Morgunblaðið - 08.09.1985, Síða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1985
ÁSGEIR JAKOBSSON VERALDLEGAR SUNNUDAGSPRÉDIKARNIR
í mínningu syndarinnar
að verður margt undarlegt
séð undan reynslupottlok-
inu, þótt ekki sé maður
háaldraður. Ekki er hægt annað
en vera stoltur, þótt fylgi söknuð-
ur, af skjótleika þessarar þjóðar
við að kasta þvi gamla sálaramboði
syndinni út í buskann. Þjóðin er
alltaf að monta sig af, hversu
snarlega hún hafi fleygt frá sér
> orfinu og árinni, en nefnir aldrei
syndina og hún heyrist ekki i tali
manna lengur. Prestar, sem hafa
enga aðra formúlu um synd en hin
fátæklegu orð biblíunnar, eru
hættir að taka sér orðið í munn á
stólnum. Það myndu allir kirkju-
gestir reka upp skellihlátur, ef
prestur færi að þruma af stólnum
við fullorðið fólk:
„Þú skalt ekki drýgja hór“, eða
yfir unglingum: „Heiðra skaltu
föður þinn og móður.“ Liklega
hættu kirkjugestir að hlæja, þeim
ofbyði og gengju út ef þeir fengju
yfir sig: „Þú skalt ekki girnast
eigur náunga þíns“, sannfærðir um
að presturinn þeirra væri orðinn
kolvitlaus.
Ég er ekki sérfróður í þróun
syndarinnar um aldirnar, þótt við
mér blasi, að þjoðin hefur gersam-
lega týnt henni, og mér finnst það
gera mannlífið fátæklegra; það
fylgdi syndinni svo mikið líf, og
ekki þarf annaö en fletta uppá
Vídalínspostillu til að sjá, hvað
syndin var merkilegt mannlífs-
fyrirbæri. Skyldi Vídalín hafa trú-
að því að sá timi kæmi, að menn
læsu postillu hans sér til skemmt-
unar? Varla.
En það dugir nú ekki að gráta
Björn bónda meðan báðir fætur
eru jafnlangir, eins og þeir segja
í háskólanum.
Við höfum misst syndina, þetta
gamla og góða hitunartæki, sem
yljaði svo mörgum á fyrri tíð,
jafavel í bruna bæði andlega og
líkamlega.
Þeim manni og þeirri þjóð er
mikill vandi á höndum, sem iifir
syndlaus. Fólk hélt sig öðlast
þægilegra lif, ef það kastaði synd-
inni. Það hefur reynzt mikill mis-
skilningur. Hún var mörgum hald-
góður stafur í lífinu, menn gengu
beinni veg, að vísu ekki altaf
þröngan, en ösnuðust þó ekki útum
alla móa í hátterni sínu, eins og
nú vill verða um hinn syndlausa
mann.
Ég var of seint á ferð til að
kynnast syndinni neitt að marki
og er nú eiginlega að tala um hana
uppúr fornum fræðum, en þó rám-
ar mig í eitt og annað, sem heyrði
undir synd og boðorðin lærði ég
alltént nógu vel til þess að vita,
þegar ég var að brjóta þau, og það
er betra en ekki. Sum þeirra leit
maður að vísu á eins og prentvillu
í kverinu, eða ættu við grænmeti-
sætur í Gyðingalandi en varla
menn, sem aldir væru upp á hrogn-
um og lifur.
Það var reyndar alls ekki erindið
i þessum pistli að ræða fræðilega
um syndina, aðeins minnast á
þennan þjóðarmissi, sem væri að
henni. Hugleiðingarnar vöknuðu
upp af öðrum skyldum.
Daglega má lesa í blöðum um
hin herfilegustu afbrot unglinga,
svo sem að ungur piltur hafi ráðist
á gamla konu, lamið hana og fleygt
henni i götuna og rænt hana veski
sínu með ellilifeyrinum eða hópur
unglinga hafi gert sér leik að því
að traðka niður fagran blómareit,
eða unglingar sigli til útlanda og
komi heim með eiturhylki i enda-
þarminum.
óhjákvæmilegt er að maður fari
að hugsa til baka, þegar maður les
svona fréttir daglega.
í minu ungdæmi og í mínu plássi
voru bara til prakkarar og ein-
hverjir þeirra eru væntanlega á
lifi enn og þeim hlýtur að finnast
sinn hlutur ómerkilegur i prakk-
araskapnum miðað við þau afrek,
sem unglingar vinna nú á tímum.
Það voru tvö stig af prökkurum
í plássinu, meiri og minni prakkar-
ar. Hinir minni prakkarar stálu
einni og einni rófu úr garði og einu
og einu riklingsstrengsli af rá i
hjalli, köstuðu snjókúlum í stelpur
eða bönkuðu i glugga. Hinir meiri
prakkarar stálu rófum úr heilu
beðunum og riklingi af heilu rán-
um, köstuðu snjókúlum i prestinn,
þó ekki i skrúðanum, ortu nið um
kennarana, kölluðu uppnefni á
eftir fólki, sem var þeim leiði-
gjarnt eða ekki eins og fólk er
flest, flugust á eins og hundar og
rifu fötin sín og veittu hver öðrum
skrámur, bundu streng i ökklahæð
yfir ljóslausa þorpsgötuna, og áttu
til að brjóta rúður í fiskhúsum.
Þá minnir mig einnig að tveir af
hinum meiri prökkurum hafi kval-
ið lífið úr ketti, en það hafi fremur
verið af asnaskap en ásetningi.
Tveir eða þrír af hinum meiri
prökkurum voru sendir um tíma I
afdalabæi til að mannast betur og
allir náðu þessir meiri prakkarar
að átta sig fljótlega uppúr ferm-
ingunni og enginn þeirra komst
undir manna hendur sem saka-
maður; urðu það ég veit bezt allir
sómamenn.
Þegar þess er gætt að um er að
ræða 700 manna sjávarpláss, þá
eru þessi dæmi all-marktæk fyrir
afbrot unglinga fyrir þann tíma,
að þjóðin tók kollsteypuna á
fimmta tug aldarinnar.
Munurinn er sýnilega mikill og
það er ekki hægt að lá gömlu fólki
sem spyr: — Hvernig gat þetta
allt farið svona úr böndunum með
unglingana á fáum áratugum?
Framhald næsta sunnudag.
*
stjörnur
•
Tímaritið VIDEO A-Z gefur MAXELL
E-180 myndbandinu fimm stjörnur, sem er
hæsta einkunn, í könnun sem blaðið
gekkst fyrir nýlega, og staðfesti þar með
reynslu atvinnu- og áhugamanna um allan
heim, að MAXELL hljóm- og myndböndin
eru þau bestu á markaðnum, enda eru
MAXELL böndin sérhönnuð til að gefa
víðara tíðnisvið, lægra suð og minnstu
bjögun allra hljóm- og myndbanda í sínum
verðflokki.
BLANK VKO TAPt SURVEY VHS FORMAT
Kynningarverð á E-180
3 snældur á aðeins
1725 kr.
Við tökum vel á móti þér.