Morgunblaðið - 18.08.1985, Side 16

Morgunblaðið - 18.08.1985, Side 16
16 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. ÁGUST 1985 kútu- ^^jómaður |s^_ynýr heim Rætt við Sigurjón Jóhannsson vélstjóra frá Flatey Sigurjón Jóhannsson og Guðmundur sonur hans á tröppunum á Flateyjar kirkju. Skúta eins og Arney frá Flatey. Sólbjartan júnídag gekk aldraður maður með hatt og staf upp götuna frá höfninni í Flatey á Breiðafirði. I»etta var fremur lágvaxinn maður en þéttur á velli og beinn í baki. Hann var í fylgd með yngri manni. Flóabáturinn Baldur lagði frá höfninni og öslaði áleiðis til Brjáns- lækjar en mennirnir tveir héldu eftir götunni sem liggur niður í þorpið þar sem gömlu húsin kúrðu mannlaus og þögul í sólinni. En fyrir þann eldri voru þau ekki þögul. Hann þekkti hvert eitt hús og þá sem í þeim bjuggu. Fyrir eyrum hans kveða við glaðir hlátrar æskunnar. í Bentshúsi í Flatey hafði hann slitið barnsskón- um. Þar hafði hann tekið þátt í alls kyns prakkarastrikum þegar hann komst á legg og þaðan hélt hann ungur maður út í heiminn árið 1918. Nú var hann kominn eftir áratuga fjarvistir — til að kveðja. Það er hlý gleði og eftirvænting í bláum og skírum augunum, hann er kominn til æskustöðvanna. Hann er sléttur á húð og vel á sig kominn. Þegar hann tekur af sér hattinn bregður vorblærinn á leik í gráum lokkum hans. Hér er kominn Sigurjón Jóhannsson í Bentshúsi. Hvaða Breiðfirðingur hefur ekki heyrt talað um afa hans, Ara Steinsson, sem botnaði vísuhelm- ing Matthíasar Jochumssonar þann veg að hann varð þjóðfrægur maður fyrir vikið og gaf einkasyni sínum, Jóhanni, að drekka lið- vökva til að hann fengi krafta í köggla. Og víst er að Jóhann Ara- son varð sterkur maður og áræð- inn skipstjóri og hafði Sigurjón son sinn í skipsrúmi hjá sér þegar hann óx úr grasi. Allt þetta gerðist um og eftir síðustu aldamót. Þá var Flatey umsvifamikill athafnabær. Nú er öldin önnur. Það er orðið fátt um manninn í Flatey og hvað er þá eðlilegra en fólk sem hittist taki tal saman? Hvernig ætti nokkur maður að láta sér detta í hug að í fásinninu þarna leynist blaðamað- ur á fletjum fyrir? Grunlaus segir Sigurjón hverja söguna annarri skemmtilegri þar til að lokum að ég stenst ekki mátið, bið afsökun- ar, hleyp inn til mín og sæki rit- föng og styn upp ósk um að fá að skrifa niður. Það dregur niður í Sigurjóni og hann verður örlítið vandræðalegur, hefur lítil skipti haft við fjölmiðla, en við nánari athugun og stutt spjall við sam- fylgdarmann sinn, sem heitir Guðmundur og er sonur hans, gef- ur hann leyfið og þeir láta það ekki á sig fá þótt að þetta tefji þá dálítið frá skoðunarferðum. Þó er tíminn naumur því Baldur kemur aftur eftir fjóra tíma til að flytja þá feðga á braut. Sigurjón er fæddur i Bentshúsi í Flatey 30. ágúst 1898. Foreldrar hans voru Jóhann Arason skútu- skipstjóri og kona hans, Valborg Jónsdóttir. Þau keyptu neðri hæð- ina í Bentshúsi skömmu áður en Sigurjón fæddist. Efri hæðina keypti Hallbjörn Bergmann. Bentshús er byggt 1871 af Bent kaupmanni sem verslaði í Flatey um það leytH Bent þessi dó skömmu eftir að húsið var komið upp en ekkja hans og sonur héldu áfram kaupskap og verslun í eynni og bjuggu í Bentshúsi. Nokkru fyrir aldamót dó sonurinn og þá var húsið selt. Dauðaleitin Meðan við þokumst eftir vegin- um áleiðis að kirkjunni segir Sig- urjón mér ýmislegt frá uppvaxtar- árum sínum. Eitt sinn á páskadag var búið að klæða hann í skraut- fatnað. „En náttúrlega þurfti ég að fara með strákunum í jaka- hlaup og datt í sjóinn. Þegar heim kom var ég látinn hátta og lokaður inni. í herberginu var fatakista full af líni. Þar skreið ég ofan í og sofnaði. Þegar farið var að hyggja að mér fannst ég hvergi og loks voru allir í eynni farnir að leita dauðaleit að mér. Það var ekki fyrr en um kvöldið, þegar móðir mín lauk upp kistuni til að sækja koddaver, að ég fannst þar ofan í steinsofandi. Eg man að ég var ekkert skammaður." Nú hló Sigur- jón við og fékk sér sæti á fremsta kirkjubekknum. Hann benti mér með stafnum á forláta altarisbrík sem stendur á altari kirkjunnar. Bríkina teiknaði hann og smíðaði og gaf Flateyjarkirkju til minn- ingar um föður sinn árið 1927. „Ég hafði léleg áhöld þegar ég smíðaði þetta," sagði hann. „Bara hamar og þjöl og mótorlampa til að hita með svo ég gæti kúpað hjartað." Altarisbríkin er í formi gullins akkeris sem stendur á bjarghring, ofan á akkerinu stendur hjarta úr rauðleitum málmi en þar ofan á gylltur kross með stjörnu. — Trú, von og kærleikur —. Sigurjón smíðaði gripinn um borð í Esju, gamla gufuskipinu, þar sem hann var vélstjóri. Yfirnáttáruleg sýn „Það gerðist dálítið einkennilegt þegar ég var að vinna við að smíða bríkina," Segir Sigurjón hugsandi. „Haraldur Norðdahl tollvörður kom oft niður í skip til okkar og þá sagði hann okkur sögur af ýmsum yfirnáttúrulegum hlutum. Menn urðu þarna sjaldnast til að and- mæla honum eða „diskútera" við hann — nema ég. Við áttum oft snarpar umræður um þessi mál. En einu sinni þegar hann kem- ur sem oftar og upphefur slíkt spjall, þá bregður svo við að ég svara honum engu. Honum kom þessi þögn mín á óvart og gekk á mig hvað hefði gerst. Ég lagði fátt til málanna, sagðist bara hafa lít- ið vit á þessu. Hann gerði sig ekki ánægðan með þetta svar og spurði mig hvort eitthvað hefði komið fyrir mig. Ég gat ekki neitað því. Svoleiðis var að skömmu áður hafði ég verið beðinn um að smíða altarisbríkina í Flateyjarkirkju. Ég ákvað að gera þetta og gefa kirkjunni bríkina til minningar um föður minn. Af því karlinn var skipstjóri fannst mér táknrænt að hafa bjarghring í merkinu. Kertin á brikinni áttu að vera fimm. Ég sat eitt kvöldið og teiknaði gripinn upp en var ekki ánægður með út- komuna. Svo tók mig að syfja og lagðist fyrir. Þá kemur pabbi inn, dáinn. Hann var mjög brosleitur og sýndist ánægjulegur. Ég fór að spyrja hann hvernig sé að vera dá- inn og hvernig hann geti þá komið og gaf til minningar um Töður sinn, Jóhann Arason skipstjóra. til mín. Hann svaraði mér engu en brosti til mín sem áður. Mér fannst þetta ekki geta verið raunveruleiki og segi við hann: „Sannaðu fyrir mér að þetta sé þú. Kysstu mig.“ Hann beygði sig niður að mér og kyssti mig og ég fann greinilega fyrir þvölum skegghýjungnum á vöngum hans. Þetta var svona vikugamalt skegg. Ég frétti seinna að hann var með vikugamalt skegg þegar hann dó, en hann dó úr lungnabólgu. Svo vaknaði ég og tók til við að teikna kjertastjakann og þá gekk allt vel. Eftir þessa lífsreynslu þrætti ég aldrei framar við Har- ald tollvörð um yfirnáttúruleg efni.“ Gamansöm fermingarbörn Nú tók Sigurjón sér málhvíld, litaðist um í kirkjunni og pjakkaði laust I kirkjugólfið með stafnum. Svo varð hann glettinn til augn- anna og sagði: „Við gengum til spurninga hjá séra Sigurði Jens- syni. Hann bjó í Klausturhólum skammt frá kirkjunni. Þá var í Flatey gömul timburkirkja og stóð hún innan kirkjugarðsgirðingar- innar. í hópi spurningabarnanna var Ólöf, dóttir séra Sigurðar. Einu sinni vorum við að bíða eftir presti og það var leikur í okkur. Þá sagði ég: „Nú giftum við krakkar." Við tókum strák og stelpu og stilltum þeim upp, einn lék prest, ég glamraði á orgelið og einn „fláði kött“ á loftbita — lék púk- ann á fjósbitanum. Ólöf var send út til að huga að séra Sigurði og vara við þegar hann kæmi. Hún gleymdi sér og prestur kom inn þegar hæst hóaði. Hann sagði ekki neitt, en við feng- um harðar spurningar það skiptið. Séra Sigurður var annars þægi- legur við okkur krakkana. Leyfði okkur strákunum að vera í drullu- fötum við messu á gamlárskvöld svo gaf hann okkur merki til þess að við gætum náð að kveikja í ára- mótabrennunni, sem kölluð var „vitinn“, áður en fólkið kæmi út frá aftansöngnum klukkan ellefu." Strákaglettur „Við krakkarnir söfnuðum í brennu. Það var kallað að safna í vita. Sá siður var í eynni að við máttum eiga í brennuna allt sem geymt var utanhúss síðustu fjór- tán daga ársins. Ef menn vildu halda uppá eitthvað urðu þeir að loka það inni þessa daga. Einu sinni fylltum við ráðsmann Guð- mundar Bergsteinssonar kaup- manns og útgerðarmanns svo hann skildi margar lýsistunnur eftir úti. Við stálum tunnunum og lokuðum þær inni. Daginn eftir kallaði Guðmundur okkur á sinn fund og við mættum skjálfandi á beinunum. Guðmundur þagði lengi svo sagði hann: „Jæja strák- ar, við skulum semja, þið skilið tunnunum en ég læt ykkur fá jafn- gildi þeirra til að brenna.“ Ég varð fyrir svörum og mannaði mig upp í að segja nei, við skiluðum tunn- unum ekki en við skyldum láta þær út. Það fór svo að hann lét sækja tunnurnar og bætti okkur þær upp svo við töpuðum ekki á þeim skiptum." Við lítinn orðstír „Einn besti vinur minn á þess- um árum hét Viktor Guðnason, hann varð seinna símstöðvarstjóri í Flatey. Við byrjuðum að reykja saman í skólanum, á kamrinum. Eitt sinn hafði búðarstrákur gefið okkur reyktóbak, kolsvart. Þetta var lítill pakki. Nú datt okkur í hug að búa til pípu úr korktappa og fjöðurstaf. Við fórum út á Tröllenda til að reykja. Eftir skamma stund líður Viktor útaf. Ég fyllti húfuna mína af vatni og hellti á hann svo hann rankaði við en þá steinlá ég og vaknaði ekki fyrr en daginn eftir uppi í rúmi. Okkar hafði verið leitað þegar fólki tók að lengja eftir okkur. Við fundumst báðir liggjandi út á Tröllenda með pípuna og tóbakið okkur við hlið. Þaðan vorum við bornir heim við lítinn orðstír." Huldufólk „Við krakkarnir trúðum á huldufólk. Það var talið sambýl- ingar á eynni og trúðu margir á

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.