Morgunblaðið - 26.05.1985, Blaðsíða 44
MORGPNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. MAÍ 1985
ÞINGBRÉF
eftir STEFÁN FRIÐBJARNARSON
Ræktum eigin garð:
Friður
á Fróni
Kjaralegt annes eða annað og meira?
Það er mikið talaö um frið og frið-
arfreöslu á líðandi stund, enda í
mannkynið margt ólert á samskipta-
vettvangi. Á um það bil fjörutíu ár-
um, sem liðin eru frá því að seinni
heimsstyrjöldinni lauk, hafa verið
háð meir en 150 staðbundin stríð í
veröldinni, utan Vesturlanda, sem
leitt hafa til ótímabers dauða nokk-
urra tuga milljóna manna, hörm-
unga og þjáninga, sem ekki verða
meldar á neinn melikvarða, auk
gífurlegs verðmetatjóns.
Bitur reynslan hefur kennt
okkur, bæði fyrr og síðar, að sund-
urlyndi lýðræðisþjóða, kæruleysi í
varnarviðbúnaði og einhliða af-
vopnun þeirra býður hættunni
heim. Kveikjan að síðari heims-
styrjöldinni var ekki sízt gerð úr
slíku efni. Þrjú Norðurlanda,
Danmörk, Noregur og tsland, sem
treystu á yfirlýst hlutleysi, vóru
öll hernumin. Þau gerðust að hild-
arleiknum loknum og reynslunni
ríkari stofnaðilar að Atlants-
hafsbandalaginu. Frá stofnun
þess hefur rikt friður i okkar
heimshluta.
Annað mál er að frið inn á við,
þjóðarfrið, hefur víða skort, ekki
sízt hjá okkur íslendingum. Frið-
arfræðsla, sem spannar innbyrðis
sambúð þjóðarinnar, á brýnt er-
indi til okkar. Máske verðum við
aflögufærir útflytjendur á frið
þegar við höfum sjálf lært að búa
saman í sátt og samlyndi.
Öryggi þjóðar
Við tölum oft og réttilega um þá
frumskyldu hverrar þjóðar að
tTgfÖa sjálfstæði sitt og varnar-
öryggi í viðsjálum heimi. Það höf-
um við gert, eins vel og aðstæður
leyfa, í varnarsamstarfi lýðræðis-
þjóða. Vesturlönd hafa slegið
skjaldborg um þjóðfélagsgerð og
þegnréttindi, sem við viljum varð-
veita og þróa til langrar framtíð-
ar.
En öryggi þjóðar er margþætt.
Við skulum huga lítillega að fjór-
um þáttum þess:
• ATVINNUÖRYGGI: Höfum við
treyst rekstrarlega stöðu atvinnu-
vega okkar, sem er hin hliðin á
atvinnuöryggi fólks, t.d. undir-
stöðuatvinnuvegar okkar, sjávar-
útvegs, veiða og vinnslu, sem skil-
ar þremur af hverjum fjórum
krónum útflutningstekna? Höfum
við mótað eða framfylgt einhverri
stefnu í uppbyggingu eða nýsköp-
un atvinnulífs, m.a. til að tryggja
störf fyrir 20—30 þúsund ung-
menni, sem bætast við á islenzkan
vinnumarkað næstu 15—20 árin?
• AFKOMUÖRYGGI: Höfum við
stefnt að jafnvægi og stöðugleika í
efnahagsmálum okkar, sem er for-
senda þess að atvinnustarfsemi
geti vaxið og þróast með eðlilegum
hætti? Höfum við framfylgt eða
mótað stefnu i atvinnu- og efna-
hagsmálum, sem hefur það megin-
markmiði að auka svo framleiðni,
hagvöxt og þjóðartekjur, að hér sé
hægt að tryggja sambærileg al-
menn kjör og bezt þekkjast annars
staðar?
• EFNAHAGSLEGT SJÁLF-
STÆDl: Höfum við haldið þannig
á viðskipta- og skuldastöðu okkar
gagnvart umheiminum, að efna-
hagslegt sjálfstæði þjóðarinnar sé
tryggt til framtíðar? Höfum við
búið þannig í haginn fyrir inn-
lendan peningasparnað almenn-
ings og/eða eiginfjármyndun í at-
vinnurekstri, að við séum nægj-
anlega óháð erlendu lánsfjár-
magni?
• MENNINGARLEGT SJÁLF-
STÆÐI: Síðast en ekki sízt, höfum
við staðið þann vörð um menning-
arlega arfleifð okkar, tungu, sögu
og hefðir, að menningarlegt
sjálfstæði okkar standi af sér það
nábýli við umheiminn, sem tækni
nútímans hefur fært okkur?
Vopnabúnaður í lífs-
baráttu þjóðar
Hér skal ekki, að sinni, fjallað
um hefðbundið vopnakapphlaup i
heiminum. Við þurfum hinsvegar,
eins og aðrar þjóðir, að koma
okkur upp nauðsynlegum vopnum
í lífsbaráttu þjóðarinnar. Við
þurfum að tileinka okkur þá
menntun, þekkingu og hátækni,
sem gerir okkur kleift að halda i
við aðrar þjóðir um atvinnulif,
framleiðslu, viðskipti og almenn
kjör fólks. Án þessara vopna, sem
og frjálsræðis, fjármagns og
framtaks, verðum við kjaralegur
afdalur eða annes, láglaunasvæði,
sem hokrar að fábreytninni einni
saman. íhaldssemi er dyggð þegar
menningarleg og þjóðernisleg
verðmæti eiga í hlut. Framsækni,
sem hefur arðsemi að leiðarljósi,
er hinsvegar forsenda efnahags-
legrar velferðar.
Við eigum sem þjóð landinu
skuld að gjalda. Við þurfum að
hefta uppblástur, eftir því sem í
okkar valdi stendur, og græða upp
blásið land. Við þurfum að læra að
lifa í sátt við umhverfi okkar og
landsins náttúru. En við þurfum
einnig að nýta landið, gögn þess og
gæði; þær auðlindir láðs og lagar
sem forsjónin hefur lagt okkur
upp í hendur. Það er t.d. kjörin
leið að breyta fallvötnum í störf
og verðmæti til útflutnings
(orkuiðnað), hvenær sem arðsemi
gefur grænt ljós á framkvæmdir
og þær samræmast eðlilegum var-
úðarsjónarmiðum.
Sterkasta vopn hverrar þjóðar í
lífsbaráttu hennar er þó samstað-
an, sem kemur fram í stöðugleika
í efnahagslífi og þjóðarbúskap,
friði á vinnumarkaði og sígandi
lukku í lífskjörum. Það segir sína
sögu að velferð fólks og almenn
kjör rísa hvað hæst hjá þeim þjóð-
um sem búið hafa að friði á vinnu-
markaði. Mið-Evrópuríkið Sviss á
hálfa öld án verkfalla að baki. Það
hefur uppskorið stöðugleika i
verðlagi og efnahagslifi og góð al-
menn kjör; verðbólga er þar nán-
ast engin. Þær þjóðir, sem sætt
hafa viðvarandi ófriði á vinnu-
markaði hafa aðra sögu að segja. í
þeim efnum getum við tslendingar
litið í eigin barm.
Þingmenn slái
friðartóninn
Til tíðinda getur dregið á ís-
lenzkum vinnumarkaði síðari
hluta árs. Fremur gætir svartsýni
en bjartsýni á þróun mála. I
^ Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins
LONG BRLEND LÁN 1978-1982 iMMi kr.l
á föstu gengi (31.des. 1983)
Þótt þú eigir ekki
SUMARBÚSTAÐ
skaltu samt lesa þetta
HANDVERKFÆRI, RAFMAGNS-
VERKFÆRI TIL ALLRA MÖGU-
LEGRA OG ÓMÖGULEGRA NOTA.
OLÍULAMPAR OG LUKTIR, GAS-
LUKTIR, GAS OG OLÍUPRÍMUSAR,
HREINSUÐ STEINOLÍA, OLÍUOFN-
AR ARINSETT, UTIGRILL, GRILL-
KOL OG VÖKVI, RAFHLÖÐUR,
VASALJÓS.
FÚAVARNAREFNI, LÖKK, MÁLN-
ING — ÚTI- INNI- — MÁLN-
INGARÁHÖLD — HREINLÆTIS-
VÖRUR, KÚSTAR OG BURSTAR.
HITAMÆLAR, KLUKKUR, BARÓ-
METER, SJONAUKAR.
HLÍFÐ ARFATN AÐUR, REGNFATN-
FÁNAR, FLAGGSTANGARHÚNAR AÐUR. GÚMMÍSTÍGVÉL HÁ OG LÁ,
OG FLAGGSTENGUR, 6—8 METR- PEYSUR, BUXUR, SKYRTUR,
AR.
VATNS- OG OLIUDÆLUR.
KEÐJUR, MARGAR GERÐIR, TÓG
OG VÍRAR, GRANNIR OG SVERIR,
GIRNI ALLSKONAR.
NORSKU ULLARNÆRFÖTIN.
Ananaustum, Grandagarði.
Sími 28855.
SLÖKKVITÆKI OG REYKSKYNJ-
ARI, VATNSBRÚSAR OG FÖTUR.
SILUNGANET, NÆLONLÍNUR, SIG-
URNAGLAR, ÖNGLAR, SÖKKUR.
GARÐYRKJUVERKFÆRI í ÖLL
STÖRF, HJÓLBÖRUR, SLÖNGUR,
SLÖNGUKLEMMUR OG TENGI, ÚÐ-
ARAR, SLÁTTUVÉLAR, ORF OG
LJÁIR.
OG I BATINN EÐA SKUTUNA
BJÖRGUNARVESTI FYRIR BÖRN
OG FULLORÐNA. ÁRAR, ÁRAKEF-
AR, DREKAR, KEÐJUR, AKKERI,
VIDLEGUBAUJUR, KJÖLSOGDÆL-
UR. ALLUR ÖRYGGISBÚNAÐUR.
ÖLL SMÁVARA FYRIR SKÚTUNA,
BLAKKIR O.M.FL. BLÁTALÍNUR.