Morgunblaðið - 26.05.1985, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.05.1985, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. MAl 1985 Segdu mér söguna aftur er ein beata mynd yfirstaiidandi kvikmyndahá tíðar. Leikstjórinn, Márta, er dóttir myndhöggvarans László Mészáros og gift hinum þekkta leikstjóra Miklós Jancsó. Stalín var hér Ætli einhver kannist ekki við sjóferð slikaT jr I anda Andersen Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Segðu mér söguna aftur — Napió Gyermekeimnek ★★★‘A Leikstjórn og handrit: Márta Mészáros. Kvikmyndataka: Mikl- ós Jancsó, jr. Tónlist: Zsolt Döme. Aðalleikarar: Zsuzsa Czinkóczi, Anna Poloni, Jan Nowicki. Fram- leiðandi: Mafilm Studio. Ung- versk, frumsýnd 1982. 106 mín. Myndin um hana Júlíu hefst árið 1947 og lýkur 1953. Sögu- sviðið er Ungverjaland eftir- stríðsáranna þegar mannlífið og landið eru í rústum og skuggi Stalíns vomar yfir. Stjórnar- farsbreytingarnar bola út einum en bæta annan. Unglingsstúlkan Júlía flyst aftur til Ungverjalands, eftir að hafa búið í Sovétríkjunum sín æskuár. Þar hvarf faðir hennar, myndhöggvari, í hreinsunareldi Stalíns. Móður sína missti hún skömmu síðar. í sínu gamla föðurlandi er Júlía tekin í fóstur af harðlínu- kommúnistanum Mögdu, sem reynir að beygja hina stoltu, óstýrilátu stúlku. En hún snýst öndverð við, reynir fyrst og fremst að varðveita minninguna um sína réttu foreldra og gerir tilraunir til að grafast fyrir um örlög föður síns og frændfólks. Þær stranda allar á Mögdu og jafnframt eykst óbeit hennar á fóstru sinni. nAfi“ hennar er eini maðurinn á heimilinu sem skilur þessa ein- örðu stúlku, þó hræddur sé við yfirvaldið, en fyrst og fremst er það verkfræðingurinn Janós sem hún getur leitað til og fengið langþráða föðurumhyggju. En þessi áður eldheiti byltingar- maður er farinn að sjá vankanta kerfisins sem þolir enga gagn- rýni og fellur einnig í hreinsun- areldinn. Márta Mészáros hefur með þessari beinskeyttu og döpru mynd gengið lengra en aðrir listamenn austan Járntjalds að gagnrýna stjórnarfar Austur- Evrópuþjóða undir Stalín. Sýn- ing hennar fyllir mann því bjartsýni um að þar í landi séu bjartari tímar í nánd hvað al- menn mannréttindi varðar. Segðu mér söguna aftur er listi- lega saman sett. Við fylgjumst með Júlíu um sex ára skeið. Samhliða lífsbaráttu hennar er fléttað afturhvörfum til ham- ingjusamra æskuára með pabba og mömmu og gamlar áróð- ursmyndir frá Stalíntímabilinu látnar varpa ljósi á þjóðfé- lagsástandið. Klippingin og kvikmyndatak- an (Janscó jr.) eru áberandi góð- ir þættir, sömuleiðis kraftmikill leikur Jan Nowicki í tvöföldu hlutverki, faðirinn/verkfræðing- urinn. Aðrir leikarar gefa hon- um lítið eftir. En það verður ekki um villst að hinn kjarkmikli listamaður Mészáros er ein af eftirtektar- verðustu leikstjórum Evrópu í dag. Báðar voru þær góðar Ætt- leiðing og Níu mánuðir sem sýnd- ar voru á fyrri hátíðum, reyndar sú síðarnefnda ein eftirminni- legasta myndin ’80. En með Segðu mér söguna aftur rís ferill hennar hæst hér og mér þætti ekki illa til fundið að bjóða Mörtu Mészáros sem heiðurs- gesti á næstu kvikmyndahátíð. Og mér kæmi ekki á óvart þó að við fengjum einn slíkan. Svona til tilbreytingar. Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Ottó er nashyrningur — Otto er et nssehorn ☆☆☆ Leikstjórn og handrit: Rumle Hammerich. Hljóð: Martin Degn- bol. Kvikmyndataka: Dan Lausten. Tónlist: Jakob Groth. Aðalhlutverk: Kristjan Markersen, Erik Petersen, Axel Srobye. Framleiðandi: Mentronome. Production Valby, Danish Film Institute. Danmörk, 1983. 90 mín. Virðingarvert er framtak Kvik- myndahátíðar að bjóða efni erf- ingjum landsins, en meinbugur er á. Þær tvær skandínavísku „barnamyndir" sem prýða hátíð- ina eru ekki með íslenskum texta. Það var reyndar viss ánægja að því, undir sýningu hinnar bráð- smellnu myndar Ottó er nashyrn- ingur, að hlusta á allt ungviðið í kringum mig geta í eyðurnar á milli þess sem myndmálið hélt ekki athyglinni óskertri, en sann- leikurinn er sá að helft myndar- innar fór framhjá þeim. Til þess hefur leikurinn ekki verið gerður. Þetta eru enn meiri mistök sök- um þess að Otto ... er einstak- lega vel skrifuð, full af hinum létta, danska humor. Og, enn- fremur, einsog segir í dagskrá Kvikmyndahátíðar: „Ekki bara fyrir börnin, því myndin er upp- full af bröndurum sem fullorðnir kunna líka vel að meta.“ Satt og rétt, svo langt sem það nær. Smeykur er ég um að þetta ind- æla hrognamál vefjist líka nokk- uð fyrir hinum fullorðnu. Ég hef ekki séð Ronju raufaradóttur, en tel viðbrögð barnanna á þeirri sýningu sjálfsagt svipuð. Sú þarfa áminning er skýrt undirstrikuð í Ottó ..., að við, hin eldri (og þroskaðri, vonandi), gleymum því oft að börn eru líka fólk. Annars er Ottó ... hreinasta augnayndi, fantasía af gamla skólanum. Fundur blýants, sem er þeim töfrum gæddur að það sem með honum er teiknað öðlast líf, hressir heldur betur uppá til- veru tveggja frískra stráka og reyndar alla íbúa þorpsins sem þeir búa í. En þá fyrst tekur að færast fjör í leikinn — galdrar fram nashyrning, og það uppá þriðju hæð! Allt það spaug og sprell og góðu meiningar sem gerast í framhaldi þess má ekki rekja nánar. Það á ekki illa við að Ottó er nashyrningur og Zappa koma frá landi H.C. Andersen, því þær eru meðal bestu barna-(?)mynda síð- ari ára. Það er þvf einlæg von mín að einhver okkar ágætu kvik- myndahússtjóra sjái um að Ottó ... verði textaður og geri töfra- heim þessarar ljúfu myndar að- gengilegri æskunni okkar. HANN SÝNDI FYRIRHYGGJU...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.