Morgunblaðið - 08.09.1985, Qupperneq 37
36
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1985
fltargtiitHfifrifr
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fróttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavfk.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Bjöm Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift-
argjald 400 kr. á mánuði innanlands. í iausasölu 35 kr. eintakiö.
Gorbachev,
Sakharov og
barn Tarkovskí-
hjónanna
Að undanförnu hefur mikið
verið látið með Gorbach-
ev, hinn nýja ieiðtoga Sovét-
ríkjanna, á Vesturlöndum.
Talað hefur verið um hann
sem fulltrúa nýrrar kynslóðar
og búast megi við miklum
breytingum á utanríkisstefnu
Sovétríkjanna og raunar í inn-
anlandsmálum einnig. Þetta
er ekki í fyrsta sinn, sem fjöl-
miðlar á Vesturlöndum falla
fyrir nýjum leiðtogum í Sov-
étríkjunum. Þess er skemmst
að minnast, hvernig fjallað
var um Andropov fyrir nokkr-
um misserum, þrátt fyrir
langan feril hans hjá hinni al-
ræmdu leyniþjónustu Sovét-
manna, KGB. Fyrir aldar
fjórðungi var Krúsjoff, þáver-
andi leiðtogi Sovétríkjanna,
eitt helzta eftirlæti fjölmiðla
hins vestræna heims, sem
töldu valdatðku hans tákna
nýja tíma.
A sama tíma og vestrænir
fjölmiðlar lofa Gorbachev,
sem boðbera nýrra tíma aust-
ur þar, beinist athyglin enn
einu sinni að hlutskipti sov-
ézka vísindamannsins Andrei
Sakharov. Hvers vegna í
ósköpunum sleppa Sovétmenn
þessum manni ekki úr landi?
Meðan hann bjó í Moskvu var
hann hundeltur af útsendur-
um KGB, sem vöktuðu hann
við hvert fótmál. Þegar það
dugði ekki til var hann sendur
í útlegð innan Sovétríkjanna
til borgar, sem enginn Vestur-
landabúi fær að koma til. Fjöl-
skylda Sakharovs fær nánast
engar fréttir af honum eða
hvernig heilsu hans er háttað.
Þegar fréttir gjósa upp á Vest-
urlöndum um það, að hann sé
látinn fer ákveðið kerfi í gang
í Sovétríkjunum, sem byggist
á þvi að nota mann nokkurn í
Moskvu, sem lengi hefur verið
á mála hjá KGB en jafnframt
haft sambönd við dagblöð í
Bretlandi og Þýzkalandi til
þess að leka einhvers konar
fréttum, stundum sjón-
varpsmyndum af Sakharov,
gjarnan með blað í höndum,
þar sem dagsetning sést, til
þess að sýna það og sanna, að
hann sé lifandi.
Þessi leikur er nú búinn að
standa yfir í allmörg ár. Hann
er að vísu endurtekning á
meðferð annarra andófs-
manna í Sovétríkjunum en í
tilfelli Sakharovs er þetta
grárri leikur en nokkru sinni
fyrr.
Þá fyrst væri tilefni til þess
að ræða það yfirleitt, hvort
valdataka Gorbachevs hefði í
för með sér breytingar á
stefnu og vinnubrögðum Sov-
étstjórnarinnar, ef hinn nýi
leiðtogi Sovétríkjanna beitti
sér fyrir því, að Sakharov
fengi fararleyfi til þess Iands,
sem hann óskaði eftir. Meðan
Sakharov situr í útlegð og ein-
angraður er fáránlegt að tala
um ný vinnubrögð í Moskvu,
þótt aðalritari kommúnista-
flokksins þar láti svo lítið að
taka í hönd verkafólks. En það
er að vísu dæmigert fyrir þá
yfirborðsmennsku sem tröll-
ríður hinum vestræna fjöl-
miðlaheimi að telja slíkar til-
tektir tákn um stefnubreyt-
ingu.
Sakharov er ekki eini ein-
staklingurinn í Sovétríkjun-
um, sem sætir illri meðferð af
hálfu stjórnvalda þar. Fleiri
eiga um sárt að binda af þeim
sökum. Athygli okkar íslend-
inga hefur undanfarna mán-
uði beinzt að öðru slíku dæmi,
þar sem'er viðleitni rússneska
kvikmyndaleikstjórans Tar-
kovskýs og konu hans til þess
að fá barn sitt frá Sovétríkj-
unum. Hvers konar grimmd-
aræði er það í þessu landi, sem
veldur því, að fólk getur ekki
fengið barnið sitt til sín, þótt
því hafi sinnazt við stjórnvöld
austur þar? Er einhver sérstök
ástæða til að brosa breitt
'framan í þá valdamenn, sem
stjóma slíku kerfi? Athygli
okkar íslendinga hefur beinzt
sérstaklega að máli Tar-
kovský-hjónanna vegna þess
að íslenzk leikkona, Guðrún S.
Gísladóttir, hefur nýlega leik-
ið í kvikmynd sem Tarkvoský
vinnur nú að. Það er fyllsta
ástæða til þess fyrir islenzk
8tjórnvöld að beita þeim áhrif-
um, sem þau hafa yfir að ráða
til þess að hjálpa Tar-
kovský-hjónunum. Slík aöstoð
hefur áður borið árangur fyrir
annan landflótta Rússa, Vlad-
Smir Askenasí. ,
Axel Jónsson
Sjálfstæðismenn í Kópa-
vogi hafa í 30-40 ára sögu
þess byggðarlags verið í
allt annarri stöðu en
flokksbræður þeirra í
öðrum sveitarfélögum á
höfuðborgarsvæðinu. Þeir
hafa jafnan verið minni-
hlutaflokkar og sjaldan átt aðild að
myndun meirihluta í bæjarmálum. Þessi
ólíka staða á sér sögulegar forsendur,
sem hér verður ekki fjallað um. Hitt er
ljóst, að á þessu tímabili hefur Sjálf-
stæðisflokkurinn verið byggður upp
smátt og smátt og er nú stærsti og öflug-
asti flokkurinn í bæjarmálum Kópavogs,
þótt hann sé þar enn í minnihluta.
Einn þeirra manna, sem átt hafa
mestan þátt í þessari eflingu Sjálfstæð-
isflokksins í Kópavogi, var Axel Jónsson,
fyrrum alþingismaður og bæjarfulltrúi,
sem nú er látinn. Þessi hógværi maður
var kjölfestan í starfi Sjálfstæðisflokks-
ins í stærsta kaupstað landsins utan
Reykjavíkur um langt árabil. Hann var
einn þeirra stjórnmálamanna, sem átti
auðvelt með að sýna pólitískum and-
stæðingum fyllstu sanngirni. Þess vegna
var á hann hlustað í þeirra röðum. Hvort
sem hann var í minnihluta eða meiri-
hluta í bæjarstjórn Kópavogs hafði hann
áhrif á gang mála.
Axel Jónsson átti margvísleg sam-
skipti við Morgunblaðið á löngum starfs-
ferli. Fyrr á þessu sumri lét hann vin-
samleg orð falla við höfund þessa
Reykjavíkurbréfs um uppbyggingu
Morgunblaðsins á undanförnum árum,
fjölbreyttni þess og starfsemi alla. Hlý-
hugur hans í garð blaðsins kom berlega
í ljós hvað eftir annað. Axel Jónsson
mun skipa veglegan sess í sögu Sjálf-
stæðisflokksins í Kópavogi og bæjarfé-
lagsins sjálfs.
Breytingar í
landbúnadi
Sviptingar í landbúnaði hafa verið
miklar á undanförnum árum og áratug-
um. Líklega hefur engin atvinnugrein
byggt upp jafn öflug og áhrifarík hags-
munasamtök og landbúnaðurinn. Þetta
hefur ekki sízt byggzt á þeim mikia pólit-
íska styrk, sem bændur hafa haft í
landinu m.a. vegna kjördæmaskipunar.
Að öðru leyti stendur landbúnaðurinn
auðvitað mjög djúpum rótum í samfélagi
okkar og byggir því á gömlum merg.
Hvað sem þessu líður er ljóst, að
landbúnaðurinn stendur nú á miklum
tímamótum. í upphafi þessarar aldar
var landbúnaðurinn önnur höfuðat-
vinnugrein landsmanna. Þann sess skip-
ar landbúnaðurinn ekki lengur. Við-
fangsefni hans nú er að draga saman
seglin og laga sig að breyttum aðstæð-
um. Það er óhjákvæmilegt, að umsvif
hins hefðbundna landbúnaðar minnki
verulega á næstu árum og að því verði
stefnt, að framleiðsla hans á kjöti og
mjólkurafurðum verði í samræmi við
innanlandsneyzlu.
Tæknivæðing hefur verið mikil í land-
búnaði á undanförnum áratugum bæði
hér og erlendis. Það er nánast ótrúlegt
hvað tiltölulega fámennur hópur getur
framleitt mikið magn af matvælum.
Þótt bændum hafi fækkað mikið á
undanförnum árum má búast við, að sú
þróunn haldi áfram m.a. á þann veg, að
nýir bændur komi ekki í stað þeirra, sem
hætta búskap fyrir aldurs sakir.
Landbúnaðurinn er að ganga í gegnum
breytingar atvinnugreinar, sem er að
dragast saman. Slík breyting hefur
margvísleg vandamál í för með sér fyrir
fólkið, sem byggt hefur afkomu sína á
búskap. Þess vegna á það að vera lykil-
þáttur í aðgerðum landbúnaðarins til
þess að aðlaga sig breyttum aðstæðum
að auðvelda þessu fólki að hætta búskap
án þess að það verði eignalaust. Eðlilegt
er, að almannavaldið komi þar til skjal-
anna.
Slíkar breytingar í landbúnaði snerta
ekki einungis bændur sjálfa og skyldulið
þeirra. Nokkur kauptún í landinu hafa
byggzt upp, sem þjónustumiðstöðvar
fyrir landbúnaðarhéruð. Fólkið í þessum
byggðarlögum getur einnig staðið
frammi fyrir afleiðingum samdráttar í
landbúnaði. Það er t.d. augljóst, að
vinnslustöðvum landbúnaðarins hlýtur
að fækka, þegar fram í sækir.
Vinnslustöðvar landbúnaðarins hafa
margar hverjar staðið sig frábærlega
vel í þróun vöru, sem neytendum er
þóknanleg. Þetta á sérstaklega við um
mjólkurvörurnar, sem hafa náð miklum
gæðum. Kjötvinnslan er ekki komin eins
langt 1 sinni uppbyggingu.
Margir forystumenn bænda líta
raunsæjum augum á stöðu landbúnaðar-
ins nú og gera sér grein fyrir því, sem
þar er á ferðinni. Það mundi auðvelda
þessar breytingar mjög, ef raddir þeirra
yrðu ráðandi í röðum bænda. Þá má
einnig vænta jákvæðari viðbragða af
hálfu neytenda og skattgreiðenda í
umræðum um aðstoð við landbúnaðinn
á þessu breytingaskeiði.
Suður-Afríka
Athygli fólks beinist nú mjög að
Suður-Afríku og framvindu' mála þar.
Auðvitað er ljóst, að hvítu mennirnir
geta ekki til lengdar haldið blökkumönn-
um frá áhrifum á landsstjórnina. Á hinn
bóginn fer ekki á milli mála, að saga
hvítra manna í Suður-Afríku er önnur
en hvítra manna í því ríki, sem áður hét
Rhódesía. Þess vegna er varasamt að
leggja þróunina í þessum tveimur lönd-
umaðjöfnu.
Umræður um málefni Suður-Afríku
vekja upp margvíslegar siðferðilegar
spurningar, ekki sízt fyrir Evrópubúa,
sem telja sig vera sterkari á svellinu í
þeim efnum en flestar aðrar þjóðir
heims. Nú er mikið rætt um margvísleg-
ar refsiaðgerðir í garð Suður-Afríku.
íþróttamenn þaðan megi ekki taka þátt
í kappleikjum annarra þjóða, ekki skuli
keyptur varningur frá Suður-Afríku
sv.frv. Refsiaðgerðum af þessu tagi var
haldið uppi gagnvart hvítu minnihluta-
stjórninni í Rhódesíu á sínum tíma og
gáfust misjafnlega vel.
Spurningin, sem lýðræðisþjóðir Vest-
urlanda standa hins vegar frammi fyrir
í þessu sambandi er: ef við neitum hvít-
um íþróttamönnum frá Suður-Afríku
um þátttöku í kappleikjum vegna kúgun-
ar þeirra á blökkumönnum, hvers vegna
neitum við ekki einnig að keppa við
íþróttamenn frá alræðisríkjum Austur—
Evrópu. Er kúgun hvítra manna í Suð-
ur-Afríku á blökkumönnum þar verri
en kúgunaraðgerðir Sovétmanna í Afg-
anistan frá siðferðilegu sjónarmiði séð?
Er fangelsun Nelson Mandela í Suður—
Afríku verri að þessu leyti en fangelsun
leiðtoga Solidarnoc í Póllandi eða inni-
lokun Sakharovs í Sovétríkjunum? Hver
er hinn siðferðilegi munur á kúgunarað-
gerðum hvítra manna í Suður-Afríku
og kúgunaraðgerðum kommúnista-
stjórnanna í Austur-Evrópu? í umræð-
unum um Suður-Afríku verða Evrópu-
menn að hafa manndóm í sér til þess
að svara þessum spurningum.
í umræðum hér á íslandi hefur annar
þáttur þessa máls skotið upp kollinum.
Á sunnudaginn var, birti Morgunblaðið
viðtal, sem tekið var við Nelson Mandela
í fangelsi því, sem hann hefur setið í
nú um aldarfjórðung, frá því að hann
var kornungur maður tekinn höndum.
Jafnframt birti Morgunblaðið viðtal við
Hilmar Kristjánsson sem búsettur hefur
verið í Suður-Afríku í um 20 ár. Sjónar-
mið þessa íslendings eru áreiðanlega
andstæð skoðunum langflestra íslend-
inga á þessu máli. Þjóðviljinn taldi það
hneykslanlegt af Morgunblaðinu að
birta viðtalið við Hilmar Kristjánsson.
MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR & SEPTEMBER 1985
37
-—-ÍU ^
REYKJAVIKURBREF
laugardagur 7. september
Síðsumarsblfóa viö höfnina á Grundarfirði. Kirkjufell f baksýn.
Morgunblaðið/ Stcfán Hjartaraon
Hvers vegna? Ef við viljum halda lýð-
ræðishefðir okkar í heiðri verðum við
þá ekki að viðurkenna rétt meðbræðra
okkar til þess að hafa aðrar skoðanir
en við hin og rétt þeirra til þess að kynna
þær á opinberum vettvangi? Á hvaða
siðferðilegum grunni ætla menn að
standa ef þeir segja sem svo: þú hefur
svo ógeðslegar skoðanir, sem svo til allir
eru á móti, að við birtum ekki það sem
þú segir. Hvar á að draga þessa línu?
Hvar ætlar Þjóðviljinn að draga hana?
Það er líka eftirtektarvert, að úr
annarri átt er veitzt að fréttamanni
sjónvarps í Velvakandabréfi fyrir það
að flytja fréttir um þessi mál, sem bréf-
ritara voru ekki þóknanlegar. Eru
fréttamenn að koma í stað sendiboða,
sem fyrr á öldum voru teknir af lífi fyrir
það eitt að flytja váleg tíðindi?
Vandi sjávarútvegs
Núverandi ríkisstjórn hefur setið að
völdum í rúm tvö ár. Þrátt fyrir það
sjást þess engin merki, að hún hyggist
taka á vandamálum sjávarútvegsins á
þann hátt að máli skipti. Sjávarútvegin-
um er að blæða út. Eignir hans eru að
brenna upp í taprekstri ár eftir ár. Ef
svo heldur fram sem horfir verða ekki
mörg ár þangað til sjávarútvegsfyrir-
tækin í landinu standa uppi eignalaus.
öll atorka ríkisstjórnarinnar virðist
fara í það að framfylgja kvótakerfinu.
Að öðru leyti eru þar til bær yfirvöld
að setja togara á nauðungaruppboð, sem
út af fyrir sig getur verið heilsusamlegt.
Fiskvinnslan stendur frammi fyrir
því, að hún fær ekki lengur fólk til vinnu
fyrir þau laun, sem hún býður upp á.
Póstmaður vestur á fjörðum sagði við
höfund Reykjavíkurbréfs í sumar, að
hann sæi eftir því hvað hann hefði unnið
lengi í frystihúsi. Það væri alltof erfið
vinna fyrir svipað kaup og hann fengi í
þjónustustarfi hjá ríkinu. Sums staðar
er ekki lengur hægt að halda frystihús-
um gangandi nema með útlendingum
og í þeim efnum tekst misjafnlega til
um ráðningar.
Vinnuaflsskortur í frystihúsum og
hátt verðlag á ferskum fiski í Bretlandi
veldur því, að nú vantar fisk á Banda-
ríkjamarkað. Afleiðing þess ef við getum
ekki tryggt föstum viðskiptavinum okk-
ar nægan fisk verður sú, að þeir snúa
sér annað með viðskipti sín. Á meðan
sjávarútveginum blæðir út hefur hann
litinn, sem engan mátt til þess að takast
á við þessi vandamál. Því miður er hins
vegar ekkert sem bendir til þess að
ríkisstjórnin hyggist taka á grundvallar-
vanda sjávarútvegsins.
Sumir segja, að rótin að vanda sjávar-
útvegsins séu erlendar lántökur. Verði
þeim hætt muni draga úr þeirri þenslu,
sem sogi vinnuaflið úr sjávarútveginum
til sín. M.ö.o. þá hafi fólk ekkert annað
að leita en í frystihúsin. Vera má, að
eitthvað sé til i þessum kenningum. En
það kann ekki góðri lukku að stýra fyrir
sjávarútveginn 1 framtíðinni, ef hann
getur ekki fengið vinnuafl á þeim kjör-
um, sem hann býður nema vegna þess
að fólk hefur ekkert annað að leita. Sú
lausn á vanda sjávarútvegsins sýnist
vera með býsna neikvæðum formerkj-
um.
Hugmyndasnauð
pólitík
Á máli manna víðs vegar um land
má finna mikla óánægju með stjórn-
málamenn og flokka. Skýringin er ekki
bara sú, að afkoma fólks sé léleg. Þjóðin
þarf líka á andlegri næringu að halda.
Hana sýnist hvergi vera að fá um þessar
mundir. Stjórnmálamennirnir veita
þjóðinni ekki þá hugmyndaríku forystu,
sem hún þarf á að halda. Stundum þarf
að tala við kjósendur um annað en verð-
bólgu og efnahagsmál. Það heyrir til
undantekninga, að stjórnmálamenn geri
það. Þess vegna ríkir deyfð og drungi
yfir pólitíkinni í landinu. Þar er enga
hugljómun að fá. Þar er engin skapandi,
hugmyndarík forysta, sem vísar veginn
framávið. En er þá forystu að finna á
öðrum sviðum þjóðlífsins?
„í upphafi þessar-
ar aldar var land- V
búnaðurinn önnur
höfuðatvinnugrein
landsmanna.
Þann sess skipar
landbúnaðurinn
ekki lengur. Við-
fangsefni hans nú
er að draga saman
seglin og laga sig
að breyttum að-
stæðum.“