Morgunblaðið - 08.09.1985, Síða 33

Morgunblaðið - 08.09.1985, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1985 33 Aðalatriðið er hvernig til tekst." Nú beinisL talið að þvi hvernig gangi að selja myndir. Karl segir sölu hafa yfirleitt verið frekar daufa. „Maður þarf að selja mynd- ir,“ segir hann. „Aðrir við þessa götu selja harðfisk eða peysur. Hér eru það málverk. Það hefur verið jöfn og þétt sala i vissum „mótífum" aðallega landslags- myndum með fjöllum, kjarri og litlum lækjum. Eg hef ekki málað mikið af slikum myndum. Kannski eitthvað þegar ég var 13 til 14 ára. Þetta er ekki sagt af því slíkar myndir þurfi að vera slæmar. Það sýna hinar framúrskarandi mynd- ir Kjarvals, Ásgríms og Jéns Stef- ánssonar. Kannski hefur ekki ver- ið gert betur í íslenskri myndlist en þeir gerðu. Eg hef lengst af málað með sterkum og andstæðum litum af því það hentar mér,“ heldur Karl áfram. „En það er svo einstak- lingsbundið hvaða liti menn nota. Mér dettur í hug „Útigangshestar“ eftir Jón Stefánsson. Það verk er mikið málað í einum lit sem hann hefur einhvern járnaga á. Það er frábær mynd. Ánnars er það nú svo með málverkið að maður nýt- ur þess og skilur með augunum en ef maður ætlar að færa form og liti yfir í orð þá vandast málið.“ Karl segist hafa farið fljótt að mála með olíulitum. Þeir litir hafi þá möguleika að hægt sé að vinna myndina aftur og aftur. Um tússið gegni öðru máli. Það sem málað sé með tússi það standi. „Þar er ekki hægt að taka neitt upp. Það er því mikill munur á olíu og tússi, ég er yfirleitt lengi að mála svo það get- ur verið gott að fara yfir í alveg óskylt efni,“ segir Karl. „Á sýningunni i Listmunahús- inu eru nokkrar myndir sem ég hef verið að mála sl. átta ár. Það hafa orðið miklar breytingar á þeim á þessum langa tíma. Mér fannst þær aldrei nógu góðar og kannski eru þær enn ekki nógu góöar, en þó eru þær betri en þær voru áður.“ Þegar við Karl kvöddumst á Mensu varð að samkomulagi okkar í millum að ég kæmi aftur um klukkan fimm þann sama dag til að sjá myndirnar. Gylfi Gislason myndlistarmað- ur var að aðstoöa Karl við að velja stað fyrir málverkin þegar ég kom aftur niður í Listmunahús. Dregn- ar ákveðnum dráttum í andstæð- um litum stóðu þær i röðum við veggina. Við gengum fram og aft- ur um salinn, skoðuðum myndirn- ar og ræddum um hugsanleg nöfn á þær. Karl segir mér að hann hafi þann háttinn á að skíra myndirn- ar rétt áður en þær komi fyrir sjónir almennings. Hann sýnir mér stóra olíumynd sem hann kvaðst hafa byrjað á ár- ið 1979 og verið að mála i fram á þennan dag. Á þessum tíma kvað hann hana hafa fengið á sig marga liti. Nú er myndin stór hvítur flötur sem rofinn er af svörtum línum sem minna helst á örlagalínur í risastórum lófa. Hann strýkur yfir myndflötinn með annarri hendi og bendir mér á hvernig sums staðar megi sjá móta fyrir þykkum pensilförum undir hvíta fletinum og hvernig gegnum hann glitti víða i ýmsa liti sem áður prýddu myndflötinn. — Þarna kveð ég Karl Kvaran. Undir myndinni sinni stóru, sem hann hefur lagt svo mikla vinnu i, þrýstir hann hönd mfna með báð- um höndum og hlýjan í handtak- inu fylgir mér út á götuna. Lausgyrtir læknar Myndbönd Sæbjörn Valdimarsson LOVING COUPLES ★★ Leikstjóri Jack Smight. Framleið- andi David Susskind. Kvik- myndataka Phlip Lathrop. Tónlist Fred Karlin. Handrit Martin Donovan. Aðalhlutverk Shirley MacLaine, James Coburn, Susan Sarandon, Stephen Collins, Sally Kellerman, Mary Martin. Banda- rísk, gerð 1980. 94 mín. Kvenlæknir nokkur, (Shirley Maclaine), fer að halda við fyrrverandi sjúkling sinn, með þeim óskaplegu afleiðingum sem kallast makaskipti. Maður hennar, frægur skurðlæknir, (James Coburn), fer semsé að búa með kærustu sjúklinsins, (Susan Sarandon), til sárabóta. Allt gengur eins og í sögu um tíma, en slæm fráhvarfsein- kenni fara að gera vart við sig þegar á iiður. Myndin hefur sjálfsagt átt að vera djörf og frjálsleg, algjört æði þegar hún kom á markað- inn 1980, en í dag er hún orðin allt að þvi gamaldags, brosleg og stirð. Hún tekur sig líka full alvarlega til að geta kallast ást- arlífsfarsi í ætt við þá sem fransmenn eru snillingar að skrúfa saman úr hinum skop- legustu aðstæðum og uppákom- um. Einhvers staðar undirniðri á að finna þann boðskap að hollast sé sinni frú að hátta hjá, en sú rödd verður hjáróma i bitlausu handriti. Þá eru nokkrir óheyrilega væmnir tónlistarkaflar í myndinni. Þeir komust í tísku á sjöunda og átt- unda áratugnum, en heyra nú fortíðinni að mestu leyti til. Og sakna þeirra sjálfsagt fáir. Eina ástæðan og reyndar nokkuð góð til að sjá Loving Couples (ósköp þykir mér ann- ars vesældarlegt þegar inn- flytjendur treysta sér ekki til að finna þokkalegt íslenskt nafn á myndbönd sin, hlálegast þó er þeir gera sig ánægða með útlenskt heiti þeirra sem þarf þó undantekningarlaust að koma fram á hulstrinu,) er frammistaða ágætra leikara, sem krafla sig í gegnum slælegt handrit, undir slælegri leik- stjórn, af aðdáunarverðu hug- rekki. James Coburn er undir- metinn leikari sem aldrei bregst. Hann á bestu sprettina í Loving Couples. Hæfileikar þeirra Shirley MacLaine og Susan Sarandon fá ekki notið sín í þessari bragðdaufu gam- anmynd, jafnvel Collins á betra skilið. Leikstjórn Jacks Smight er hversdagsleg. Þessi eitt sinn efnilegi leikstjóri, (No Way To Treat a Lady), virðist orðinn í hugmyndasljórra lagi. Loving Couples er ein af fáum, (og flestum mislukkuðum), til- raunum Time-Life-stórveldis- ins til að komast inn á kvik- myndamarkaðinn um og eftir ’80. mtafí -jafhvel á mámtdö Nýja sunnudagsjógúrtin sér fyrir því - þykk og íburðar- míkil. Gædd ávöxtum og öðrum fjörefnum í ríkum mæli. Tegundimar eru tvær-, ein með jarðarberjum og banönum - önnur með kryddlegnum rúsínum. Sunnu* Gleðileg viðbót við góða skapíð. nmr 50ÁRA- Al IK hf 3 14A

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.