Morgunblaðið - 08.09.1985, Síða 65

Morgunblaðið - 08.09.1985, Síða 65
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1985 65 Svipmynd af aðalfundi. Toralf Austin, fyrrverandi formaður norska skógræktarfélagsins og heiðurs- félagi í því íslenska, ávarpar samkomuna. sem er fiðrildategund, væri ný- kominn til sögunnar í skógum Kanada og þar hefðu menn brugð- ið á það ráð að flytja inn frá Bret- landi sníkjuvespu, sem virtist geta haldið honum i skefjum. „Bændaskógar í brennidepli „Það sem háir skógræktinni eru auðvitað þessi eilífu peninga- vandræði," sagði Sigurður Blön- dal, skógræktarstjóri, er blaða- maður tók hann tali eftir morgun- fundi. „Framlag til skógræktar er ekki nema sem svarar einu pró- milli af útgjöldum ríkisins. Skóg- ræktarfélögin leggja að vísu eitt- hvað af mörkum en nettófjárveit- ingin núna er tuttugu og tvær eða þrjár milljónir og maður gerir ekki mikið fyrir það. Þó höldum við úti ellefu skógræktarmið- stöðvum á landinu með vinnuafli, þar af fimm uppeldisstöðvum, fyrir þessa peninga. Þær þrjár stærstu eru, eins og flestum mun kunnugt, Vaglir, Hallormsstaður og Tumastaðir í Fljótshlíð. Um það bil 60% vinnunnar fer fram á Vöglum og Hallormsstað, enda eru það einu staðirnir þar sem jafnframt er stundað skógar- högg.“ Vegna ummæla Jón Gunnars Ottóssonar um skaðsemi nýtil- kominna skordýrategunda í ís- lenskum skógum var skógræktar- stjóri spurður að því hvort grundvöllur væri fyrir því að hætta að flytja inn trjáplöntur til að stemma stigu við vandanum. „Það væri æskilegt að geta hætt að flytja inn lifandi tré,“ sagði Sigurður. „Fyrir nokkrum árum var líka lagt bann við innflutningi trjáa frá Vesturheimi vegna þess að það var mat Rannsóknarstofn- unar landbúnaðarins að með sliku væri tekin of mikil áhætta, t.d. vegna alls kyns sveppa sem fylgja trjám sem koma austur um haf. „En það er erfitt að stöðva inn- flutning lifandi trjáa með öllu,“ sagði Sigurður. „Hvað varðar önnur mál á þess- um aðalfundi má segja að það sé helst að menn séu áhyggjufullir vegna ónógra fjárveitinga til nytjaskóga á bújörðum, eða bændaskóganna eins og þeir eru nefndir í daglegu tali. Til þeirra er nú ætluð ein milljón á fjárlögum. Einn kílómetri af fullkominni skógargirðingu kostar hins vegar 150 þúsund, þannig að milljónin dugar ekki nema í 6 til 7 kílómetra girðingu," sagði Sigurður Blöndal, skógræktarstjóri. Haldið í hún- vetnska skóga Skógræktarmenn lögðu land undir fót á aðalfundinum og kynntu sér hvernig heimamönnum í Austur-Húnavatnssýslu hefur tekist að rækta sitt heimahérað. Var þvi haldið inn Langadal og sóttir heim þrír staðir þar sem Húnvetningar rækta skóg. Var fyrst farið að Blöndudalshólum, en þar er myndarlegur skógarreit- ur í brekkunni fyrir ofan bæinn og mun- Ingibjörg Bjarnadóttir, Jón- assonar fyrrum bónda á Blöndu- dalshólum, eiga stóran þátt í þvi hve vel hefur til tekist. Næsti við- komustaður var í landi Skógrækt- arfélags Austur-Húnavatnssýslu á Gunnfríðarstöðum, 250 hektara jörð sem hjónin Helga Jónsdóttir og Steingrímur Davíðsson gáfu fé- laginu undir skógrækt árið 1961. Að lokum var komið i Sauðanes þar sem Páll Á. Jónsson heldur áfram ævistarfi föður síns, Jóns Pálssonar, og hefur komið upp vænum og sívaxandi skógi. A Sauðanesi hafði verið dúkað borð með rausnarlegum veitingum í einu skógarrjóðrinu og féll sá við- urgjörningur í góðan jarðveg hjá skógræktar mönnum. Um kvöldið var síðan kvöldverð- ur i félagsheimili Blönduóss i boði sýslunefndar Húnavatnssýslu og Á Sauðanesi var boðið upp á veitingar í einu rjóðrinu og féll það í góðan jarðveg hjá skógræktarmönnum. Blönduósshrepps. Þá var Jóhann Þorvaldsson, formaður Skógrækt- arfélags Siglfirðinga, gerður að heiðursfélaga í Skógræktarfélagi Íslands og einnig fékk Haraldur Jónsson, formaður Skógræktarfé- lags Austur-Húnavatnssýslu, sér- staka viðurkenningu. Ræður voru haldnar og skógræktarmenn í hér- aði sáu fyrir skemmtiatriðum, söng og leik, á samkomunni, sem lauk með því að stiginn var dans við undirleik harmonikuhljóm- sveitar. „Þetta er litið skógræktarfélag, miðað við mörg önnur, það telur rúmlega eitt hundrað félaga,“ sagði Formaður Skógræktarfélags Austur-Húnvetninga, Haraldur Jónsson, í stuttu spjalli við blaða- mann á lokafur.dinum sunnu- dagsmorguninn, eftir að fundar- menn höfðu hafið daginn á þvi að hlýða messu hjá séra Árna Sig- urðssyni í Blönduóskirkju. Séra Árni er reyndar einnig mikill skógræktarmaður og var meðal Þeir Jón Gunnar Árnason og Þórarinn Bendix, sem báðir starfa við rannsókn- arstöð Skógrcktar ríkisins á Mógilsá, fhittu erindi á aðalfundinum og höfðu auk þess sett upp fróðlega sýningu í anddyri félagsheimilisins á Blönduósi, þar sem fundarstörf fóru fram að mikhi leyti. Dansinn dunaði í félagsheimili Blönduósbúa a laugardagskvöldið. Hljómsveitin var heldur ekki amaleg.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.