Morgunblaðið - 26.05.1985, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.05.1985, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. MAÍ 1985 19 sami fóru fram fyrst í Nýju-Delhi“, síð- an var farið í skoðunarferð til Agra sem er forn og óskaplega fögur borg þar sem er hið fræga grafhýsi Taj-Mahal sem einn af stórmógúlunum reisti yfir þá konu sína sem var honum kærust og lét síðan grafa sig þar sjálfan. Þetta er stórkostleg höll, öll úr marm- ara. Við komum þarna tvisvar fyrst í sólarljósi um hádegi og síð- an í tunglsljósi um nóttina. Þeirri fegurð fá engin orð lýst. Það er erfitt að lýsa mörgu því sem þarna bar fyrir augu, andrúmsloftið var eitthvað svo þrungið. Síðan var farið til Bhopal þar sem Union Carbide-verksmiðjan lak í vetur sem leið. Við sáum þessa fabrikku, hún er nú svona eins og þær gerast. Mannabústað- ir, ef mannabústaði skyldi kalla, voru í þvögu steinsnar frá verk- smiðjunni og Indverjarnir voru ekkert að liggja á því að þarna hefðu farist og örkumlast miklu fleiri heldur en gefið var upp í fréttum til umheimsins. Því satt að segja segir fátt af einum í þess- ari mergð. Þeir höfðu engin tök á þvi að hafa tölu á þeim mannsköð- um sem þarna urðu. í Bhopal eru mjög mikilvirk menningarsamtök sem kalla sig Barat Bhawan og menningarmiðstöð mjög glæsileg sem þeir hafa reist á bökkum stöðuvatns í borginni. Þarna héldu menn áfram að lesa upp ljóð sín. Allir sem þarna komu fram áttu í fórum sínum þýðingar á ensku á ljóðum sínum og allir fluttu ljóð sín fyrst á eigin tungu og síðan á ensku. Hartnær helmingur af þessum höfundum voru Indverjar víðs vegar að úr landi, þeir lásu sín ljóð á hindi og síðan á ensku, enskan er flestum mönnum töm þarna. Ljóðagerð Indverja, eins og hún kom fram á ensku þarna, er mjög margtóna. Þessi ferð hafði mjög mikil áhrif á mig, ég finn það á þeim myndum sem sífellt eru að koma upp i hugann, ýmislegt sem kannski orkaði ekki svo mikið á mig á staðnum og stundinni. Það var t.d. afar einkennilegt að mæta beljunum á götunum og ekki síður að sjá þær rífa í sig dagblaðahrúg- ur á öskuhaugunum, þær hámuðu í sig dagblöðin. Þarna i Nýju Delhí sá maður staðinn þar sem lik Gandís var brennt á sínum tíma og eins Indíru Gandís þegar hún féll frá. Ekki grunaði mig það þeg- ar ég var litill og fregnin um morðið á Gandí barst í sveitirnar að maður ætti eftir að koma á þessar slóðir. Ég man alltaf eftir þvi hvað var mikið hugsað um Gandi alls staðar og málefni hans lágu öllum á hjarta i sveitinni, menn töluðu um Gandí og baráttu hans. Ég man að þegar fréttin um morðið kom í útvarpi og blöðum þá sagði faðir minn: „Þurftu þeir nú að drepa þennan mann líka.“ Þetta hafði mikil áhrif á mig sem krakka.“ Þegar Þorsteinn er spurður hvort hann hafi ort mikið á Ind- landi hristir hann höfuðið og segir að dagskráin hafi verið ströng og mikið að gera allan tímann. Ind- verjar séu líka veisluglaðir menn og hafi haldið gestum sínum mikl- ar og glæsilegar veislur á kvöldin en þá var helst líft fyrir hita. Minnisstæðust er Þorsteini veisla sem forseti Indlands, Zail Singh, hélt ljóðskáldunum fyrsta kvöldið þeirra í Indlandi — nei, Þorsteinn hafði ekki ort neitt á Indlandi — og þó. Hann verður glettnislegur til augnanna og segir: „Ég orti jú eina vísu sem ég sendi heim á korti að gamni mínu, hún er svona: Hér er nóg af fögrum frúm fær það á minn heila. Margar þó með mögrum kúm mega högum deila. Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir _____________________________ Góðar ELDHÚSINNRÉTTINGAR á góðu verði r<I>1 4 GERÐIR Þú setur þær saman sjálf(ur), enda eru þær sérhannaðar með það fyrir augum. Og ekki þarft þú flókin verkfæri. Allt sem þarf er skrúfjárn, 5 mm bor, . . . já og auðvitað tómt eldhús. habitat VERSLUN- PÓSTVERSLUN LAUGAVEGUR 13 SÍMl: 25808 l'ŒE I3XI SNKMJGUR VARSIUJI VHS f □ I fRONr loachng CB53 * cnxix ms 12- 12 n 1 xx i Fullkomið SHARP videotæki á 35.890. - stgr.. Loksins kemur tækifærið sem þú hafðir vit á að bíða eftir: Nokkur SHARP VC-481 videotæki á hlægilega lágu tilboðsverði. Nú verðurþú að hafa hraðann á nema að þú elskir nágrannann mjög heitt. Þú geturþá kannski heimsótt hann og nýja SHARP videotækið hans á morgun (með spólu í vasanum). • Framhlaðið • Kyrrmynd með lágmarks truflun « Sjálfvirkspilun spólusem upptökulás er brotinn úr • Leitarsjálfkrafa að mynd á spólu • Myndleitun (x10) íbáðaráttir • 7 daga upptökuminni • Stillir fyrir myndskerpu « Spólar sjálfkrafa til baka • Stórir litaðir hnappar sem auðvelda notkun • 8 liða þráð-fjarstýring • Verð aðeins 35,890.- stgK Aö hika er sama og að tapa! HUOMBÆR HVERFISGOTU 103 SIMI 25999
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.