Morgunblaðið - 26.05.1985, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.05.1985, Blaðsíða 21
-I MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. MAÍ1>85 21 StormmáTur. Fallegur fugl og nýr landnerai. Morgunbladid/Grétar Eiríksson Kóngurinn sjálfur, srartbakurinn, eóa veióibjallan eins og tegundin er oft Mávar á Islandi Sjö tegundir máva verpa á ís- landi og að auki þrjár náskyldar tegundir. Mávfarnir eru svartbak- ur, sílamávur, hvítmávur, silf- urmávur, hettumávur, stormmávur og rita. Skyldfyglin eru skúmur, kjói og kría sem verða ekki gerð að umræðuefni, enda ekki eiginlegir mávar. Saraa gildir raunar um rit- una sem er í flestu frábrugðin öðr- um mávum utan í útliti. Auk þeirra máva sem nefndir hafa verið, sjást aðrar tegundir hér, allt flækingar utan bjartmávurinn, sem er geysi- lega algengur hér á landi á veturna og er stundum að flækjast hér fram á sumarið. Hann er hánorræn tegund sem verpir norðar en ísland liggur og i hans huga er það að fljúga til suðlægra landa að koma til íslands í blíðviðrin á veturna. Svartbakurinn er lang stærstur þessara fugla og óvinsældir hans eru einnig mestar, enda er hann hið mesta óargardýr í lífríkinu þó reisn hans og fegurð sé óumdeilan- leg, einkum ef menn reyna ekki að sjá hana þar sem hann rífur í sig sorp við klóakrör í Skúlagötufjöru. Svartbakurinn er að jafnaði 74 sentimetrar á lengd, karlfuglar 2200 g að þyngd og kvenfuglar 1700 g. Auðþekkjanlegur fugl sökum skarpra lita, svart og hvítt ráða ríkjum, bakið svart sbr. nafnið, fuglinn annars hvítur, fætur bleikholdlitir og nefið gult með hinum hefðbundna rauða bletti á neðri skolti. Svartbakurinn er geysilega al- gengur á íslandi og hefur fjölgað mjög. Hann er algengastur við sjávarsíðuna en til hans sést samt oft og iðuiega til fjalla, einkum þá á sumrin. Stök hreiður finnast oft, en fuglinn verpir samt oftast nær í sambýli við fleiri stóra máva, bæði svartbaka og sílamáva. Helst verp- ir svartbakur á sléttu landi, í móum, á eyjum, en sjaldan í klett- um og bröttum fjallshlíðum nema þá alveg uppi á brún. Á íslandi eru vörp stundum í hrauni og oft f af- kölluð hér á landi. \ líðandi fjallshlíðum, til dæmis i Akrafjalli. Svartbakurinn er yfir- leitt talinn staðfugl og hann er áberandi á vetrum hvarvetna þar sem möguleiki er á matarörðum. Hvítmávurinn er næst stærsti mávurinn, 66 til 81 sentimetrar, og 1300 til 1600 grömm eftir kynferði. Ljósgrár á baki, annars hvítur. Hreinræktaðir eru þeir auðþekkj- anlegir, helst að þeim sé ruglað við bjartmáv, en sá síðarnefndi er talsvert minni fugl. Hvítmávurinn er hánorræn tegund sem verpir nær eingöngu á fslandi við Breiða- fjörð og á Vestfjörðum. Aðallega í grasi grónum fjalishliðum nærri sjó. Sú furða hefur gerst, að hvít- mávar á íslandi, bera flestir merki kynblöndunar við silfurmávinn sem við tökum næst fyrir. Sá fugl er nokkuð minni en hvítmávur, 56 sentimetrar og 900 til 1200 grömm að jafnaði. Höfuðlitirnir eru hinir sömu, en silfurmávurinn hefur svartar flugfjaðrir. Silfurmávurinn er nýr landnemi á íslandi, hóf að verpa á Austfjörðum snemma á öldinni og fjölgaði ákaflega i fyrstu. Síðan hægðist á fjölguninni og stofninn er nú i nokkru jafn- vægi. f riti Landverndar um ís- lenska fugla er varpfuglastofninn varlega áætlaður 5000 fuglar, en bókin kom út 1982. Silfurmávurinn breiddist út vestur eftir Suðurlandi og Norðurlandi og verpir hann víða á Reykjanesi, en fyrir norðan ekki í nokkru magni fyrir vestan Eyja- fjörð. Þeir verpa nær alltaf við sjó, gjarnan á stórum grasi grónum sillum í standbjörgum að sjónum. Kynblöndunin sést ekki nema að fugl sé handfjatlaður, þá sjá fræð- ingar eitt og annað sem sannar málið. Hvítmávurinn er að mestu staðfugl á fslandi og auk þess koma hingað á vetrum hvítmávar frá norðlægari héruðum. Silfurmávur- inn er einnig að mestu leyti stað- fugl, þannig að það er mikill máva- fans við sjávarsíðuna á vetrum, hart barist og mikið rifist um „krásirnar" sem falla til á sorp- haugum og í fjörum borga og bæja. Sílamávurinn er trúlega fyrsti farfuglinn sem kemur ár hvert en álitamál er hvort nafnbótin „vor- boðinn ljúfi“ passi við þennan rán- gjarna og stóra máf. Líklega myndi mikill meiri hluti landsmanna vilja að lóur og þrestir glímdu áfram um titilinn. Silamáv má rugla við svartbak, en aðeins í svipin, því fuglinn er talsvert minni og auk þess steingrár á baki en ekki svart- ur. Fætur eru heiðgulir. En dökka bakið ruglar ýmsa og svo verpir þessi fugl oft í sambýli og nábýli við veiðibjölluna stóru. Sílamávur- inn er nýr landnemi eins og silf- urmávurinn og orðinn geysilega al- gengur varpfugl, sérstaklega á sunnanverðu landinu. Nyrðra er miklu minna um hann og á hálend- inu er hann einnig fáséður þó ekki sé hann eins bundinn við sjó og flestir aðrir mávar. Hann er alger farfugl og kemur til okkar ár hvert í febrúar að því að talið er, en áber- andi verður hann ekki fyrr en vor- ar betur og varptimi nálgast, þá fer hann varla fram hjá neinum, sér- staklega minni máttar fuglum sem eru að huga að varpi. Hettumávur og stormmávur eru einnig nýir landnemar sem hófu að verpa snemma á öldinni. Hettu- mávurinn hefur náð öflugri fót- festu og verpir við strendur og inn til sveita um land allt og er mjög algengur og áberandi. Stormmáv- urinn er á hinn bóginn sjaldgæfur. Fyrsta hreiðrið fannst árið 1955 skv. riti Landverndar, en árið 1936 skv. Fuglabók AB. Það var í ósum Eyjafjarðarár og þar er enn rót- gróið stormmávavarp. Þeir breidd- ust út hægt og rólega og nú eru lítil vörp hér og þar, einkum sunnan lands og norðan. Rit Landverndar áætlaði í útgáfu sinni 1982, að varpstofninn teldi 340 fugla. Þeir verpa eingöngu við sjó, gjarnan á ósasvæðum og gjarnan innan um hettumáva og fleiri fuglar sækjast eftir að verpa undir verndarvæng hettumáfa því þeir gera ríkulegt gagn með því að verja varplönd af hörku. Hettumávurinn verpir á hinn bóginn oft í bandalagi við krí- una og er oft handagangur í öskj- unni eins og Reykvíkingar vita sem fylgjast með árlegri baráttu þeirra fyrir tjarnarhólmanum. Rituna ber loks að nefna og er hún höfð siðast vegna þess að lifn- aðarhættir hennar eru í mörgu frábrugðnir annarra mávum, enda er hún ekki talinn til hinna eigin- legu máva, talin undirtegund. Hún lifir miklu „hreinlegra" lífi ef þannig mætti orða það, sækir föng á sjó út, en lítur ekki við sorpi og skolpi eins og frændurnir og frænkurnar. Þá verpa ritur utan i sjávarhömrum og eru svo stað- bundnar að undantekning er að sjá ritu þar sem ekki sér til sjávar. Hún er gamalgróinn varpfugl og algengur mjög. Hún hverfur til hafs á vetrum, en sést stundum á flögri við ströndina. Ýmislegt... Mávar verpa á þessum hefð- bundna varptíma á Islandi, heldur snemma á honum ef eitthvað er, en það fer auðvitað eftir árferði. Egg- in eru oftast allt að 3. Það tekur fjórar vikur að klekja út eggjunum og ungarnir eru eldsprækir hnoðr- ar skömmu eftir að hafa brotist út úr eggjunum. Þeir ná fullri líkams- stærð á nokkrum vikum, en það tekur lengri tíma að ná kynþroska. Hettumávar verða kynþroska árs- gamlir, stormmávar tveggja ára, en hinir stærri máfar eru allt að 3 til 4 ár að ná kynþroska og á þeim tíma eru þeir „grámávar" eins og áður hefur verið rætt um. Fyrsti veturinn og árið eru erfiðust í lífi máva og dánartíðnin er þá hæst sem og hjá öðrum fuglum. Meðal- aldur sifurmáva í Bretlandi er tal- inn 15 ár og þeir hafa komist vel á þritugsaldurinn, en hvort hann er jafn hár á Islandi skal ekkert full- yrt um, enda hafa varla farið fram slíkar rannsóknir. En mávar eru langlífir og það er ein af þeim stað- reyndum sem sérfræðingar ýmsir bera fyrir sig þegar þeir segja að það þýði lítið að fækka mávum með drápi. Með því að ræna eggjum og skjóta fuglana, myndu lífsskilyrði hinna sem eftir lifðu einungis batna og þeir myndu lifa lengur. Sama röksemdafærslan sem fiski- fræðingar leggja fram þegar þeir vilja styrkja stofn í „ofsetnu" sil- ungsveiðivatni. Þá moka þeir upp smælkinu og eftir verða færri en stærri og verðmeiri einstaklingar. Miklu betri stofn. Hvað er þá til ráða? spyrja menn og erum við þá komin inn á annað umræðusvið um þessa merkilegu fugla. Þeir eru allt of margir, þeir dreifa salmonellusýklum, drepa lömb, fuglaunga, þvælast fyrir flugvélum, drita í drykkjarvatn og fleira mætti finna þeim til foráttu. Engin spurning er um að þeim hef- ur fjölgað gifurlega og vafalaust vinna þeir tjón, en þeir gera eitt- hvað gagn eða hvað? Éta hræ, slor og fleira, hreinsa þannig til. Þá þykja egg þeirra lostæti og ungir máfar hafa verið veiddir til matar bæði hér á landi og erlendis þó ekki sé það gert í ríkum mæli. Samt sýnist þurfa að fækka þeim. Mtð eitri? Þá deyja eí til vill ernir líka. Með skotvopnum? Er ekki alveg eins hægt að moka i botnlausa fötu. Skotvopn geta aðeins dugað á af- mörkuðum svæðum, en snerta vart stofnana í heild. Sérfræðingar sem ritað hafa i rit Landverndar telja að það myndi einungis valda tíma- bundinni fækkun þó tugþúsundir máfa féllu fyrir skotvopnum, eitri og í gildrum. Besta leiðin er að draga úr fæðuframboði. Ganga bet- ur frá úrgangi, það er lykillinn. Þar sem slíkt hefur verið gert erlendis, hefur það orðið til þess að máva- stofnar hafa hætt að vaxa. Hins vegar yrði það engin trygging þó mávum fækkaði gifurlega, að aðrar tegundir sem virðast hafa fækkað myndu ná sér á strik. Tím- inn yrði að leiða það í ljós. Þess eru dæmi þar sem rándýrum fækkar og sá hlekkur lífskeðjunnar hverfur, þá verða sömu afföllin neðar í pír- amídanum, en bara af allt öðrum orsökum. Það verður því að leyfa reynslunni að leggja línurnar í þessum efnum eins og svo mörgum öðrum. í millitíðinni eru mávar og verða hluti af daglegu lífi íslendinga, garg þeirra bergmálar við sjávar- síðuna daginn út og inn og tilvist þeirra verður hluti af lifi okkar, samskiptin við máfa eru af svo mörgu tagi, bæði óbein og bein. Á því verður engin breyting þótt ein- hvern tíman finnist leið til að halda stofnum þessara fugla i skefjum. 88-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.