Morgunblaðið - 22.09.1985, Síða 7

Morgunblaðið - 22.09.1985, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER1985 B 7 Bandaríkjamönnunum gert við- vart. Bandaríska rannsóknarskipið Knorr var þá við athuganir í nánd við Azoreyjar. Ákveðið hafði verið að nýi köfunarflekinn Argo, sem hannaður hafði verið hjá Woods Hole-stofnuninni undir hand- leiðslu dr. Ballards, skyldi reyndur við djúpköfun, og þar sem Ballard hefur sjálfur jafnan haft mikinn áhuga á örlögum Titanics, fór hann fram á að fá að reyna Argo við leit að flakinu. Reyndist ekkert því til fyrirstöðu. Um miðjan ágúst fór því Ballard ásamt fleiri vísindamönnum frá Woods Hole áleiðis til Azoreyja, þar sem þeir fóru um borð í Knorr. Seint í ágúst komu þeir svo á slóðir frönsku vísindamannanna. Þar sem erfitt er að draga upp ná- kvæma mynd eftir upplýsingum frá sónar, eða hljóðsjá, gátu Frakkarnir ekki gert sér ljóst hvaða þúst það var, sem þeir höfðu fundið á botninum. Var því Argo sökkt þarna niður, og flekinn dreg- inn fram og aftur eftir svæðinu. Ekki leið á löngu áður en hið sanna kom í ljós.l Skuturinn brotinn Eftir að flakið fannst og það hafði verið staðsett nákvæmlega með aðstoð gervihnattar hófu vís- indamennirnir nánari skoðun á því eftir því sem veður leyfði. En oft þurfti að gera hlé á rannsóknunum vegna vinda og sjávargangs. Not- uðu vísindamennirnir bæði Argo og annan köfunarfleka, Angus, trúlega nefndur eftir ástarguðin- um í keltneskum sögnum. Sá fleki var einnig búinn hljóðsjá og flóð- ljósum, en í stað sjónvarpsvéla voru á honum myndavélar til töku á litmyndum. Þrátt fyrir flóðljós flekanna þurftu myndavélar þeirra sérlega ljósnæmar filmur þarna niðri í myrkinu, eða 200.000 ASA, en til samanburðar má nefna að venjulegar ljósmyndafilmur áhugamanna eru 100—200 ASA, og þær ljósnæmustu í almennri notkun 1000 ASA. Skoðun flaksins hófst fremst við stefnið, þar sem hafísinn hafði opnað nærri 100 metra skurð eftir kinnungnum stjórnborðsmegin, og haldið þaðan aftur með flakinu. Segir dr. Ball- ard að mjög skýrar myndir hafi fengizt, jafnvel verið unnt að greina einstaka hnoðnagla. Fjórir strompar voru á Titanic, en á flak- ið vantaði þann fremsta og þann aftasta. „Við fórum framhjá inn- ganginum í danssal fyrsta farrým- is, yfir leikfimissalinn, og rákumst utan í næstfremsta strompinn. Svo kíktum við inn í skipið niður um loftræstigat," segir Ballard. í fyrstu fundu vísindamennirnir ekki skut flaksins, því aftasti hluti skipsins hafði brotnað af, en hann fannst nokkru síðar fyrir aftan flakið sjálft. Eftir um viku rannsóknir var þeim hætt í bili og rannsóknar- skipin héldu á brott. Heim fluttu vísindamennirnir með sér rúmlega 12.000 ljósmyndir í lit, teknar af flakinu á hafsbotni, og fjölda myndbanda. Njósnaflugvél Eins og fyrr segir hafa áður verið gerðir út leiðangrar til að leita flaksins af Titanic. Sá sem mest hefur lagt sig fram við leitina er auðkýfingurinn Jack Grimm, forstjóri Grimm Oil Company i Abilene, Texas. Hann hefur eytt milljónum dollara í að gera út þrjá leiðangra, árin 1980, 1981 og 1983. Eftir leiðangurinn 1981 hélt Dr. Robert Ballard. Grimm því fram að hann hefði náð sjónvarpsmyndum af einni skips- skrúfunni af Titanic, en myndirn- ar voru óskýrar og engin leið að staðfesta hvað á þeim sást. í síð- asta leiðangrinum, árið 1983, tókst ekki að staðfesta fund skrúfunnar enda veður þá slæmt. Þá má nefna það að jafnvel kvikmyndafélagið Walt Disney Studios kannaði möguleika á að senda út leitarleið- angur, og varði um 70 þúsund dollurum i undirbúning, en hætti svo við. Bandarísku og frönsku vísinda- mennirnir, sem nú hafa loks fund- Mynd tekin frá Argo niður á framdekkið, þar sem sjá má krana og bómu stjórnborðsmegin og bómuna af bakborðskrananum. ið Titanic, reyndu í fyrstu að halda fundi sínum leyndum, og ekki er alveg ljóst hvernig fyrstu fréttirn- ar bárust út. Eftir það var reynt að koma i veg fyrir að nákvæm staðsetning yrði gefin upp. „Ég vildi helzt halda þessu leyndu, þvi aðrir aðilar voru þegar farnir að tala um að koma hingað til að plægja og skafa botninn, sem hefði getað eyðilagt flakið," sagði Ball- ard. „Titanic er mjög heillegt, og við viljum ekki að hver sem er geti komið hingað og brotið það niður.“ Þrátt fyrir varúðarráðstafanir, eiga þó vísindamennirnir sjálfir nokkra sök á því að öðrum er kunn staðsetningin, því strax daginn eftir fundinn fengu kanadísk og bandarísk sjónvarpskerfi að senda þyrlu á vettvang til að sækja film- ur. Nokkru síðar kom svo óþekkt flugvél og sveimaði yfir svæðinu. „Því miður kom hún rétt um það leyti sem við vorum að innbyrða leitartæki okkar, og hún sveimaði yfir okkur nægilega lengi til að gera nákvæma staðarákvörðun," segir Ballard. „Mér þótti þetta afar slæmt. Hefði hún komið nokkrum klukkustundum seinna, hefðum Bandartska rannsóknarskipið Knorr. við verið á bak og burt. Ég hef ekki hugmynd um hverjir voru þarna á ferð.“ Hvað hefur flakið að geyma?QL Þótt flestir telji það nánast útilokað að unnt verði að ná flakinu upp af hafsbotni, er vitað um marga nú þegar sem hafa hug á að ná einhverjum verð- mætum þaðan með slæðingartækj- um, þvi eins og Grimm segir: „Hvert brot sem næst upp úr skip- inu verður verðmætt, því engum hefur áður tekizt að ná neinu þaðan.“ Ekki eru menn á einu máli um hvaða dýrgripi flakið af Titanic hafi að geyma, en sögusagnir hafa lengst af verið á kreiki um gifurleg verðmæti í demöntum, gulli og skartgripum. Vissulega var mikill fjöldi auðmanna meðal farþeg- anna í þessari fyrstu og síðustu ferð skipsins og eiginkonur þeirra skörtuðu glæsilegum skartgripum. En það voru þessar sömu konur sem voru flestar meðal þeirra 713 farþega og sjómanna sem fengu sæti í björgunarbátunum og kom- ust af. Og þær höfðu tíma áður en skipið sökk til að taka skartgripina með sér. Til er sérstakt sögufélag, „Titanic Historical Society”, sem safnað hefur öllum tiltækum gögn- um varðandi slysið. Talsmaður fé- lagsins, John Eaton, segir að allar sögur um mikla fjársjóði í flakinu séu stórlega ýktar. „Éngar kröfur voru bornar fram á tryggingafé- lögin um bætur fyrir týnda fjár- sjóði, aðeins fyrir eðlilegan far- angur farþega á lystiskipum," segir Eaton. „Flestir kröfurnar voru frá einstaklingum, og námu þær alls 13 milljónum dollara, bæði vegna dauða og eigna þeirra sem með skipinu voru. Einu verð- mætin í flakinu eru sennilega sögu- og vísindalegs eðlis. Það er líklega litlu unnt að bjarga. Titanic er minnisvarði um það sómafólk, karla, konur og börn, sem með því fórst. Mér finnst það ætti að afmarka nokkurnveginn slysstað- inn inn á kort og sjókort og gera hann að alþjóðlegu verndarsvæði undir eftirliti einhverrar stofnun- ar Sameinuðu þjóðanna, eða full- trúa frá Bandaríkjunum, Bret- landi og Kanada." Hver á flakið? Óljóst er hvar á flakið af Titanic. Samkvæmt brezkum siglingalög- um heldur eigandi skips eignar- réttinum á flakinu nema hann afsali sér honum eða mjög langt sé um liðið frá því skipið sökk. Titanic var eign White Star-skipa- félagsins, en 22 árum eftir slysið var félagið sameinað Cunard Line- skipafélaginu. 1 samningum þar að lútandi er tekið fram að Cunard yfirtaki skip og mannvirki White Star, en ekki félagið sjálft, sem var lagt niður. Tryggingar skipsins voru að bestu boðnar út á vegum Lloyd’s í London. Stærsti trygg- ingaraðilinn var Commercial Un- ion and Royal Exchange, en upp undir 60 tryggingaraðilar aðrir tóku þátt i tryggingunum. Eftir slysið afsöluðu tryggingaraðilarn- ir sér yfirleitt eignarrétti, og að dómi margra varð Titanic þá á ný eign White Star, sem nú er ekki til. Flestir eru sammála um að flak- ið af Titanic fái að hvíla til eilífð- ar, þar sem það stendur svo til á réttum kili á hafsbotni niðri á um 4.000 metra dýpi. Ekki eru þó alveg allir sama sinnis. John Pierce, sem nýlega notaði uppblásna seglpoka Þannig ímyndar einn blaðateiknarinn sér hvernig umhorfs sé á hafsbotninum þar sem Titanic hvflir. Fremst á flakinu er 100 metra rifa eftir ísjakann, en að aftan er skuturinn brotinn frá.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.