Morgunblaðið - 26.05.1985, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 26.05.1985, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. MAÍ 1985 17 Davíð Oddsson heilsar Peres forsætisráðherra tsraels. öryggisvörslu en raun bar vitni þó auðvitað sæi maður hermenn með alvæpni á götunum. Víxlara sá maður að störfum við helgidóm- ana rétt eins og forðum tið. Skýr- ingin er sú að efnahagslífið hefur verið með eindæmum. Verðbólgan fjögur hundruð prósent. Því er skömmtun á gjaldeyri og manni er á götunum boðið í síbylju tuttugu til þrjátíu prósent hærra verð fyrir dollara en bankinn gefur við skipti. Peningarnir rýrna svo ört og menn reyna að tryggja fé sitt á þennan hátt. Frá því fyrsta að stigið er á land í Israel fær maður nýja tilfinn- ingu fyrir sögum Biblíunnar og hafi maður verið í minnsta vafa um sannleiksgildi einstakra at- burða og lýsinga þá hverfur hann alveg meðan staldrað er við þarna. Reyndar töluðu gyðingar líka þannig, ekki bara um Krist heldur einnig um atburði Gamla testa- mentisins. Fólk er þarna gjarnan klætt til vitnis um trú sína að einhverju leyti, bæði gyðingar og arabar. Meira að segja unglingar sem mönnum hér er tamast aða tala um sem óstýriláta Maður fær allt aðra mynd af gyðingum en af öðr- um þjóðum, eftir að hafa talað við þá í töluverðan tima áttar maður sig á að þetta er meira en „þjóð“, þetta er með nokkrum hætti söfn- uður og það þjappar fólkinu sam- an. Hingaö til fslands getur flutt Bandaríkjamaður og eftir nokkur ár er hann íslendingur en sértu gyðingur þarf meira að koma til en slík búseta. Það er viss aðskiln- aður milli gyðinga og araba. Þeir giftast að vísu innbyrðis en það er tiltölulega sjaldgæft og því geta fylgt erfiðleikar Enn ríkir umsát- ursástand Það býr óskaplegur kraftur í gyðingum, áhrif þeirra í heimin- um eru langt umfram það sem ætla má af fjölda þeirra, þeir eru um 12 til 15 milljónir og dreifðir víða. Gyðingar lifa við umsáturs- ástand og það er til þess fallið að þjappa þjóðinni saman. Ég held að nánast allir gyðingar séu þeirrar skoðunar að ef þeir slaki hið minnsta á í árvekni þá geti hafist kafli i sögu þeirra sem yrði þeim jafnvel enn erfiðari en það sem á undan er gengið. Ég hef ekki kynnst nokkurri þjóð sem vísar jafn mikið í fortíðina þegar hún ræðir framtíðina. Þetta er viðfelldið fólk en maður finnur allan tímann að því er í mun að sannfæra gesti um mál- stað fsraels. Því er ijóst að eins og þrengt er að ísrael stenst þetta land ekki eitt sér. f því sambandi líta þeir helst til Bandaríkjanna og í öðru lagi til Vestur-Evrópu. Fólkið virðist afslappað miðað við hvernig fréttir lýsa lífinu þarna en innri spenna er þó örugglega fyrir hendi. Menn eru enn að berj- ast fyrir hverjum fermetra þessa fyrirheitna lands og þeim er óskiljanlegt það sjónarmið margra manna aö sumt af þessu landi kunni aö vera illa fengið og ætti að tilheyra öðrum. Ginstaka maður byggði rök sín á þeirri sektarkennd sem þeir ganga út frá sem vísu að sé í brjóstum alls þorra fólks á Vesturlöndum, bæði vegna framferðis nasista og ekki síður að þegar þessar hörmungar voru að dynja yfir létu margir undir höfuð leggjast að rétta hjálparhönd sem það hefðu getað. Ólík sjónarmið Ég var staddur í Jerúsalem þeg- ar Reagan heimsótti kirkjugarð- inn í Bitburg i Þýskalandi og ég fann hvað fólk þarna tók þetta óskaplega nærri sér. Ég man að einn vina minna varð hvumsa þeg- ar ég sagði að ég skildi vel tilfinn- ingar þessa fólks sem setið hafði á „færibandinu" hársbreidd frá endalokunum en kannski gætu þeir aldrei litið sömu augum á að- gerðir Reagans og við þar sem fyrirgefningin hefði ekki sama inntak í trú þeirra og okkar. Fyrirgefningin er inntakið í bæn- inni sem Kristur kenndi fylgjend- um sínum og kannski einn af burðarásum kristinnar trúar. Þótt þú farir í kirkjugarð þai sem einhver liggur sem þú vilt. minnast þá ertu ekki að gefa öll- um í garðinum syndakvittun. Þó fyndist manni að allir sem þar lægju ættu að eiga þar vísa ró það sem eftir væri, hvað sem á dagana hefði drifið ofar moldu. Þannig þýddi ekki að tala í ísra- el á þessu viðkvæma augnabliki Þess vegna undraðist ég hugrekki borgarstjórans á blaðamanna- fundi þar sem mikill tilfinninga- hiti braust fram í hópi þeirra ein- mitt út af heimsókn Reagans í kirkjugarðinn. Blaðamenn vildi vita afstöðu Teddys Kolleks sem er í raun þjóðhetja í Jsrael, gang-- andi goðsögn. Hann hugsaði sig um stundarkorn, horfði síðan beint framan f tugi blaðamanna og sagðist skilja ólguna sem í hug- um margra væri út af þessu atvikí en hann yrði þó að segja þann hug sinn að honum þætti úr hófi geng- ið að gera þetta litla atvik að stór- máli í samskiptum ísraelsmanna við þjóðir heims, atvik sem væri smámunir í samanburði við þann einlæga stuðning sem stjórn Reagans veitti Israel. Við ferðuðumst til Galileu- vatnsins og Gólan-hæða og ég skynjaði þegar upp á þær var komið hvernig Sýrlendingar gátu haldið frjósamasta héraði Isra- elsmanna í heljargreipum þaðan. Þó maður leggi að öðru leyti ekki dóm á rétt ísraels til hernámsins og hersetu svæðisins getur maður j ekki horft framhjá rökum þeirra. Þeir þyrftu ansi góða hernaðar- lega tryggingu í skiptum fyrir Gólan-hæðirnar ef þeir létu þær af hendi á ný. Leiftur guðspjallanna Það var ógleymanleg stund þeg- ar við fórum upp á fjallið þar serr talið er að Jesús hafi mettað þús- undir. Við stóðum þarna uppi og horfðum út á Galileuvatnið. Það var mjög heitt og skyndilega kom mikill vindsveipur frá fjallshlíð- unum ekki fjarri okkur og steypt- ist yfir vatnið og á svipstundu breyttist hið lygna vatn í ófæru. Við fórum að spyrjast fyrir uir hvort þetta væri algengt og var sagt að landslag og hiti hefðu þessi áhrif þarna og fiskimönnum væri þá eins gott að halda þegar í var. Þessi atburður var einn af mörgum sem slógu leiftri guð- spjallanna niður í huga manns það gerðist þarna æ ofan í æ. Þeg ar við ókum um Israel sáum við hjarðmenn á ferð. Þá kom upp í hugann sálmur Davíðs: „Drottinr er minn hirðir ... leiðið mig að vötnunum." Hér á landi rekum við féð en í ísrael gengur hirðirinn fremstur, féð eltir, rétt eins og ekkert hafi breyst í þúsundir ára.“ 3oikuÝ Fínar ferðir i þr|ár vikur á eina vinsælustu sfrönd Spánar: Hvítu ströndina Beint leiguflug og góð gisting á hótelum (með eða án fæðis) eða í íbuðagistingu. Islenskir fararstjórar. Benidorm býður upp á fjölbreytta afþreyingu af öllu tagi: Verðdæmi: Ibúðagisting frá kr. 23.910.-pr. m. Næturklubba, diskotek, alþjóðleqa veitingastaði, kaffihus, Hjón T íbúö með tvö börn frá kr. 17.932.- pr. skemmtigarða, tívoli, qolfvelli, sjóskíði, dýragarð ... miðalda- veislu. Ðtthvað fyrir afla Brottfarardagar: 29/5, 19/6, 10/7, 31/7, 21/8, 11/9, og 2/10 FERÐAMIÐSTÖÐIN AÐALSTRÆTI9 SÍM128133
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.