Morgunblaðið - 08.09.1985, Síða 9

Morgunblaðið - 08.09.1985, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1985 9 HUGVEKJA KIRKJA Á KROSSGÖTUM Annar þáttur eftir SÉRA HEIMISTEINSSON Þegar upp eru dregnar myndir af því tagi, sem hér var gjört fyrir einni viku, hlýtur ævinlega að gæta nokkurrar einföldunar. Svo var og þvi sinni. Ótaldar spurningar vakna. En ég hyggst hvorki bera þær fram né heldur svara þeim. Þær eru betur komnar í brjósti hvers og eins sem gneistar, er síðar gætu tendrað loga og borið birtu um víða vegu. Ein er þó sú spurning, sem vert er að ígrunda öðrum frem- ur: Er ekki hæpið að tala um kirkjuna sem áhorfanda að hnignun þeirrar menningar, er einkenndist af vonglaðri verald- arhyggju og hæst bar um hríð? Er kirkjan nokkuð annað en hluti sömu menningar? Eru henni ekki búin óskilin örlög með þeirri viðamiklu fléttu, sem hún svo lengi hefur verið sam- slungin, ýmist i andófi eða að- lögun? Þessari spurningu verður að svara játandi að hluta til: Kirkj- an ber í farangri sínum drjúgan skerf viðhorfa, sem hún tileink- aði sér á uppgangstimum afhelg- unarinnar. Því góssi skyldi hið allra fyrsta varpað fyrir borð. Farið hefur fé betra. Ef ein- hverjum þykir sem kirkjan sé að hrynja sakir þess uppgjörs, er sá hinn sami hvattur til að endur- skoða viðhorf sín og hugleiða rætur mála að nýju. Sérstaða stríð- andi kirkju Meginsvarið við spurningunni er nefnilega neikvætt. Kirkjan er engan veginn einungis samof- in þeirri arfleifð síðustu tveggja alda, sem nú er að ganga á grunn. Kirkjan byggir fyrst og fremst á allt öðrum grundvall- arviðmiðunum og verðmætum. Þau rekja rætur aftur til stofn- ana kirkjunnar, Jesús Krists, og eru ofar sviptivindum veraldar- sögunnar. Þetta er ekki „trúaratriði", heldur söguleg staðreynd. Fjár- sjóður frumkristninnar hefur æ ofan í æ sýnt sig búa yfir þess konar endurreisnarmætti, er lætur til sín taka í nýjum og nýj- um myndum frá öld til aldar og er frámunalega óháður aðstæð- um á hverjum tíma. t þessum sjóði á kirkjan þann aflgjafa, er nú skyldi hagnýttur á allar lund- ir, einmitt nú, á þeim krossgöt- um, sem orðnar eru hlutskipti okkar. Við höfum alls enga ástæðu til að örvænta. Verum þvert á móti einkar sigurviss. Skirrumst um- fram allt ekki við að hefja á loft þau einföldu en afdrifaríku sannindi, að kirkjan og kirkjan ein býr yfir hugmyndalegum lausnum á vandkvæðum yfir- standandi aldar. Lausnirnar sækir kirkjan til Drottins síns, Jesús Krists. Kristnir menn eru ráðamenn þeirra lausna. Það er ekki sagt af yfirlæti, enda höfum við ekki til þess arna unnið. Einungis er bent á staðreynd. En sú stað- reynd er gleðiefni, sem gjörir okkur kleift að bera höfuðið hátt, án hroka fyrir alla muni, en einnig án lémagna undan- sláttar. Við erum handhafar sannleika, sem hefur staðið af sér umrót aldanna og mun enn gjöra slikt hið sama. Leggjum því kveinstafinn á hilluna, drög- um sverð trúarinnar úr slíðrum og gjörumst „stríðandi kirkja" á ný, að hætti hinna fyrstu læri- sveina Jesú Krists. Tökum frum- kvæðið í umræðu aldarinnar um líf og lífsgildi. Gjörum kristin sjónarmið að umræðugrundvelli og útgangspunkti, þegar fjallað er um mannlega tilveru í öllum myndum. Röng við- brögð kirkjunnar Viðbrögð kirkjunnar við hruni veraldarhyggjunnar hafa eink- um verið á tvo vegu: Annars veg- ar hefur kirkjan hlaupið undir bagga með óttaslegnum full- trúum afhelgunarinnar. Hins vegar hafa einstakir hópar kristsmanna nær og fjær snúið baki við vandamálapakkanum þverum og endilöngum, eigin- lega snúið sér til veggjar og breitt upp yfir höfuð, gefið sig að innra lífi undir formerkjum sér- legra upplifana ellegar markverðrar arfleifðar. Fyrrnefndu viðbrögðin eru skiljanleg, en röng. Sama máli gegnir um síðarnefndu úrræðin. Ræðum þau hvort fyrir sig, hjálparsveitarsjónarmiðið ann- ars vegar, heimsflóttann á hina hlið. Félagsleg athafnasemi Ég gat þess í fyrra þætti, að veraldarhyggja okkar daga hafi týnt framtfð sinni. Fortið á hún enga í eiginlegum skilningi. Hún er gjörsneydd rótfestu í lifandi hefð, styðst ekki við annað en steingjörðar kennisetningar frá 18. og 19. öld. Þær setningar eru þess ekki lengur megnugar að blása lífi í menn eða samfélög. Vart verður séð, að margir taki mark á þeim lengur. Öld sem glatað hefur tengslum við fortíðina og misst sjónar á framtíðardraumi sínum er rúin heildarviðhorfi. Hún er án and- IHUGVEKJA Við höfum alls enga ástœðu til að ör- vœnta. Verum þvert á móti einkar sig- urviss. Skirrumst umfram allt ekki við að hefja á loft þau einföldu en afdrifa- ríku sannindi, að kirkjan og kirkjan ein býr yfir hugmyndalegum lausnum á vandkvœðum yfirstandandi aldar. vörumerki á og lætur falar á út- söluverði. Ekki skal gjört lítið úr við- leitni kirkjunnar til að lina þján- ingar manna með félagslegum aðgjörðum í anda skammvinnra skyndiúrræða hinna ýmsu stjórnmálahræringa. Afskipti hennar af heimsmálum verður heldur ekki löstuð, ef hún hefur þau í frammi á kristnum for- sendum. En það mun lýðum ljóst, að þeim mun rækilegar sem kirkjan temur sig við heimsins hátt því styttri verður bæjarleiðin fram af því hugmyndalega hengiflugi, sem nú blasir við veröld andvana efn- ishyggju. Það skiptir í rauninni ekki máli þótt sjálfsmyndarlaus kirkja hrynji ásamt með sjálfsmyndarlausri samtíð. En lits, yfirbragðs og samstæðrar sjálfsveru. Hún fæst við að leysa úr aðvífandi vandkvæðum frá stund til stundar, en gjörir sér ekki altæka áætlun í nokkru efni. Kirkjan er orðin svo vön því að stika í takt við þessa verald- arhyggju, ýmist í andófi eða að- lögun, að einnig hún virðist í mörgu falli hafa glatað framtíð- arsýn sinni. Ennfremur á kirkj- an það til að blygðast sín fyrir eigin fortíð, svo undarlegt sem það nú hlýtur að virðast. Afleiðingarnar láta ekki á sér standa: Sjálfsmynd kirkjunnar er iðulega óljós. Afhelguð veröld býr við sjálfsmyndarkreppu, og kirkjan tekur ofan sjálfsmynd sína veröldinni til samlætis. Eðlilegt er að kirkjan við þess- ar aðstæður leiti sér athvarfs í verkefnum virkra daga, gangi inn i glaum aldarinnar, eigni sér jafnvel snyrtilega kramvörubúð á stórmarkaði líðandi stundar og selji þar einhverjar nauðsynjar, sem aðrir hafa að vísu á boðstól- um einnig, en kirkjan setur sitt þetta er það sem kynni að gjör- ast, ef svo fer sem horfir. Hitt er alvörumál, ef kirkja, sem stödd er á krossgötum ofan- verðrar 20. aldar, ekki ber gæfu til að þjóna þeim sannleika, sem henni einni er falinn; ekki býr yfir þreki til að taka upp sjálfsmynd sína að nýju og halda henni hátt á loft andspænis ver- öldu, sem Guð hefur skapað og endurleyst og sem þarfnast Guðs; ekki megnar að knýja þá veröldu til að ganga í sjálfa sig og þekkja eigin mynd í mynd kirkjunnar og í mynd þess Guðs, sem skapar og endurleysir. Takist þetta ekki, hefur kirkj- an brugðizt mönnum og Drottni sínum. Þá mun hann rétta fram hönd sína og flytja ljósastikuna um set. Mun þá fara fyrir lítið allt okkar félagsmálavafstur, allir okkar trúartilburðir og öll okkar yfirborðskennda menn- ingarviðleitni, hvort hún nú fremur er stunduð í nafni ný- lundunnar ellegar þeirrar forn- eskju, sem t.a.m. sjálfum mér er hugstæðust. Heimsflóttinn Síðari vjðbrögð kirkjunnar við hruni veraldarhyggjunnar eru jafnvel enn skiljanlegri en hin fyrri. Þar á ég við heimsflóttann. Oðrum þræði höfum við verið á flótta undan afhelguninni alla tíð. Okkur hefur liðið illa innan um þessa flatneskjulegu efnis- hyggju, þessa grunnfærnislegu manndýrkun og órökstuddu bjartsýni. Við erum orðin vön því að snúa baki við þessu með sjálfum okkur, þótt við fyrir kurteisi sakir látum sem ekkert sé. Svo óræstileg sem afhelgunin virðist, eru rústir afhelgunar- innar sýnu nöturlegri. Enginn þarf að undrast, þótt menn í glundroða samtíðar hverfi að innilegu trúarsamfélagi i hópi fárra vina ellegar t.a.m. sökkvi sér niður í litúrgískar unaðs- semdir frá fyrri öldum, en láti sviðna jörð veraldarhyggjunnar einfaldlega lönd og leið. Eigi að síður eru þessi við- brögð jafnvel enn fjær þeirri stríðandi kirkju, sem veröldin nú þarfnast. Það má ekki gleymast eina andartaksstund, að þær hinar hrundu hallir, sem afhelg- unin hírist í og margur einlægur kristsmaður fyrir alla muni vill gleyma, eru einnig skapaðar af Guði, upphaflega í Guðs mynd, og eru ætlaðar til frelsunar, til hjálpræðis og viðreisnar, en ekki til fordæmingar og endanlegrar útskúfunar. Það er þægileg sjálfselska að snúa baki við þess- um brotnu borgum. En það er ekki guðselska, því að Guð býr í rústunum. Afskræmd er mynd hans þar, bæld og beygð á allar lundir. En hún er þar samt og vill rísa úr öskunni. Og gleymi kirkjan þessu, hefur hún enn og aftur gleymt hlutverki sínu og því mannskyni, sem hún á að þjóna. Guð mun þá enn fá ein- hverjum öðrum hlutverkið í hendur, tendra ljós á stiku sinni i nýjum stað, meðan við blund- um undir feldi með höfuð upp að vegg og nærumst á eigin ímynd- unum, alls fjarri honum, sem við þykjumst vera að leita og þjóna. Leitum betur Kirkja á krossgötum okkar eigin aldar gjörir því hvorki rétt í að gefa sig samtíðinni á vald né heldur hafna henni. Annarra viðbragða er þörf. Leitum betur. Leitum þess lífsviðhorfs, þar sem saman fer guðsmynd og heimsmynd. Ræktum þá trú, er meðtekur lífið allt sem sakra- menti guðlegrar náðar og návist- ar. Iðkum þá breytni sem bygg- ist á slíkri trú. Um þau efni verður fjallað í þriðja og síðasta þætti þessa máls. I ! 4 j ! i r v SÖLUGENGI VERÐBRÉFA 9. SEPT. 1985 Sparlsbiteim. happdraettlslán og TerSbiel Sölugengi Avöxtun- Dagafjöldi Ar-flokkur pr.kr.100 arkrafa tll innl.d 1971-1 782,80 Innlv i Seftlab 15. 85 1972-1 20 788,66 7,50% 1972-2 17.185,51 Innlv. i Seðlab 15.09.85 1973-1 12.514,96 Innhr. i Seðlab 15.09.85 1973-2 11.519.54 7,50% 136 d. 1974-1 7.584.97 Innlv. i Seðlab 15.09.85 1975-1 6.072.56 7,50% 121 d. 1975-2 4.513,06 7,50% 136 d. 1976-1 4.103,44 7,50% 181 d. 1976-2 3.358,77 7,50% 136 d. 1977-1 2 946,19 7,50% 196 d. 1977-2 2605,31 Innlv. i Seðlab 10.09.85 1976-1 1 997,68 7,50% 196 d. 1978-2 1.664,34 Innlv i Seðlab 10.09.85 1979-1 1.362,53 7,50% 166 d. 1979-2 1.085,03 Innlv. i Seðlab 15 09.85 1980-1 924,04 7,50% 216 d. 1980-2 732,45 7.50% 46 d. 1981-1 623,65 7.50 % 136 d. 1981-2 454,37 7,50% 1 ér 36 d. 1982-1 427,25 7,50% 172 d. 1982-2 324,76 7,50% 22 d. 1983-1 248,23 7,50% 172 d. 1983-2 157,66 7,50% 1 ár 52 d. 1984-1 153,52 7,50% 1 ar 142 d. 1984-2 145,74 7,50% 2 ár 1 d. 1984-3 140,85 7,50% 2 ar 63 d 1985-1 126,52 7,50% 2 ár 121 d. 1975-G 3.713,65 8,00% 82 d. 1976-H 3.422,37 8,00% 201 d. 1976-1 2.612,39 8,00% 1 ár 81 d. 1977-J 2.338,81 8,00% 1 ár 202 d. 1981-1FL 495,16 8,00% 232 d. 1985-1IB 83,20 11,00% 10 Ar, 1 afb. á árl 1985-2IB 86,16 10,00% 5 Ar, 1 afb. é árl Veðskuldabrél - verðtryggð Lánst 2afb. áári Nafn- vexlir HLV Sölugengi m.v mism ávöxtunar kröfu 12% 14% 16% 1 ár 4% 95 93 92 2ár 4% 91 90 88 3ár 5% 90 87 85 4ár 5% 88 84 82 5ár 5% 85 82 78 6 ar 5% 83 79 76 7 ár 5% 81 77 73 8ar 5% 79 75 71 9ár 5% 78 73 68 10 ár 5% 76 71 66 Veðskuldabréí - orerðtryggð Sölugengi m.v. Lánst. 1 afb. á ári 2afb. áárt 20% 28% 20% 28% lár 79 84 85 89 2 ár 66 73 73 79 3ár 56 63 63 70 4ár 49 57 55 64 5ár 44 52 50 59 Kjarabrel Verðbrélasjóðsins <kngl pr. / « 1, Nafnvwd SöHnwrd 5.000 6.045 50.000 60.450 Orðsending tíl eigenda Sparískírteina Ríkissjóðs: Nú er enn komið að innlausn Spariskírteina 10. og 15. september. Við bendum ó tvo góða ávöxtunarkosti sem geía 13 - 18% vexti umfram verðtryggingu. Kjarabrél Verðbréíasjóðsins og verðtryggð veðskuldabréí. Veróbréfámarkaóur Fjárfestingaifélagsias Fjárhúsinu, Hafnarstræti 7. 101 Reykjavík, sími 28566.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.