Morgunblaðið - 01.09.1985, Side 2

Morgunblaðið - 01.09.1985, Side 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1985 Pétur Ostlund sem kemur frá Stokkbólmi þar sem hann leikur með hljómsveitinni Emphasis on Jazz. Hann hefur ekki komið heim í sjö ár. Mikið um dýrðir vegna afmælis Jazzvakningar Danski bassaleikarinn Niels Henning 0rsted Pedersen, sem hefur komið hingað oftast eriendra jazzleikara. „ÞAÐ HEFUR lengi staðið til að halda upp á tíu ára afmæli Jazzvakningar með pompi og prakt og okkur þótti við hæfi að leita fyrst til þess erlenda jazzleikara sem mest og best hefur stutt okkur í gegnum tíðina, en þaö er Daninn Niels Henning 0rsted Pedersen." Svo mæitist Vernharði Linnet, formanni Jazzvakningar, er hann var spurður um aödraganda og undirbúning tíu ára afmælishátíðar hennar er haldin verður 12.—15. september næstkomandi. Hann sagði að Niels Henning 0rsted Pedersen hefði fyrst komið til íslands árið 1977 og þá á vegum Norræna hússins. „Það má eiginlega segja að það hafi verið kveikjan að því að farið var að flytja reglulega inn erlenda listamenn í jazzinum," sagði Vernharður um leið og hann ítrekaði hve mikið yrði um dýrðir fyrir jazzáhugamenn þá fjóra daga sem hátíðin stendur. Frá Danmörku kemur einnig danski píanóleikarinn Ole Kock Hansen, en hann leikur með tríói Niels Henning Orsted Pedersen um þessar mundir ásamt Lenn- art Grusted. Lennart Grusted kemur ekki með tríóinu til ís- lands, en í hans stað mun Pétur Östlund, sem búsettur er í Sví- þjóð, leika með þeim á trommur. Þetta tríó er nýbúið að gefa út hljómpiötu sem að sögn Vern- harðs hefur hlotið gífurlega góð- ar viðtökur í Danmörku: „Á þessari plötu er að finna ýmis dönsk þjóðlög og barnagælur og munu þeir án efa leika eitthvað af þessum lögum á tónleikunum sem haldnir verða á föstu- dagskvöldið. Við vorum hins vegar spenntir fyrir því að fá þá til að hafa eitthvað íslenskt á efnisskránm og valdi Gunnar Reynir Sveinsson íslensk þjóðlög sem Ole Kock Hansen útsetti síðan fyrir tríó og strengjakvart- ett, en það er Þórhallur Birgis- son, sem veitir kvartettinum for- stöðu. Meðal þessara laga eru þjóðlögin Veröld fláa og Kindur jarma í kofunum." Þessir tón- leikar verða í Háskólabíói föstu- daginn 13. september klukkan 19. Fyrstu tónleikarnir verða hins vegar í Háskólabíói 12. septem- ber klukkan 21. Þá leika Tete Montoliu og Niels Henning 0rsted Pedersen saman á píanó og bassa fyrir hlé, en síðan syng- ur Etta Cameron með hljómsveit Ole Kock Hansen. „Tete Mont- oliu og Niels Henning 0rsted Pedersen hafa leikið saman inn á hljómplötu. Það var mikið happ að fá Tete hingað, hann er blindur og ferðast ekki mikið. Það er hins vegar eins með hann og aðra sem koma eriendis frá, þeir koma allir hingað vegna persónulegra sambanda við ein- staklinga hér á landi. Tete er Katalóníumaður og það var fyrir milligöngu ágæts Katalóniu- manns sem búsettur er hér á landi, listmálarans Baltasar, sem hann fékkst til að koma hingað,“ segir Vernharður. Etta Cameron fæddist á Ba- hama-eyjum, en fluttist ung til Bandaríkjanna. Hún hefur búið í Danmörku mörg undanfarin ár þar sem hún er gift Dana. „Hún er mjög góð jazzsöngkona og syngur einnig alltaf dálitið af „soul“-lögum eins og þessir þel- dökku listamenn gera best,“ seg- ir Vernharður og bætir við: „Það verður enginn svikinn af Ettu eins og þeir vita er sáu hana í danska sjónvarpsþættinum, sem sýndur var laugardaginn 24. ág- úst síðastliðinn." Í vor kom fram sú hugmynd að hljómsveitin Mezzoforte kæmi fram á þessum afmælistónleik- um Jazzvakningar. „Við hófumst þá handa við að leita að saxó- fónleikara til að leika með þeim. Fyrirvarinn var stuttur, en við fengum í lið með okkur þá Jakob Magnússon og Sigurjón Sig- hvatsson, sem búsettur er í Los Angeles. Fyrst var stefnan sett á Mike Brecker, en loksins þegar við höfðum króað hann af á jazzhátíðinni í Haag kom í ljós að hann var upptekinn við plötu- upptökur. Þá reyndum við að fá hingað Tom Scott, sem sam- þykkti að koma, en hringdi síðan nokkrum dögum síðar og afboð- aði komu sína. Hann hafði þá fengið boð um að koma í upptök- ur og gat hvergi farið. Við erum því með alla anga úti núna og höfum verið í sambandi við Grover Washington jr., Dave Sanborn, Ernie Watts og Dale Barlow, en hann lék með Mezzo- forte á síðustu hljómplötu þeirra, Rising,“ segir Vernharð- ur. Vernharður segir aðspurður um fjármögnun hátfðarinnar að Katalóníumaðurinn Tete Mont- oliu, sem leikur ásamt Niels Henn- ing 0rsted Pedersen á opnunart- ónleikum afmælishátíðarinnar. um gífurlega fjármuni sé að ræða: „Þetta er tveggja til þriggja milljóna króna dæmi og ef það á að ganga upp verðum við að fylla Háskólabíó á öllum tónleikunum. Hann segir að þetta hefði hins vegar aldrei gengið ef ekki hefði verið fyrir það að ýmis fyrirtæki hefðu hlaupið undir bagga, svo sem Flugleiðir, sem aðstoða okkur dyggilega.“ En þeir hjá Jazzvakningu láta ekki staðar numið við framan- greint tónleikahald. „Við verðum svo með jazzklúbba i gangi þar sem mikið verður um dýrðir. Föstudagskvöldið 13. september leika Gammar, Kristján Magn- ússon og félagar svo og Etta Cameron með Ole Kock Hansen og nokkrum íslendingum í Blómasal og Víkingasal Hótels Loftleiða. Þar leikur t.d. Jón Páll Bjarnason, gítarleikari, sem kemur frá Los Angeles. Á laug- ardeginum spilar sænska hljóm- sveitin Emphasis on Jazz, sem er sú hljómsveit sem Pétur Östlund leikur með í Stokkhólmi. Þessi jazzklúbbur verður til húsa á Hótel Sögu. Þar kemur einnig fram hljómsveitin ófétin með þeim Eyþóri Gunnarssyni, Frið- riki Karlssyni og Gunnlaugi Briem úr Mezzoforte, Tómasi Einarssyni á bassa og Rúnari Georgssyni á saxófón," segir Vernharður og bætir því við að í tilefni afmælisins komi út plata með ófétunum sem heitir Þessi ófétis jazz!, en titillinn er sóttur í Straumrof, leikrit Halldórs Laxness. Sunnudaginn 15. ágúst leikur hljómsveit Friðriks Theódórs- sonar ásamt gestum í hádeginu á Hótel Loftleiðum og um kvöldið verða lokatónleikar hátíðarinnar í Átthagasal Hótels Sögu. Þar leikur sænska hljómsveitin Emphasis on Jazz auk fjölda ís- lenskra hljómsveita. Þessum tónleikum verður útvarpað beint á rás 2. „Ef þessi hátíð heppnast jafn vel og við vonumst til höf- um við hugleitt þann möguleika að halda svona jazzhátíðir hér á landi á tveggja ára fresti, þ.e. það árið sem Listahátíð er ekki,“ segir Vernharður, en að hans sögn hefur jazzáhugi farið sívax- andi hér á landi á undanförnum árum og telur hann að það hafi breyst mikið meðal annars með tilkomu jazzkennslunnar í tón- listarskóla Félags íslenskra hljómlistarmanna. í sambandi við kennslu í jazzfræðum verða þeir Pétur Östlund og Ole Kock Hansen með fyrirlestra og æf- ingar (workshop) eftir að hátíð- inni lýkur. Einnig verður haldið hér á landi í sambandi við jazz- hátíðina norrænt jazzþing, Nordjazz. Meðan á hátíðinni stendur verða sýndar teikningar og ljósmyndir af jazzleikurum eftir Tryggva Ólafsson og danska ljósmyndarann Gorm Valentin. Sýningin verður í Djúpinu. EJ Hin þeldökka jazzsöngkona Etta Cameron, sem kemur hingað til lands í tilefni afmælisins og syngur m.a. á opnunarhátíðinni ásamt Ole Kock Hansen. Ole Kock Hansen, píanóleikari. ing 0rsted Pedersen. Í'' 4 ’l Hann leikur m.a. með triói Niels Henn-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.