Morgunblaðið - 08.09.1985, Page 62
r 62
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1985
Fortíðar fræ
fyrir íslenska
byggingarlist
Danski arkitektinn Alfred J. Ravad vildi aö Is-
lendingar þróuöu sína eigin byggingarlist og kom
meÖ ábendingar 1918
„Eftír einn mannsnldur munu íbú-
ar Reykjavíkur rerða orðnir 50 þús-
und eða kannski fleiri og fí jirn-
braut tíl Hafnarfjarðarskrifaði
danski arkitektinn Alfred J.
Rávad árið 1916 í bók sinni „Hin
dönsku ríkislönd" þar sem er lang-
ur og ítarlegur kafli um fsland og
íslensk málefni. En þá voru íbúar
Reykjavíkur 15 þúsund. Ravad var
kunnugur íslenskum málum, enda
var hann bróðir hins mikla at-
hafnamanns Thors Jensen og
hafði einmitt komið til íslands og
dvalið á Korpúlfsstöðum um
sumarið. En hann var annars bú-
settur og að því er virðist allkunn-
ur arkitekt í Bandaríkjunum.
Hann hefur velt framþróuninni á
ýmsum sviðum fyrir sér og verið
framsýnn eins og bróðir hans.
M.a. kemur þarna fram að hann er
ekki sáttur við þá stefnu sem virð-
ist á ferðinni að Reykjavík ætli að
teygja sig í áttina að Laugadaln-
um, þar sem hann telur að eftir
einn mannsaldur muni byggðin
hafa teygt sig í átt til Hafnar-
fjarðar og vera orðin nokkuð sam-
felld þar á milli. Hefur hann mik-
inn metnað fyrir hönd Reykjavík-
urborgar og stórstígar framfarir
muni gera hana að „raun-
verulegri og virðulegri höfuðborg
og efnuðum verzlunarstað, verðug
þess hlutskiptis að liggja á norð-
urleið framtíðarinnar yfir Atl-
antshafið." Hefur hann orðið
býsna sannspár.
Hann veltir eðlilega mikið fyrir
sér þróun í íslenskri byggingarlist.
Kveðst m.a. sýna fáein dæmi þess
hvernig hið nýja og óhæfilega ryð-
ur sér braut fram við hliðina á því
sem gott er og gamalt. Og tveimur
árum síðar eða 1918 kemur út
smárit á vegum „Dansk Islandsk
Samfund" með ritgerð eftir Alfred
J. Rávad bæði á íslensku og
dönsku. Ber hún heitið „íslensk
húsgerðarlist". Er þessi danski
arkitekt sýnilega ekki sáttur á þá
stefnu sem honum sýnist íslend-
ingar ætla að taka í byggingarlist
sinni, þ.e. að taka hana upp og
flytja inn frá Dönum eins og þá
blasir við honum í fyrstu timbur-
húsunum. Hann telur að íslend-
ingar eigi að þróa sinn eigin stíl og
gefur með teikningum á kirkju og
ráðsmannshúsi hugmynd um
hvernig slík bygginarlist gæti
hugsanlega þróast. Og nú þegar
svo mjög er verið að fjalla um
skipulag gamla bæjarins í Reykja-
vík er forvitnilegt að skoða það
sem hefði getað orðið þegar
steinbæjunum, sem var hrein-
ræktuð reykvísk byggingarlist
sleppti. Kannski jafnvel ekki of
seint að huga að þessu. Og fer því
ritgerð arkiteksins Alfreds J.
Rávads hér á eftir dálítið stytt:
„Menn halda ef til vill að ekki sé
til á íslandi fortíðarfræ, er þjóðleg
byggingarlist geti gróið af, en svo
er það þó. Bæði í grunnmynd og
hinu ytra sniði torfkirkjunnar og
hins gamla ísl. bæjar eru fyrir-
Holt undir Eyjafjöllum. Úr bókinni „Hin dönsku ríkislönd". Vísar arkitekt-
inn til þessarar myndar í ritgerð sinni sem dæmi um „hvernig hið nýja og
óhæfilega ryður sér braut við hliðina á því sem er gott og gamalt“.
myndir, gotnesks uppruna og eðl-
is, er sem bezt má nota við ætlun-
arverk og byggingar í framtíðinni.
Hinir þykku, traustu hliðveggir og
sundurgreindu gaflar með hvöss-
um þökum eru ágætur grundvöllur
til að reisa á fyrirmyndir til bygg-
inga með þjóðlegu sniði og í sam-
ræmi við landslagið.
Meðan ég dvaldi á íslandi gerði
ég nokkurar teikningar til bráða-
birgða og gerði þarmeð tilraun til
að sýna minn skilning á þessu
þjóðarmáli, og ég vildi óska þess,
að yngri listamenn reyndu að nota
þær og fullkomna þær eftir þeirra
eigin áliti, og samkvæmt því sem
fegurðartilfinning og reynslan
mundi krefjast.
Eins og byggingarlagið hefir
verið frá alda öðli er það þetta, að
hinir þykkur veggir og bakgaflar
eru gerðir af grjóti. Þessir veggir
eru gerðir svo háir sem loftið skal
vera, og á þeim hvíla bjálkar (bit-
ar) og þakið, sem að innan er lagt
borðum, að utan með torfi. Fram-
hliðin er þá borðveggur með
gluggum og dyrum. Viðarskortur-
inn í landinu olli því, að timbur
var notað í svo litlum mæli sem
auðið var. Peningshús eru stund-
um byggð úr tómu grjóti og torfi,
svo að hver bás er hvolf út af fyrir
sig, opinn í annan endann, og
gangur á milli. Grjót og torf var
rétt við hendina, en timbrið varð
að flytja frá verzlunarstöðunum á
hestum, oft langar og erfiðar leið-
ir. Hver bóndi var svo sinn eigin
byggingarmeistari, trésmiður og
múrari, byggingarlagið afleiðing
af hinni hörðu nauðsyn, er neyddi
menn til að nota það efni, er fyrir
var. Ritgerðir D. Bruuns og bók
Valtýs Guðmundssonar, „Menning
fslands“, lýsa öllu þessu á alþýð-
legan hátt.
Það er allþýðingarmikið fyrir
íslendinga að heyra það af öðrum
út í frá, að þróunin, þó fátækleg
sé, hefir framleitt frækorn, er ný
íslenzk byggingarlist getur sprott-
ið upp af, ef vel er að farið. En svo
Iítur út, sem trúin á, að þetta sé
mögulegt sé ekki vakin; því er
heldur ekki við að búast að hennar
verði vart fyrr en tilraunir eru
gerðar og byggingar reistar, og
séu notaðar til þeirra þær fyrir-
myndir, er getið var og það svo, að
þær veki athygli manns. Ef nokk-
ur þrá lifir í brjósti manna eftir
listfegurð í byggingum, er það víst
helst þrá eftir einhverju því sem
algengast er i útlöndum og al-
mennast þar, í þeirri von, að það
muni greiða þeim veginn inn í hið
almenna menningarstarf.
En hinar gömlu fyrirmyndir
hverfa og aðrar nýjar koma í stað-
inn, er eiga lítið sem ekkert skylt
við eiginlega byggingarlist, og því
síður við þjóðlegar kröfur um feg-
urð og athafnaprýði. Reyndar má
finna í bæjunum lagleg smáhús
með einkennilegu sniði, sem mað-
ur tekur eftir, þegar maður fer að
venjast járnbúningnum; það sýnir
að hinn íslenzki iðnaður á bæði
smekk og hæfileika, er ekki bíður
annars en fræðslu til að átta sig.
Ég hefi reynt að tala við ungan
íslenzkan listamann um notkun
hinna gömlu þjóðlegu fyrirmynda,
er ég gat áður, en hann veikst und-
an, rétt eins og sá sem á tal við
mann með sérkreddum þeim, er
hann þekkir, en vill ekki sjálfur
láta leiðast út i.
Alþjóðabyggingar í Reykjavík,
þær er reistar hafa verið af húsa-
smiðum frá Kaupmannahöfn, geta
ekki stutt neitt að ráði að þróun
innlends byggingarsniðs. Alþing-
Dæmigerður íslenskur bóndabær á íslandi stendur undir þessari mynd í bók
Rávads. Og svo nafnið á bænum: Dyrholm í Mýrdal. Á eflaust að vera
Dyrhólar.
ishúsið hefir að vísu nokkura þýð-
ingu, af því að til þess er notað
landsins eigið grjót, en það gefur
enga leiðbeiningu, sem notandi sé,
um byggingar-listfengi. Lands-
bókasafnið er mjög snotur bygg-
ing og það fer mjög vel á því, eins
og því er komið fyrir í bænum, en
stíll þess er víst of ítalskur, til
þess að það geti haft nokkur góð
áhrif. Latínuskólann má hinsveg-
ar skoða sem gimstein, bæði að þvi
er snertir samband við fortíðina
og listfengi, og ætti því að hafa
meiri áhrif, en hann er of einstak-
ur í sinni röð og fjarri öllu ný-
tískubraskinu. Þar með er næstum
allt talið, sem til er í Reykjavík af
heldri byggingum. En því fremur
tekur maður eftir þeim sem vanta.
Reykjavík á ekkert ráðhús. Al-
þingishúsið er reist á grundvelli
hins íslenzka stjórnarfars, eins og
það var 1874, þegar hin fyrsta
stjórnarskrá var veitt; og lands-
höfðingjahúsið, sem nú er stjórn-
arráðshús, er ekki sérlega hæfi-
legt stjórnarhús fyrir ísland, svo
mikla stjálfstjórn sem það hefir.
Það vantar „landsborg", sem í lík-
Fig. 25. Reykjnviks Horisont mod Syd.
D Kcilir. 2) Skildinganes. 3) Hessaslaðir. 4) Melarnir. 5) Tjornin.
Reykjavík voru 15 þúsund íbúar þegar Alfred J. Rávad skrifaði bók sína um dönsku ríkin. Þessi þverskurður af
Reykjavfk er í þeirri bók og er birt hér til gamans.