Morgunblaðið - 18.08.1985, Síða 20
20 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 1985
Svavar A. Jónsson
„Stráksi flaug í
gegnum hurðina“
— spjallað við þrjá þýska ferðamenn
sögu því til áréttingar. Einu
sinni var dyrabjöllunni hjá
okkur hringt klukkan tvö aö
næturlagi. Við krakkarnir vor-
um ein heima og þoröum ekki til
dyra. Um morguninn var stór
blóðpollur fyrir utan dyrnar, á
stéttinni. Pabbi frétti svo hvað
hefi verið um að vera. Einn ungl-
ingurinn, 19 ára, hafði sofið hjá
vinkonu sinni um nóttina vegna
þess að foreldrar hennar voru
ekki heima. Eitthvað komu þó
Þýsku ferðalangarnír ásamt Svavari Gylfasyni.
Nú er sá tími árs að
ferðamenn fara um landið í
hópum. A dögunum hitti ég
þrjá Þjóðverja, sem voru að
skoða landið okkar. Það
voru þau Ortwin Pfláging,
tuttugu og þriggja ára guð-
fræðinemi, bróðir hans
Holger, sextán ára nemi og
kærasta Ortwins, Annette
Rodtmann, sem er nítján
ára. Þau voru mjög hrifin af
íslandi og íslendingum en
gáfu sér þó tíma til að
spjalla við okkur um stund
áður en þau héldu áfram að
ferðast. Eg bað þau að segja
okkur frá Þýskalandi. Faðir
Annette var prestur í 15 ár í
lítilli iðnaðarborg, sem hét
Witten. Það vakti forvitni
mína og mér lék hugur á að
vita hvernig það væri að
vera prestsdóttir á slíkum
stað.
„Erfitt," sagði Annette. „Ég
var öfunduð og það var oft
lumbrað rækilega á mér. í Witt-
en er mikið af utangarðsfólki og
ofbeldið sem það sýnir er tjáning
mikillar félagslegrar neyðar.
Það er erfitt fyrir íslendinga að
gera sér neyð þýskra stórborga í
hugarlund. Raunar þurfa borg-
irnar ekki að vera stórar, það er
nóg að þær séu ómanneskju-
legar. f Witten eru heilu hverfin
ekkert nema háhýsi og stundum
búa margar fjölskyldur saman í
einni íbúð. Við vorum eina fjöl-
skyldan, sem átti eigið hús og
stóran garð. Hverfið, sem við
áttum heima í, var verkamanna-
hverfi. Ekkert nema stór hús,
verksmiðjur, bílar og þvotta-
snúrur. Þetta samfélag á við
gríðarlegt áfengisvandamál að
stríða. Hvar, sem maður gekk,
fann maður fyrir mikilli niður-
bældri reiði og sárum ótta.
Verkamennirnir unnu flestir í
stóru stálveri, unnu þar á vökt-
um. Þessi mikla vinna á vöktum
varð til þess að fjölskyldulífið
eyðilagðist. Börnin voru til að
mynda alltaf ein. Þau gátu
hvergi leikið sér í þeim stein-
steypufrumskógi, sem borg
þeirra var. í garði prestsins gát-
um við leikið okkur og því vorum
við skiljanlega öfunduð.
Börn þessara verkamanna fá
oftast lélega menntun og koma
illa undirbúin út í lífið. Voru
eirðarlaus."
— Bitnaði þessi niðurbælda
reiði, sem þú talaðir um, mikið á
pabba þínum?
„Ekki endilega. Fólkið stritaði
daginn út og inn en það hugsaði
sem svo að presturinn þyrfti
ekkert að vinna. Hann þyrfti
bara að prédika einu sinni í viku
á meðan það erfiðaði.
En pabbi reyndi að blanda
geði við verkafólkið. Fáir komu í
kirkju á sunnudögum, svo pabbi
fór til fólksins. Fór á knæpurnar
með köllunum. Hann náði ágætu
sambandi við fólkið. Kynntist
mörgum. Reyndi líka að hjálpa
fólkinu félagslega. Myndaði til
dæmis vinnuhópa fyrir atvinnu-
lausar stúlkur, en þær voru
margar í Witten og áttu erfiðara
með að fá vinnu en strákarnir.
Starf á meðal ungmenna hafði
ætíð átt mjög vel við hann.
Pabbi spyrðist fyrir í söfnuðin-
um hvort ekki væru einhverjir,
sem þyrftu á húshjálp að halda í
u.þ.b. hálft ár. Sextán gáfu sig
fram og þar með fengu sextán
stúlkur vinnu. Pabbi hitti stelp-
urnar svo vikulega og ræddi við
þær allar saman um hvað þeim
fyndist um atvinnu sína, hvað
þær vildu og hvernig þær ætluðu
að búa sig undir lífið. Þessi
vinna, þó að hún væri ef til vill
ekki margbrotin, var stökkbretti
fyrir stúlkurnar út í lífið. Marg-
ar fengu pláss í skóla fyrir vikið.
1 borginni var mikið um at-
vinnulausa unglinga. Alkunna er
að mikið atvinnuleysi er í Þýska-
landi. Þessi atvinnulausu ung-
menni höfðu ekkert við að vera,
fóru um borgina í hópum,
drukku, dufluðu, stálu bílum,
kveiktu i og svo framvegis. Pabbi
Ortwin Pflaging
hitti hópinn eitt sinn og ákvað
að reyna að koma þeim til hjálp-
ar. Þau náðu sér í gamlan
járnbrautarvagn og honum var
komið fyrir ekki ýkja langt frá
safnaöarheimilinu. Krakkarnir
innréttuðu vagninn sjálf og
höfðu þar með eignast fyrirtaks
aðstöðu fyrir ýmiskonar félags-
starfsemi. Þau máttu vera I
þessum vagni að vild. Pabbi bar
ábyrgð á þessu. Ekki voru krakk-
arnir alltaf til friðs en þegar þau
höfðu lent í vandræðum komu
þau ávallt til föður míns og
spurðu hann hvernig hægt væri
að Iaga það, sem f ólagi var.
Brátt fóru þessir unglingar að
aðstoða söfnuðinn við ýmislegt.
Hjálpuðu til'dæmis við að gera
„ævintýraleikvöll" fyrir yngri
krakkana.
Það lýsir vel þeim þjóðfélags-
legu umbrotum og átökum, sem
eru í slíkum borgum, að annar
ungmennahópur kom skömmu
síðar og eyðilagði allt saman,
vagninn og leikvöllinn."
— Nú var pabbi þinn mennta-
maður og ekki á unglingsaldri.
Náði hann til ungmennanna í
borginni?
Jlá, ég held mér sé óhætt að
segja það. Ég get sagt þér smá-
Annette Kodtmann
foreldrarnir fyrr heim, en ætlað
var. Faðirinn kom að stráknum
á brókinni uppi í rúmi hjá stúlk-
unni og henti honum fatalausum
út. Hafði ekki einu sinni fyrir
því að opna hurðina og í gegnum
hana flaug stráksi.
Þetta var glerhurð og því
skarst strákurinn illa. En pabba
þótti vænt um að strákurinn
hefði komið til sín. Var þá ný-
byrjaður að starfa meðal ungl-
inganna og fannst þetta tilvik
lýsa því að hann hefði unnið
traust krakkanna. Best að bæta
því hér við að strákurinn náði í
hjálp læknis og var hann ekki
eins illa farinn og maður hefði
getað ímyndað sér.“
— Varstu mikið með pabba
þínum?
„Tiltölulega, já. Meira en
systkini mín. Stundum tók pabbi
mig með á jarðarfarir fólks, sem
allir höfðu gleymt, allskyns
utanveltufólks. Oft voru þar
bara ég og pabbi, auk grafara og
þeirra, sem báru kistuna. Þetta
voru mjög sorglegar stundir,
þeir látnu höfðu dáið öllum
gleymdir. Fólk getur hæglega
verið einmana, þótt það búi í
stórum borgum. Stundum finn-
ast lík í íbúðum, í miðjum stór-
Holger Pflaging
borgum, sem legið hafa þar jafn-
vel árum saman án þess að nokk-
ur hafi tekið eftir því.
Ég þekkti vel, hvað pabbi
gerði, en þar með er ekki sagt að
hann hafi staðið einn í þessu
öllu. Söfnuðurinn studdi hann
með ráðum og dáð. Ekki síst
sóknarnefndin, sem oft fundaði
fram eftir nóttu.
Eitt má ég til með að segja.
Um 1870 fluttu margar þýskar
fjölskyldur til Rússlands. Þar
hafði þeim verið lofað skattfríð-
indum. Þeir héldu saman, Þjóð-
verjarnir í Rússlandi. Þar voru
heilu þorpin þýsk. Þeir varð-
veittu tungu sína og menningu
og sama máli gegnir um afkom-
endur þeirra. Einum þeirra
kynntist ég í Witten, en hann
var fæddur og uppalinn í Rúss-
landi. I stríðinu varð hann að
berjast við Þjóðverja, sem von-
legt var. Svo lenti hann í þýsku
fangelsi. Þar var sagt við hann:
„Þú ert þýskur maður. Þú átt að
berjast með okkur!" Skyndilega
var hann farinn að berjast við
gamla samherja. En sagan er
ekki búin. Hann var líka tekinn
fastur af Rússum og þeir sögðu
við hann: „Þú ert Rússi. Þú átt
að berjast með okkur!“ Þannig
hraktist hann á milli fylkinga í
stríðinu og lenti að lokum í
þrælkunarbúðum í Sfberíu.
Þurfti hann að dúsa þar í 10 ár.
Þá fékk hann að flytjast til
Þýskalands og þar heyrði hann í
kirkjuklukkum á sunnudögum í
fyrsta skipti í fimmtán ár. Það
var mjög mikilvægt fyrir hann.
Þessir þýsku Rússar (eða rússn-
esku Þjóðverjar) hafa varðveitt
gamlan evangelísk-lútherskan
arf. Því kemur þeim margt
spánskt fyrir sjónir í þýsku
kirkjunni nú á dögum. Oft
skömmuðu þeir pabba fyrir að
vera að skipta sér af félagslegum
vandamálum. Það var þó allt af
góðum huga gert. En þetta fólk á
mjög erfitt. Það er fætt og upp-
alið í Rússlandi. Það er hvorki
rússneskt né þýskt, eins og sýndi
sig í stríðinu."
Og hér grípur Ortwin, guð-
fræðineminn, tækifærið og kem-
ur með stutta athugasemd.
Hingað til hefur hann fylgst með
af áhuga.
„Kirkjan á að vera rödd
þeirra, sem ekki hafa neina rödd.
Hún á að fá að vera kirkja þeirra
líka. Hún á að vera óhrædd við
að gagnrýna tíðarandann. Sífellt
eiga menn að vera að líta í
kringum sig og spyrja: Hvað er
að. Kristnir menn eiga að vera
til fyrir heiminn."
Að endingu spyr ég þau hvern-
ig þeim lítist á fsland.
Holger verður fyrir svörum.
„Fólkið kemur ekki til okkar
og ávarpar okkur að fyrra
bragði. En þegar maður ávarpar
það eru allir óvenjulega vin-
gjarnlegir. Það er skrýtið að sjá
alla þessa einmanalegu bónda-
bæi, sem dreifðir eru um allt.
Hlýtur að vera erfitt á veturna.
fslendingar eiga líka mikið af
kirkjum, þó ekki séu þær allar
stórar. Gaman að horfa á alla
krossana á landakortinu."
Að lokum kemur Holger með
spurningu: Hvaða augum líta ís-
lendingar ferðamenn? Eru
ferðamenn þeim mikill þyrnir í
augum?
Þessa spurningu læt ég ganga
til ykkar, lesendur góðir. Nú eru
margir, innlendir og útlendir, á
ferð um landið. Hjálpumst að við
að greiða götu þeirra!
Góða ferð!
- SAJ