Morgunblaðið - 01.09.1985, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1985
B 23
Guðlaugur Sveinsson -
Magnús Sverrisson 242
Guðmundur Kr. (hin aldna
kempa) gerir það ekki enda-
sleppt. Á níræðisaldri slær hann
við þeim sem eiga um 60 ár eða
meir ókomin á þær slóðir sem
hann hefur þegar fetað.
B=riðill:
Sigfús Þórðarson -
Þórður Sigurðsson 195
Ásgeir P. Ásbjörnsson -
Friðþjófur Einarsson 189
Hrólfur Hjaltason -
Kristján Blöndai 184
Ragnar Björnsson -
Sævin Bjarnason 178
C=riðill:
Hermann Lárusson -
ísak Örn Sigurðsson 207
Anton R. Gunnarsson -
Friðjón Þórhallsson 185
Steingrímur Jónasson -
Þorfinnur Karlsson 185
Ágúst Helgason -
Lárus Hermannsson 163
D=riðill:
ólafur Lárusson -
Páll Valdimarsson 143
Jónas P. Erlingsson -
Þórir Sigursteinsson 136
Margrét Jakobsdóttir -
Kristinn Gíslason 111
Helgi Samúelsson -
Sigurbjörn Samúelsson 110
Og eftir 15 kvöld i Sumarbrids
(af 16) er ljós endanleg niður-
staða i röð efstu spilara. Sigur-
vegari í Sumarbrids 1985 er
Kristján Þ. Blöndal. Hann hlaut
samtals 18 stig, en næstur í
röðinni kom svo ísak Örn Sig-
urðsson með 17 stig.
Röð efstu spilara varð annars
þessi:
óskar Karlsson 16, Páll Valdi-
marsson 15, Sigurður B. Þor-
steinsson 14, Hrólfur Hjaltason
13, Baldur Ásgeirsson 13, Magn-
ús Halldórsson 13, Ragnar Ragn-
arsson og Stefán Oddsson 12,5,
Hermann Lárusson 12, Sigurður
Steingrimsson 10 og Sturla
Geirsson 9,5.
Alls hlutu 195 spilarar vinn-
ingsstig (1-2-3) á 15 spilakvöld-
um, en 242 hlutu meistarastig.
Þar af 41 kona, sem er það mesta
sem konur hafa komist í frá
upphafi Sumarbrids.
Sumarbrids lýkur næsta
fimmtudag. Það verður 16. spila-
kvöldið og verða þá veitt verð-
laun fyrir sumarið. Spilað verður
að venju og hefst spilamennskan
í síðasta lagi kl. 19.30.
Bridgesamband Reykjavíkur
þakkar spilurum aðsóknina í
sumar. Hún er sú mesta frá þvi
Sumarbrids hóf göngu sína. Yfir
60 pör á kvöldi að meðaltali (þar
um bil).
Næsta sumar verður að líkind-
um spilað tvisvar i viku, og ef
til vill þá í eigin húsnæði. Hver
veit?
Opið hús
Eins og fram hefur komið,
munu þeir ólafur og Hermann
Lárussynir gangst fyrir opnu
húsi í brids hvem laugardagseft-
irmiðdag, í Borgartúni 18 (hús
Sparisjóðs vélstjóra).
Þar er öllum heimilt að grípa
í spil eða tvö, með líku fyrir-
komulagi og tíðkast hefur i
Sumarbrids. Spilað verður i riðl-
um, skráð við mætingu og spila-
mennska hafin ekki síðar en kl.
13. Borðgjald verður það sama
og í Sumarbrids, kr. 150 pr. spil-
ara. Spilað verður um meistara-
stig og heildarverðlauna og dags-
verðlauna (eftirgjöf af borð-
gjaldi).
Einn kunnugur umsjónar-
mönnum kom að máli við þá og
tjáði þeim, að slík laugardags-
spilamennska hefði tíðkast hér á
árum áður (ca. 20 árum) í Al-
þýðuhúskjallaranum. Einhver
meiri saga fylgdi því, sem menn
geta ráðið i, en alla vega verður
þessi framkvæmd á vegum þeirra
Ólafs og Hermanns nokk frá-
brugðið því.
Helgarspilamennskan hefst
laugardaginn 14. september nk.,
og eins og áður sagði, eru allir
velkomnir. Sérstaklega þeir sem
aldrei hafa áður gefið sig í
keppnisbrids. Nú er tækifærið.
Til sölu
Geri portrett
eftir Ijósmyndum t.d.
m/rauðkrít, blýanti,
svartkrít, olíu og egg-
tempera. Tek Ijós-
myndir ef meö þarf.
Sími 20442 og 687310
Siguröur Eyþórsson
listmálari
LAUFIÐ LAUFIÐ
Haustvörurnar
komnar
Fjölbreytt úrval
Iðnaðarmannahúsinu,
Nýtt Nýtt peysur, blússur, pils, buxnapils. Glugginn Laugavegi 40 Kúnsthúsinu. Sími 12854
A tfíele_
10%
kynningarafsláttur
meðan á sýningunni stendur
Þessar heimsþekktu vestur-þýsku
hágæða vélar eru kynntar á sýningunni
„Heimilið85“ í Laugardalshöll
Veldu Miele annað er málamiðlun
^tórkostleg
verölækkun
NI55AN
NISSAN SUNNY
á kr. 370.000.-
NISSAN PULSAR
á kr. 336.000.-
NISSAN MICRA
á kr. 317.000.-
Aðeins þessi eina sending. Tökum flesta notaða bíla upp í nýja. Munið okkar
landsfrægu kjör. Bílasýning laugardag og sunnudag kl. 14—17.
INGVAR HELGASON HF.
Sýningarsalurinn /Rauðagerði, simi 33560.