Morgunblaðið - 08.09.1985, Qupperneq 72

Morgunblaðið - 08.09.1985, Qupperneq 72
ttrgnufrlafrU} Tryggðu þér laslan tíma i vetur. Vetrardagskrá hefst 9. september. SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 35 KR. Jón Kjartansson í Vestmannaeyjum: Um 40 fjölskyldur hyggjast flytja vegna lágra launa IVESTMANNAEYJUM er sérsUkur samningnr um bónus í fiskvinnu. Hann er laus, en félöfin í Eyjum hafa ekki boðað bónusvinnustöðvun. í viðrKðum um samninginn fyrr í sumar var ágreiningsatriðum er vörðuðu luekkun á bónusgrunninum vísað til viðrsðna um landssamning um bónus milli VSÍ og VMSÍ. Jón Kjartansson, formaður Verkalýðsfélagsins I Vestmannaeyjum, sagðist því fremur vera ihorfandi að viðrsðunum nú, en félögin í Eyjum hlytu þó að reyna að gera eitthvað ef ekki þokaði til samkomulags. „Hins vegar á fiskvinnslufólk ekki að vera það lægstlaunaða, því störf þess eru það þýðingarmikil fyrir þjóðina. Það er eins og með annað að afrakstur þess er í öfugu hlutfalli við framlagið. Það er ikill öfugsnúningur og breyting frá því sem var þegar fólk i plássi eins og Eyjunum, sem byggist á fiski, er farið að skammast sin fyrir að vinna í stöð,“ sagði Jón. Hann sagði að eftir þvi sem hann best vissi væru það um 40 fjöl- skyldur sem hygðust flytja frá Eyjum á þessu ári, fyrst og fremst vegna kjaranna. Alþýðusamband Vestfjarða gekk frá kröfugerð varðandi sína bónussamninga í gær, en þeir hafa verið lausir frá 1. júlí. Mun hún vera á svipuðum nótum og kröfu- gerð VMSÍ. Kröfugerð Alþýðu- sambands Norðurlands er i vinnsiu, en að sögn Þóru Hjalta- dóttur, formanns Sambandsins, er talsvert í að hún verði lögð fram. Aðspurð hvort félög innan vé- banda þess myndu efna til bónus- vinnustöðvana i stuðningsskyni við félögin sem hafa tilkynnt stöðvun, sagði hún: „Hvernig er hægt að fara fram á það við fólk sem er að vinna síðustu sporðana og atvinnuleysi blasir við að það afsali sér hluta launa sinna með þvi að hætta að vinna i bónus.“ "Talsverð aukning í vikurútflutningi ÚTFLUTNINGUR á vikri hefur aukist talsvert á undanfornum árum. Þau fyrirtski sem flytja út vilnir á fslandi eru BM Vallá hf. og Jarðefnaiðnaður hf., sem er í eigu sveitarfélaga á Suðurlandi og fleiri aðila. Er vikurinn aðallega seldur á Norðurlöndunum, í Bretlandi, Þýskalandi og Bandaríkjun- um. Áætluð heildarvelta vikurút- flutnings BM Vallá á þessu ári er 75 milljónir kr., sem er um 30% aukning frá fyrra ári. Þar eru um 700—800 tonn af pakkaðri vöru til ýmissa iðnaðarþarfa, og milli 55 og 60 þúsund rúmmetrar af vikri til léttsteypuframleiðslu. Sem byggingarefni er vikurinn aðal- 120 sóttu um rannsókna- og þróunarstyrki TALSVERT á annað hundrað umsóknir um styrki til rannsókn- ar- og þróunarverkefna hafa borist til Rannsóknaráðs ríkis- ins. Rannsóknaráð hefur 50 milljónir kr. til ráðstöfunar í þessu skyni og er það liður í úthhitun fjármagns til nýsköpun- ar f atvinnulífinu sem gerð er að tilhlutan rikisstjórnarinnar í samræmi við samkomulag for- manna stjórnarflokkanna frá því fyrr á þeséu ári. Rannsóknaráð auglýsti eft- ir umsóknum um styrkina með fresti til 1. september. 115-120 aðilar sóttu um og er nú verið að yfirfara umsókn- irnar hjá Rannsóknaráði. Ekki er vitað um heildarupp- hæð umsóknanna en Vil- hjálmur Lúðviksson fram- kvæmdastjóri Rannsókna- ráðs sagði ljóst að ekki væri hægt að verða við nema litl- um hluta umsóknanna. Sagði Vilhjálmur að margt mjög áhugavert kæmi fram í umsóknunum og ljóst af þess- um undirtektum að mikill áhugi væri fyrir nýsköpun í atvinnulífi þjóðarinnar. lega notaður i skorsteina og hleðslusteina. Víglundur Þorsteinsson, for- stjóri BM Vallá, sagði að þennan aukna útflutning mætti þakka stöðugri vinnu við markaðsöflun, sem smám saman væri að skila sér. „Það þarf að leggja mikla vinnu í að kynna vöruna og fyrir- tækið, þvi menn standa ekki í bið- röðum erlendis og bíða þess að fá að kaupa,“ sagði Víglundur. íslenski vikurinn er aðallega í samkeppni við grískan og ítalskan vikur og þaninn leir. Sá fslenski er léttastur, að sögn Víglundar, og hefur þar af leiðandi hæsta ein- angrunargildið, sem gerir hann góðan í vissa tegund steypu. Helsti ókostur hans er að rakastigið er tölvert hærra en í þeim gríska og ítalska, sem þýðir að flutnings- kostnaðurinn eykst, en hins vegar rýrir það ekki gildi vikursins sem byggingarefnis. Síðasti dagur heimilissýningar Heimilissýningunni í Laugardalshöll lýkur í dag, sunnu- dag. Um það bil 40.000 manns höfðu komið á sýninguna í gær og að sögn Halldórs Guðmundssonar hefur að- sóknin verið ívið meiri en á undanfarnar heimilissýn- ingar og sagði hann sýnendur ánegða með viðbrögð og viðskipti fólks. Halldór sagði, að meðal athyglis- verðra atriða á sýningunni væri tízkusýning franskra stúlkna. Þær tóku sér bæjarleyfí á föstudag og brugðu sér þá meðal annars í sundlaugar, þar sem Ijósmyndari Morgunblaðsins festi tvær þeirra á fílmu. Vantar enn mikið á að vaxta- frelsi sé orðið að veruleika — segir Baldvin Tryggvason sparisjóðsstjóri „I RAUN ákveður Seðlabankinn f samráði við stjórnvöld vaxtakjör að meginhluta inn- og útlána banlu og sparisjóða. Vextir af bundnu fé f Seðlabanka eru ákveðnir af Seðla- bankanum sjálfum. Sama gildir um vexti afurðalána, vexti á almennum sparisjóðsbókum og vaxtakjör allra verðtryggðra inn- og útlána. Og allar vaxtabreytingar annarra ínn- og útlána þurfa að fá jáyrði Seðlabankans áður en þær verða að veruleika. Þessu vilja menn gleyma þegar vaxtakerfi okkar er til umræðu," segir Baldvin Tryggva- son sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Reykja- vfkur og nágrennis f samtali við Morgunblaðið, Baldvin segir hins vegar að hið takmarkaða vaxtafrelsi, sem verið hefur við lýði hér á landi f rúmt ár, hafí sannað gildi sitt með því að auka sparnað hjá þjóðinni stórlega. En hann telur ekki tfmabært að afnema verðtryggingu inn- og út- lána fyrr en fólkið í landinu hefur öðlast nægjanlegt traust á vaxta- kerfinu. Og skilyrði þess er að auka enn frelsi banka og sparisjóða til sjálfsákvörðunar vaxta, að hans mati. Kristján Oddsson bankastjóri í Verzlunarbankanum og Sigurður B. Stefánsson hjá Kaupþingi eru sammála því að ekki sé þorandi að leggja verðtrygginguna niður. Kristján sagði að verðtryggingin hefði verið tekin upp með hag spari- fjáreigenda fyrir augum og sparn- aðaraukningin á sfðasta ári sannaði að þar hefði verið stigið spor f rétta átt. Og Sigurður benti á að yfirgnæf- andi meirihluti sparifjáreigenda veldi að ávaxta fé sitt á verðtryggð- um bankareikningum eða f verð- tryggðum verðbréfum, sem sýndi svart á hvftu að almenningur treysti þvi ekki að verðbólgustigið héldist stöðugt f framtiðinni. Taldi hann að allt að 99% verðbréfa á markað- inum væru verðtryggð. Sjá nánar á bls. 4 f blaðinu f dag
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.