Morgunblaðið - 26.05.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.05.1985, Blaðsíða 1
104 SÍÐUR B STOFNAÐ 1913 117. tbl. 72. árg. SUNNUDAGUR 26. MAÍ 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins Kardínálar tilnefndir Párigarii, 25. a»i. AP. JÓHANNES Páll páfi II tilnefndi í dag 28 nýja kardínála við viðhafnar- mikla athðfn, þar sem saman fóru fornar rómverskar hefðir og hátíð- legir kirkjusiðir. Eftir að 58 af núverandi kardín- álum höfðu staðfest tilnefninguna kom Agostino Casaroli kardináli, utanríkisráðherra Páfagarðs, fram á Péturstorgi og las upp nöfn nýju kardínálanna, en þeir biðu á torginu. Nærri 20 þúsund manns, hvaðanæva að úr heiminum, höfðu safnast saman á Péturstorgi og fögnuðu með lófaklappi eftir að nafn hvers hinna nýju kardínála hafði verið lesið upp. Giftu tölvu- kennarann sinn harð- giftri konu Ósló, 25. auí. Krá Jmn Erik Laure, fretUrpUra Mbl. TVEIR þrettán ára gamlir strákar hafa sýnt og sannað, að þeir kunna tökin á tölvunum sínum. Þeir „brutust inn“ i tölvukerfið hjá dagblaðinu „Östlendingen** á Elvenim og settu brúðkaupsfrétt inn á síður þess með aðstoð venju- legrar beimilistölvu. Strákarnir sögðu, að þeir hefðu með léttum leik getað breytt öllum fréttum blaðsins. Þeir komust símleiðis inn í tölvunetið og gátu ráðið kerfis- lykilinn. Ritstjóra „Östlendingen" var illa brugðið. Samkvæmt því sem söluaðili tölvubúnaðarins hafði upplýst átti annað eins og þetta að vera gersamlega útilokað. Og brúðkaupsfréttin? Jú, drengirnir létu sig ekki muna um að „pússa sarnan" tölvukenn- arann sinn og konu sem þeir þekktu og var harðgift fyrir. „Við gerðum þetta bara í gamni til að sýna hvað mögulegt er að gera með venjulegri tölvu,“ sögðu strákarnir. „En við gerum það aldrei aftur. Ritstjórinn varð svo reiður." „Réttarhöld aldarinnar“ hefjast í Róm á mánudag Róm, 25. maí. AP. RÉTTARHÖLDIN yfir Mehmet Ali Agca, Tyrkjanum, sem í maí árið 1981 reyndi að ráða Jóhannes Pál páfa af dögum, hefjast f Róm á mánudag en auk hans eru ákærðir í málinu fjórir Tyrkir aðrir og þrír Búlgarar. Gífurlegur áhugi er á þess- um „Réttarhöldum aldarinnar" eins og þau eru kölluð í ítölskum blöðum enda getur það haft mikil áhrif á samskipti austurs og vesturs ef Búlg- ararnir verða fundnir sekir um að hafa, e.Lv. með aðstoð Sovétmanna, reynt að myrða páfa, andlegan leið- toga kaþólskra manna. Mehmet Ali Agca hélt því fram fyrst eftir handtökuna, að hann hefði verið einn að verki en breytti síðar þeim framburði og nefndi til vitorðsmenn sína, fjóra landa sína og þrjá Búlgara. Við réttarhöldin verður Agca hvort tveggja í senn, sakborningur og helsta vitni sak- sóknarans. Agca segir, að Búlgar- arnir hafi lagt á ráðin um morð- tilræðið, hugsanlega með aðstoð Sovétmanna, og að þeir hafi viljað ryðja páfa úr vegi vegna stuðnings hans við Samstöðu, hin óháðu verkalýðsfélög í Póllandi. Gífurlegur áhugi er á réttar- höldunum víða um heim og má nefna sem dæmi, að fjórar stóru, bandarisku sjónvarpsstöðvarnar verða með sérstaka útsendingu frá þeim. Svo er að sjálfsögðu með ít- alska sjónvarpið og búlgarska sjónvarpið mun einnig fylgjast með. Fulltruar ýmissa ríkis- stjórna munu hlýða á málflutn- inginn en páfagarður hyggst ekki senda neinn. Sovétmenn hafa ekki minni áhuga á réttarhöldunum en aðrir og þykir augljóst, að stjórn- völd í kommúnistarikjunum hafa af þeim verulegar áhyggjur. Ekki eru allir sakborninganna í haldi hjá ítölskum stjórnvöldum, t.d aðeins einn Búlgaranna, Sergei Ivanov Antonov, fyrrum starfs- maður búlgarska ríkisflugfélags- ins á Rómarflugvelli. Kuwait: Banatilræði yið þjóðhöfðingjann Kuwait, 25. maí. AP. FURSTINN af Kuwait, Jaber Al-Ahmed Al-Sabah, slapp naumlega lífs af í dag þegar fjarstýrð sprengja sprakk í bíl við veg, sem hann átti leið um. Hafa Jihad-samtökin, öfgafullir stuðningsmenn klerkastjórnarinnar í íran, kennt sér tilræðið. Sprengjan sprakk þegar furstinn var á leið til skrifstofu sinnar í Al- Sief-höllinni og var strax farið með hann á sjúkrahús. Skömmu síðar skýrðu læknar frá því, að hann hefði aðeins skrámast lítillega. Tveir öryggisvarða hans og einn vegfarandi biðu hins vegar bana i sprengingunni og 12 slösuðust. Tilræðið á sér stað á sjötta degi Ramadan, föstunnar í íslömskum sið, en nú eru jafnframt liðin fjög- ur ár frá stofnun Samtaka Persa- flóaríkja en aðild að þeim eiga Saudi-Arabía, Kuwait, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Bahrain, Qatar og Oman. Jihad-samtökin, sem gerst hafa sek um mörg glæpaverk í Miðaust- urlöndum, hafa margoft haft í hót- unum við stjórnvöld í Kuwait vegna þess, að þar eru í haldi 17 félagar þeirra, hryðjuverkamenn, sem handteknir voru eftir árásirn- ar á bandaríska og franska sendi- ráðið í Kuwaitborg í desembef árið 1983. Hafa þrír þeirra verið dæmd- ir til dauða. Miklar deilur á UNESCO-fundi París, 25. nuí. AP. HARÐAR deilur voru í gær á fundi Unesco í París milli fulltrúa vestrænna þjóða og fulltrúa ýmissa þjóða þriðja heimsins. Var deilt um þá tillögu M’Bows, framkvæmdastjóra samtakanna, að gripið yrði til fjár úr varasjóði vegna úrsagnar Bandaríkjamanna, sem áður kostuðu fjórðung allrar starfseminnar. John Gordon, fulltrúi Breta, trúans, að Bandaríkjastjórn snerist hart gegn tillögunni og mælti þar einnig fyrir munn flestra vestrænna ríkja og Jap- ana. Kvað hann það ólöglegt að nota í reksturinn 10 milljón dollara varasjóð samtakanna, sem ætlað væri að jafna út verðbólguáhrif, og krafðist þess, að M’Bow notaði tímann fram til Unesco-fundarins í Búlgaríu í haust til að laga reksturinn að raunverulegum fjárráðum samtakanna. Mikill ágreiningur var einnig um þá tillögu alsírska full- yrði stefnt fyrir alþjóðadóm- stólinn í Haag og hún krafin um framlag til samtakanna fyrir árið 1985. Þótti flestum fulltrúum vestrænna ríkja það fráleitt því að Bandaríkjamenn sögðu sig úr samtökunum með tilskildum ársfyrirvara. Andri fsaksson, fulltrúi íslendinga, lagði til, að skipuð yrði vinnu- nefnd til að ráða fram úr þess- um málum á næstu dögum en fundarstjóri, Ghanamaðurinn Patrick K. Seddoh, frestaði um- ræðunni fram yfir helgi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.