Morgunblaðið - 26.05.1985, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. MAÍ.I985
M
Egilsstaðir:
24. landsþing JC sett
við hátíðlega athöfn
K.giLsstoóum, 24. maí.
24. LANDSÞING JC var sett við há-
tíðlega athöfn í Valaskjálf í gær-
kvöldi. Hátt á fjórða hundraö full-
trúar og gestir sitja þingið — sem
mun standa fram á mánudag, annan
í hvítasunnu. Þetta er fjölmennasta
þing sem hér hefur verið haldið til
Einar Rafn Haraldsson, for-
maður undirbúningsnefndar
JC-Héraðs, bauð fulltrúa og gesti
velkomna til opnunarhátíðar
landsþingsins. En ávörp fluttu
Jónas Þór Jóhannsson, forseti
JC-Héraðs; Stefán Vagnsson, for-
seti JC-Árbæjar, og Áslaug Magn-
úsdóttir, ritari JC-Súlna — en
þessi JC-félög mynda sérstök vin-
áttutengsl sin á milli. Þá sagði
Ingimar Sigurðsson, forseti JC-ls-
lands, 24. landsþingið formlega
sett.
Við opnunarhátíðina söng
Karlakór Fljótsdalshéraðs nokkur
lög undir stjórn Árna ísleifs og vift
undirleik David Knowles. Enn-
fremur söng Laufey Egilsdóttir,
R.ÍKTUN KARTAFLNA
Búnadíirfclag islauds
Fr*ð»lwít ar. 6
19R5
sópran, nokkur einsöngslög vift
undirleik David Knowles.
Þá var Tryggvi Árnason, sveit-
arstjóri á Höfn, tilnefndur sem
„senator" við opnunarhátíðina —
en það mun sérstakt tignarheiti
þeirra sem starfað hafa innan JC
lengi og vel. Kynnir við opnunar-
hátíðina var Hrólfur Gunnlaugs-
son. Að opnunarhátíð lokinni hóf-
ust þegar þingstörf.
— Ólafur
m f
'K
Fánar blakU ué viða við
Egilsstöðum f tilefui 24.
JC
á Senatorar skála.
HorgunblaðiA/ÓUfur
Verðbréfasjóðurínn hf.
ávaxtar peningana þína
á hagkvæman hátt
án þess að festa þá
í langan tíma
Fræðslurit
um ræktun
kartaflna
ÚT ER komið fræðslurit um ræktun
kartaflna. Útgefandi er Búnaðarfélag
íslands. Höfundar eru f samstarfshópi
um kartöflurskt og hafa unnið að
margvíslegum verkefnum til fram-
drátUr kartöfluræktinni f landinu á
undarnförnum árum, segir f frétt um
útkomu ritsins frá Upplýsingaþjónustu
landbúnaðarins.
Þar segir einnig Þessir menn eru:
Ólnfur Guðmundsson hjá Bútækni-
deild RALA, ráðunautarnir Magnús
Sigsteinsson, Óli Valur Hansson og
ólafur Geir Vagnsson og sérfræft-
ingur í plöntusjúkdómum, Sigurgeir
Ólafsson, hjá RALA. Fyrsti kafli
fjallar um helstu kartöfluafbrigði,
sem ræktuð eru hér á landi, þeim er
lýst og birtar eru litmyndir af 6 af-
brigðum. Næsti kafli fjallar um val
garðstæðis. Þá eru leiðbeiningar um
val og meðferð útsæðis. ítarlegar
leiðbeiningar eru um áburðargjöf og
hvað ber að varast í þeim efnum.
Þá er kafli um eyðingu illgresis og
um notkun plasts. Upptöku kart-
aflna er gerð góð skil, skýrt frá
helstu upptökuvélum og hvað ber að
varast í sambandi við upptöku kart-
aflna með afkastamiklum vélum. Þá
eru nokkrar myndir af kartöflu-
geymslum og gerð grein fyrir því
hvernig kartöflugeymslur eigi að
vera svo kartöflur skemmist ekki
eða sem minnst. Mjög góður kafli er
um sjúkdóma og meindýr f kartöfl-
um. þar er birtur greiningarlykill
sem á að auðvelda fólki að átta sig á
hvaða sjúkdómar herja á kartöflurn-
ar. Þá eru nokkrar litmyndir af
helstu kartöflusjúkdómum, sem vart
hefur orðið hér á landi.
Ábyrgðarmaður fræðsluritsins er
Jónas Jónsson búnaðarmálastjóri.
Ritið er selt í mörgum bókaverslun-
um og hjá Búnaðarfélagi Islands f
Bændahöllinni og kostar 175.- kr.
Fjárfestingarfélag íslands hf. hefur nú stofnaö
fýrsta gagnkvæma verðbréfasjóðinn á
(slandi, sem nefnist Verðbréfasjóðurinn hf.
Markmiðið er að koma til móts við þá sem ekki
hafa þekkingu á verðbréfaviðskip.tum, tíma til
að sinna þeim, eða þau fjárráð sem hingað til
hafa verið nauðsynleg í verðbréfaviðskiptum
hérlendis.
Peir sem kaupa kjarabréf Verðbréfasjóðsins
geta notið þeirrar ávöxtunar sem rlkir á frjálsum
verðbréfamarkaði, og innleyst kjarabréfin þegar
þeim hentar með nokkurra daga fyrirvara.
Þú ættir að kaupa kjarabréf
Verðbréfasjóðslns.
• hú færð ríflega ávöxtun en tekur lágmarks
áhættu.
• Þú getur innleyst kiarabréfin hjá Verðbréfa-
sjóðnum með nokkurra daga fyrirvara, þegar
þér hentar.
• Þú lætur sérfræðinga í verðbréfaviðskiptum
vinna fyrir þig.
• Þú sparar tíma og fyrirhöfn.
• Þú veist alltaf hvert verðgildi kjarabréfanna
er, vegna daglegrar gengisskráningar þeirra.
• Nafnverð kjarabréfanna er kr. 5.000 og
50.000. Þannig geta allir verið með.
• Kjarabréfin eru handhafabréf.
• Kjarabréfin fást í flestum pósthúsum landsins
og i Verðbréfamarkaði Fjárfestingarfélagsins,
Hafnarstræti 7, Reykjavík.
VERÐBRÉFA
SJÖDURINN HF
Hafnarstræti 7
101 ReyKjavík