Morgunblaðið - 08.09.1985, Side 25
MORGUNELAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1985
25
fá fylgi við hugmyndir sínar? Að
mínu mati eru þeir góðir og er
einkum á tvö atriði að líta í því
viðfangi. Hið fyrra er, að hefð-
bundin miðjustefna í stjórnmálum
hefur beðið skipbrot og það blasir
við hverjum heilvita manni að
fara verður einhverjar nýjar leið-
ir. Leið frjálshyggjunnar er fersk
og spennandi, sameinar hugmynd-
ir um réttlæti og hagkvæmni, og
höfðar sérstaklega vel til ungs
fólks (sem er enn mikilvægari
kjósendahópur en áður, eftir
lækkun kosningaaldurs í 18 ár), en
ungt fólk er yfirleitt móttækilegra
fyrir nýjungum og ekki eins bund-
ið á klafa hagsmuna eins og hinir
sem eldri eru. í annan stað er
frjálshyggjan, sem samþykkt var
mótatkvæðalaust á einhverju fjöl-
mennasta SUS-þingi sem haldið
hefur verið, með jarðsambandi, ef
svo má komast að orði. Þetta at-
riði er ákaflega þýðingarmikið
með því ýmsum hefur fundist (og
það kannski ekki að ófyrirsynju),
að frjálshyggjumenn væru svo
róttækir í nýsköpunarhugmynd-
um sínum að erfitt, ef ekki óger-
legt, yrði að eiga við þá samvinnu
: í raunhæfu stjórnmálastarfi á
„vettvangi dagsins". Hver sá sem
kynnir sér samþykktir SUS-
þingsins, hvort sem er á sviði at-
vinnumála eða velferðarmála,
hlýtur að verða að viðurkenna, að
ungir sjálfstæðismenn eru engir
skýjaglópar. Tillögur þeirra eru
sýnilega hugsaðar sem raunhæfur
valkostur í stjórnmálabaráttunni.
Ég veit að þær hafa verið lengi i
smíðum og að baki þeim liggur
mikil vinna og umræða innan
SUS. Þetta held ég að skýri hvers
vegna þær mættu ekki neinni and-
stöðu á þinginu. „Miðju-mennirn-
ir“ innan SUS geta fellt sig við
þær, enda hafa þeir tekið þátt i að
móta þær í það Jarðbundna" horf,
sem þær eru nú i. Auðvitað verður
róðurinn þyngri meðal eldri
flokksmanna, en það er alls engin
ástæða til að ætla annað en að
ýmsar ályktanir SUS-þingsins
geti fengið hljómgrunn meðal
þeirra og síðan kjósenda, ef að
kynningu þeirra er staðið jafn
myndarlega og innan SUS.
Veikleiki SUS
Fjölmennasti hópurinn á Akur-
eyrarþingi SUS voru ungmenni á
aldrinum 16—25 ára o^ innan þess
hóps er skólafólk í meirihluta.
Þetta er út af fyrir sig styrkleika-
merki (ekki sist með tilliti til kom-
andi kosninga), en það er sam-
setning eldri hópsins (25—35 ára),
sem gæti verið áhyggjuefni. Þar
vantar t.d. fleiri grunnskóla-
kennara, fóstrur og hjúkrunar-
fræðinga, svo dæmi séu tekin af
þeim starfsstéttum, sem mikill
hávaði hefur verið út af. Hinar
róttæku tillögur SUS í „velferð-
armálum" snerta einmitt það fólk
sem þessum störfum gegnir og það
þarf engum að koma á óvart að
það mun snúast gegn þeim ef því
finnst sérhagsmunum sínum
ógnað. Þess vegna er afar mikil-
vægt að ungir sjálfstæðismenn
ræði við það og geri þvi ýtarlega
grein fyrir hugmyndum sínum.
í r. •
25 þúsund nýir kjósendur
í lokaræðu sinni á þinginu veik
Vilhjálmur Egilsson að þeim
tvennum kosningum sem verða
ipilH 28. og 29. þings SUS: „Við
þessar kosningar munu 25.000
kjósendur ganga að kjörborðinu í
fyrsta sinn. Það er verkefni okkar
að vinna Sjálfstæðisflokknum
fylgi hjá þessum jafnöldrum
okkar. Það mun kosta vinnu og
baráttu, en umfram allt kostar
það að við mótum okkur skýra
stefnu sem höfðar til okkar kyn-
slóðar. Við verðum að geta gefið
henni von um að stuðningur við
Sjálfstæðisflokkinn sé atkvæði
' með framtiðinni og bættum lífs-
kjörum. Atkvæði með valfrelsi,
vexti og velferð."
Ég held að þetta sé einmitt
kjarni málsins. Og það veltur á
miklu hvernig að þessum mál-
flutningi verður staðið. Tækifærið
er fyrir hendi, og það væri hryggi-
legt ef það glataðist.
jbbsusmow
ReyKJ®®*dhúsinu),
____________
tkonura°w
freestafe, liSímótiWuitl'nftl
Einnige'J* isamlœ*n’ls'fthara
K Skelfanl^íV ^jft
!><■ n kl ,4"‘
s&Sr****
einstakUnð3' 83 ...
^VSStiskennsia
laugara- r t kL 14-ir-
Þeir sem reynt hafa, þekkja
þá sérstöku tilfinningu að
vakna á ensku úrvalshóteli
og skipuleggja daginn við
girnilegt morgunverðarborð-
ið. Óhætt er að mæla með
verslunarferð um morguninn
með viðkomu í Oxford Street
eða á Portobello Road og
Haymarket. Þeir yngri ættu hik-
laust að kíkja í tískuverslanirnar
á Kings Road. Sjálfsagt er
síðan fyrir alla að líta inn í
stóru verslanahúsin. Á út-
sölunum er oft hægt að
gera frábær kaup.
Hádeginu er vel varið á enskum
pöbb. Maturinn er bæði ódýr
og góður og andrúmsloftið
líkt. Eftir hádegið er tilvalið að skoða sig um
og heimsækja eitthvert af 400
söfnum borgarinnar eða lista-
miðstöðina Barbican.
Kvöldinu er vel varið á ein-
hverjum góðum veitinga-
stað. Þú notar bara næsta
kvöld til að sjá leikritið, ball-
ettinn, fara á tónleika eða
söngleik - þú getur valið á
milli Starlight Express,
Chess, Mutiny og ótal fleiri.
Sérstakur starfsmaður Úr-
vals í London annast miðapant-
anir og hvers kyns aðstoð. Þegar
dimma tekur opnar Pétur í
Stringfellow dyrnar á næt-
urklúbbi sínum - þar eru
Islendingar velkomnir.
_________________________ Kvöldinu má ljúka í spilavíti
rm 1 Tm -■ c% nn- þú ert nú einu sinni í London.
FRA KR. 10.822 I sérstökum hópferðum 20.
sept., 3. og 17. okt. tekur
íslenskur fararstjóri á móti þér á flugvellinum
og rúta ekur þér að dyrum White House eða
Gloucester hótelsins. Önnur hótel sem við bjóðum
uppá eru m.a. Cranley Gardens, London Metropole
og Selfridge - allt ósvikin úrvalshótel.
URVALSFRl
í HEIMSBORGINNI
FYRIR VERÐ
Þótt knattspyrna sé ekki
eitt af áhugamálunum
ættirðu endilega að fara
á heimaleik Arsenal eða
Tottenham - þú athugar
bara að sýna réttan lit!
Dæmi um verð:
Helgarferð (3 dagar) kr. 13.822.-pr, mann
Vikuferð (7 dagar) kr. 18.919.-pr. mann
FERMSKRIFSrOFAN ÚRVAL
Ferðaskrifstofan Úrval v/Austuvöll. Sími 26900.