Morgunblaðið - 18.08.1985, Page 2
2 W
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUÐAGUR 18. ÁGÚST 1985-
MYNDIR OG TEXTI: VALGERÐUR JÓNSDÓTTIR
Miðjarðarha fssól,
vatnssull og
menningarreisur
Við lendutn á flugvellinum í
Marseille, elstu borg Frakklands,
sem var byggð fyrst af Grikkjum
endur fyrir löngu eða um 1500 f.K.
Ætlunin er þó ekki að hafa viðdvöl
hér að þessu sinni, ferðinni er
heitið til Cap D’Agde, en það er
tiltölulega nýr sólar- og sumar-
leyfisstaður Íslendinga við Mið-
jarðarhafið, við erum í fyrsta
hópnum sem leið á þangað í svo-
kallaðri pakkaferð með ferða-
skrifstofunni Úrval. Undirrituð
hefur enn sem komið er enga
reynslu af slíkum ferðum, fram að
þessu hafa sumarleyfisferðir til
útlanda einkennst af miklum
ferðalögum í allar áttir, og tals-
verður tími farið í að útvega ferðir
og gistingu á hinum ýmsu stöðum.
í þetta sinn höfum við ákveðið að
láta aðra sjá um slíkar reddingar,
og nota tímann sem vinnst til að
liggja lengur í sólinni á ströndinni
eða flatmaga einhverstaðar á
sundlaugarbarmi. Á flugvellinum
i Marseille tekur fararstjórinn,
Guðrún Eyjólfsdóttir, á móti
okkur og við tekur rútuferð á
áfangastað.
Cap D’Agde er um 15 ára gamall
ferðamannabær, einn af nokkrum
slíkum sem franska stjórnin
ákvað að reisa til að freista þess
að ná túristum af ströndum Ítalíu
og Spánar. Yfir hásumarið búa
þar um 150.000 manns og er gert
ráð fyrir að þeim fjölgi a.m.k. um
fjórðung á næstu árum. í bænum
er hægt að finna flest það sem
gleður venjulegan ferðamann í
fríi, góðar strendur, vatns-
skemmtigarð, þar sem menn
ganga um á sundfötum og renna
sér niður vatnsrennibrautir milli
þess sem þeir fá sér sundsprett í
öldusundlauginni eða gera eitt-
hvað annað skemmtilegt. Þar eru
tennisvellir, minigolf, bíiabrautir,
hægt að fara í siglingar eða á
seglbretti, og þeir sem uppteknir
eru af skemmtanalífinu geta valið
milli nokkurra diskóteka sem flest
eru staðsett á sérstakri eyju sem
auðvitað ber heitið Skemmtana-
eyjan. Flestir búa í íbúðasamstæð-
um, víða má sjá íbúðir auglýstar
til sölu, en algengt virðist vera að
einkaaðilar eigi þarna íbúðir sem
eru siðan leigðar út þann tíma
sem eigendurnir nota þær ekki.
Sumarl§yfisgestirnir eru flestir af
frönsku bergi brotnir, og því kom
sér vel að hafa stungið „Frönsku í
vasann" niður með farangrinum.
Flestir íslendinganna verða þó
fljotlega leiknir í að bjarga sér
með algengustu orðatiltækjunum,
geta beðið um reikninginn og þess
háttar, og fylgja ráðum einnar
ömmunnar í hópnum sem segist
vera búin að finna íslensk orð yfir
þennan hvimleiða pappír, nefni-
lega Laddi í sjó!
Sveitavín og
skorpulifur
Við erum fyrstu gestir íbúða-
samsteypunnar Alhambra og
fyrsti íslenski ferðamannahópur-
inn í Cap D’Agde. í því tilefni býð-
ur borgarstjórinn í Ágde til veislu,
þar sem m.a. er boðið upp á
smökkun á helstu víntegundunum
sem framleiddar eru í nágranna-
sveitunum. Þarna í kring er gíf-
urleg vínframleiðsla en gæðin ekki
í samræmi við magnið. Við fáum
þær upplýsingar að þetta sé mest
„sveitavín”, þ.e. vín sem drukkin
eru svona hvundags, þau eru ekki
flutt úr landi, og ef þau eru geymd
of lengi eyðileggjast þau, verða að
einhverskonar ediksblöndu. Helgi
Þórsson, maður Guðrúnar farar-
stjóra, er búinn að reikna út hve
framleiðslan er mikil á hvert
mannsbarn í heiminum og eftir
þann útreikning er ekki laust við
að þeirri hugsun bregði fyrir að
a.m.k. annar hver maður þarna
um slóðir hljóti að þjást af
skorpulifur. Vínrækt hefur um
aldaraðir verið einn aðalatvinnu-
Ein af mörgum vatnsrennibrautum í
Agualandi.
>
Yngsti farþeginn í hópnum, Jóhanna
Árnadóttir 6 mánaða, skemmtir sér
við öldusundlaugina.
17. júní haldinn hátíðlegur í veitingahúsinu Stjörnunum á hafnarbakkanum í
Cap D’Agde.
Við borgarhliðið í Carcassonne.
Nokkrir íslendingar virða fyrir sér
matseðilinn á veitingastað f fjalla-
þorpinu Nimes.
Séð yfir hringleikahúsið í Nimes,
sem byggt var á dögum Ágústínusar
keisara.
vegurinn þarna í Suður-Frakk-
landi og áður en franska stjórnin
settist á rökstóla og ákvað að
breyta mýrarfenum í ferðamanna-
staði var vínrækt svo til eini at-
vinnuvegurinn. Vínbændur kynna
framleiðsluna á útimörkuðum og
víðar, við rekumst á þá hvert sem
við förum, en minnisstæðastir eru
þó nokkrir öldungar sem sitja í
skuggsælu húsi í fjallaþorpinu
Minerva við hvítdúkað borð og
bjóða ferðamönnum að bragða á
víninu úr hvítþvegnum glösum.
Merkimiðarnir á slíkum vínflösk-
um eru mjög persónulegir, við sjá-
um þarna flöskur sem merktar eru
„vínið hans Pésa í Minerva" eða
eitthvað álíka. Aðrir vínframleið-
endur eru þó með meiri umsvif, og
mynduð hafa verið nokkurs konar
vínsamlög líkt og mjólkursamlög-
in sem við könnumst við. Á ferð-
um okkar um nágrannasveitirnar
gerum við stutt stopp í nokkrum
slíkum samlögum og fáum að
smakka á vínunum, svo sem eins
og vínum steins og sólar, „vins de
pierre et soleil" sem ber vöru-
merkið Saint-Saturnin.
Carcassonne og hring-
leikahúsið í Nimes
En það er fleira að sjá í Suður-
Frakklandi en vinekrur, áhuga-
menn um miðaldasögu mega alls
ekki láta hjá líða að skoða Carc-
assonne, fullkomnustu og heilleg-
ustu víggirtu borg í heimi. Heim-
sókn þangað líkist því að gengið sé
á vit fortíðarinnar, við sjáum fyrir
okkur líf fólksins innan virkis-
veggjanna og tilraunir til að
brjóta borgina á bak aftur, en þar
hafa hinir mörgu turnar og víg-
girðingar verið þúfur í götu árás-
armannanna. Fyrstu ummerki
mannabyggða í Carcassonne eru
frá 6. öld f.K., en borgin er á nokk-
urs konar krossgötum eins og
nafnið ber með sér, tengir Atl-
antshafsströndina og ströndina
við Miðjarðarhaf og Frakkland við
Spán. Það voru Rómverjar sem
byrjuðu að reisa virkisveggina
nokkrum öldum f.K. til að verjast
utanaðkomandi árásum. Það hef-
ur verið vel byggt því stór hluti
stendur enn. Á 12. öld og síðar var
önnur víggirðing byggð upp hinni
til styrktar. Borgin var gerð upp 1
upprunalegri mynd á 19. öldinni
og þangað streymir nú á degi
hverjum fjöldi ferðafólks, en inn-'
an virkisveggjanna er fjöldi versl-
ana og matsölustaða, þar sem m.a.
er hægt að kaupa ýmis miðalda-
vopn, svo sem lásboga, sem ungl-
ingarnir í hópnum voru fljótir að
falla fyrir.
Við fetuðum aftur í fótspor:
Rómverja er við fórum til Nimes
og skoðuðum hringleikahúsið þar,:
en það mun háfa verið Ágústínus’
keisari, sá hinn sami og við gjarn-.'
an lesum um í jólaguðspjallinu,
sem lét byggja það. Þarna voru
háðir hinir grimmilegustu leikar í'
anda Rómverjanna, en þeir létu
sér greinilega ekki allt fyrir*
brjósti brenna eins og sjá mátti af'
öðrum minnisvarða um veru^
þeirra þarna, Pont du Gard, gríð-
arstór, brú sem þeir byggðu til að
leiða uppsprettuvatn yfir ána, því
þrátt fyrir ánægju af grimmi-
legum og blóðugum leikum voru
þeir snyrtimenni hin mestu, böð-
uðu sig a.m.k. reglulega.
„Enginn veit hvað
átt hefur fyrr en
misst hefur.“ ;
Daginn sem við leggjum NimeS'
og Pont du Gard undir fótinn strá-,