Morgunblaðið - 26.05.1985, Blaðsíða 59
Hann Nói er látinn. Þessi elsku-
legi og skemmtilegi drengur, sem
öllum vildi vel og var ávallt reiðu-
búinn að hjálpa öðrum, er horfinn
til austursins eilífa.
Við hjónin vorum að undirbúa
heimför okkar eftir ánægjulegt
leyfi erlendis, er sorgarfrétt þessi
barst okkur í gegnum simann.
„Hann Nói vinur þinn dó í dag.“
Ótrúlegt að þessi lífsglaði maður
sem ávallt gat breytt drunga í kát-
ínu, reiði í gott skap og sorg í
gleði, væri allur. Ég sem alltaf
hélt að það yrði hann sem myndi
kveðja mig með einhverjum vel
völdum skemmtilegum alvöruorð-
um.
Kunningsskapur okkar Nóa
byrjaði er hann vann sem ungur
og glæsilegur afgreiðslumaður í
Kjöt og grænmeti, en ég var ungur
og upprennandi heimilisfaðir í
næsta nágrenni. En raunveruleg
vinátta okkar Nóa og eiginkvenna
okkar hófst er við hittumst á ný
eftir langan aðskilnað en þó ávallt
báðir með stefnuna í sömu átt, að
endurnýja trú okkar á lífið og til-
veruna eftir langa og stranga bar-
áttu við Bakkus konung.
Er ég loks rambaði á vit AA-
samtakanna og fór að lifa lífinu
aftur á ný, þá var Nói þar, traust-
ur og fastur fyrir og þá upphófst
sú vinátta og það samstarf okkar
á milli sem aldrei rofnaði en jókst
með hverju ári sem leið og mun ná
út yfir gröf og dauða.
Við hjónin dáðum Nóa og þær
samverustundir sem við áttum
með honum og Ingu Dóru eru perl-
ur sem aldrei verða teknar frá
okkur en munu geymast sem
dýrmæt djásn í kistu minn-
inganna.
AA-samtökin eiga hafsjó af
gullkornum og ráðleggingum sem
öllum er hollt að tileinka sér eftir
bestu getu og margt af því var
eins og skrifað beint fyrir Nóa,
enda var AA honum allt og ég veit
að næst fjölskyldu sinni þá voru
AA-samtökin honum kærust allra
og mátti hann aldrei heyra illa um
þau talað eða óvirðulega enda
taldi hann að þar hefði hann loks
fundið lífshamingju þá er við öll
leitum að.
Eitt af heilræðum AA, sem ég
held mikið upp á og ég veit að Nói
raunverulega lifði eftir, hljóðar
svo:
„í dag ætla ég að vera æðrulaus.
Ég ætla ekki að vera hræddur við
að njóta þess sem fagurt er og
trúa því að veröldin gefur mér á
sama hátt og ég henni."
Við hjónin höfum misst okkar
kærasta vin. Við samhryggjumst
Ingu Dóru, hún hefur misst ást-
kæran eiginmann sem dáði hana
og virti og börnin 3 hafa misst
ástúðlegan föður sem allt vildi
fyrir þau gera, en minningin um
góðan dreng og alla þá skemmti-
legu atburði sem við öll höfum
upplifað með Nóa, bæta þar von-
andi eitthvað um.
Einhver sagði einhverntímann
að Himnaríki væri líklegast dauf-
ur og viðburðalítill staður, en það
er engin hætta á því að það verði
svo mikið lengur, Nói sér um það.
Guð blessi góðan dreng.
Jóhanncs P.
Menn finna, aft látinn er höfðingi hér,
— sú hugsun er jöfn fyrir alla —.
Menn finna, að bróðir og faðir það er, —
menn finna það skarð, er svo mikið á ber,
er htynir svo haldmiklir falla.
Hann uppskeru í heiminum failvalta fann,
sem fleiri er þarflega vinna,
en eftir hann liggja þau verk, sem hann vann,
þau virðast, þau geymast, þau minna á hann.
Hann annars heims umbun mun finna.
Vér vonum vér hittum hann handan við mar
í heimi þess góða og sanna.
Sem höfðingi, bróðir og hugljúfi þar,
hann hönd mun oss bjóða sem fyrr, er hann var
hér meðal vor dauðlegra manna.
Já, þökk fyrir allt, sem hann auðsýndi gott,
vér innum með treganum sárum.
Vér göngum með honum til grafar á brott.
Vér getum svo lítið, - en þakklætis vott
vér færum með fljótandi tárum.
(Jón Trausti)
MQRGUNBÉADIÐ, 3UNNUDAGUR 26. MAÍ 1985 59
Jóhannes Magnússon, eða Nói
eins og hann var alltaf kallaður af
samstarfsfólki í Útvegsbankanum,
var um margt einstakur maður. A
sinn hátt hafði hann áhrif — góð
áhrif — á alla sem í kringum hann
voru og störfuðu með honum,
hvort sem var í bankanum eða í
félagsmálum. Geislandi af fjöri og
lífsgleði gekk hann til daglegra
starfa. Alltaf jákvæður og áhuga-
samur. Nói hafði skoðanir á hlut-
unum og lá ekki á þeim. Hann var
maður framkvæmda og það ríkti
aldrei nein lognmolla í kringum
hann. í félagsstarfinu hreif hann
hina með sér og var stórhuga.
Áhuginn og krafturinn leyndu sér
ekki þegar hann tók sig til. Nói lá
ekki á liði sínu þegar Starfs-
mannafélag Útvegsbankans var
annars vegar. Sl. 15 ár hefur hann
meira og minna setið í stjórn fé-
lagsins, þar af formaður í 6 ár. Og
nú, þegar kallið kom, hafði hann
enn verið valinn til forystu. Áhug-
inn og krafturinn enn sá sami og
fram á siðasta dag var hann að —
nú var verið að undirbúa afmælis-
hátíð starfsmannafélagsins.
Við yngra fólkið megum vera
þakklát fyrir að hafa fengið að
kynnast Nóa og læra af honum.
Hann var ekki að barma sér eða
kvarta, þvert á móti — hann
horfði stórhuga fram á við og bauð
framtíðinni byrginn og var til-
búinn að taka því sem að höndum
bar.
Stofnun eins og Útvegsbanki ís-
lands, aðalbankinn í hjarta borg-
arinnar, er og hlýtur að vera eril-
samur vinnustaður.
Þar er ys og þys allan daginn og
hver og einn gengur til sinna
starfa og viðskiptíóinir koma og
fara. Nói tók þátt í þessum hasar
enda löngum erilsamt starfið
hans. En hann hafði þann ein-
staka hæfileika að hann virtist
alltaf hafa nægan tíma. Þær eru
orðnar ófáar samverustundirnar
sem við stelpurnar í hlaupareikn-
ingsdeild höfum átt með Nóa und-
anfarin ár. Hann hafði alltaf tíma
til að líta upp frá daglegum störf-
um og spjalla um allt milli himins
og jarðar eða gantast og grínast
og slá á létta strengi. Þá var hann
í essinu sínu. Það eru skemmtileg-
ar minningar tengdar þessum
stuttu rabbsamkomum með Nóa.
Því verður ekki lýst í fáum orðum
hvernig maður Nói var. Hann
hafði sérstakan sjarma. Það var
alltaf gott að hafa hann nálægan
og oft var nóg að vita af honum í
næsta nágrenni. Lundin var létt,
röddin hljómmikil og karlmann-
leg, fótatakið hratt og ákveðið og
oftast fylgdi sætur ilmurinn af
pípureyknum. Nei, það fór ekki
framhjá neinum ef Nói var nálæg-
ur.
Það er erfitt að trúa því að hann
sé horfinn og komi ekki aftur.
Hann hefur gengið sín síðustu
spor um sali Útvegsbankans, rödd
hans heyrist þar ekki lengur og
ekki mun oftar verða slegið úr píp-
unni.
Skarðið sem Nói skilur eftir er
stórt, mjög stórt. Ekki bara (
bankanum heldur alls staðar þar
sem hann fór, ekki síst heima hjá
eiginkonu og börnum.
Nú þegar öllu er lokið kemur
tvennt upp i hugann, þakklæti og
söknuður. Þakklæti fyrir allt sem
liðið er og söknuður að fá aldrei
oftar tækifæri til að vera í nálægð
þess einstaka manns sem Nói var.
Ingu og börnunum sendi ég
samúðarkveðjur. Megi góður Guð
styðja þau og styrkja á sorgar-
stund.
Sigríður lljaltadóttir
I dag kveðjum við hinstu kveðju
samstarfsmann okkar og vin í Út-
vegsbanka Islands, Jóhannes
Magnússon, sem við kölluðum
ætíð Noa.
Nói var formaður starfsmanna-
félagsins okkar og við höfum ekki
ennþá áttað okkur á þeirri breyt-
ingu sem orðin er á samstarfs-
hópnum. Margir hafa þá tilfinn-
ingu að um einhvern misskilning
sé að ræða.
I starfi hans höfðu margir per-
sónuleg tengsl við hann. Átti hann
einkar auðvelt með að blanda geði
við aðra og kom hann oft auga á
kímnina í málum er til umræðu
voru hverju sinni.
Þessi einstaki léttleiki hans og
glettnislegar athugasemdir komu
sér oft mjög vel ef kapp var hlaup-
ið í menn í hita umræðnanna.
Ekki má láta hjá líða að minn-
ast hins mannlega þáttar, en hans
gætti Nói í hvívetna og hafði djúp-
an skilning á mannlegu eðli.
Minnumst við þess er talið barst
að hæfileika manna til að.vinna að
hamingju sinni og finna til sáttar
við sjálfa sig og umhverfi sitt.
Þá sagði hann sína lífsskoðun:
„Það gefur hver af sér sem hann
er maður til.“
Margir vita, að Nói var maður
gjafmildur á sjálfan sig og sinn
tíma, og mun hans þar af leiðandi
verða lengi minnst af þeim er við
gjöfum hans tóku.
Daprir munu nú dagar eigin-
konu hans Ingveldar og barna, er
daglegrar umhyggju hans fyrir
fjölskyldu sinni nýtur ekki lengur.
En minningin um góðan dreng
fyrnist seint.
Við vottum fjölskyldu Jóhann-
esar Magnússonar dýpstu og ein-
lægustu samúð okkar.
Fyrir hönd samstarfsmanna,
Stjórn starfsmannafé-
lags Útvegsbankans.
Góðvinur minn, Jóhannes
Magnússon — Nói, ráðgjafinn í
(Jtvegsbankanum er fallinn frá.
Það var rétt fyrir síðasta stríð að
hann bættist í hópinn okkar sem
æfðum knattspyrnu á Skiftistaða-
lóðinni, sem er staðsett á milli
Mímisvegar og Barónsstígs,
Freyjugötu og Fjölnisvegar.
Mættir voru Birgir ísleifur, síðar
borgarstjóri, Halli Jóns að
Freyjugötu 45, Gústaf Arnar og
undirritaður — einnig sá sem í
dag er kvaddur. Aldrei hef ég séð
neinn leika sér með knöttinn eins
og Jóhannes Magnússon. Það var
slík list að aldrei fellur úr minni.
Hann Jóhannes Magnússon notaði
stórutá, síðan litlu tá, boltinn upp
í loft og síðan kom hællinn. Og
hann átti það til að leika sér með
knöttinn í 10 til 15 mínútur. Und-
irritaður var í marki. Síðan lyfti
Jóhannes Magnússon vinstra fæti,
og það var mark í bláhornið.
Éftir Jóhannes Magnússon ligg-
ur mikið lífsstarf. Síðustu 20 ár
notaði Jóhannes til að hjálpa
mörgum. Hann var einn af aðal
driffjöðrunum í SÁÁ. Að leiðar-
lokum óska ég þess að sá sem öllu
ræður vermi alla hans ástvini í
mikilli sorg. Jóhannesi Magnús-
syni var gott að kynnast og hafi
hann ávallt þökk fyrir allt sem
hann gerði fyrir marga. Með bestu
kveðju.
Þorsteinn Valdimarsson
Legsteinar
Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum.
Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf
_______um gerð og val legsteina._
■
UNDRAVERÐ
NVJUNG
Nú geturþú kvattgamla sjónvarpið þitt með góðri samvisku þvíað
gjörbreytt tækni hefur tekið við.
Nýi flati, ferhyrndi skjárinn frá Sharp stækkar myndflötinn ogþað
er engu líkara en að stofan þín breytist í lítinn kvikmyndasal.
• 54 cm (21,25“) flatur,ferhyrndur skjár sem gefurframúrskarandi
skarpan og eðlilegan lit, m16 rása prógrammerað minni, • IC rafeinda
stillikerfi, • góður4 watta hátalari, • verð aðeins
3l,500*-stgr.
Einnig fáanlegtmeð fjarstýringu ogsérstakri videórás.
Tryggðu þér stefnumót sem fyrst við nýja undratækið frá
HLJOMBÆR
HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999
S.HELGASON HF
STEINSMKUA
SKEMMUVEGI 48 SÍMI 76677