Morgunblaðið - 01.09.1985, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 01.09.1985, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1985 ! ----------------------------------- fimmtán ára. Ári seinna fóru þau að búa. Hún aðlagaðist ekki lífinu í Lépanges, lét sig dreyma um sumar og sól og fékk Jean-Marie einu sinni til að fara með sér til Rimini. Það er gamall siður í sveitahér- uðum Frakklands að skrifa nafn- laus bréf til þeirra sem manni er eitthvað í nöp við. Villemin-fjölskyldan var vön slíku en þó keyrði úr hófi í byrjun 1983. Þá fjölgaði bréfunum mjög og upphringingarnar urðu í lokin um 100 talsins. Sendandinn kall- _ aði sig „Hrafninn" og skrifaði í einu af fyrstu bréfunum, sem Al- bert Villemin, afi Grégorys, fékk: „Þú munt einnig hengja þig.“ „Hrafninn" þekkti mjög aug- sýnilega gamla sögu ættarinnar. Foreldrar Alberts voru mjög ströng við börnin sín og refsuðu þeim miskunnarlaust. Eitt barn- anna datt eitt sinn á ofn og höfuð- kúpubrotnaði. Móðirin var hand- tekin og sett í fangelsi. Faðirinn fór í stríðið, þetta var á fimmta áratugnum, en hengdi sig svo skömmu eftir að hann sneri heim. Flest nafnlausu bréfanna og upphringinganna, sem voru þann- ig að ekki var hægt að greina hvort karl eða kona talaði, snerust ( þó um Jean-Marie og hálfbróður hans. Monique kona Alberts átti soninn Jacky áður en hún gifti sig. Hann er enn oft kallaður bastarð- j urinn þótt Albert hafi ættleitt hann. Bréfritari hótaði að koma fram hefndum ef Albert færi ekki að koma jafn vel fram við „Bast- arðinn" og við Jean-Marie, en | hann er kallaður „Chef“, eða yfir- maðurinn, í bréfunum. Bréfin ( voru öll skrifuð með stórum ( prentstöfum og eitt hljóðaði svo: „Ef þið viljið að ég hætti þá legg ( ég eftirfarandi til: Þið megið ekki umgangast yfirmanninn meir. Þið verðið líka að koma fram við hann eins og bastarð... Ef þið gerið það ekki þá mun ég láta verða af hótunum mínum í garð yfir- mannsins og litlu fjölskyldunnar hans. Jacky og elskunni hans hef- ur einnig verið kastað til hliðar. Nú er komið að því að höndla yfir- manninn eins og bastarð. Hann getur huggað með peningunum sínum. Þig getið valið: Lífið eða dauðann." í síðasta bréfinu, sam afinn fékk, áður en Grégory var drepinn sagði: „Ég sé að ekkert hefur breyst. Þið eigið enn bara eitthvað afgangs fyrir hinn sama og yfirmaðurinn kemur enn í heimsókn tif ykkar... Ég ætla ekki að gera honum, mömmu- drengnum, neitt mein og ekki heldur dökku stúlkunni hans eða snáðanum. Þetta er síðasta bréfið frá mér, þið fáið aldrei fréttir frá mér framar. Þið munuð spyrja sjálf ykkur hver ég sé en munið aldrei komast að því.“ Kannsókninni klúðrað „Hrafninn" hringdi í ömmu Grégorys klukkan hálf sex, þriðju- daginn 16. október í fyrra. „Eg hef náð fram réttlæti, ég hef tekið son yfirmannsins, ég hef hent honum í Vologne-ána,“ sagði kynlaus rödd- in. Jean-Marie fékk nokkru seinna nafnlausa nótu sem á stóð: „Yfir- maður, vonandi drepstu af áhyggj- um. Peningarnir þínir duga ekki til að fá soninn til baka. Þetta er mín hefnd, aumingja greyið." Brunaliðsmenn slæddu líkið úr ánni fjórum tímum eftir að amm- an fékk símhringinguna. Christine hafði losnað snemma úr vinnunni þennan dag. Hún hafði ekki tíma til að drekka kaffi með dagmömmunni þegar hún sótti Grégory. Hún varð að flýta sér heim að strauja. Hún lokaði að sér, opnaði ekki einu sinni hlerana á húsinu þótt blíðviðri væri úti, stillti útvarpið hátt og straujaði í tæpan hálftíma. Grégory var úti að leika sér í sandbing. Hann var horfinn þegar mamma hans fór að líta eftir honum klukkan rúmlega fimm, blá skóflan stóð ein eftir í sandbingnum. Bernard Laroche var drepinn fyrir framan konu sína og son. Christine Villemin Jean-Marie Villemin Lögreglan á staðnum fellur und- ir varnarmálaráðuneytið og er með öllu óvön svona málum. Hún fór kappsamlega af stað og lofaði að finna sökudólginn sem fyrst. Öll Villemin-ættin, um 140 manns, nema Christine og Jean-Marie, var kölluð inn og látin taka rit- handarpróf. Rithandarsérfræð- ingum kom saman um að Bernard Laroche hefði skrifað hótunar- bréfin. Fimmtán ára mágkona hans játaði loks eftir langar yfir- heyrslur að hún hefði séð hann fara burtu með Grégory og koma einan til baka. Bernard var hand- tekinn og sat inni, ákærður um morð, í fjóra mánuði. Mágkonan hafði þó dregið vitnisburðinn til baka, hágrátandi fyrir framan sjónvarpsvélar, tveimur dögum eftir að hann var handtekinn. Hún hafði gefið hann eftir 25 tíma yfir- heyrslur hjá lögreglunni. Hún hef- ur ekki mætt í skólann í lengri tíma og er undir stöðugu eftirliti móður sinnar. Bernard hafði eitt sinn stigið í vænginn við Christine án nokkurs árangurs. Etir að hann var laus úr haldi kom lögreglumaður í heim- sókn til Jean-Marie og Christine og sagði meðal annars að hann hefði sjálfur verið löngu búinn að drepa Bernard ef Grégory hefði verið sonur hans. Christine var lögð inn á sjúkrahús um þetta leyti með innvortis blæðingar. Jean-Marie heimsótti hana föstu- daginn 29. mars og þau töiuðu lengi saman. Skömmu eftir hádeg- ið sama dag skaut hann Bernard til bana og sagði í samtali við Christine á eftir að hann hefði gert það fyrir hana. Laroche- fjölskyldan er sögð hafa ætlað að hefna Bernards en Marie-Ange tók af skarið, hækkaði róminn og kom í veg fyrir frekari blóðsút- hellingar. Rannsóknardómarinn í málinu, Jean Michel Lambert, er ekki nema 33ja ára. Hann áttaði sig á að rannsóknin gekk ekki nógu vel eftir að Bernard var drepinn og bað rannsóknarlögregluna í Nancy að taka málið að sér. Hún er van- ari glæpamálum og fellur undir franska dómsmálaráðuneytið. Það kom í ljós þegar rannsóknarlög- reglan fór að kanna málin, að eng- in húsleit hafði verið gerð hjá Jean-Marie og Christine eftir morðið á Grégory, hann var ekki almennilega krufinn af því að lögreglan var svo viss um sök Bernards og þau hjónin tóku aldr- ei rithandarpróf. Öll ættin var aftur kölluð saman í próf og þau hjónin voru einnig látin skrifa að þessu sinni. Rithandarsérfræðing- um kom að þessu sinni saman um að Christine hefði skrifað hótun- arbréfin. Þrjár samstarfsstúlkur hennar segjast hafa séð hana póstleggja bréf á pósthúsinu um fimmleytið sama dag og morðnót- an var póstlögð til Jean-Marie. Símareikningar þeirra hjóna sína að þau notuðu símann mörgum sinnum oftar á þeim tíma sem „Hrafninn" var uppá sitt besta en annars. Christine var aldrei hjá Jean-Marie þegar hann fékk upp- hringingar eða nafnlausu bréfin. Við húsrannsókn, sem loks var gerð, fannst nokkuð sérstakt reipi sem var af sömu gerð og Grégory litli var bundinn með. Þekktur lögfræðingur í París, Henri-René Garaud, hefur tekið mál hjónanna að sér. Hann er mikill talsmaður sjálfsvarnar. Fyrir nokkrum árum vann hann mál fyrir bifvélavirkja sem var orðinn þreyttur á innbrotum á verkstæðið sitt og kom lítilli sprengju fyrir í ferðaútvarpi. Sprengjan sprakk í höndunum á næsta innbrotsþjófi og varð hon- um að bana. Bifvélavirkinn var sýknaður af morðákærunni fyrir tilstilli Garauds. Hann er hlynnt- ur því að höggstokkurinn verði aftur tekinn í notkun fyrir barna- morð og telur Jean-Marie hafa verið í rétti þegar hann drap Bernard. Christine segir hann saklausa með öllu. Sagan segir að hann ætli í framboð fyrir Gaull- ista á næsta ári og þetta mál er góð auglýsing fyrir hann. Hver drap Grégory litla? Það veit enginn með vissu nema morð- inginn sjálfur. Flest sönnunar- gögn beinast nú að Christine. Hún hefði haft tíma til að skjótast með strákinn niður að ánni og heim til að hringja í ömmuna á þeim tíma sem leið frá þvi að stúlkurnar sáu hana á pósthúsinu og hefur bréf sem hún sendi til að sanna það. Og af hverju hefði hún átt að vilja drepa son sinn? Hún var víst allt- af góð við hann og samkomulagið við Jean-Marie var og er gott. Helst mætti halda að hún hafi ekki þolað lífið í dalnum, Ville- min-fjölskylduna og tengsl Jean- Maries við hana. Hún horfði mikið á sjónvarp og las ekkert nema heldur ómerkilegar kvennahetju- sögur í fangelsinu. Kannski rugl- aði sá ævintýraheimur sem hún sá í sápuóperum og las um í bókum hana í ríminu og hún greip til ör- þrifaráða til að losna úr hinum lokaða heimi í Lépanges. ab tók saman. B 15 HELGAR OG VIKUFERÐIR FLUG OG GISTING London Verð frá kr.: 19.456/vikuf. 13.376/helgarf.3nt. 14.217/helgarf.4nt Hótel: GRANLEY GDNS. Verð pr. mann í tvíbýli. 13.376.- FLUG OG GISTING HELGAR OG VIKUFERÐIR Luxemborg Verð frá kr.: 16.962/vikuf. 13.563/helgarf.4nt. ^ Hótel: HÓTEL iTALÍA. Verð pr. mann í tvíbýli. 13.565.- FLUG OG GISTING HELGAR OG VIKUFERÐIR Osló Verð frá kr.: 21.209/vikuf. 14.261/helgarf.3nt. Hótel: HÓTEL MUNK. Verð pr. mann í tvíbýli. 14.261.- FLUG OG GISTING HELGAR OG VIKUFERÐIR Kauprnh Verð frá kr.: 23.194/vikuf. 15.603/helgarf.3nt. 16.738/helgarf.4nt. Hótel: COSMOPOLE. Verð pr. mann í tvíbýli. 18.603.- HELGAR OG VIKUFERÐIR FLUG OG GISTING Glasgow Verð frá kr.: 18.121/vikuf. 12.126/helgarf.3nt. 13.950/helgarf.5nt. Hótel: HOSPITALITY INN. Verð pr. mann I tvíbýli. 12.126.- HELGAR OG VIKUFERÐIR FLUG OG GISTING Stockholm Verð frá kr.: 26.049/vikuf. 17.761/helgarf.3nt. Hótel: HÓTEL CITY. Verð pr. mann í tvíbýli. 17.761.- HELGAR OG VIKUFERÐIR FLUG OG GISTING París Verð frá kr.: 22.073/vikuf. 18.397/helgarf.4nt. Hótel: GRAND MODERNE. Verð pr. mann í tvíbýli. 18.397.- =! FERÐA.. Íil MIDSTODIN AÐALSTRÆTI 9 S. 28133 BJARN OAGUR/AUGL

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.