Morgunblaðið - 26.05.1985, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 26.05.1985, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26, MAÍ1385 HÖFUIU OPNAD NÝJA BÓN- OG ÞVOTTASTÖÐ O Gufuþvoum vélar og felgur Q Djúphreinsum sœtin og teppin O Notum eingöngu hiö níösterka Mjallarvaxbón BÓN- OG ÞVOTTASTÖÐIN V/UMFERÐARMIÐSTÖÐINA - Stml 21S46 VERZLUNARSKÓLI ÍSLANDS STOFNAÐUR1905 Innritun 1985 1986 Verslunardeild: Inntökuskilyröi: Grunnskólapróf. Nemendur skulu skila umsóknum ásamt afritum (ekki Ijósritum) af grunnskólaprófi sínu á skrif- stofu skólans, Grundarstíg 24, eigi síöar en 6. júní nk. kl. 4 e.h. Skólinn tekur inn nemendur án tillits til búsetu þeirra. Lærdómsdeiid: Inntökuskilyröi: Verslunarpróf meö þýsku og tölvufræöi og 6,50 í aðaleinkunn. Umsóknarfrestur er til 7. júní. Umsóknareyöublöð fást á skrifstofu skólans. Á 50 ára afmæli Rotaryhreyfingarinnar á fslandi árið 1984 stofnuðu Rotarymenn starfsgreinasjóð Rotary á fslandi. Úr sjóðnum skal úthluta árlega. Tilgangur sjóðsins er að veita viðurkenningu fyrir framúr- skarandi afrek, sem unnin eru og tengjast einhverri starfsgrein eða fyrir merkar nýjungar. Veitt verður viðurkenning úr sjóðnum í fyrsta sinn á umdæmisþingi Rotary 23. júní nk. Upphæð viðurkenn- ingar verður 75 þús. kr. Er hér með leitað eftir ábendingum um aðila til að hljóta viðurkenningu úr sjóðnum. Ábendingar um aðila til að hljóta viðurkenningu eru ekki bundnar við Rotaryfélaga, og öllum er frjálst að gera ábendingu. Ábendingar óskast sendar til: Starfsgreinasjóður Rotary á íslandi Pósthólf 220 121 Reykjavík VIÐURKENNING STARFSGREINASJÓÐS Svanur Kristjánsson prófessor. samtök myndu ekki bjóða fram til borgarstjórnarkosninga, hins vegar mætti vera að þau gætu leitt saman þá sem vinna ættu að sameiginlegum verkefnum. Svan- ur var spurður, hvort hann teldi ágreining milli þessara flokka ekki of mikinn til að unnt yrði að skipa sameiginlegan lista. Hann svaraði: „Þessi öfl þyrftu ekki að hafa nema helminginn af þanþoli Sjálfstæðisflokksins. Hann hefur innan sinna raða menn allt frá Pálma Jónssyni að Hannesi Hólmsteini og skoðanaágreining- ur þar er í samræmi við það. Eg held að kjósendur séu þeirrar skoðunar að þessi möguleiki eigi að vera fyrir hendi." Svanur var spurður hvort Mál- fundarfélagið myndi hafa for- göngu um skipan sameiginlegs lista. „Við munum stuðla að því. Ef samkomulag næst til dæmis um sameiginlegt prófkjör þá gæt- um við séð um að halda það.“ Svanur sagðist að lokum treysta öllum vinstri flokkunum til að hafa forgöngu um sameiningu á einn lista. Aðspurður um hvort Alþýðubandalagið væri þar á meðal sagði hann: „Ég sagði mig úr Alþýðubandalaginu af því að ég tel að það sé ekki áberandi besti kosturinn, en það er ekkert sem segir að það sé vondur kost- ur.“ Guömundur Árni Stefánsson ritstjóri Alþýðublaösins: Allt að vinna og engu að tapa GUÐMUNDUR Árni Stefánsson ritstjóri Alþýðubiaðsins segir, að reynslan verði að skera úr um hvort grundvöllur sé fyrir sameiginlegu framboði vinstri flokkanna fyrir borgarstjórnarkosningar 1986. Hann segir markmiðið með slíku framboði skýrt „... að mynda til- tölulega samstætt afl, valkost fyrir Guðmundur Árni Stefinsson ritstjóri. þann stóra hóp og að ég tel meiri- hluta borgarbúa, sem vill fara á móti því frjálshyggjuæði sem ríkir í meirihluta borgarstjórnar undir stjórn Davíðs Oddssonar,“ sagði hann. Varðandi möguleika á sam- komulagi um slíkt framboð sagði hann: „Því miður er það svo í dag að hver gaukar í sínu horni og árangurinn virðist enginn. Fólk hefur ekki trú á að flokkarnir, jafnmargir sem þeir eru, geti náð neinum málum fram og komið fram af festu og öryggi svo sund- urslitnir, litlir og veikir sem þeir eru. Grundvallaratriðið er að við núvernadi aðstæður hafa menn allt að vinna en engu að tapa. Samstæðari valkostur á vinstri væng stjórnmálanna tel ég að sé mjög nauðsynlegur valkostur í Reykjavík í dag.“ Magnús Ólafsson ritstjóri NT: Ekki hlynnt- ur sameigin- legu vinstra framboði „MÉR finnst ekki háleitt markmið að reyna einungis að fella stjórn Davíðs. Mér þykir mun skynsam- legra og háleitara markmið að reyna að koma sjónarmiðum ann- arra flokka á framfæri og hugsan- lega í framkvæmd eftir öðrum leið- um, það er að segja þeim hefð- bundnu,“ sagði Magnús Ólafsson ritstjóri NT. Magnús segist per- sónulega ekki hlynntur sameigin- legu framboði vinstri flokkanna fyrir borgarstjórnarkosningar og Magnús Ólafsson ritstjóri. að sér sé þar mestur þyrnir í aug- um að val kjósenda minnki. Magnús sagði ennfremur að sér litist vel á það fyrirkomulag sem taka ætti upp í næstu þing- kosningum í Noregi, það er nokk- urs konar listabandalag þar sem atkvæði gætu nýst öðrum listum, ef kjósendur æsktu þess. Slíkt mætti taka upp hérlendis með einfaldri lagabreytingu á Alþingi og láta einvörðungu gilda í sveit- arstjórnarkosningum. Varðandi hugsanlegt samstarf flokkanna sagði hann, að ekki þyrftu endilega allir þeir flokkar sem hygðust bjóða fram í næstu borgarstjórnarkosningum að hafa með sér samstarf, enda ættu ákveðin öfl erfitt með að hugsa um samstarf, t.d. Kvenna- framboðið og hugsanlega Banda- lag jafnaðarmanna. Hann var þá spurður hvaða flokka hann sæi fyrir sér í slíku samstarfi. „Al- þýðuflokkur, Alþýðubandalag og Framsókn virðast einna helst eiga margt sameiginlegt. Hins vegar er það mín skoðun, að í raun og veru sé það fremur stjórnarandstaðan sem hefur sameinað þessa flokka en að þeir séu svo líkir.“ Magnús var að lokum spurður, hvort samstarf þessara þriggja flokka við stjórnun Reykjavík- urborgar á árunum 1978 til 1982 gæfi tilefni til að ætla að sam- vinna þeirra gæti orðið góð. „Borgarstjórnin sú skildi ekki eftir sig nein þrekvirki. Sú staða sem þá kom upp varðandi Al- þýðuflokkinn getur hæglega komið upp aftur. Þetta var ágæt- isstjórn en skildi ekki nein þrek- virki eftir sig“, svaraði hann. Össur Skarphéðinsson ritstjóri. Össur Skarphéðinsson ritstjóri Þjóöviljans: Frekar óraunhæft í bili „EF ÞAÐ væri mögulegt ad fella íhaldið í borginni þá mundi póli- tískt andrúmsloft í öllu landinu sennilega gjörbreytast. Það mundi líka veita fólki mjög mikinn styrk að sjá að sameinað getur það breytt hlutunum," sagði Össur Skarphéð- insson ritstjóri Þjóðviljans. Hann telur í bili ekki miklar líkur á að samstaða náist um einn sameigin- legan framboðslista vinstri manna fyrir borgarstjórnarkosningarnar 1986 en að einhvers konar kosn- ingasamvinna geti samt sem áður átt sér stað. Össur sagði það sína skoðun, að félagshyggjuöflin ættu að ein- beita sér að því að ná fram ein- hvers konar samvinnu milli stjórnarandstöðuflokkanna 1 borginni. Það væri ekki mjög mikið sem skildi á milli og einnig væri ljóst, að innbyrðis sundrung hefði reynst mjög gott áróðurs- vopn í höndum Sjálfstæðis- flokksins. Hann sagði einnig: „Það er líka staðreynd, að Sjálfstæðisflokknum hefur tekist að halda völdum í borginni, það er að segja meirihluta fulltrúa, með minnihluta atkvæða vegna þess hversu sundruð stjórnar- andstaðan er.“ Össur var spurður vegna yfir- lýsingar hans hér að framan, hvort hann teldi að pólitískt and- rúmsloft í landinu hefði breyst þegar vinstri menn unnu saman í meirihluta að stjórnun Reykja- víkurborgar. Hann svaraði: „Það sem ég á við er að við búum nú við ríkisstjórn sem menn eru mjög óánægðir með, en hafa ekki neinn heppilegan valkost. Með því að ná svona samvinnu í borg- arstjórn þá gæti það vísað til meiri samvinnu stjórnarandstöð- unnar einmitt á landsmálasvið- inu. Ef sameinaðir vinstri flokk- ar gætu hrundið meirihluta Sjálfstæðisflokksins þá yrði það viss aflvaki." Ritstjóri Þjóðviljans sagði að lokum: „Ég er hlynntur því, ef það væri hægt, að vera með einn lista. Ég hugsa að eins og ástand- ið er I dag þá sé það frekar óraunhæfur möguleiki i bili, en það kann að breytast."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.