Morgunblaðið - 18.08.1985, Síða 30

Morgunblaðið - 18.08.1985, Síða 30
30 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST1985 > ÚR tMMI rVirMYNDANNA ■> Madonna í öllu sínu veldi. Regnboginn: Leitin að Susan NÝJASTA stjarnan á himni skemmtikraftanna í Ameríku er Madonna og hana getum við fengiö aö sjá í myndinni Desper- ately Seeking Susan (Leitin aö Susan), sem Regnboginn tekur brátt til sýninga ef allt fer aö óskum. Madonna var aö visu ekkert sórlega fræg þegar hún lék í myndinni þótt ekki só langt síöan þaö var, en núna er hún á toppn- um og þaö er eins og gæjar Ifkt og Michael Jackson eöa Prince heyri sagnariturum til svo mikiö hefur verið látiö meö Madonnu upp á síökastið. Enda eru hennar tölur, eins og sagt er, stórkostlegar. Fyrsta platan, sem einfaldlega hét Ma- donna, seldist hægt í fyrstu fyrir svo sem tveimur árum en núna er salan komin í 2,8 milljón eintök og vinnur sór brátt inn þriöju piatínuverölaunin (í heimi plötu- viðskiptanna fær plata sem selst hefur í hálfri milljón eintaka, gull- verðlaun og og plata sem selst hefur í einni milljón eintaka fær platínu). önnur plata stúlkunnar (hún er 26 ára) Like a Virgin (Eins og jómfrú), sem inniheldur fimm af hennar eigin söngvum hefur fengió fjögur platínuverölaun, setst í 4,5 milljónum eintaka í Bandaríkjunum einum en 2,5 milljónum utan Ameríku. Unglingarnir herma eftir Ma- donnu í klæöaburöi og tónlistin hennar er þeirra mál. Uppselt er á hljómleíka hennar næstum um leiö og miðasölurnar opna. Sem dæmi má nefna að þegar hún hólt hljómleika í Radio City-höllínni á Manhattan í New York varö upp- sett á mettíma, 34 mínútum, en höllin tekur 17.622 í sætí (fyrra metió áttu Elvis Costello og Phil Collins, 55 mínútur). Leikstjóri myndarinnar Desp- erately Seeking Susan, Susan Setdelman, bendir á að þegar Susan fundin. Rosanna Arquette og Madonna í Mutverfcum sfnum. ráöió var í hlutverkin áriö 1984, var Madonna engin stjarna. Hún var bara enn einn popparinn að klífa upp stjörnustigann. Stíll hennar og framkoma sannfæröu menn um aö hún væri rétt fyrir hlutverkiö þótt topparnir hjá Orion Pictures, sem fjármögnuöu myndina væru nokkuó hikandi því þeir höfóu aldrei heyrt hennar getió. Aöeins ári seinna heföi hún verið orðín of fræg og of dýr til að leika í myndinni. Susan, sem Madonna leikur, er voöalega sæt og frjálsleg stelpa, sem lífir á klókindum sínum og lítur á lífiö eins og ævintýri. Hún kemur í bæinn frá Atlantic City en þar hafói hún sagt bless viö einhvern ríkan gaur, tekið af hon- um peninga og tvo ómetanlega egypska eyrnaiokka. Um leiö og hún kemur í bæinn tekur hún upp dagblaö þar sem segir frá því aö gaurinn, sem hún skildi eftir í Atl- antic City, hafi verió myrtur. Moröinginn er á höttunum eftir eyrnalokkunum og Susan er hans endastöö. _ í „Leitin aö Sus- an“ leikur Ma- donna hressi- legan ný-hippa. »• í> Í Bandaríkin: „MASK“ ný mynd frá Bogdanovich Cher, aöalleikarinn í „Mask“ (Gríma) nýjustu mynd bandaríska leikstjórans Peter Bogdanovich (The Last Picture Show, Paper Moon), má víst ekki ræöa mikiö um kvikmyndina frekar en aörir sem aö henni stóöu. Ástæöan ku vera sú aö Bogdanovich stendur í málaferlum við Universal- kvikmyndafyrirtækiö vegna þess aö þaö stytti myndina um heilan klukkutíma auk þess sem þaö skipti um tónlist í henni. Letk- stjórinn haföi fengiö Bruce Springsteen til aö sjá um tónlist- ina en kvikmyndaveriö losaöi sig viö þá músík og setti í staðinn lög Bob Seegers. Bogdanovich, sem eitt sinn var efnilegasti leikstjóri Ameríku og er þaó kannski ennþá, var aó vonum ekkert ánægöur meö þá þróun mála. „Peter kvikmyndaöi þriggja tíma langa kvikmynd og fyrirtækiö dreifir aðeins tveimur tímum af henni," segir Cher. „Til dæmis er hluti af besta leik mín- um alls ekki í myndinni." Cher viröist þó taka þvi eins og hverju ööru hundsbiti. j Mask leikur hún konu, sem er meölimur i mótorhjólagengi. Sonur hennar þjáist af sjaldgæf- um sjúkdómi sem veröur til þess aö andlitsbeinin þrútna út og gera hann hræöilegan i útliti. Á Chor í myndinni „Mask“ (Gríma). vissan máta er hér á feröinni am- erísk útgáfa af bresku myndinni Fílamaöurinn, sem sýnd var í Regnboganum um áriö. Eins og Fílamaöurinn er drengurinn and- lega heilbrigöur og raunar mjög vel gefinn. En þaö eru fáir sem gefa honum tækifæri til aö sýna hvaó í honum býr. Bogdanovich byggir mynd sina á raunverulegum atburöum. Móöir drengsins neytti eiturlyfja en ekki er sagt frá þvi í myndinni aö hún seldi þau líka og hún er víst ekkert ánægó meö aö því skuli vera sleppt. „Eg komst ekki aö þessu fyrr en viö vorum hálfn- uö meö myndina," segir Cher. „Ég hitti hana og hún var vond út af því aö þaö var látiö líta svo út sem hún heföi keypt eiturlyf en ekki selt. Ég hef aldrei þurft aö kaupa eiturlyf, sagöi hún.“ Mask hefur yfirleitt hlotiö góöa dóma gagnrýnenda í Bandaríkj- unum og Bretlandi. Einhver sagöi myndina vera þá bestu sem Bogdanovich heföi gert í langan tíma. Drengurinn, sem leikur sjúka piltinn, heitir Eric Stoltz og fær mjög góöa dóma fyrir fram- lag sitt. Er sagt aö hann eigi verölaun skiliö eins og þau sem Cher fékk á Cannes fyrir leik sinn í myndinni. — * Er Mel Brooks eða er hann ekki? MEL BROOKS fer ekki í felur meö þá skoöun sína aö hann sé hæfileikaríkur. Ég heíti Mel Brooks, ég er mjög þekktur i Brooklyn, ég ólst upp i fátækra- hverfi og ég er alltaf ánægöur þegar ég kem í fátækrahverfl og ég er mjög fær listamaöur, segir hann. Mel (ööru nafni Melvin Kam- insky) er ekki aö grínast þegar hann talar um sjálfan sig á blaöa- mannafundum, hins vegar gerir hann óspart grín aö sjálfum sér og ekki síst blaöamönnum og gagnrýnendum sem eru ólatir viö aö tæta í sundur myndir hans, enda hafa þeir nefnt hann klám- hund aldarinnar. Mel hlær bara þegar hann er sakaöur um grófa kímnigáfu. Þaö tekur Mel tvö ár minnst aö gera hverja mynd, þær eru ekki stórbrotin listaverk, viöurkennir hann, en aldrei lélegar. Picasso geröi ekki eintóm iistaverk, bendir hann á. Mel hefur aldrei fengiö jákvæöa gagnrýni, þegar hann geröi The Producers (1968) fékk hann slæma gagnrýni; þeg- ar hann geröi Stólana tólf hældu þeir The Producers, hvaö hefur eiginlega komiö fyrir Mel Brooks? Þegar hann geröi Blaz- ing Saddles (1974) spuróu gagn- Mel Brooka í oinu gorvinu al mörgum í Aó vora aöa okki aö vora. rýnendur hvaö heföi oröiö af ferskleikanum úr Stólunum tólf; þegar hann geröi Young Frank- enstein áriö 1975 (sýnd í islenska sjónvarpínu í gærkveldi) sögöu þeir aö hún væri róleg og lýstu efftir geggjuöu töktunum í Blazing Saddles, og þannig áfram. Aö vera eöa ekki vera, sem hefur veriö sýnd í Nýja bíói und- anfarnar vikur, var gerö áriö 1983 (endurgerö á fjörutíu ára gamalli mynd To Be Or Not To Be eftir Ernst Lubitsch) og síöan eru liöin tvö ár og ekkert hefur heyrst hvort grínkallinn Mei Brooks hefur mynd i takinu. HJÓ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.