Morgunblaðið - 18.08.1985, Side 8
ö D
r*----r
MORUUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. AGUST 1985
Líklega
best að búa
með fjórum
konum
— segir Alfreð Flóki sem sýnir
verk sín í Listmunahúsinu
Úti er sól og sæla, Flóki situr í leðurstól á efri
hæðinni í Listmunahúsinu innan um mikið
pappírsflóð og myndir af öllu tagi. Á neðri
hæðinni er verið að ganga frá undirbúningi
sýningar sem mun standa til 1. september.
Vinir Flóka eru honum innan handar við upp-
setningu sýningarinnar enda segist Flóki lítill
snillingur við flest venjuleg störf, getur að eig-
in sögn ekki með góðu móti fest upp mynd.
etta eru áratuga-
Þlangir komplexar,
ég man þegar ég
var 7 ára og ætl-
aði að hella mér
mjólk í glas, þá
sagði einhver,
„heyrðu vinur,
þetta getur þú ekki“ og enn þann
dag í dag er ég alveg sannfærður
um að þetta hafi verið rétt.“
Flóki segist fæddur á röngum
tíma, hefði átt betur við hann að
vera uppi um síðustu aldamót eða
ennþá fyrr, „hefði átt vel við mig
að liggja á legubekk heilu dagana
og nærast á vinberjaklasa." Hann
hefur verið búsettur hér á landi
undanfarin tvö ár, eða frá því
hann hélt síðustu sýningu í maí
’83. Að þessu sinni sýnir hann 40
teikningar unnar með tússi, svart-
krít, rauðkrít og litkrít.
„Yrkisefnin eru nú sem fyrr um-
breyttar bernskuminningar,
skrýtnar fjölskyldur í skugga-
legum herbergjum, skúmaskot og
niðurrifin veggfóður, fólk að gera
eitthvað óprenthæft."
— Sumir segja að þú sért alltaf
að sýna svipaðar myndir?
„Eg er alveg ósammála. Þyrfti
að halda yfirlitssýningu til að fólk
sæi að ég er fjölbreyttasti mynd-
listarmaður norðan Alpafjalla. En
af tvennu illu held ég það sé betra
að endurtaka sjálfan sig en endur-
taka aðra eins og margir aðrir
myndlistarmenn."
— Hvað ertu lengi að teikna
hverja mynd?
„Það er misjafnt, þessa fjöl-
Menning -
samfélag -
trúarbrögð
Erlendar bækur
Sigurlaugur Brynleifsson
Sigmund Freud: Civilization, Society
and Religion. The Pelican Freud
Libary Volume 12. Translated from
the German under the general edit-
orship of James Strachey. The pres-
ent volume edited by Albert Dick-
son. Penguin Books 1985.
Meðal ritgerða í þessu bindi eru:
„Massenpsychologie und Ich-Ana-
lyse“, sem Freud lauk við í
marsmánuði 1921 og var gefið út
nokkrum mánuðum síðar í Leipz-
ig, Vín og Zúrich. Enska þýðingin
er tekin eftir 18. bindi heildarút-
gáfunnar. „Group Psychology and
the Analysis of the Ego. „Freud
ræðir kenningar Gustave le Bon,
sem skrifaði þá frægu bók
„Psychologie des foules" 1895.
Le Bon telur að einkenni mass-
anna þ.e. múgsins, séu þau, að ein-
staklingurinn tapi vissum per-
sónulegum einkennum sjálfs sín
þegar hann samsamast múgnum
og að hann ummyndist í einhvers-
konar sameiginlega hópsál, sem
magni með honum tilfinningar,
vilja og gerðir, sem séu algjörlega
frábrugðnar tilfinningum og vilja
hans sjálfs í einangrun með sjálf-
um sér. Hann verði umskiptingur.
Le Bon telur að það séu vissar
hugmyndir og tilfinningar sem að-
eins komi upp og verði kveikja að-
gerða í hóp.
Freud telur að í hóp og í hópefli
losni einstaklingurinn við áunnin
höft og opni heima hvatanna.
Persónuleg ábyrgð hverfur og
hann hverfur eins og le Bon segir
á stig frummannsins, hópsálar-
innar.
Freud talar um ástand þegar
tilfinningar einstaklingsins og
skynsemi séu of máttiausar til
Eitt af afsprengjum siðmenningarinnar eru svokallaðir „skinheads” — leðurhausar — í Liverpool á Englandi. Þeir
þykjast miklir af grimmd sinni og hörku og komu við sögu á Heysel-leikvanginum í Brilssel í lok maí þegar 38
áhorfendur að knattspyrnuleik týndu lífi í ólátum á vellinum.
þess að þær geti orðið undirstaða
persónulegs andlegs sjálfstæðis og
hann leiti því styrks í hóp, þar
sem tilfinning og vilji allra sam-
samist. Freud bendir á þá aug-
ljósu staðreynd, hvað þessi af-
staða er algeng og almenn meðal
manna í öllum samfélögum.
Freud gerði sér hugmyndir um
„hinn frumstæða hóp“ eða hjörð,
þar sem ættfaðirinn átti hjörðina
og réð henni algjörlega. Foringinn
eða leiðtogi hjarðarinnar var
sjálfum sér nægur. Hann er eng-
um háður og hefur engin tilfinn-
ingaleg tengsl. Hann ann engum,
aðeins sjálfum sér. Hann er því
narcistískur í fyllsta máta. Hjörð-
in aftur á móti átti ekkert frum-
kvæði, lifir hóplífi og sviptist til
öll í einu, gerir allt saman, hver
öðrum líkur. Freud telur að leið-
toginn hafi mótað með hjörðinni
þessa hópsál, með því að þvinga
menn til þess, með kynferðislegum
sulti. Kynlíf telur hann að hafi
verið takmarkað og þar með hafi
hann ummyndað kynhvötina í að-
dáun og dýrkun á sjálfum sér.
Freud útlistar þessar kenningar