þátttöku í starfi stofnunarinnar og fleiri vestræn- ar þjóðir hafa lýst því yfir að þær kunni að fara að dæmi þeirra. Síðar á þessu ári verður þess minnst, að liðin eru 40 ár frá stofnun UNESCO, sem hlotið hef- ur lof fyrir starf sitt á sviði vis- inda-, mennta- og menningar- mála, sem stofnunin var upphaf- lega sett á fót til að sinna. Á síðari árum hafa kommúnistaríkin og ríki í þriðja heiminum ráðið ferð- inni innan UNESCO og stofnunin einkum sýnt friðarumræðu, ný- skipan fjölmiðlunar og efnahags í heiminum áhuga. Telja gagnrýn- endur stofnunarinnar að þar sé hún komin langt út fyrir verksvið sitt. Geta mýflugur borið með sér alnæmisveiruna? DANSKA dagblaóið BT hafði eftir sérfræðingum á mánudag, að eigi væri útilokað, að sjúkdómurinn alnæmi (AIDS) gæti hugsanlega farið manna á milli fyrir tilstuðlan mýflugna sem hafa viðurværi sitt af blóðdrykkju úr mönnum og skepnum. „Við getum ekki útilokað að mý geti borið með sér alnæmLsveiruna," sagði Jan Gerstoft hjá mótefnarannsóknarstofnun sænska ríkisins. Hér er ekki um venjulegt bitmý sem lifir á norðurhveli jarðar að ræða, heldur stærri tegundir sem lifa í Afríku, Haiti, Mið-Ameríku og í nokkrum héruðum Flórída. Þessar flugur eru alræmdastar fyrir að bera malaríuveiruna og sýkja menn og málleysingja með henni. Gerstoft ítrekaði að engar sann- anir lægju fyrir, hér væri einungis um getgátur að ræða og meðan menn hefðu ekki sannanir í hönd- unum bæri að varast að vera með fullyrðingar í þessum efnum. Umræða þessi hefur hafist ekki síst vegna þess hve alnæmi hefur reynst ótrúlega útbreitt í Afríku og kunna menn engar skýringar á því. Gífurlegur fjöldi mannageng- ur þar með alnæmisveiruna, en eins og með annan kynsjúkdóm, herpes, taka ekki allir sýkina sem ganga með veiruna. Þeir eru hins vegar allir smitberar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.