Morgunblaðið - 08.09.1985, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 08.09.1985, Qupperneq 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1985 hitablásaramir hafa í 20 ár yljað landsmönnum, bæöi til lands og sjávar við öll möguleg störf og aðstæður. Þeir henta allstaðar og eru þeir hljóölátustu á markaðnum. Fáanlegir í eftirtöldum stærðum: 2250 k.cal., 5550 k.cal., 8050 k.cal., 11740 k. cal., 15380 k. cal. og 29600 k. cal., miðað viö 80°/40° C. Afköstin eru frábær, enda sérbyggðir fyrir hitaveitu. Wesper umboðið Sólheimum 26,104 Reykjavík, sími 91 — 34932 o // / // i // / // d jr | LAXDA11» LAUGAVEGI63. ■ ■ ■ —_______ Morgunblaðift/Emilfa Jens Urnp Jensen riö verk sín i Kjarvalsstödum. Ghtggarnír sem hanga f loftinu ern þeir sem listamaöurinn hefur unnið fyrir Sauðárkróks- kirkjn. „Það er alltaf upplifun að koma til íslands“ — segír danski myndlistarmaðurinn Jens Urup Jensen, er sýnir sem gestur með Septem-hópnum á Kjarvalsstöðum „Mér finnst allltaf ákveðin upplifun að koma til fslands," sagði danski myndlistarmaðurinn Jens Urup Jensen í stuttu spjalli við blaðamann Morgunblaðsins á Kjarvalsstöðum í gær. heir Jens Urup og Hafsteinn Austmann taka þátt f sýningu Septem-hópsins sem nú stendur yfir á Kjarvalsstöðum til 15. september sem gestir. Sýnir Jens IJrup þar m.a. átta steinda glugga, gerða fyrir Sauðárkrókskirkju, ásamt fleiri gluggum úr gleri og steinsteypu og Ijósmyndum. „Mér fellur líka vel að sýna hér en þetta er í annað skipti sem ég sýni á íslandi," sagði Jens Urup. „Árið 1975 hélt ég stóra yfirlits- sýningu í Norræna húsinu í boði þáverandi framkvæmdastjóra, Mai Britt Innander. Þátttaka min í sýningu Septem-hópsins nú er þannig til komin að ég minntist á það við Jóhannes Jóhannesson, að það gæti verið gaman að halda sýningu á þessum gluggum i Reykjavík, áður en þeir yrðu sett- ir upp í Sauðárkrókskirkju. Það varð svo úr að mér var boðið að sýna með Septem hér á Kjar- valsstöðum, en gluggarnir fara norður um leið og sýningunni lýk- ur. Ég er mjög ánægður með það að vera með I þessum hóp. Þetta eru góðir listamenn og marga þeirra hef ég þekkt lengi, t.d. Valtý Pét- ursson og Jóhannes Jóhannesson. Kristjáni Davíðssyni kynntist ég á ftalíu þegar við Guðrún vorum þar á ferð, árið 1949, en við höfð- um áður verið við nám í akademf- unni í Flórens," sagöi Jens Urup. En hann er kvæntur Guðrúnu Sigurðardóttur, listmálara, systur listamannanna Hrólfs og Sigurð- ar. „Við Guðrún kynntumst í aka- demíunni í Kaupmannahöfn 1945, en það ár komu margir fslend- ingar inn á akademíuna. Prófess- orinn sagði mér að líta vel eftir „Litla íslandi”, eins og hann kall- aði Guðrúnu og það hef ég reynt að gera síðan," sagði Jens Urup Jensen og brosti. Mikill skortur er á fötum vfða f Afríku. Rauði Itross faUnds er nú að hefja fatasöfnun og hvetur fólk til að gefa hreinan og heilan fatnað sem það er hætt að nota, en komið gætu þjáðum meðbræðrum í Afrfku að miklu gagni. „Gefum föt til Afríku“: Rauði krossinn safnar föt- um fyrir bágstadda í Afríku Öll heil og hrein föt vel þegin RAUÐI KROSS íslands er nú að hefja fatasöfnun fyrir bágstadda í Afríku undir kjörorðunum „Gefum fatnað til Afríku“. Söfnunin hefst mánudaginn 9. september og stendur til 15. september. Deildir Rauða krossins munu veita fatnaðinura viðtöku. í Reykjavík verður tekið á móti fatnaði í Tónabæ, Árseli, Fellahelli, Þrótt- heimum og í aðalstöðvum Reykjavíkurdeildar Rauða krossins að Öldugötu 4. Deildir samtakanna utan Reykjavíkur hver í sínu umdæmi. í frétt frá Rauða krossinum kemur fram að samkvæmt upplýs- ingum frá fulltrúum samtakanna, sé nú mikill skortur á fatnaði í mörgum Afríkulöndum. Auk venju- legra ígangsfata vanti víða skjól- klæðnað, þar sem nætur eru kaldar og einnig sé víða brýn þörf fyrir barnaföt. Síðan segir i frétt frá Rauða krossi fslands: „Hér á íslandi eiga margir fatnað sem fólk vill ekki nota lengur af ýmsum ástæðum. Víða er um hreinan og heilan fatnað sem yrði þeginn með þökkum af munu auglýsa hvar þær taka við fatnaði þeim sem engin eða of fá föt eiga. Vegna þessa hefur Rauði krossinn nú ákveðið að beita sér fyrir fata- söfnun á íslandi til þeirra Afr- (kubúa sem eiga of lítinn fatnað. Hér er um að ræða allar tegundir af nothæfum fatnaði aðrar en skó- fatnað. Föt þurfa að vera hrein og heil en mega vera notuð. Rauði krossinn vonar að sem flestir noti þetta tækifæri til að gera hvort tveggja í senn, líkna bágstöddu fólki í Áfríku og losa sig við þann fatnað sem hefur af ýmsum ástæðum verið lagður til hliðar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.