Morgunblaðið - 26.05.1985, Blaðsíða 5
5
MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR ?6. MAÍ 1985
ELVA Ósk ÓUfsdóttir fri Vestmamueyjum, sem kosin var vinsKÍasU stúlkan í
fegnróarsamkeppninni í fyrra, og Berglind Johansen, FegurAardrottning íslands
1984, sem kosin var IjósmyndafjrrirsæU írsins f fyrra. Þær krýndu arfUka sína á
kynningarkvöldinu i föstudaginn.
VinsælasU stúlkan í hópi þeirra þrettán, sem keppa til úrslita, var kosin Rósa
María WaagljörA. Hér óskar Krístjana Geirsdóttir veitingastjóri henni til ham-
ingju. Helga MelsteA (til hægri) fylgist meó.
Steingrímur Hermannsson um tilboð VSI:
„Hræddastir vid
viðskiptahallannu
hugasemdar forstjóra ísafoldar.
Þess má geta, að fyrsta útgáfa
íslensku lyfjabókarinnar seldist
upp á rúmri viku og önnur pöntun,
sem nýkomin er á markað, er á
þrotum. Það sýnir glöggt áhuga
fólks fyrir upplýsingum af lyfja-
sviðinu, sem hefur verið að mestu
lokað almenningi til þessa.
Ég ætla ekki að gera samanburð
á lyfjabókunum tveim, en hvet
þess í stað lesendur Morgunblaðs-
ins til þess að skoða þær báðar í
bókaverslunum. Flestir selja
sennilega þá þeirra, sem þeim
þykir aðgengilegri og notadrýgri,
— en eflaust kaupa einhverjir
báðar.
Með bestu kveðju og þökk fyrir
birtinguna, f.h. Bókaútgáfunnar
Vöku.
Ólafur Ragnarsson
ÞJÓÐHAGSSTTOFNUN og ÞórAur
Friðjónsson, efnahagsráAgjafi ríkis-
stjórnarinnar, hafa undanfarna daga
skoðaA kauptilboð Vinnuveitenda-
sambands íslands og reynt að ráða í
hvað það hefði í för með sér. Sam-
kvæmt upplýsingum Steingríms Her-
Hvít jörð
á Dalvík
— Góð aflabrögð
Dahík, 25. mmí.
ALLIR netabátar Dalvíkinga hafa
nú þegar aflað upp í úthlutaðan
kvóta. A undanförnum dögum hefur
verið góð þorskveiði í net á miðun-
um við Kolbeinsey og fengu bátarnir
allt upp í 27 tonn í umvitjun af góð-
um þorski. Rækjuveiði er einnig
mjög góð og hefur verið landað hér
það míkilli rækju, að rækjuverk-
smiðja söltunarfélagsins hefur vart
haft undan og orðið að neita að-
komubátum um löndun.
Upp úr hvítasunnu munu allir
netabátar frá Dalvík verða gerðir
út á rækju, þar sem ekki er leyfi-
legt að gera út á annan veiðiskap
sem stendur. Nú er verið að landa
úr togaranum Björgúlfi 210 tonn-
um, en meginhluti aflans er grá-
lúða. Hér á Dalvik er nú alhvít
jörð, aðfaranótt föstudagsins skall
á norðanveður með slydduhríð og
er nú rikjandi hið versta hvíta-
sunnuhret.
Fréttaritarar
mannssonar forsætisráðherra eru
aðaláhyggjur ríkisstjórnarinnar
vegna þessa tilboðs þær, að ef samið
verður á þessum nótum mun við-
skiptahalli við útlönd aukast til
muna.
„Við í ríkisstjórninni erum sam-
mála um að þetta sé mjög athygl-
isvert tilboð. Gengisforsendur
þess eru stífar, en það sem við er-
um í raun og veru hræddastir við,
er viðskiptahallinn sem kynni að
leiða af slikum samningum,“ sagði
Steingrímur Hermannsson, for-
sætisráðherra í samtali við blm.
Mbl. í gær. Auk þess sagði forsæt-
isráðherra að boltanum væri að
verulegu leyti kastað til stjórn-
valda, því að verulegu leyti væri
stjórnvöldum ætlað að tryggja að
kaupmáttur sá, sem settur er á
blað í þessu tilboði, haldist.
„Það er langt frá því að þetta
dæmi liggi á borðinu," sagði
Steingrímur, „en stjórnvöld eru
búin að lýsa því yfir, að þau séu
reiðubúin að taka þátt i leit að
leiðum, sem ekki leiði til nýrrar
kollsteypu, og á þeirri forsendu
fagna ég þessu útspili Vinnuveit-
endasambandsins mjög."
Þórunn Guðmundsdóttir
Tónlistarskólinn:
Einleikari
á flautu
MORGUNBLAÐINU hefur borist eft-
irfarandi fréttatilkynning frá Tónlist-
arskólanum í Reykjavík:
Tónlistarskólinn í Reykjavík
heldur tónleika miðvikudaginn 29.
maí kl. 20:30 í Bústaðakirkju. Á efn-
isskrá eru Sinfónía nr. 5 eftir W.
Boyce, Oktett eftir Mendelssohn og
Flautukonsert í G-dúr eftir Mozart.
Hljómsveit Tónlistarskólans leikur
undir stjórn Mark Reedman, ein-
leikari á flautu er Þórunn Guð-
mundsdóttir og er konsertinn síðari
hluti einleikaraprófs hennar frá
skólanum.
Aðgangur er ókeypis og eru allir
velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Berglind Johansen
fegurðardrottning íslands 1984
Kaiser
Kaiser eru vestur-þýsk matar- og kaffistell úr úrvals
postulíni. Heimsþekkt gæöavara.
Hagstætt verö.
Alhvítt stell (White Lady, sjá mynd).
Fæst einnig meö gylltri rönd (Nizza).
.... ' ' ' vörum
. t
Fegurðardrottning
íslands 1985
Fegurðardrottning
Reykjavíkur 1985
Krýningarhátíðin
í Broadway annað kvöld
Kœru gestir
Hátíðin hefst kl. 19.00 með freyðandi fordrykk.
Borðhald hefst kl. 20.00 stundvíslega.
Vinsamlega mætið tímanlega og skartið ykkar fegursta.
Góða skemmtun.