Morgunblaðið - 08.09.1985, Side 48
48
MORÖÚHBLADIÐ, SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1985
Persónuleikakenning
H.J. Eysencks
Flokkunarfræði af ýmsu tagi er ein af grundvaHaraðferdum vísind- | viðfangsefninu. Það gildir því um sálfræði, rétt eins og aðrar fræðigrein-
anna. Það gildir um flestar fræðigreinar að þær leitast við að koma I ar, að hlutverk flokkunarfræðinnar er fyrst og fremst að koma skipulagi
skipulagi á, og finna merkingu í þeim fyrirbærum sem þær fást við. I á mannlega hegðun, hugsun og athafnir, þannig að þessi fyrirbæri verði
Þetta er oftast gert með flokkun og kerfisbundnum skilgreiningum á | skiljanleg.
Persónuleikakenning H J. Eys-
enck er slíkt flokkunarkerfi.
Kenningin fæst við mannlega
hegðun og hugsun og leitast við
að lýsa og skýra ýmislegt það í
fari fólks sem er mismunandi
frá manni til manns. Hún leiðir
af sér ýmsar tilgátur um orsakir
þessa mismunar. Jafnframt leit-
ast hún við að spá fyrir um
hegðun og viðbrögð fólks út frá
skapgerðareinkennum þess.
Það er kannski örlítið misvís-
andi að tala um persónuleika-
kenningu Eysencks, þar sem
miklu fleiri einstaklingar en
hann hafa komið við sögu þeirra
hugmynda sem hann byggir á.
Því er rétt að líta i örstuttu máli
á hvaðan hugmyndirnar koma.
Gríski læknirinn Galen setti á
annarri öld e. Kr. fram hug-
myndir um fjórar megingerðir
mannlegs skapferlis. Menn væru
annaðhvort léttlyndir (sangu-
ine), þunglyndir (melancholic),
bráðlyndir (choleric) eða dauf-
lyndir (phlegmatic). Hinn frægi
heimspekingur Immanuel Kant
lýsti einnig í sinni þekktu mann-
fræði fjórum megingerðum skap-
gerðar og notaði flokkun Galens,
en endurbætti hana og skýrði
nánar. í byrjun þessarar aldar
betrumbætti síðan þýski sál-
fræðingurinn Wilhelm Wundt
þessar hugmyndir. Hann setti
fram tilgátu um að hver einstakl-
ingur gæti haft sambland þess-
ara eiginleika. í stað þess að
menn skiptust ákveðið niður í
þessa fjóra flokka, hefði hver
einstaklingur alla þessa eigin-
leika í nokkrum mæli, en mis-
munandi mikið af hverjum
þeirra.
Fleiri fræðimenn lögðu Eys-
enck til grunninn í persónuleika-
kenninguna. Má þar nefna aust-
urríska geðlækninn Otto Gross,
sem reyndi að tengja skapgerðar-
einkenni við lífeðlisfræðiieg fyr-
irbæri. Sálfræðingurinn Cari
Gustav Jung, bætti við þetta
hugmyndum um inn og úthverfa
persónugerð, og síðast en ekki
síst ber að nefna geðlækninn
Kretschmer sem innleiddi hug-
myndina um að geðrænir kvillar
væru ekki í eðli sínu frábrugðnir
eðlilegu ástandi, heldur væru
öfgakennt stig eðlilegra eigin-
leika.
H.J. Eysenck gaf árið 1947 út
sína fyrstu bók, „Dimensions of
Personality", og tók með henni
upp á sína arma, þær hugmyndir
um persónugerð sem áður voru
nefndar. Árið 1957 kom frá hon-
um bókin „The Dynamics of
Anxiety and Hysteria“ þar sem
hann tengdi kenninguna um
persónuleikann hugmyndum um
örvun og hömlun. I bókinni „The
Biological Basis of Personality"
(1967) skýrði hann og útfærði
þessar hugmyndir nánar og
tengdi rannsóknum á ýmsum
sállífeðlislegum fyrirbærum.
Persónuleikalíkan Eysencks er
þannig samansett, að hverjum
einstaklingi má lýsa með þrem
meginvíddum, sem eru óháðar
hver annarri. Álítur Eysenck að
ýmsar tegundir geðrænna vand-
kvæða megi skilja sem öfga-
ástand þessara vídda. Hin fyrsta
er „Psychoticism" eða harðlyndi
(toughmindedness). önnur vídd-
in er nefnd „Extraversion-Intro-
version" eða inn- og úthverfi, og
lýsir því hvort einstaklingurinn
er félagslyndur og úthverfur eða
dulur og fáskiptinn. Þriðja og
síðasta víddin hefur verið nefnd
„Neuroticism" sem kannski
mætti kalla tilfinninganæmi á
íslensku. Álítur Eysenck ýmis
taugaveiklunareinkenni og kvilla
vera tengda þessari vídd.
Það ber að leggja á það áherslu
að þótt þetta persónuleikalíkan
Eysenck
H.J. Eysenck hefur skrifað
fjölmörg rit um sálfræði. Þau
beinast öll að sama marki: Að
auka þekkingu manna á sjálfum
sér. Aðferð Eysencks felst i því,
að athuga hvað menn gera og
geta gert. Þetta þýðir að þekking-
arinnar er aflað með því að afla
reynslu af því, hvernig menn
haga sér, og einnig þýðir það, að
niðurstöðurnar verða að standa
og falla eftir því hvernig þær
koma heim og saman við reynslu.
Rannsóknaefnið, maðurinn, er
flókið fyrirbæri. Frumlegustu
rannsóknir Eysencks beinast að
persónuleika manna, hvernig
flokka megi persónueinkenni
manna, og við hverju megi búast
af mönnum með ólíka persónu-
gerð. Þessar rannsóknir hafa
vissulega aukið þekkingu manna
á sjálfum sér. Athygli Eysencks
hefur einnig beinzt að því, hvað
menn geta gert, að hæfileikum
manna, og þá einkum að hugtaki,
sem erfitt hefur reynzt að skil-
greina, mannlegri greind.
í bók, sem Eysenck ritaði 1973
og heitir Um ójafnræði manna, er
sé við fyrstu sýn ákaflega einfalt,
þá gefur það möguleika á mjög
fjölbreytilegum samsetningum
eiginleika, vegna þess að hér er
um ótengdar viddir að ræða. Það
er því mögulegt samkvæmt lík-
aninu, að hafa alla þessa per-
sónueiginleika samtímis, aðeins
mismunandi samsetta.
Eysenck hefur í rannsóknum
sínum stuðst mjög við svokallaða
þáttagreiningu. Hún er aðferð til
samantekt um þetta efni. Menn
hefur greint á um hugtakið
greind, og ekki síður um greind-
arpróf. Bent hefur verið á, að
greindarpróf mæli þann hæfi-
leika, sem þarf til að standa sig
vel á skólaprófum. Því verður
ekki á móti mælt, að sá, sem nær
góðum árangri á greindarprófi,
er líklegur til að standa sig vel
í skólanámi. Sumir sálfræðingar
hafa þó bent á, að það séu fleiri
mikilvægir hæfileikar, sem taka
beri tillit til, svo sem hæfileika
til frumlegrar, gagnrýninnar
hugsunar og sköpunargáfa.
Greindarpróf mæli færni, sem
er mótuð af hefðbundnum gild-
um menningarinnar, en láti sér
í léttu rúmi liggja sérvizku,
áráttu til að vera öðruvísi eða
frábrugðinn því venjulega. Eys-
enck bendir á, að próf sem eiga
að mæla sköpunargáfu hafi góða
fylgni við greindarpróf. Það hafi
komið í ljós, að þeir hæfileikar,
sem greindarpróf mæla vel, feli
í sér eða útiloki a.m.k. alls ekki
sköpunarhæfni, frumleika.
Greind felur í sér hugkvæmni.
þess að vinna úr mælingum á
t.d. eiginleikum fólks og hefur
Eysenck á þann hátt þróað per-
sónuleikaspurningalista sem
mælir þær víddir sem áður voru
nefndar. Þáttagreining byggir á
því, að reynt er að skýra sam-
band milli margra atriða eða
breyta, með dreifingu fárra
grunnþátta. Þannig notar Eys-
enck hinar þrjár grunnvíddir
persónuleikalíkansins til þess að
og hugkvæmur maður með ríkt
ímyndunarafl er líklegur til af-
reka. Og greindarprófið getur
gefið vísbendingu um, hvert
krókurinn beygist.
Eysenck hefur rannsakað náið,
í hversu ríkum mæli má móta
greind eða auka hana. Niður-
staða hans er sú í stuttu máli,
að vissulega megi kenna mönn-
um ýmiskonar færni, en að 80%
sé greind arfgeng. Andlegir
hæfileikar barns eru teknir í arf
frá foreldrum. Umhverfið móti
menn í tiltölulega litlum mæli.
Það leiðir þá af þessu, að ekki
getur hvaða barn sem er lært
hvað sem er. Skólanám þarf að
laga að erfðri getu hvers barns.
Þeir kennarar fara villir vegar,
sem halda, að það sé hægt að
kenna hvaða barni sem er hvað
sem er. Eysenck bendir einnig á,
að greind og geta fari ekki endi-
lega eftir stétt. Vissulega þurfa
þeir, sem vinna afrek á einhverju
sviði eða standa sig vel í ábyrgð-
armiklum stöðum, að hafa góða
greind. En þar með er ekki sagt,
að ein stétt hafi háa greind.
skýra samband fjölda atriða sem
tengd eru hegðun og sálarlífi
mannsins. Þetta er oftast gert
með því að fjöldi fólks er beðinn
að svara spurningum um ýmis
efni. Þær eru síðan notaðar í þá
flóknu tölfræðilegu úrvinnslu
sem þáttagreining byggist á.
Eysenck hefur þróað persónu-
leikapróf sitt, EPQ (Eysenck
Personality Questionnaire) á
þennan hátt.
Próf þetta er meðal annars
notað hér á landi og hefur verið
staðlað og búið til notkunar á
vegum Háskóla íslands.
Persónuleikakenning þessi og
EPQ-prófið hafa getið af sér
umfangsmiklar rannsóknir, þar
sem fundist hafa tengsl milli
þeirra þátta sem prófið mælir
og ýmissa mannlegra eiginleika.
Þetta eru eiginleikar svo sem,
skynjun, næmni gagnvart lyfj-
um, minni, sársaukaskyn, ár-
vekni, viðbragðsflýtir, félagsleg
viðhorf, vöðvaspenna og auðvitað
geðrænar truflanir og vand-
kvæði. Svona mætti lengi telja.
Persónuleikakenning þessi hefur
því allmikið notagildi bæði fyrir
rannsóknir á hegðun og sálarlífi
fólks og einnig fyrir meðferð og
greiningu geðrænna kvilla.
Eysenck hefur ætíð lagt mikla
áherslu á nákvæm og visindaleg
vinnubrögð, og hafa rannsóknir
þær og kenningasmíð sem tengj-
ast persónuleikakenningu hans
einkennst af þessu. En þrátt fyrir
þetta, hafa ýmsir gagnrýnt hann,
sérlega fyrir þau tengsl sem
hann hefur haldið fram að væru
milli t.d. glæpatilhneigingar eða
stjórnmálaskoðana annars vegar
og persónuleika hins vegar. En
kenningin virðist lifa góðu lífi
og hafa öðlast fastan sess á
meðal þeirra hugmynda um
manninn sem nú ríkja. Hvort
hún verður langlíf, verður
reynslan að leiða í ljós.
önnur lága. Barn greindra for-
eldra erfir ekki nauðsynlega og
skilyrðislaust greindarstig for-
eldranna. Foreldrar flytja erfða-
vísa, sem gera barnið ólíkt þeim.
Barnið getur haft sömu eða lægri
greindarvísitölu en foreldrarnir.
Börn foreldra með lága greind
geta haft mun hærri greindar-
vísitölu en foreldrarnir. Skóla-
menntun á því ekki að miða við
stétt foreldra, heldur getu barn-
anna.
Hér er um að ræða mikilvæg
og umdeild efni. Menn geta verið
Eysenck ósammála. En þeir sem
vilja mótmæla honum, verða þá
að tefla fram athugunum sem
eru byggðar á traustari grunni
og betri úrvinnslu en niðurstöður
Eysencks eru byggðar á.
Rit Eysencks sýna bæði yfir-
gripsmikla þekkingu og nákvæm
vinnubrögð þaulreynds rann-
sóknarmanns. Þessvegna hafa
þau haft áhrif, ekki aðeins meðal
sálfræðinga, heldur og langt út
fyrir raðir þeirra.
Arnór Hannibalsson
EYSENCK
Einn litríkasti og jafn-
framt þekktasti sálfræð-
ingur Breta, Hans J.
Eysenck, kemur til
landsins um helgina í
boði Sálfræðingafélags
íslands.
Eysenck er fæddur í
Berlín 1916, en flúði til
Englands skömmu eftir
valdatöku nasista. Þar
lauk hann doktorsprófi í
sálfræði og var upp úr
síðari heimsstyrjöldinni
skipaður prófessor við
geðlæknisfræðistofnun
Lundúnaháskóla. Á
starfsferli sínum hefur
Eysenck verið mjög af-
kastamikill rannsakandi
og rithöfundur. Þar hef-
ur hann komið víða við,
en þekktastur er hann
þó fyrir rannsóknir sínar
og kenningar um per-
sónuleika manna.
Eysenck hefur lengst
af verið umdeildur mað-
ur enda ófeiminn við að
segja skoðanir sínar og
gagnrýna þær kenningar
sem hann telur rangar.
Þar má nefna
— að skýringar freud-
ista á geðsjúkdómum
væru til lítils gagns
og að ekkert benti til
þess að freudisk með-
ferð (analísa) gæfi
meiri árangur en að
láta tímann lækna
sárin.
— að hægt sé að fullyrða
um áhrif erfða á
/ greind. Eysenck telur
að hægt sé að skýra
80% af almennri
greind út frá erfðum.
— að persónuleikar
kommúnista og hægri
öfgamanna væru,
þrátt fyrir allt, ekki
svo ólíkir.
Júlíus K. Björnsson
um greind og greindarpróf