Morgunblaðið - 08.09.1985, Qupperneq 63
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1985
63
Þessar teikningar eru af kirkju sem
Rávad hugsaði sér við Breiðafjörð og
tekur sem dæmi um hvernig hyrja
megi á því að þróa íslenska bygg-
ingarlist
ingu við „Kristjánsborg" í Khöfn
gæti húsað öll stjórnvöld landsins
hin æðstu, alþingi, dómstól, ráð-
herra og konung. Hinn nýstofnaði
háskóli verður að hafa sitt eigið
hús, og sama er að segja um land-
spítala, sem í ráði er að byggja.
Öll þessi ætlunarverk sýna og
sanna, að þróun í byggingarlist-
inni verður að koma sem fyrst og
safna verður einkum öllum þjóð-
legum fyrirmyndum og fullkomna
þær svo, að einkenni þeirra fái að
njóta sín til hlítar.
f teikningum þeim, er hér
fylgja, hefi ég reynt að sýna lit á
hvernig byrja megi. Kirkjuna með
klukkustöplinum hugsa ég mér
reista í sókn við Breiðafjörð. í
henni eru nokkrir bæir nokkuð
langt hver frá öðrum eins og ger-
ist, og víst er sjaldan gert ráð
fyrir fleira fólki en 30—40 manns
í einu. Byggingin er því ekki ætluð
meiri en nauðsynlegt er. 1 þessari
sókn hafa sjálfsagt margar
kirkjubyggingar verið; sú sem nú
er þar er úr viði og ekki alllitlu
minni en sú sem hér er teiknuð, og
er hún þó nokkuð minni en gerist í
Danmörku. Það er því erfitt að fá
listina til að njóta sín í öllum
greinum, og einkum er það erfitt
að komast hjá því skeri, sem kall-
að er „smástílskirkja", en á því
skeri hafa flestar hinar nýrri
sveitakirkjubyggingar strandað.
Gamla kirkjan (sú í Breiðafjarð-
arsókninni) á annars altaristöflu
eftir Carl Block, 2 málmklukkur,
kertahjálm úr málmi, predikun-
arstól með postulamyndum, hér
um bil 200 ára gamlan. Umhverfis
kirkjuna er kirkjugarður og utan
um hann garður úr grjóti og torfi.
Klukkustöpullinn er hugsaður
reistur yfir sáluhliðinu. Þessi
stöpull er í raun og veru ekki ís-
lenzkur að uppruna, en það er ekki
u nema eðlilegt, að í hliðinu sé
dyraumbúningur (dyrastólpar),
sem sé gerður svo hár, að klukk-
urnar geti hangið þar; með þessu
má sneiða hjá erfiðleikum á eðli-
legan hátt; turn með spíru upp úr
á svo lítilli kirkju getur ekki sam-
rýmst kröfum listarinnar.
f „ráðsmannsíbúðar" teikning-
unni hefi ég sýnt skilning minn á
því, hvernig fyrirmyndir frá ís-
lenzkri bæjarbyggingu geti gefið
nýja tilbreytingu, er svari kröfum
tímans. Gaflarnir þrír eiga að
sýna til hvers húsið er haft. í
miðjunni er ibúð ráðsmannsins
sjálfs (eða bóndans), öðru megin
eru herbergi piltanna og hinumeg-
in vinnustúlknanna. Auk svefn-
klefanna eru rúmgóð vinnuher-
bergi; þar vinnur fólkið að því sem
gera skal innanhúss, þegar veður
og árstíð leyfir ekki vinnu úti við.
Það eru mörg verkfæri sem smiða
þarf eða gera við, verkfæri sem
notuð eru á túni, við fiskiveiðar og
fugla, og nóg eru fötin til sem við
þarf að gera, vosklæði, skór
o.s.frv.; nóg er til að sauma,
prjóna og vefa. Það er, sem sjá
má, ekki lítill munur á dönskum
og íslenzkum bóndabæ. Þar eru
vinnuherbergin og hin rúmgóða
„borgstofa“. Sögur má lesa í
vinnuherbergjunum meðan hend-
urnar leika lipurt við vinnuna, og í
borgstofunni er rúm fyrir fólkið
þegar það vill koma saman sér til
skemmtunar við söng eða dans
o.s.frv. í göngunum fyrir framan
herbergi pilta og stúlkna má hafa
yfirhafnarföt, hægindaklefa með
þvottaskálum og laugarkeri. í
kjallaranum má vera mjólkur-
klefi, matvælaklefi, hitavél og
eldiviðarklefi; þvotta- og fata-
þurkunarklefar eru i úthúsum, þar
á meðal hjallurinn, er ætíð skal
hafa þak og spalaveggi á allar
hliðar.
Mér virðist svo, að þess konar
bygging, sem hér um ræðir, sé rétt
hugsuð í öllum einstökum grein-
um og myndi góða heild; hún er
bæði rétt eftir listar-kröfum og
hefir einkennileg laðandi áhrif, og
er í bezta samræmi við fortíð og
hið mikilfenglega landslag, sem
umhverfis er. Tilbreytingar i ein-
stökum greinum má auðvitað
gera, eftir því sem á stendur í
hvert skifti innan í þessari um-
gerð, sem er: veggir úr grjóti,
hvassir gaflar úr timbri með
gluggum og dyrum. fslenzkt torf,
sem hér er sleppt, má vel nota í
veggi og þök og oft svo að vel fer á
— það má eins vel nota eins og
hálm í þök í Danmörku. Eflaust er
hér og þar á öllu landinu margt
smávegis (smáhlutir í byggingun-
um), sem sýnir ráðkænsku og lag-
tæki bóndans eða smiðsins; því
ætti öllu að safna svo að það týnd-
ist ekki, einkum með því að taka
af því ljósmyndir, og væri það
hlutverk fyrir Þjóðmenjasafnið.
Þær teikningar, sem hér eru
sýndar, eru svo að segja ekki ann-
að en fyrsta tilraun og eru sprotn-
ar af þeirri virðing og ást, sem hið
fagra, skrúðgræna fjallaland þar
norðurfrá vekur hjá hverjum
dönskum manni, er nokkuð þekkir
til hins andlega lífs þess, svo sem
það reyndist að fornu og sýnir enn
í dag. Vonandi er, að aðrir og
yngri sálarkraftar í landinu sjálfu
haldi áfram þessari stefnu, bjargi
því sem gott er og gamalt frá glöt-
un, og auki nýrri menning í and-
lega þróun fslands."
(Samantekt E.Pá.)
--VlNNUMANNANNA .
— RÁpJMAÍUAINN _
RÁpSMANNSIBUp
— J5tulknanna__
n«7.
i H '
VinnuItopa i L
ApALHA.p.
LOFT.
Svona hugsaði arkitektinn sér að íslenskur bóndabær gæti litið út ef menn vildu þróa byggingarlist, er tæki við af
torfbæjunum í stað þess að elta dönsku timburhúsin. Hann hugsar þetta sem stórbýli með ráðsmannshúsi.
Láttu sem þú sért
með gleraugu
Fegrun og snyríing
Andlitsmaski
Þið finnið strax mun-
inn, því „maski" gerir
húðina fríska og mjúka.
Andlitsmaski er ekk-
ert galdrameðal — og þó.
Hafir þú ekki reynt
svona „allsherjar hrein-
gerningu“, ættir þú að
gera það einhvern tíma,
þegar þú vilt vera sjálfri
þér góð, því þetta gerir
þreyttri og hrjáðri húð
gott. Það eru til margar
mismunandi gerðir af
„andlitsmaska", bæði
hreinsandi, nærandi og
rakagefandi, og hann má
fá bæði fljótandi og í
kremi.
Nauðsynlegt er að
þekkja eigin húð, það er
að segja hvort hún er þurr, eðlileg eða feit, svo unnt sé að fá réttu
tegundina af maska. Svo til allir snyrtivöruframleiðendur bjóða
margskonar maska, og sumar tegundirnar má fá í smáskömmtum,
svo þú getur reynt þá áður en þú ákveður hvað hentar bezt.
Svona einfalt er það
Áður en hafizt er handa með maskann, verður að hreinsa andlit-
ið vel og vandlega með sápu eða hreinsikremi til að fjarlægja allar
leifar andlitsförðunar. Hárið er greitt upp og falið undir fast-
bundnum klút, bæði til að hlífa því, og til að geta borið maskann
alveg upp að hársverðinum, þar sem húðin er stundum vanrækt.
Varaðu þig á augnaumbúðum og vörum — þetta eru viðkvæm
svæði, sem ekki eru með í meðferðinni. Hinsvegar mátt þú gjarnan
muna eftir hálsinum, og til dæmis bera þynnra lag á hann. Annars
ber að fylgja notkunarreglum á umbúðum sem fylgja, og þar er
sagt hve lengi maskinn á að þekja húðina.
Þegar hann er tekinn af (með miklu voígu vatni), finnur þú
gjörla hvernig blóðstreymið hefur aukizt og húðin virkar frískari
og endurnærð. Gott er að bera dálítið rakakrem á húðina eftir
maskann, en húðin verður að fá að hvílast vel fyrir næstu förðun.
Flestum nægir ein „maska“ meðferð í viku, en það fer bæði eftir
ástandi húðarinnar og vörumerkinu, og fyrir suma getur verið
gott að bera maska á andlitið tvisvar eða jafnvel þrisvar í viku.
Ekki brosa — ekki tala
Þekktasti andlitsmaskinn er eggjameðferðin, og hana ættir þú
að reyna, því hún er bæði auðveld og nærandi.
Hrærðu tvo dropa af matarolíu (eða möndluolíu) út í eina eggja-
rauðu og bættu út í safanum af hálfri, lítilli appelsínu, eða örfáum
dropum af sítrónusafa. Berðu eggjaáburðinn á andlitið með bómull-
arhnoðra, og láttu hann þorna í 10-15 mínútur, en á meðan verður
andlitið að vera algjörlega afslappað. Skolaðu svo maskann af með
volgu vatni, þerraðu húðina með mjúku baðhandklæði, og berðu
loks rakasmyrsl á húðina. Þetta er auðvelt meðferð — og húðin
nýtur hennar._
Um augu
Vatnsheldur augnhára-
litur skolast ekki
burt með vatni!
Það er mikil framför, að nú
má fá vatnsheldan augnháralit,
svo auðvelt er að vera í sundi án
þess að þurfa að óttast að liturinn
leysist upp og skilji eftir miður
fagrar rendur niður eftir kinnun-
um.
En það segir sig sjálft að vatns-
heldur augnháralitur hreinsast
Æt ÆIHIi ekki af með vatni. Þess vegna er {
nauðsynlegt að kaupa sér augnhárahreinsilög um leið og liturinn er
keyptur. Og það er öruggara að kaupa hvort tveggja í sama merki.
En allir vilja spara peninga, og þessvegna halda margar konur
að alveg eins megi nota til dæmis barna- eða ólífuolíur, því þær eru
ódýrari, og meira fæst fyrir peningana. En þetta er ekki góð hug-
mynd. Þessar olíur eru of feitar fyrir viðkvæma húðina umhverfis
augun, og séu þær notaðar til að fjarlægja augnmáiningu, geta þær
valdið pokum undir augum. Sú sem einu sinni heldur fengið svona
augnpoka, á ekki auðvelt með að losna við þá.
Naglalakk á táneglur
Það er að sjálfsögðu smekksatriði hvort lakka á táneglurnar eða
ekki. Séu þær ljósbleikar og snyrtilegar er það ekki nauðsynlegt,
en ef þær eru gulleitar eða mattar er það alveg þess virði að gefa
sér tíma til að snyrta og lakka þær.
Því miður fer lakkið fljótt af, og vilji konan sýnast hirðusöm
og snyrtileg, er nauðsynlegt að breyta oft um. Auðvitað má lakka
ofan á eldra lakk, en aðeins einu sinni. Svo verður að hreinsa
lakkið af. Naglalakkið verður ekki sterkara þótt lakkað sé oftar
yfir í fyrstu. Það er nóg að lakka tvisvar.
Það er ekki nauðsynlegt að nota sama lit á táneglur og fingur-
neglur, en skemmtilegra að litirnir séu líkir.