Morgunblaðið - 18.08.1985, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUÐAGUR 18. ÁGÚST 1985
B 7
Sigurður við kunningja sína að
hann þurfi að vera kominn fyrir
vissan tíma erinda sinna í Kaup-
mannahöfn og það líti ekki vel út
með það vegna þokunnar svo nú
þurfi hann að heita á Strandar-
kirkju. Þeir brostu að þessu hjá
honum. Hann sagði mér að það
hefðu liðið svo sem tíu mínútur, þá
létti þokunni og hann komst í
taeka tíð inn í borgina. Þegar
kunningjar hans sáu að þokunni
var að létta hrópuðu þeir: „Við
viljum vera með í áheitinu."
Þegar séra Matthías Jochums-
son sat í Odda var hann eitt sinn
sem oftar að hlaða heyi í heygarð.
Þá týnir hann gullhring sem vinur
hans gaf honum í Danmörku og
þótti honum sárt að týna hringn-
um. Þá heitir hann á Strandar-
kirkju að hringurinn finnist. Eftir
það var haldið áfram að leita og
gullhringurinn góði kom í leitirn-
ar. Þarna var ung stúlka hjá
Matthíasi og varð henni þetta
minnisstætt. Hafði hún aldrei fyrr
heyrt Strandarkirkju nefnda en
Matthías hafði mikla trú á
Strandarkirkju.
Það voru oft miklir skipskaðar á
hafinu undan Selvoginum. Rafn
sagðist muna eftir einni skútu sem
strandaði beint fyrir neðan kirkj-
una. Það björguðust allir af henni.
Enskur togari fórst á sama stað,
þá björguðust allir nema einn.
Menn töluðu um að hann hafi ekki
viljað bjargast, honum hafi verið
send taug en hann hafi sleppt
henni.
Áður en við göngum úr kirkju
fær Rafn okkur skinnklætt kver
sem hefur inni að halda Strand-
arkirkjuvísur eftir Jón Vestmann
er þjónaði Strandarkirkju 1811 til
1842. Kristrún Þórðardóttir hafði
varðveitt 44 vísur og eru þær í
kverinu ásamt einni vísu er síðar
fannst í sambandi við áheit. Vís-
urnar eru taldar ortar árið 1811.
Ein vísa verður tilgreind hér:
Happaverk er haldið
heit að efna mér.
Og að sá alvandi
umbuni þar fyrir
margir dæmin muna þau
frá eldri bæði og yngri tíð
sem alræmið ei laug.
Atján hurðir á járnum
Þegar út er komið horfir styttan
Landsýn þögul og dökk til hafs og
kríur garga yfir henni ógnandi.
Styttan er eftir Gunnfríði Jóns-
dóttur og var komið fyrir á hól við
kirkjuna árið 1950, hún á að tákna
engilinn sem vísaði leiðina.
Þegar við göngum frá kirkjunni
nemur Rafn staðar um stund, læt-
ur kirkjulyklana ofan í vasa sinn,
horfir yfir dimman sandinn og
segir svo: „Hér voru 18 hurðir á
járnum hjá Erlendi lögmanni." Og
heldur svo áfram: „Bræður mínir
fundu hér gullhringa í hólum þar
sem bærinn Strönd stóð. Hring-
arnir eru nú á Þjóðminjasafninu."
Þegar við erum sest inn í bílinn
segir Rafn okkur að erfitt sé að
taka grafir I Strandarkirkjugarði,
það verði að nota sérstaka graf-
kassa sem rennt er niður í jörðina
jafnóðum og grafið er, sandurinn
sé svo laus. „En þær varðveitast
vel kisturnar í þessum garði,“
heldur hann áfram, „það sér ekki
á málningu eftir tíu ár.“
Við ökum Rafni heim til hans að
Þorkelsgerði og hundarnir fjórir
fagna honum þegar hann stígur út
úr bílnum. Við kveðjum hann í
myrkri við bæinn og þegar við
rennum á braut lyftir hann hendi
í kveðjuskyni, dökkur skuggi sem
ber við hvítan húsvegg og hund-
arnir gelta álengdar.
Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir
Myndin Benedikt Jónsson
í Kaupmannahöfn
FÆST
í BLAOASÖLUNNI
ÁJÁRNBRAUTAR-
STÖÐINNI
OG Á KASTRUP-
FLUGVELLI
Mjög handhægar við öll rannsóknarstörf.
Vogarsvið: frá 0,1 mg. til 20 kg.
Sýnishorn á staðnum.
Il.1sf.0s liF sími
82655
Bíldshöföa, 10,110 Rvk.
verðum Langjökli á árabilinu
1971—1980. Jökultungan færðist
fram 1,4 til 2,2 km og hrikalegt
sprungusvæði náði yfir 300 fer-
kílómetra.
Vitað er um framhlaup í
Drangajökli og meira að segja í
smáum hvilftarjökli (1—2
ferkm) á borð við Teigadalsjökul
á Tröllaskaga 1971. Má af því sjá
að framhlaup eru víðtæk og nán-
ast hluti af hreyfiferli margra ís-
lenskra jökla.
Svo virðist sem sumir jöklanna
skjóti upp kryppu fyrir hlaupin,
en ekki er vitað hvað kemur þeim
af stað né hvernig undanfari
þeirra er. Þá er líka óvíst hvað
gerist í og undir jöklinum meðan
á framhlaupi stendur. Með öðr-
um orðum: Orsakir og eðli fram-
hlaupa eru að mestu á huldu.
Framhlaup eru í raun dæmi
um hamfarir náttúrunnar. Þekk-
ing á þeim og orsökum þeirra er
mikilvæg. Til dæmis standa stór-
virkjanir við ár sem eiga upptök
í framhlaupsjöklum. Framhlaup
geta ekki valdið tjóni á mann-
virkjunum, en meiri framburður
ánna kann að valda vandræðum
og framhlaupin geta breytt
vatnasviðum og rennsli ánna.
Töluverðar rannsóknir á fram-
hlaupum fara fram t.d. í Norð-
ur-Ameríku og Sovétríkjunum.
Hér á landi eru þær ekki hafnar
en margvísleg vitneskja um
þykkt jökla, undirlag og afkomu,
sem safnast hefur, kemur þar að
’ gagni.
Vilji menn svipast um eftir lík-
legum jökli sem kann að hlaupa
ítfram næstu árin, má benda á
Tungnaárjökul. Þar varð fram-
hlaup á fimmta áratugnum.
Mörg undanfarin ár hefur sporð-
ur hans hopað hratt en orðið um
leið brattari. Ofan til í jöklinum
virðist ísinn þykkna og telja þeir
. sem til þekkja að allt kunni þetta
að vera vísbending um væntan-
leg framhlaup án þess þó að
,nokkur spái því.
Höíundurinn er jardfrædingur og
er kennari í Reykjavík.
FRICO geislaofninn er tilvalinn vermir á svalir, útverustaöi og garöhús
þegar svalt er í veöri á góðviðrisdögum á íslandi.
Endurseljendur:
Rafvörur - Laugarnesvegl 52 - Reykjavík
Glóey - Ármúla 28 - Reykjavík
Skúli Þórsson - Álfaskeiði 31 - Hafnarfirði
Rafborg - Grindavík
Árvirkinn - Selfossi
Kaupfélag V-Skaftfellinga - Vik i Mýrdal
Verslunin Kjarni - Vestmannaeyjum
Bifreiða- og trésmiðja Borgarness
Sigurdór Jóhannsson raftækjavinnustofa - Akranesi
Leifur Haraldsson - Seyðisfirði
Rafvirkinn - Eskifirði
Kristall - Höfn/Hornafirði
Rafborg - Patreksfirði
Ljósvakinn - Bolungarvik
Raftækni - Akureyri
Árni og Bjarni - Reyðarfirði
./////' RÖNNING
Sundaborg,
sími 84000
„Tja.. Kaffi meö „bólu“ dugar^
ekki. — Ég verð aö fá mér
fflltö
„Með fflltö geislaofni
útiveran þægileg“
sssz
siiSSfl