Morgunblaðið - 01.09.1985, Page 18

Morgunblaðið - 01.09.1985, Page 18
fíÍ8 ?ÍB MORGuWbLAÐIÐ, SUNlttnbAGtJR 1. SlEBTEMBER'lðfe Mikhail Gorbachev, hinn nýi leiðtogi Sovétríkj- anna, hefur staðið fyrir víðtaekustu mannabreytingum í Rauða hernum síðan í hreinsunum Stalíns fyrir síðari heimsstyrjöld- ina. Nú er engu blóði úthellt og helzta fórnarlamb hreinsana Stai- íns, Tukachevsky marskálkur, hef- ur að sumu leyti fengið uppreisn æru. Breytingarnar nú eru að nokkru leyti „uppynging", hliðstæð þeirri sem nú á sér stað í stjórnmálafor- ystunni. Það virðist eiga við um skipun nýs manns í stöðu yfirmanns stjórnmáladeildar hersins, sem 78 ára gamall hershöfðingi, Alexei Yepishev, hefur gegnt síðan 1962. Sama máli virðist gegna með skip- un annars manns í stöðu yfir- manns eldflaugaliðsaflans, sem 71 árs gamall marskálkur, Vladimir Tolubko, hefur haft á hendi. Séu þetta eðlilegar afsagnir er ekki þar með sagt að þær hafi enga pólitíska þýðingu. I tvö ár hefur verið haft fyrir satt að Yepishev marskálkur sé orðinn hrumur. Hann er frægur fyrir nýstalín- isma og var fyrsti sovézki leiðtog- inn, sem hótaði innrás i Tékkó- slóvakíu í valdatíð Dubceks 1968. Hann kom fram í sama hlutverki fyrir innrásina í Afghanistan i desember 1979. Eftirmaður hans verður Alexei Lizichev, sem er 20 árum yngri og hefur verið yfirmaður stjórnmála- deiidar sovézka hersins í Austur- Þýzkalandi. Núverandi landvarnaráðherra Rússa, Sergei Sokolov, 74 ára gamall marskálkur, stjórnaði sov- ézka herliðinu, sem réðst inn í Afghanistan 1979. Hann hefur verið helzti samningamaður Rússa í viðræðum um sölu her- gagna til þróunarríkja. Sokolov tók Við starfi sínu í des- ember í vetur eftir fráfall Dimitri Ustinovs marskálks. Hann er úr skriðdrekasveitunum og áður en hann tók við hinu nýja starfi sínu hafði hann á hendi yfirstjórn stjórnsýslumála, birgðamála og fjármála í landvarnaráðuneytinu. Ustinov, sem var landvarna- ráðherra frá 1976 og yfirmaður hergagnaiðnaðarins í 40 ár, var eini borgarinn, sem hefur gegnt embætti landvarnaráðherra fyrir utan Trotsky. Marskálkstign hans var einungis virðingartitill. Líklegt er talið að Sokolov hafi átt stöðu sína því að þakka að hann var talinn líklegur til að reyna að halda herútgjöldum í skefjum að ósk sovézkra leiðtoga. Afsögn Tolubkos marskálks vekur spurningar um mikilvægi iangdrægra eldflauga í varnar- áætlunum Rússa, ekki sízt ef rétt reynist að eftirmaður hans verði Yuri Maximov marskálkur, sem hingað til hefur verið yfirmaður sovézka heraflans meðfram landa- mærum Kína. Tolubko, sem hafði um 2.000 langdrægar og meðaldrægar eld- flaugar undir sinni stjórn, er Úkraínumaður og hóf feril sinn sem skriðdrekaforingi í síðari heimsstyrjöldinni. Hann tók við yfirstjórn eldflaugaliðsaflans 1972 og hafði þá verið yfirmaður so- vézka herliðsins í Austurlöndum fjær þegar þar geisuðu átök við Kínverja á landamærunum. Mannaskipti hafa einnig orðið í æðstu embættum innan hersins í Austur-Evrópu. Viktor Kulikov marskálkur hefur orðið að víkja úr embætti æðsta yfirmanns her- afla Varsjárbandalagsins og Zait- sev hershöfðingi hefur verið svipt- ur starfi yfirmanns sovézka her- liðsins í Austur-Þýzkalandi. Þessar breytingar geta ekki stafað af því að Kulikov og Zaitsev séu orðnir of gamlir: Kulikov er 67 ára gamall og Zaitsev 61 árs. Nærtækt er að ætla að Kulikov hafi verið skipaður í nýtt embætti (líklega stöðu yfirmanns herskóla li Rauða hernum í Moskvu) af pólitískum ástæðum, einkum þar sem fréttir herma að eftirmaður hans verði gamall keppinautur hans, Nikolai Ogar- kov marskálkur, fyrrverandi for- seti herráðsins, sem er 67 gamall. Hann tekur líklega einnig við stöðu fyrsta varalandvarnaráð- herra. Sem yfirmaður herliðs Var- sjárbandalagsins hafði Kulikov rúmlega eina milljón pólskra, ungverskra, tékkneskra, rúm- enskra, búlgarskra og austur- þýzkra hermanna undir sinni stjórn. Hann var skriðdrekaliðs- foringi í heimsstyrjöldinni og varð forseti herráðsins 1971. Hann þótti strangur og hikaði ekki við að láta skjóta liðhlaupa. Kulikov var einn þeirra manna sem komu til greina í embætti landvarnaráðherra þegar Ustinov lézt í fyrra. Það mælti hins vegar gegn honum að líklegt þótti að hann mundi halda stíft fram kröf- um um aukin herútgjöld og reyn- ast erfiður í samstarfi. Eftirmaður Zaitsevs hershöfð- ingja er Pyotr Lushov hershöfð- ingi, sem er jafnaldri hans og var í sama bekk og hann í skriðdreka- skólanum. Þeir fengu báðir æðstu hershöfðingjanafnbót 1976 og voru báðir teknir í miðstjórn kommúnistaflokksins 1981. Þó eru þeir ósammála um margt, bæði í stjórnmálum og hermálum. Lushov hershöfðingi var áður yfirmaður Moskvu-herstjórnar- umdæmisins. Slíkt embætti er að- eins falið hermanni, sem hægt er að treysta skilyrðislaust í póli- tísku tilliti. Áður en Lushov var skipaður í nýja embættið vaRti hann athygli fyrir jákvæða umsögn um bók, þar sem sagði að „herútgjöld yrðu að einskorðast við það sem væri bráðnauðsynlegt til að halda uppi trúverðugum vörnum, án þess að þær yrðu rikinu of þung byrði". Zaitsev hershöfðingi var skjólstæðingur Leonid Brezhnevs og hefur verið handgenginn Ogar- kov. Áður en hann var sendur til Þýzkalands var hann yfirmaður herstjórnarumdæmisins í Hvíta- Rússlandi. 1 Hvíta-Rússlandi var Zaitsev gagnrýndur fyrir að herkvaðning- in vegna ástandsins í Póllandi haustið 1980 gekk of hægt fyrir sig. Stjórn Zaitsevs á herliðinu í Austur-Þýzkalandi hefur einnig verið gagnrýnd vegna aga- og þjálfunarskorts hermannanna. Nú mun Zaitsev hershöfðingi hafa verið fluttur til herstjórnar- umdæmis f suðurhlutum Sovét- ríkjanna. Hann mun hafa hafið störf í aðalstöðvum, þar sem að- gerðum í Afghanistan mun m.a. vera stjórnað. Kulikov er í klíku, sem talsvert er vitað um, þar sem maður henni handgenginn var rekinn úr landi og býr nú í Bandaríkjunum. Þessi maður, sem er Gyðingur, var tengdasonur herforingja, sem var á hraðri leið upp valdastigann. Hann hefur greint frá drykkju- veizlum í sumarbústað valdamik- illa herforingja í sumarbústað við Svartahaf og segir að þar hafi ver- ið farið niðrandi orðum um Ogar- kov, sem var aldrei boðið þangað, og því haldið fram að hann væri ekki „bardagahermaður". Sú saga mun vera runnin þaðan að þegar Ogarkov var ungur Iiðsforingi hafi hann misst heila verkfræðinga- sveit þegar gamall vígvöllur var hreinsaður af jarðsprengjum. Þessi herforingjaklíka gengur undir nafninu „fuglaklíkan" og orlofsheimili þeirra er er kallað „Hreiðrið". Upphaflega var þetta hvíldarheimili fyrrverandi skriðdrekaliðsforingja, en nú er þetta orlofsheimili í raun sumar- bækistöð nokkurra háttsettustu manna hersins. Andrei Grechko marskálkur, fyrrverandi landvarnaráðherra, tók upp á því snemma á síðasta áratug að halda fundi í bústaðnum með vildarvinum sínum, þeirra á meðal Sokolov, núverandi land- varnaráðherra, og Kulikov mar- skálki, sem nú hefur verið settur af. Grechko skipaði Kulikov for- seta herráðsins 1971. Kulikov var talinn mesti „haukurinn" í æðstu valdaforystunni í Sovétríkjunum. Þegar Grechko lézt 1976 var al- mennt talið að Kulikov tæki við af honum. í þess stað var hann skipaður æðsti yfirmaður herliðs Varsjárbandalagsins eftir fráfall Jakubowskis marskálks 1977. Jafnframt varð forseti herráðsins yfirmanni herliðs Varsjárbanda- lagsins æðri að tign. Ogarkov varð næsti forseti herráðsins 1977. Hann var úr ann- arri klíku. Fyrirrennari Kulikovs, Matvei Zakharov marskálkur, hafði hjálpað honum að ná aukn- um frama. Zakharov átti hins veg- ar fyrirrennara Grechkos, Malin- owsky marskálki, frama sinn að þakka. Jafnframt fékk Ogarkov mar- skálkur sæti í sovézku sendinefnd- inni, sem tók þátt i SALT-viðræð- unum við Bandaríkjamenn, þ.e. viðræðunum um takmörkun kjarnorkuvopna. Ástæðan til þess að Kulikov féll í ónáð 1976 var bersýnilega sú að hann og klíka hans lögðust gegn „slökunarstefnu" Brezhnevs (dé- tente). í september fyrra féll Ogarkov síðan í ónáð þegar Konstantín Chernenko forseti svipti hann stöðu herráðsforseta, flæmdi hann frá Moskvu og skipaði staðgengil hans, Sergei Akhromeyev mar- skálk, forseta herráðsins í hans stað. Þá var sagt að Ogarkov hefði sýnt „óflokkslegar tilhneigingar", en með því mun hafa verið átt að hann hafi þótt of metnaðargjarn. Vitað er að Ogarkov, sem varð liðsforingi í síðari heimsstyrjöld- inni, er hrokafullur og enginn ef- ast um að hann hefur átt í útistöð- um við stjórnmálaráðið. Hann er sennilega gáfaðasti herforingi Rússa og virðist líta á sig sem arftaka Tukhachevskys. Nokkrum samstarfsmönnum hans virtist ekkert um hann gefið. Yfirmaður landhersins, Petrov marskálkur, mun hafa hótað að segja af sér þegar Ogarkov vildi leggja niður fótgönguliðið sem sjálfstæða einingu. Chernenko mun hafa verið í nöp við hann og Ustinov virðist hafa látið víkja honum úr embætti til þess að koma í veg fyrir að hann yrði landvarnaráðherra. Ogarkov virtist hafa verið and- vígur aukinni sáttfýsi Chernenkos i garð Bandaríkjamanna er leiddi til þess að Genfar-viðræðurnar um takmörkun kjarnorkuvopna voru teknar upp að nýju. Einnig hefur verið talið að Ogarkov hafi verið hlynntur því að tæknigeta venjulegs herafla Rússa yrði aukin, en hin opinbera stefna hefur verið sú að auka kjarnorkumáttinn. Hann beitti sér fyrir því að Rússar kæmu sér upp hátæknibúnaði og hárná- kvæmum vopnum og legðu minni áherzlu á þungar eldflaugar og skriðdreka. Ágreiningur um hvort heldur bæri að leggja áherzlu á venju- legan hernað í stað kjarnorku- máttar kann því að hafa átt þátt í brottvikningu hans. í viðtali í maí 1984 hélt Ogarkov marskálkur því fram að uppsetn- ing meðaldrægra bandarískra eldflauga í Vestur-Evrópu yki ekki möguleika á „frumárás" á Sovét- ríkin. Hann sagði að báðir aðilar viðurkenndu að hefndarárás yrði óumflýjanleg. Vegna þessarar hernaðarlegu sjálfheldu sagði hann að venjulegt nútímastríð væri líklegra en TOLUBKO KUATKOV PETROV KOLDUNOV

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.