Morgunblaðið - 26.05.1985, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.05.1985, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. MAl 1986 Davíð Oddsson borgarstjóri í Reykjavík er fyrir skömmu kominn úr ferðalagi sem hann fór í boði Teddy Kolleks borgarstjóra í Jerú- salem. Davíð var einn úr hópi borgarstjóra frá sjö löndum sem sóttu ísrael heim dagana 29. aprfl til 6. maí sl. 1 Daví Rætt við Davíð Oddsson borgarstjóra um ferð hans til ísraels Þegar nafnið ísrael ber á góma vekur það margþætt hughrif. Gyðingar, nasistar, styrj- aldir, samyrkjubú, allt þetta kemur upp í hugann og fyrir hugskotssjónum svífa ótal svartletraðar fyrirsagnir um Gólan-hæðir og annað í þeim dúr. En bak við þessar myndir búa aðrar sem ekki eru síður áleitnar. Bibl- íumyndir í björtum litum sem gefnar eru börnum í sunnudagaskólum, myndir frá Landinu helga. Myndir af Jesú og postulun- um, af miskunnsama samverjanum, Lazar- usi, Maríu Magdalenu og fleirum þeim sem nefndir eru til sögu í Nýja testamentinu. Upp í hugann koma líka frásagnir úr Gamla testamentinu, af Davíð og Golíat, Salómon, Móses og öllum þeim sem þar koma við sögu og íslensk börn læra um í skólum, kirkjum og heimahúsum. Ótrúlega lítil breyting Söguslóðir Biblíunnar eru sem ofnar inn í vitund kristinna manna og það sem þar gerðist hef- ur mótað meira en nokkuð annað þann hugarheim sem við búum við. I samtali sem blaðamaður Mbl. átti við Davíð Oddsson ný- lega kom berlega fram að einmitt þessi atriði höfðu orkað mjög sterkt á hann í umræddri heim- sókn. „Maður gengur á einu auga- bragði aftur í söguna. Maður hef- ur á tilfinningunni að allt þarna hafi ótrúlega lítið breyst frá því á dögum Krists. Manni fyndist það skrítið að koma til Reykjavíkur og allt væri hér eins og þegar Ingólf- ur Arnarson bjó hér, þessi tilfinn- ing var ríkjandi, að ótrúlega mikið hlyti að vera eins og það var fyrir tvö þúsund árum. Fyrsta hugsun mín, þegar ég hafði gengið í gegn- um gömlu borgina, var sú, að þarna yrðu allir menn að koma. Maður horfir yfir í Getsemane- garðinn þar sem olíutréin blómstra, þar sem yfir tvö þúsund ára gömul tré blómstra enn, tré sem Kristur sat ef til vill undir á sínum tíma. Það er líka stutt yfir til Betlehem, maöur sér þangað yfir. Ég borðaði síðasta kvöldið í „Virki Davíðs" sem er hluti af höll Heródesar og þar er talið að Pílat- us hafi yfirheyrt Krist. Hlutar af gömlu veggjunum standa enn, þetta fyllir mann undarlegri til- finningu, líkt og tíminn hafi staðið kyrr,“ sagði Davíð hugsandi er hann og blaðamaöur höfðu fengiö sér sæti við aflangt og aftur- mjókkandi fundarborð sem Gunn- ar Thoroddsen lét hanna á sinni tíð þegar skrifstofu borgarstjóra var breytt og hún búin þeim hús- gögnum sem þar hafa verið síðan. Uti var sólskin og Reykvíkingar spóka sig í sólinni á Austurvelli meðan borgarstjóri þeirra lætur hugann reika til veru sinnar i Landinu helga. Annar heimur „Þetta er allt annar heimur. Maður er undrandi á því fyrst hvað landið er lítið. Ef maður ber saman flatarmál ísraels og Is- lands annarsvegar og svo rými þessara landa í heimsfréttunum þá hljóta að vera óskaplega marg- ar fréttir á fermetra í ísrael. Það er 20 þúsund ferkílómetrar að stærð, sem er einn fimmti af flat- armáli fslands. í október 1983 bjuggu í ísrael og á hernumdu svæðunum fjórar milljónir eitt hundrað tuttugu og níu þúsundir manna. Maður hefði haldið að svona lítið land með þetta marga íbúa væri þéttbýlt en þegar ekið er um landið sér maður víða heiðar, sanda og óbyggðir með öllu sem því fylgir, sums staðar sáum við hjarðmenn og bedúína með tjöld sín. Jerúsalem hefur mikla þýðingu I fyrir næstum alla. Hún sameinar þrenn trúarbrögð. Hún er þriðja helgasta borg múhameðstrúar- manna, helgasta borg gyðinga og ekki þarf að nefna helgina sem hún hefur yfir sér í hugum krist- inna manna. í lok apríl er góður tími fyrir Islending að vera i ísrael, alit var í fullum blóma, það hafði rignt áð- ur en við komum og blómskrúðið var mjög mikið. Þó hafði verið óvenjulega heitt. Mér var sagt að hitinn kæmi frá eyðimörkinni en það er miklu svalara í Jerúsalem, hún er í 800 metra hæð, á hæðum og hólum. Maður fann það hins vegar þegar ekið var eftir Jórdan- dalnum hve hitinn gat orðið mik- ill. Hitarnir í júlí og ágúst væru ábyggilega erfiðir fyrir okkur. Ekkert næturlíf Jerúsalem er öðruvísi en aðrar höfuðborgir, þar er nánast ekkert næturlíf að finna.tí Biblíunni er sagt frá vændiskonum en nú segja menn í gríni að „hún hafi tekið síðasta rútubíl til Tel Aviv“. Jerú- salem er stundum kölluð borgin sem fer að sofa klukkan níu með borgarstjórann sem aldrei sefur. Teddy Kolleks er með merkari mönnum sem ég hef hitt. Hann fékk sextíu og fjögur prósent at- kvæða í síðustu kosningum. Þarna ætti að vera mesta púðurtunna í heimi, verri en í Beirút, en í raun er hið gagnstæða uppi á teningn- um. Sátt og samlyndi ríkir alger- lega á yfirborðinu og ég fékk það á tilfinninguna að samlyndið næði töluvert langt niður fyrir yfir- borðið. Jerúsalem hefur breyst eftir sameininguna sem ísraelsmenn knúðu fram með hervaldi í sex daga stríðinu 1967. Borgaryfirvöld hafa gert stórkostlega hluti, ekki síst í vestari hluta borgarinnar og það má að miklu leyti þakka Teddy Kolleks borgarstjóra. Það hefur verið grafið mikið upp og fjarlægður jarðvegur þannig að mikið af rústum hefur komið í ljós og siíkir hlutir hafa verið gerðir aðgengilegri fyrir fólk. Það hafa verið lagðar vatnslagnir í öll hús svo fólk hefur rennandi vatn en því var ekki til að dreifa hjá aröb- um. Það er einnig búið að skipta um skolplögn í Via Dolorosa sem ■ekki hafði verið gert síðan Róm- verjar voru og hétu sem sýnir hvað þeir unnu vel. { Jerúsalem standa fjölmargar gamlar byggingar sem taka verð- ur mið af þegar byggt er og það er gert. Það er byggt í gulgráum steinlit í sama stíl og það sem fyrir var og að mínu mati hefur arkitektum tekist sérstaklega vel upp- Gyðingar tala mikið um Jesú, en þeir tala um hann öðruvísi en við. Það var einnig mikið rætt um Nýja testamentið og hvar hver einstakur atburður gerðist. Það var ekki vafi í hugum manna að Jesús hafi verið á öllum þessum stöðum. Kannski vita menn ekki nákvæmlega hvar Via Dolorosa eða Golgata voru en það skiptir ekki höfuðmáli. Gyðingar tala um Jesú með mikilli virðingu, líta á hann sem snilling en hann er ekki í þeirra augum Messías. Hann er enn ókominn. í sátt og samlyndi Trúarbrögðin þrífast þarna hlið við hlið, margvíslegir trúflokkar eiga sína reiti á helgistöðunum, og þeir sýna hverjir öðrum gagn- kvæma tillitssemi og virðingu. Þetta er ekki síst að þakka Teddy Kolleks Hann lagði þessari skipan mála lið og þetta er gott dæmi um hvernig hann reynir að sætta hin ólíku sjónarmið borgarbúa. Nefna má musterishæðina sem dæmi. Þar eru helgidómar múhameðs- trúarmanna, svo mikilvægir að aðeins Mekka og Medína standa framar. En gyðingar hafa einnig helgi á þessum stöðum. Þar fá nú allir aðgang en gyðingum er bann- að að iðka þar bænagjörð. Eftir sameininguna reistu gyðingar minnismerki um fallna hermenn en múhameðstrúarmenn sem tap- að höfðu stríðinu óskuðu eftir að reisa á sama stað minnismerki um sína föllnu hermenn. Þetta fannst mörgum óviðfelldið en Kolleks Iagði þessu lið og það varð. Ég hafði átt von á miklu meiri MULTIPLAtl FRAMHALD5NÁM5KEIÐ með CHART viðauKa 5TAÐUR: Síðumúli 23 flMI: 31. maí 1985 Kl. 9.00 - 16.00 LEIÐBEII1AI1DI: Páll Gestsson STJÓRNUNARFÉLAG ISLANDS ssS23 Gamlar fréttir en góöar ...Gamlar af því aö þær hafa veriö flutt- ar öldum saman. ...Fréttir af því aö þær eru á fárra vit- orði. ...Góðar af því aö heimsfriður veröur brátt tryggöur. Skrifaóu og þú ImrO ÓKEYPIS méiMÚ- arrítlð „Glad Tidinga" aða baaklinginn „Now for ItM Good Nawa“. Skrífaðu til: Chriatadalphian Bibla Mia- aion, 6 Cairnhilt Road, Baaradan, Glaagow, «1 IAT, England. Metsölublad á hcverjum degi! Blaöburöarfólk óskast! Vesturbær Kópavogur Úthverfi Faxaskjól Birkihvammur Blesugróf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.