Morgunblaðið - 01.09.1985, Qupperneq 21
■MOfcGtJNBLAÐIÖ, ÍWNNunAGUR T. SEÍPTEMBÉftTfc85
ÖB
BLÁBER
„Komum, tínum berin blá!
bjart er norðurfjöllum á,
svanir fljúga sunnan yfir heiði.
Hér er laut og hér er skjól,
hér er fagurt — móti sól
gleðidrukkinn feginsfaðm ég breiði...
Guðm. Guðm.
„Mikil berjaspretta fyrir vondum vetri.“ Samkvæmt því verður veturinn umhleypinga-
samur, þar sem berjaspretta er mjög misjöfn. Varla er von, að berin þroskist fyrir norðan
og austan á því kalda sumri, sem þar hefur verið. Sunnanlands hefur verið mikil spretta
á krækiberjum — bókstaflega hægt að moka þeim upp, en bláberin er minna um. Þó er
bláberjaspretta sæmileg sums staðar. í búðum sjáum við stór innflutt, ræktuð og rándýr
bláber. Þau ber eru mun bragðminni en íslensku villtu berin, bláber og aðalbláber. Aðal-
bláberin eru ljúffengari en bláberin, en sunnanlands vaxa nær eingöngu „bara bláber".
Þar er yfirleitt miklu snjóléttara og snjóa leysir fyrr, en aðalbláber vaxa helst þar sem
snjóþungi er og þá helst í skorningum og lautum, þar sem snjóa leysir seint. í nokkrum
dölum sunnanlands vaxa aðalbláber í hlíðum sem snúa ttil norðurs, en þar helst snjórinn
lengur en í hlíðum sem vita mót sól. Norðan- og austanlands hefi ég séð hlíðar sem voru
bókstaflega bláar af aðalbláberjum, þegar maður leit til þeirra. Þar vaxa aðalbláberin á
smárunnum. Sennilega er það eins fyrir vestan. Laufið á aðalbláberjarunnunum er mun
mýkra en á bláberjalyngi og eru aðalbláberin fastari á greinunum. Kjötið í aðalbláberjum
er rauðleitt en mun hvítara í bláberjum og aðalbláberin eru ekki eins fagurblá. Sums
staðar í Noregi voru bláber talin eitruð. Þar líta þeir aðeins við aðalbláberjum. Þeir kalla
bláberin „skinntryte" og það með fyrirlitningu. Aðalbláber henta betur til frystingar en
bláber þar sem þau eru ekki eins súr, en berin súrna við frystingu. Best eru bláberin
fersk með sykri og óþeyttum rjóma en margt er hægt að búa til úr þeim — og bláberja-
sulta er ómissandi með jólarjúpunum.
Fryst bláber
500 g bláber
100 g sykur
Blandið saman bláberjum
og sykri. Setjið í plastpoka
og frystið.
Bláberjasulta
1 kg bláber
700 g sykur
pektín (magn skv. leiðb. á
pakkanum)
1. Hreinsið og þvoið bláber-
in, setjið f stóran pott. Merjið
berin örlítið með kartöflu-
stappara. Sjóðið við vægan
hita í 10 mínútur.
2. Setjið pektfn út f og látið
sjóða eins lengi og segir á
pakkanum.
3. Takið pottinn af hellunni
og hrærið sykurinn út í. Sult-
una á ekki að sjóða aftur,
heldur hræra f þar til sykur-
inn er bráðnaður.
4. Látið sultuna kólna að
mestu áður en þið hellið henni
f krukkurnar.
5. Vætið smjörpappírsbút í
áfengi eða ediksblöndu og
leggið yfir sultuna.
6. Setjið lok á krukkurnar
eða bindið tvöfalda plast-
filmu yfir og smeygið teygju
utan um.
7. Merkið krukkurnar með
innihaldi og dagsetningu.
Athugið: Hér er ekki gert
ráð fyrir að nota rotvarnar-
efni. Þið verið sjálf að meta,
hvort þið viljið nota það. Mjög
mikið atriði er að setja sykur-
inn ekki út í sultuna fyrr en
búið er að sjóða pektinið.
Annars hleypur sultan ekki.
Leiðbeiningar á pökkunum eru
rangmr.
Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR
Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON
Bláberjabaka (pie)
Handa 4
% kg bláber
Vi dl hunang
100 g hveiti
50 g heilhveiti
1 msk. flórsykur
W tsk. hjartarsalt
75 g smjör eða smjörlíki
2 msk. kalt vatn
1 eggjarauða
1. Takið frá 1 tsk. af eggjarauð-
unni og setjið saman við 1 msk.
af vatni í bolla. Setjið lok yfir
og geymið.
2. Blandið saman hveiti, heil-
hveiti, flórsykri og hjartarsalti.
3. Myljið smjörið út í mjölið.
4. Setjið það sem eftir er af
eggjarauðunni og 1 msk. af vatni
saman við deigið og hnoðið vel.
Geymið á köldum stað í 1 klst.
5. Velgið hunangið svo að það
verði alveg fljótandi.
6. Setjið bláberin f bökumót
eða annað eldfast mót. Hellið
hunanginu yfir.
7. Takið smábút af deiginu og
rúllið í lengju og þrýstið á barm
mótsins.
8. Fletjið hinn hluta deigsins
út og búið til hlemm jafnstóran
bökunni. Leggið deighlemminn
ofan á berin og þrýstið í deigið
sem er á jaðri mótsins.
9. Pikkið bökuna með prjóni
nr.2.
10. hrærið saman 1 tsk. af
eggjarauðinni og vatnið og pens-
lið bökuna að ofan með því.
11. Búið til lauf úr afgangs-
deiginu og leggið ofan á bökuna.
Penslið laufin líka.
12. Berið bökuna fram kalda
með ís eða þeyttum rjóma.
Pönnukökuterta meö
bláberjum
Vz kg bláber
3 msk. sykur
4eggjarauður
4 sléttfullar msk. sykur
4 msk. mjólk
4 msk. hveiti
4 eggjahvítur
örlítið smjör til að bera á pönn-
una.
1. Þeytið eggjarauðurnar með
sykrinum.
2. Hrærið hveiti og mjólk var-
lega saman við.
3. Þeytið hvíturnar og biandið
saman við með sleikju.
4. Smyrjið pönnukökupönnu og
bakið 6 þykkar pönnukökur úr
deiginu. Þær eiga að bakast við
mjög hægan hita. Gætið þess að
þær bakist alveg í gegn.
5. Blandið saman bláberjum
og sykri.
6. Þegar fyrsta pönnukakan er
bökuð, setjið þið sjötta hluta blá-
berjanna ofan á hana, leggið
síðan næstu pönnukökur yfir og
svo koll af kolli. Bfst eru höfð
bláber.
7. Berið kökuna fram heita
með þeyttum rjóma eða ís.
Steikt brauð með bláberjar-
rjóma og súkkulaði
Handa 4
Fjórar sneiðar formfranskbrauð
4 msk. smjör + 2 msk. sykur
1 peli rjómi
250 g bláber fersk eða frosin
2 msk. sykur
'Æ pk (50 g) suðusúkkulaði.
1. Þvoið og hreinsið bláberin.
Afþiðið ef þið eruð með frosin
ber. Setjið 2 msk. af sykri saman
vð fersku berin, en ef berin eru
fryst, er líklegt að búið sé að
setja sykur saman við þau.
2. Bræðið smjörið á pönnu,
setjið 2 msk. af sykri saman við.
Steikið brauðsneiðarnar báðum
megin í smjörinu. Kælið.
3. Þeytið rjómann og setjið
saman við bláberin. Skipið blá-
berjarjómanum jafnt á brauð-
sneiðarnar.
4. Hitið bakarofn í 70-100°C,
setjið súkkulaðið á eldfastan disk
og bræðið inni i ofninum. Kælið
örlítið, en hellið síðan yfir blá-
berjarjómann á brauðsneiðunum
og berið fram. Berið kaffi með.
Athugið: Ef ykkur sýnist svo,
er gott að setja 2 msk. af sherry,
líkjör eð öðru sætu víni saman
við súkkulaðið áður en því er
helltyfir bláberjarjómann.
IRorjjtia&lafcift
esió
reglulega af
ölmm
fjöldanum!
ítalska, spænska, enska
Fyrir byrjendur
Upplýsingar og innritun í síma 84236
Rigmor
GROTRIAN — STEINWEG
Píanó — Flyglar
Pálmar ísólfsson & Pálsson sf.
Pósthólf 136, Rvík, símar 30392,13214,11980
FRAMTÍÐIN
Olíu og akríl þekjubæs
á veggi, glugga, hurðir,
vindskeiðar, palla
og grindverk.
Mest selda viðarvörn í
Noregi -16 ára reynsla.
• 17fallegirlitir.
• Þykkfljótandi.
• Lekurekki.
• Frábær ending.
SÍÐUMULA 15-SÍMI33070