Morgunblaðið - 01.09.1985, Blaðsíða 26
26 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1985
3E
A DROrnNSWI
Umsjón:
Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir
Ásdis Emilsdóttir
Svavar A. Jónsson
Litið við á
Grenjaðarstað
Spjallað við sr. Sigurð Guðmundsson, vígslubiskup
Þann 26. ágúst síðastliöinn var haldinn aðalfundur félags sem heitir því virðulega
nafni „Prestafélag hins forna Hólastiftis“. Fundurinn var haldinn í sumarbúðunum
við Vestmannavatn í Aðaldal en þar er aðstaöa góð fyrir slíka fundi og ráðstefnur.
Skammt frá Vestmannsvatni er Grenjaðarstaður, sögufrægt höfuðból og prestsetur
um aldaraðir. Þar situr prófastur Sigurður Guðmundsson, en hann er formaður Prestafé-
lags hins forna Hólastiftis. Við heimsóttum sr. Sigurð á dögunum. Á Grenjaðarstað er
torfbær, sem er byggðasafn Þingeyinga. Kona séra Sigurðar, frú Aðalbjörg Halldórs-
dóttir, var að sýna ferðafólki gamla bæinn þegar við renndum í hlað. Hún hefur verið
byggðasafnsvörður undanfarin ár og tjáði okkur að í sumar hefðu komið tæplega þrjú
þúsund manns að skoða bæinn og safnið. Svo hvarf hún inn í torfbæinn fallega.
Sr. Sigurður Guðmundsson,
vígslubiskup.
komandi þingi."
Þessi ályktun var samþykkt
samhljóða.
Biskup heima
á Hólum?
Við spyrjum sr. Sigurð: Á bisk-
up Hólastiftis að sitja heima á
Hólum?
„1 starfsmannafrumvarpinu er
gert ráð fyrir biskupssetri á
Hólum. Á Hólum hefur undan-
farin ár verið mikið byggt upp,
Prestafélag hins
forna Hólastiftis
Inni í stofu á Grenjaðarstað
var sr. Sigurður spurður um
Prestafélag hins forna Hólastift-
is.
„Það var stofnað árið 1898 á
Sauðárkróki. Forgöngumaður að
stofnuninni var sr. Hjörleifur
Einarsson, prófastur á Undirfelli
í Vatnsdal. Hann stofnaði einnig
fyrsta æskulýðsfélag á íslandi.
Félagið starfaði mikið þessi
fyrstu ár, það er elsta prestafélag
á landinu og nær yfir allt Hóla-
stifti. Árið 1899 var haldinn
nokkurskonar framhaldsstofn-
fundur á Akureyri. Þar voru flutt
mörg erindi, sem gefin voru ót.
Var það upphaf Tíðinda, rits fé-
lagsins.
Stefna félagsins hefur frá
upphafi verið skýr. Unnið hefur
verið að eflingu safnaðanna og
kirkjulegs starfs. Markmið fé-
lagsins er einnig það að prestar
uppbyggist í trú og samstarfi.
Næstr formaður var sr. Zop-
honías Halldórsson í Viðvík, pró-
fastur Skagfirðinga. Vígslubisk-
upar hafa síðan verið formenn,
sr. Geir Sæmundsson sá fyrsti.
Félagið hefur eflt samstarf
prestanna mjög. Aðalfundir hafa
langflestir verið haldnir heima á
Hólum en þó verið dreift nokkuð
um stiftið.
Tíðni Prestafélags hins forna
Hólastiftis hafa komið út fimm
sinnum, það síðasta í fyrra.
Félagið hefur beitt sér mjög
fyrir fullkomnum biskupsstól á
Norðurlandi og það er í lögum
félagsins að vinna að uppbygg-
ingu Hólastaðar.
Núverandi stjórn félagsins
skipa: Sr. Sigurður Guðmunds-
Byggðaaafnið á Grenjaðarstað (gamli bærinn)
son, formaður, sr. Hjálmar Jóns-
son, gjaldkeri og sr. Bolli
Gústavsson, ritari. Meðstjórn-
endur eru þeir sr. Róbert Jack
og sr. Birgir Snæbjörnsson.“
Nýafstaðinn
aðalfundur
Aðalfundur Prestafélags hins
forna Hólastiftis var sem fyrr
getur þann 26. ágúst síðastliðinn.
Einkum ræddu menn þar um
endurreisn biskupsstóls á Hól-
um. Eftirfarandi ályktun var
gerö á fundinum:
„Aðalfundur Prestafélags hins
forna Hólastiftis, haldinn á
Vestmannsvatni 26. ágúst 1985,
bendir á nauðsyn þess að fjölga
biskupum í landinu. Fundurinn
fagnar vaxandi áhuga og lýsir
eindregnum stuðningi við sér-
stakt embætti biskups í Hóla-
stifti Samkvæmt starfsmanna-
frumvarpi þjóðkirkjunnar er
Kirkjuþing hefur samþykkt og
hlotið hefur mikla umræðu og
víðtækan stuðning. Hvetur fund-
urinn stjórnvöld landsins til þess
að taka frumvarpið allt til með-
ferðar og jákvæðrar afgreiðslu á
í skólanum og raunar á öllum
staðnum. Aðstaða kirkjunnar er
að batna. Hólar eru að verða
miðstöð margskonar starfsemi.
Þar er búnaðarskóli, þar starfar
fiskifræðingur fyrir Norðurland
og skógarvörður fyrir Norðvest-
urland. En ef Hólar eiga að verða
biskupssetur að nýju þarf vitan-
lega að búa staðinn betur undir
það. Kirkjan nýtur velvilja skóla-
stjóra og skólanefndar á Hólum.
Hafa þeir boðið aðstöðu fyrir
biskup og eru fúsir til samstarfs,
m.a. á hinu tæknilega sviði sem
er mjög mikils virði.“
— Verður biskup á Hólum
jafnframt sóknarprestur?
„Ég tel að biskup eigi að hafa
ákveðna kirkju og eigi að gegna
einhverri predikunarskyldu."
Embætti vígslubiskups
— Er þörf á að fjölga biskup-
um I landinu?
„Það er tvímælalaust mjög
brýnt. Starf biskups er orðið svo
umfangsmikið að einn maður
kemst ekki yfir það, hvorki hér-
lendis né í samstarfi við erlendar
kirkjur, sem hefur aukist mjög á
síðustu árum.“
— Verða biskuparnir þrír
jafnir?
— „Nei. Samkvæmt starfs-
mannafrumvarpinu verður einn
yfirbiskup í Reykjavík. Hann
yrði jafnframt biskup í Reykja-
vík og nágrenni, Vesturlandi og
Vestfjörðum. Skálholtsbiskup
væri svo með Suðurland og
Austurland og Hólabiskup með
Norðurland."
Sóknarprestur í 41 ár
Sr. Sigurður hefur verið sókn-
arprestur í 41 ár. Hann var vígð-
ur á Grenjaðarstað árið 1944 og
hefur setið þar síðan. Hann er
prófastur síðan 1962 og vígslu-
biskup síðan 1981.
— Hefur kirkjulífið ekkert
breyst siðan hann byrjaði prest-
skap?
„Jú, en þjóðlífið allt hefur tekið
miklum stakkaskiptum, svo það
er erfitt að segja. Mér finnst þó
umræða um kirkjuleg málefni
orðin meiri og opnari."
Sr. Sigurður var í miklum
önnum, þegar við heimsóttum
hann. Auk þess daglega erils sem
prestsstarfinu fylgir, var hann í
óðaönn að undirbúa héraðsfund.
Við spurðum hann um slíka
fundi, hvernig þeir væru.
„Héraðsfundur er fundur, sem
prófastur á að halda árlega með
prestum og safnaðarfulltrúum í
prófastsdæminu. Þar eru mál
prófastsdæmisins rædd og önnur
kirkjuleg mál, sem vísað hefur
verið til fundarins. Að þessu
sinni verður fundurinn á Þverá
í Laxárdal. Þar er ein fámenn-
asta sókn landsins, aðeins 14
gjaldendur. Þeir sjá um móttöku
fundarmanna, um 40 manna, og
bjóða þeim upp á kaffi og mat.
Þessir fundir eru mjög gagn-
legir og margir hafa verið einkar
skemmtilegir. Á ég margar góðar
minningar frá þessum fundurn."
Sá, sem þessar línur ritar, var
að blaða í fundargerðarbók hér-
aðsfunda, til að svala forvitni
sinni. Þar er skýrsla frá hverri
sókn í prófastsdæminu um
kirkjulíf og framkvæmdir á ár-
inu. Ein sóknin, fámenn, gaf
eftirfarandi skýrslu:
„Kirkjan fallin. Presturinn
farinn. En hvorttveggja stendur
til bóta.“
Ef til vill lýsir ekkert betur
stríðandi kirkju í íslensku dreif-
býli en þessi fáu orð. Mér voru
þessi orð hugleikin þegar ég hafði
kvatt þau sómahjón Sigurð og
Aðalbjörgu og horfðu á einsemd
íslenskra sveitakirkna á leiðinni
úr Aðaldalnum ægifagra til
Akureyrar.
SAJ
w w
REIÐHJOLAUTSALA «>
Fyrsta flokks reiðhjól á stórkostlegu veröi — 30% afsláttur af öllum reióhjólum. Stendur aöelns yfir frá mánudegi 2.
sept. — föstudags 6. sept. Hjolasport, Gnoðarvogi 44, sími 34580. s