Morgunblaðið - 01.09.1985, Síða 45

Morgunblaðið - 01.09.1985, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1985 B 45" VELVAKANDI SVARAR i SÍMA 10100 KL. 14—15 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS uhj-mr Ósköp hlýtur þetta að vera vammlaust fólk Heill og sæll Velvakandi góður. Mikill grátur og gnístran tanna heyrist nú síðustu dagana, frá íbú- um Teigahverfis, hér i borg, vegna þeirra áforma félagsins Verndar að koma á fót einhverskonar gisti- heimili fyrir fyrrverandi fanga í hverfinu. Það skal játað, að máli þessu hef ég veitt litla athygli þangað til í morgun, þriðjudaginn 27. ágúst. Þá kom frétt í útvarpinu, meðan ég var að drekka morgun- kaffið mitt, kl. 7, þess efnis, að fjölmennur fundur hefði verið haldinn um málið kvöldið áður og þar hefði sjálfur borgarstjórinn verið mættur. Tilgangur þessara fundarhalda hefði verið sá, að mótmæla þessari fyrirætlun Verndarmanna. Helstu rökin gegn tilkomu þess- arar stofnunar í hverfinu virtust vera þau, að íbúum stæði einhver ógn af þeim mönnum, sem þarna ættu eftir að dvelja, og síðast en ekki síst óttuðust fundarboðendur það, að verið gæti að verðgildi fasteigna í hverfi þessu gæti lækk- að við tilkomu þessarar stofnunar. Davíð höfðu þeir víst boðið til fundarins í þeim tilgangi að geta horft framan í hann, meðan þeir bæðu þess, að hann tæki þennan hroðalega kaleik frá þeim. Það var ekki að sökum að spyrja, Davíð brást þeim ekki, tók vel í þá bón þeirra að koma þessum beiska kaleik yfir til einhvers verðminna hverfis f borginni. Kannski í Breið- holtið? Það skal játað, að mér fannst fréttin um þessi fundarhöld og málatilbúnað allan hálf hláleg, þar sem ég sat með kaffibollann í höndunum, en hláturinn fór snar- lega úr huga mér þegar ég heyrði morgunbænina sem kom i beinu framhaldi af fréttunum. Hvort sem það hefur verið tilviljun eða ekki, þá lagði presturinn, sem bænina flutti, út af sögu þeirri í biblíunni, sem segir frá hinum miskunnsama Samverja, sem bæði var tilbúinn til þess að eyða tíma sinum og fé í þágu hins ólánsama og vildi ekkert til spara. Mér flaug í hug hversu mjög siðgæðisvitund og hjálpsemi mannsins, sem þarna var á ferð, fyrir 2 til 3 þúsund árum tekur fram því sem við í dag auð- syndum náungum okkar. Það væri synd að segja, að íbúar Teigahverfisins, sem til fundarins boðuðu, hafi tekið sér miskunn- sama Samverjann til fyrirmyndar og skelfingar ósköp hlýtur þetta að vera vammlaust fólk, sem þorir að auglýsa sig á þennan hátt. Mér flýgur í hug, að þarna sé kominn sá syndlausi sem meistari Kristur bað að henda fyrsta stein- inum. Þekkja íbúar Teigahverfis kannski ekki þá sögu? Eg held satt að segja, að þetta ágæta fólk ætti nú alvarlega að huga að þeim stóra bjálka, sem greinilega er i augum þess, og hætta að leita að flísinni í auga náungans, það væri greinilega hollt fyrir það að íhuga vandlega gamla málsháttinn, sem segir: „Maður líttu þér nær.“ Það skyldi nú aldrei vera, að innan um þá ólánsmenn, sem þarna var huguð vist, væri einhver, sem ætti uppruna sinn í Teigahverfinu? Kannski er þetta ágæta fólk bara að dansa kringum gullkálfinn eins og ísraelsmenn forðum, með- an Móses gamli dvaldist á fjallinu og ólíkt hefði stjarna Davíðs risið hærra, ef hann hefði brugðist svip- að við og Móses forðum. Skúli Helgason, prentari. Litid inn á málverkasýningu J.E. skrifar: Heiðraöi Velvakandi. Fyrir skömmu rakst ég inn á málverkasýningu ungrar stúlku og þar sem þetta virðist vera byrjandi í faginu, þá bjóst ég ekki við miklu, en áhugi m inn á myndlist (helst ekki abstrakt) fékk mig til að kíkja á framleiðsluna. Ég veit ekki til að þessi ungi listamaður hafi áður sýnt hér í Reykjavík. Hafi svo verið, þá hefur það farið fram hjá mér. En satt best að segja, þá varð ég verulega undrandi. Þetta voru eingöngu „figurativar" myndir af allskonar „motivum", landslag, ándlitsmyndir, úr höfuðborginni, af landsbyggðinni o.s.frv. Það sem undraði mig mest var, hvílíkum tökum listamaðurinn hafði náð á vatnslitum (sem eru ekki barna meðfæri), mér datt í hug Ásgrímur, þar hefði hann fengið nemanda sem hann hefði getað gert að einhverju sérstöku. Ekki sinn líka, en eitthvað í áttina. Olíumyndirnar voru líka athyglis- verðar, þó ekki á sama hátt og vatnslitamyndirnar. Ég vil hvetja alla þá sem unna myndlist til að sjá þessa sýningu hins unga listamanns, en henni lýkur 1. september næstkomandi. Sýning þessi er í Ásmundarsal, Freyjugötu 41, og er opin daglega frá kl. 4 til 9 og frá kl. 2 til 10 um helgar. 5173—9302 vill fá aö geU keypt vin i Mrnm milli 3 og 6 i daginn. Þessir hringdu . . . Frelsisskerðing aö mega ekki drekka milli 3 og 6 5173-9302 hringdi: Mér finnst ófært að hér á ís- landi skuli gilda þær reglur að bannað er að afgreiða vín á bör- um milli þrjú og sex á daginn. Fyrir þá sem eru stundum í skapi til þess að sitja að drykkju dag- langt kemur þetta sér afar illa. í öllum siðuðum löndum er hægt að fá keyptan bjór og vín á næstum hvaða tíma sólar- hringsins sem er. Mér er nú sama um allan bjór, bannaðan eða ekki bannaðan. En að geta hvergi drukkið nema í heimahúsi milli þrjú og sex á daginn er hrein og bein frelsisskerðing. Hver kann braginn um Kobba Jónsson? Hafnfírðingur skrifar: í Velvakanda hafa að undan- förnu birst þulubrot og annar kveðskapur, sem ef til vill hefur aldrei verið festur á bók og því hætt við að verði gleymskunni að bráð. Hafa bréfritarar beðið lesendur um að bæta um betur og hafa undirtektirnar verið góð- ar. Þannig tekst kannski að varð- veita ýmsar útgáfur af þulum og vísum sem annars er hætt við að lentu í glatkistunni. Þessvegna langar mig að birta hér lítið brot úr brag sem ég hef heyrt en kann nú aðeins fáeinar hendingar úr. Þetta er gaman- bragur sem líklega hefur verið farið með til skemmtunar um áramót. Hann fjallar um Kobba, Jakob Jónsson, sem fyrr á árum var með verslun á Seyðisfirði og skipti þá mikið við Skota. Gerði hann sér meðal annars ferð til Skotlands til að afla sér umboðs fyrir tóbak, en hafði víst ekki erindi sem erfiði í því efni. Er vikið að þessu í kvæðisbrotinu, sem er svona: Kobbi Jónsson sigla vildi sér til gagns og skemmtunar, kvaðst hann aftur koma skyldi og kenna mönnum reykingar. Mér þætti gaman ef einhver kynni að prjóna það við, sem á vantar. Býsna góður þáttur Kona skrifar: Þáttur fyrir unglinga sem nefn- ist „Sviti og tár“ þykir mér býsna góður og hefir alltaf einhvern boðskap fram að færa. Unglingar vinna með stjórn- anda af lífi og sál og velja lögin sem leikin eru. Innilegar þakkir sendi ég þeim sem glöddu mig á 70 ára afmœli mínu 29. ágúst sl. með blómum, skeytum, gjöfum og heimsóknum. Guð blessi ykkur öli Magnús Magnússon, Bræðraborg. Til sölu Thiocol snjóbíll árg. 1963 Allur endurbyggður. Díselvél og breið belti. Upp- lýsingar í síma 12045, kl. 9.00—18.00 virka daga. Hjálparsveit skáta, Reykjavík MARMARI Kynningarverð á marmara Höfum fengiö söluumboö fyrir vestur-þýskan gæöamarmara. JURA JURA. Seljum næstu vikur á kynningarverði. Harðviðarval hf. Krókhálsi 4, Rvík. Sími: 67 10 10.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.